Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 5
Nú eru að berast góðar veiðifréttir hvaðanæva að, hvort heldur er af bökkum sil- ungs- eða laxveiðiáa. í Laxá í Mývatnssveit veiddist til dæm- is á fimmtudag stærsti urriði síðan 1985. Sá stærsti... „Þetta var mjög fallegur físk- ur, vel haldinn og spengilegur, en hann fékk fískinn í Sprengju- flóa í landi Geirastaða," sagði Hólmfriður Jónsdóttir á Arnar- vatni í samtali við Morgunblaðið á föstudagskvöld, en daginn áður hafði 9,5 punda urriði verið dreg- inn úr ánni af norskum veiði- manni að nafni Jens Guldbrands- en. Þetta er stærsti urriði af svæðinu síðan 1985, er 13 punda fiskur veiddist og sagði Hólmfríð- ur þetta ekki koma svo ýkja á óvart, þar sem meðalvigtin á urriðanum það sem af er sumri hefur verið með hæsta móti, nærri 3 pund að mati Hólmfríð- ar, og mikið væri af 4 til 5 punda fískum. Þegar rætt var við hana höfðu 720 urriðar verið færðir til bókar og auk þess hefur nokk- uð veiðst sem veiðimenn hafa sleppt og svo allur undirmálsfisk- urinn. Veiði hefur því verið afar góð á svæðinu. Hólmfríður sagði lífríkið líta vel út, ungar væru lifandi og gróandi í öllu saman þó svo að það mætti vera hlýrra. Álftá lifnar við... Álftá á Mýrum byijaði afar rólega; allt fram á fimmtudag hafði aðeins einn lax veiðst og svo eitthvað af urriða. Á föstu- daginn varð hins vegar stórbreyt- ing á, er menn gengu til hylja að morgni var komið talsvert af laxi víða um á og veiðimenn náðu sex fiskum og misstu nokkra. Gott vatn var í ánni og fengust þrír laxanna á flugu, þar af einn 10 punda, en stærsti laxinn var 12 pund, en þann físk veiddi Steingrímur Guðjónsson. Menn hafa verið að fá hann síðan, en búast má við að bætist vel við næstu sólarhringa með vaxandi straum sem nær hámarki á þriðjudag. Hér og þar... Frést hefur að tveir laxar hafi veiðst í Svartá fyrsta daginn fyr- ir skömmu og menn hafi séð smáreyting af fiski. Það er góð byijun þar efra, en áin er með ákveðnari síðsumarsám sem fyr- irfmnast hér á landi. Ef til vill fer að veiðast fyrr í ánni þar eð Blanda er að breytast. Hún verð- ur tærari með hveiju árinu og þar með er viðbúið að laxinn renni hraðar fram hana, eins og gerðist t.d. í fyrra. Heyrst hefur, að veiði sé enn mjög dauf í Vatnsdalsá, en til bóta stendur vonandi þar eð áin er nú orðin tær og eðlileg, en lengi framan af var hún bólgin, bakkafull og allt of köld. Mjög slök veiði hefur verið í Húnavatnssýslunum yfirleitt, auk Vatnsdalsár, hafa Víðidalsá, Blanda, Miðfjarðará og Laxá á Ásum verið slakar. Á öllum víg- stöðvum hefur þó örlítið glaðnað að undanfömu og veit það ef til vill á betri tíð. Fyrir skömmu voru komnir 30 laxar úr Hofsá og fyrsta veiði- daginn í Selá veiddust 12 laxar. Var vatnsmikið í báðum ám og fískur genginn úr hyljum. Era menn hressir með byijunina, en eins og menn muna var frábær veiði í báðum ánum í fyrra og horfurnar mjög góðar fyrir ný- hafna vertíð. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JULI 1993 Hringtorg á mótum Skeiðarvogar og Suðurlandsbrautar Suðurlandsbraut tvöfölduð í haust VERIÐ er að hanna tveggja akreina hringtorg á mótum Skeiðarvogar og Suðurlandsbrautar og er ráðgert að verkið verði boðið út eftir u.þ.b. eina viku. Hringtorgið verður tekið í notkun næsta haust. Hringtorgið verður fímm arma og "svipað þeim sem byggð hafa verið í Grafarvogi, við Borgarveg, Halls- veg og Fjallkonuveg en þó öllu stærra. Hringgeisli (radíus) hring- torgsins verður 15 metrar. Jafn- framt þessu verður Suðurlandsbraut tvöfölduð í átt að Grensásvegi og væntanlega einnig í haust í austur frá hringtorginu. Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri sagði að mikil þörf hefði verið fyrir úrbætur í umferðarmálum á þessum gatnamótum. „Þetta er slæmur staður hvað varðar óhöpp. Gatnamótin þarna eru ekki beinlínis glæsileg, því þarna koma saman tvær umferðarmiklar götur, Suður- landsbraut og Skeiðarvogur. Þarna hafa menn ekið árum saman utan götu því gatnamótin hafa verið of þröng.“ Mallorca 3&370kr. Draumur sólkerans! ROYAL-sólartilbod Staðgreiðsluverð frá 38.370 kr. á mann í eina viku m.v. 4ra manna fjölskyldu, hjón með tvö böm 2ja-15 ára. Hjón í tvíbýli greiða 43.310 kr. á mann. Allir skattar innifaldir. nqa iltur ■ 1 ■ Grfptu sólina! Sa Coma 11. júlí.....4 sæti laus 18. júlí.....8 sæti laus 25. júlí....19 sæti laus 1. ágúst.......uppselt 8. ágúst.......uppselt 15 ágúst.......uppselt 22. ágúst......uppselt 29. ágúst...14 sæti laus 5. sept........uppselt 12. sept.....7 sæti laus 19. sept....23 sæti laus Playa de Palma / Magaluf 11. júlí....14 sæti laus 18. júlí....18 sæti láus 25. júlí....19 sæti laus 1. ágúst.......uppselt 8. ágúst.......uppselt 15 ágúst.......uppselt 22. ágúst....5 sæti laus 29. ágúst...14 sæti laus 5. sept........uppselt 12. sept.......uppselt 19- sept.....5 sæti laus Ódýrasta sólarlandið! Staðgreiðsluverð frá 36.270 kr. á mann í eina viku m.v. 4ra manna fjölskyldu, hjón með tvö böm 2ja-15 ára. Hjón í tvíbýli greiða 43.520 kr. á mann. Allir skattar innifaldir. Grfptu sólina! 7. júlí ....8 sæti laus 14. júlí ..15 sæti laus 21. júlí ..22 sæti laus 28. júlí ..19 sæti laus 4. ágúst uppselt 11 ágúst ....5 sæti laus 18. ágúst uppselt 25. ágúst ..13 sæti laus September.. laus sæti Sólarströndin! EUROCAHD Grlptu sólina! 4. ágúst......uppselt 25. ágúst.....laus sæti 15. sept......uppselt / Mjódd: sítrii '699 300, við Austurvöll: sími 2 69 00, t Hafnarfirði: sími 65 23 66, við Ráðhústorg á Akureyri: sími 2 50 00 - og hjá umboósmönnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.