Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 KVIKMYNDIR/STJÖRNUBÍÓ og HÁSKÓLABÍÓ hafa tekið til sýninga myndina Cliffhanger með Sylvester Stallone og John Lithgow í aðalhlutverkum Lóðrétt spenna „ÞESSI mynd á sér engan líka, hún er hin fyrsta sinnar tegundar; lóðrétt kvikmynd. Fólk hefur séð spennumyndir sem fjalla um allt mögulegt og ómögulegt en aldrei um neitt þessu líkt. Cliffhanger kemur við viðkvæman blett í fólki því flest erum við lofthrædd innst inni og óttumst fátt meira en það að falla til jarðar úr mikilli hæð,“ segir Sylvest- er Stallone, þegar hann lýsir nýjustu mynd sinni, Cliffhanger. Stallone fer með annað aðalhlutverkið auk þess að eiga þátt í handritsgerðinni. Hann leik- ur mann að nafni Gabe Walker, frábæran fjallamann og klettaklifrara sem hefur sagt upp starfi sínu í björgunarsveit Klettafjallanna eftir dauðaslys sem Gabe kennir sjálfum sér um. Frjálst fall STALLONE og Janine Turner spranga um hvíta tjaldið í Cliffhanger. Ofurefli BÓFARNIR í Cliffhanger miða byssum úr öllum áttum á Stallone. egar myndin hefst er nokkur tími liðinn frá slysinu og Gabe er í þann mund að snúa aftur upp í fjöllin til að reyna að telja kærustu sína, þyrluflug- manninn Jessie (Janine Tumer), á að koma með sér. Jessie hryggbrýtur Gabe. Hún tekur þyrluna og Klettafjöllin fram yfir Gabe, fiatíendi og flótta frá vandamálum. Gabe er að búa sig undir að snúa heim þegar Jessie biður hann að fara í einn björgunarleið- angur enn; aðstoða flokk fjallamanna sem á í hrakn- ingum uppi á einhveiju fjallinu. Það er bylur og því kemur björgunarþyrlan ekki að notum. Gabe stenst ekki mátið og heldur á brattann — einu sinni enn — með sínum gamla félaga Hal (Michael Rooker) en það var einmitt kærastan hans sem dó í slysinu sem báðir telja að Gabe hafi borið alla ábyrgð á. , Gull og blý Á leiðinni á tindinn gneistar á milli félaganna en þær væringar gleymast þegar í ljós kemur að hinir nauðstöddu eru ekki fjalla- menn heldur hópur hættu- legra ræningja undir for- ystu hins illa skúrks Eric Qualen (John Lithgow). Ræningjamir urðu fyrir því óláni að flugvél þeirra brot- lenti á ijallinu skömmu eft- ir að þeir höfðu rænt 100 milljónum dollara í reiðufé frá bandaríska seðlabank- anum. Glæpamennirnir ætla nú að nýta sér færni og þekkingu Hals og Gabes til að komast óhultir af fjallinu með milljónimar. Þeim félögum virðist nauð- ugur einn kostur að hjálpa illmennunum en báðir þykjast vita að þegar til byggða kemur bíði þeirra ekki borgun í gullkrónum heldur í blýkúlum úr byssunum sem beint er að þeim. Hal og Gabe eiga þyí úr vöndu að ráða. Gabe veit að undan þessu getur hann ekki flúið, því að þegar veðrinu slotar kemur Jessie á þyrlunni að leita þeirra og hann ætlar ekki að láta neitt illt henda hana. Það rennur upp fyrir honum að nú þýðir ekki að flýja, hann verður sjálfur að sigrast á Eric Qualen og kónum hans jafnvel þótt hann ráði ekki yfir öðrum vopnum en eigin hugdirfsku og þekkingu á íjöllunum. Rocky Mountains — eða þannig Myndin gerist eins og fyrr sagði í hinum banda- ríska hluta Klettafjallanna, nánar tiltekið í Colorado- fylki, en kvikmyndatökur fóra fram í 4.500 metra hæð í Dolomite-fjöllunum í ítölsku Ölpunum og kvik- myndagerðarfólkið hafði sína miðstöð í flaI(aborg- inni Cortina. Úrvinnsla og stúdíó-tökur fóra fram í hinu fræga Cinecitta- stúdíói í Róm. Eins og kunnugt er heita Klettafjöllin á ensku The Rocky Mountains og flestir vita að Sylvester Stallone varð frægur sem boxarinn Rocky í samnefndri mynd. Bresk og bandarísk kvik- myndablöð hafa tekið fagnandi þeim augljósa möguleika sem þessi stað- reynd gefur á að búa til orðaleik til að tengja mynd- inni. Þess vegna hefur Cliffhanger víða gengið undir nafninu „Rocky goes to the Rockies" eða Rocky í Klettafjöllunum. Það er mikið einvalalið sem lagt hefur hönd á plóg við gerð Cliffhangers. Auk Stallones, sem á að baki á annan tug metsölumynda, er í aðalhlutverki stór- leikarinn John Lithgow, sem íslenskir kvikmynda- húsagestir sáu síðast í De- Palma myndinni Raising Cain, en á einnig að baki myndir eins og Memphis Belle, Distant Thunder, . Harry and the Hendersons (sem líka gekk undir nafn- inu Bigfoot and the Hend- ersons), 2010, Footloose, Blow Out, Twilight Zone og All that Jazz, að ógleymdum myndunum tveimur sem hann hefur verið tilnefndur til Óskars- verðlauna fyrir: The World According to Garp og Terms of Endearment. Þrátt fyrir mikla velgengni í starfi sem kvikmyndaleik- ari hefur Lithgow þó fyrst og fremst verið sviðsleik- ari. Allt frá því að þessi Harvard- og bresk;mennt- aði leikari lauk námi á sjö- unda áratugnum hefur hann hlotið fjöldann allan af verðlaunum og við- urkenningum, síðast fyrir hlutverk sitt í M. Butterfly, þar sem hann lék diplómat- inn saklausa. Kærastu Gabes, Jessie, leikur Janine Turner. sem er hér í sínu langstærsta kvikmyndahlutverki til þessa en hún er íslenskum sjónvarpsáhorfendum kunn úr þáttunum North- em Exposure, eða Á norð- urslóð,'sem sýndir vora á Stöð 2 fyrir skömmu og úr Dallas þar sem hún var í aukahlutverki. Leikstjóri Cliffhanger er Renny Harlin, Finni sem komst í hóp eftirsóttustu leikstjóra Hollywood með myndinni Die Hard 2. Renny Harlin sló í gegn vestra með mynd úr flokknum um hinn óhugn- anlega Freddie Krager, Nightmare on Elm Street IV: The Dream Master, og Harlin var öðram fremur þakkað það að myndin sú varð tekjuhæsta mynd sjálfstæðs framleiðanda fyrr og sfðar. Harlin leik- stýrði einnig myndinni Ad- ventures of Ford Fairlane með Andrew Dice Cay í aðalhlutverkum og sem framleiðandi á hann að baki myndina Rambling Rose. „íslandsvinurinn“ Mario Kassar Framleiðandi Cliffhan- ger heitir Alan Marshall sem m.a. hefur framleitt Baxic Instinct, Jacob’s Ladder, Birdy, Bugsy Mal- one og Midnight Express. Framkvæmdastjóri mynd- arinnar varJiins vegar eng- inn annar en forstjóri kvik- myndafyrirtækisins Ca- rolco, Mario Kassar. ís- lendingar .þekkja Kassar fyrir það að hann stóð ekki fyrir gerð kvikmyndar með Sylvester Stallone í aðal- hlutverki hér á landi síðast- liðinn vetur. Barnaræning- inn Donald Michael Feen- ey, forstjóri fyrirtækisins CTU, sem nú er í fangelsi hér á landi, kom fram und- ir nafni Kassars þegar hann var að skipuleggja barnsránið sem fór út um þúfur í janúar. Hinn raunverulegi Mario Kassar er einn af stórlöx- um Hollywood og hefur framleitt fjölmargar þekkt- ar myndir, svo sem Chapl- in, Terminator 2, Basic Instinct, Total Recall, The Doors, L.A. Story, Jacob’s Ladder, að ógleymdum myndunum um Rambo I, II og III. Fyrstu afskipti Kassars og þáverandi með- eiganda hans að Carolco, Andrew Vajna, af banda- rískri kvikmyndagerð voru þegar hetjan John Rambo í túlkun Sylvesters Stallo- nes var leidd fram á sviðið í kvikmyndinni First Blood. Ekki eins vitlaus o g hann lítur út fyrir SYLVESTER Stallone er heimsfrægur leikari, leik- sljóri og handritshöfundur sem hefur margsinnis sýnt og sannað að fáir búa yfír meira aðdráttarafli fyrir kvikmyndahúsagesti á Vesturlöndum en ein- mitt hann. Samt hefur „Sly“, eins og maðurinn er kallaður, gengið illa að losna undan því orðspori að í raun og veru sé öll þessi velgengni ekkert annað en heppni og að hann kunni ekkert að leika. Saga Stallones talar hins vegar sínu máli um það að mað- urinn, sem steig sín fyrstu spor í kvikmyndagerð undir handleiðslu Woody Allens, er alls ekki eins vitlaus og hann lítur stundum út fyrir að vera. Það er hins vegar önnur saga að fáir munu telja hann til fremstu skapgerðarleikara talmyndanna. Sylvester Stallone er fæddur í New York en fluttist ungur til Philadelp- hia þar sem varð ruðnings- stjama í framhaldsskóla og reyndi fyrir sér sem leikari í skólaleikritum. Hann lagði síðan stund á leiklistamám við The University of Miami og fór þá jafnframt að fást við skriftir en hætti námi og fluttist til fæðingarborg- ar sinnar til að gerast leik- ari að atvinnu. Velgengnin lét hins vegar á sér standa og eftir tveggja ára'streð hafði Stallone ekki af öðm að státa en smáhlutverki í umdeildri mynd Woodys Allens, Bananas (1971). Samt hafði hann reynslu- leikið hjá flestöllum um- boðsmönnum borgarinnar og mætt í þúsundir hæfnis- prófa í leikhúsum og hjá kvikmyndaframleiðendum. Handritshöfundur Árið 1974 bauðst Sly hlutverk í kvikmynd sem hét Lords of Flatbush. Þá fékk hann jafnframt tækifærí til að snurfusa og endurbæta handrit myndarinnar og naut þá góðs af reynslu sem hann hafði aflað sér þegar hann stytti sér stundir í aðgerðarleysinu með því að semja kvikmyndahandrit. Stallone hagnaðist nokkuð á Lords of Flatbush og af- raksturinn notaði hann til að flytja sig um set til Holly- Aftur á uppleið SYLVESTER Stallone klífur brattann. wood og þar hafði hann í sig og á með smáhlutverk- um í kvikmyndum á borð við The Prisoner of Second Avenue, The Pricefighter, Farewell my Lovely (Robert Mitchum og Charlotte Rampling í aðalhlutverkum) og Death Race 2000. Úrslitakostir Kappinn hélt hins vegar áfram að skrifa og þegar handritið um Rocky Balboa og hraðferð hans úr kjöt- kælinum í hnefaleikahring- inn var fullmótað gekk Stallone með það framleið- enda á milli. Margir vildu kaupa en í fyrstu féllst eng- inn á úrslitaskilyrði höfund- ar sem ætlaði sjálfum sér aðalhlutverkið. Þetta skil- yrði gaf Stallone ekki eftir og að því kom að draumur hans rættist; Rocky hlaut Óskarsverðlaun sem mynd ársins 1976 og Sylvester Stallone var sestur meðal stjamanna. Þar hefur hann haldið sig síðan og hefur komið við sögu sem leikari og ýmist handritshöfundur eða leik- stjóri í fjórum myndum til viðbótar um Rocky, þremur myndum um John Rambo, og einnig Paradise Alley, F.I.S.T., Rhinestone, Stay- ing Aliver, Nighthawks, Cobra, Tango and Cash og Lock Up. Síðustu myndir hans hafa verið gaman- myndimar Oscar og Stop! or My Momma Will Shoot en í Cliffhanger er hann kominn á fornar slóðir og farinn að takast á að nýju við bófa og illþýði og enn sem fyrr streyma áhorfend- ur að til að horfa á manninn sem sumir segja að kunni ekki að leika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.