Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 11
MORGUNESLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 11 í fagháskólum eru ekki gerðar sömu kröfur til kennara um rann- sóknaskyldu og í hefðbundnum há- skólum. Jafnvel þykir æskilegra að þeir státi af starfsreynslu á því sviði sem kennt er og þá litið á hana sem jafngildi rannsóknareynslu. Innan listaháskóla eru gerðar listrænar kröfur til starfsmanna og jafnast afrek á listasviðinu til rannsókna- niðurstaða í almenna háskólanum. Sveinbjöm Bjömsson háskóla- rektor telur æskilegra að hér rísi sterkur fagháskóli, sem bjóði upp á margar greinar og geti tekið við mörgum nemendum, fremur en fjöldi smáskóla. Ef slíkur skóli verð- ur til opnast jafnframt möguleiki á að losa Háskóla íslands undan þeirri kvöð að taka við öllum umsækjend- um með stúdentspróf. Eins og lög- um er nú háttað er Háskóli íslands skyldugur að innrita alla sem leita inngöngu og geta framvísað stúd- entsskírteini. Háskólinn hefur heimild til að takmarka nemenda- fjölda í heilbrigðisgreinum og helg- ast það af takmarkaðri aðstöðu til verklegrar kennslu. í öðmm grein- um grisjast nemendahópurinn í lok fyrsta misseris. Aðgangur að flest- um öðrum hérlendum skólum á háskóiastigi er takmarkaður af við- komandi skólayfirvöldum við þann fjölda sem fjárveiting og kennslu- rými skólans marka og sá fjöldi sem ekki kemst þar inn leitar í Háskóla íslands. Samræming háskólastigsins Talsverð hreyfíng hefur verið í átt til aukinnar samræmingar og jafnvel samruna skóla á háskóla- stigi. Skipaðar hafa verið ýmsar nefndir og er þeirra stærst Sam- starfsnefnd háskólastigsins. í henni eiga sæti fulltrúar 13 skóla og er formaður hennar Sveinbjöm Bjömsson. Eins er starfandi Sam- starfsnefnd um uppeldismenntun og eiga aðild að henni skólar á háskólastigi í kennslu- og uppeldis- greinum. Háskólinn á Akureyri og Leiklistarskólinn eiga áheymarfull- trúa í nefndinni, formaður hennar er Þórir Ólafsson rektor Kennara- háskólans. Menntamálaráðuneytið á fulltrúa í báðum nefndunum. Nefnd um mótun menntastefnu komst að þeirri niðurstöðu að sam- ræma þyrfti stúdentspróf. En hvemig er með prófgráður hinna ýmsu skóla á háskólastigi? Svein- bjöm segir að prófgráðurnar verði að standast dóm erlendra mennta- stofnana, það sé hin alþjóðlega viðmiðun sem gildi. Því bera þessir skólar sig saman við erlenda skóla. - Háskóli Islands á aðild að alþjóðleg- um samningum um prófgráður. Skólar sem ekki hafa fengið viður- kennt með lögum að þeir séu á háskólastigi hér á landi eiga erfíð- ara með að fá alþjóðlega viðurkenn- ingu. Engu að síður taka erlendir skólar við nemendum þeirra og / meta frammistöðu hvers nemanda um sig. Listaháskóli Uppi hafa verið hugmyndir um sameiningu listaskóla á háskóla- stigi, þ.e. Myndlista- og handíða- skólans, Tónlistarskólans í Reykja- vík og Leiklistarskólans, í einn lista- háskóla. Nefnd um listaháskóla hefur nýlega skilað ráðherra áliti, sem bíður birtingar. Bryddað hefur verið upp á því að listaháskólinn yrði sjálfstæður skóli (college) inn- an Háskóla íslands, án þess að Háskólinn hafí veitt því jáyrði. Bjarni Daníelsson skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans ritaði grein í Morgunblaðið 8. apríl sl. um Háskóla íslands. Þar segir hann að Háskólinn hafí brugðist sínu for- ystuhlutverki og tafíð eðlilega þró- un skólakerfísins. Háskólinn hafí reynst ófær um að veita forystu í endurskipulagningu menntunar á háskólastigi. Leggur Bjarni til að Háskóli íslands verði lagður niður í núverandi mynd og einstakar deildir hans sameinaðar öðrum menntastofnunum á afmörkuðum fag- eða fræðisviðum. Þannig yrðu til uppeldisskólar, viðskiptaskólar, tækniskólar og listaskólar svo dæmi séu tekin. Síðan leggur Bjarni til að stofnaður verði nýr Háskóli ís- lands sem verði tengiliður og sam- skiptaaðili þessara stofnana. Hver stofnun hefði fjárhagslegt og fag- legt sjálfstæði. Sveinbjörn háskólarektor segir að Háskóli íslands hafí lagt til að fremur yrði stofnaður sjálfstæður listaháskóli en að þessum greinum yrði komið fyrir innan Háskólans. Fyrir því liggi bæði fjárhagslegar og menntunarlegar ástæður. Fjár- hagmr Háskólans sé þröngur eins og er. Eins sé munur á rannsóknar- hefð hins almenna háskóla og sköp- unar- eða listrænni hefð listaháskól- ans sem erfítt geti verið að sam- ræma í skólastarfí eins skóla. Þá nefnir Sveinbjöm mismunandi starfskjör kennara sem eina ástæðu þess að erfítt geti reynst að reka fagháskóla samhliða almennum háskóla. Fagháskólakennararnir hafa yfírleitt minni rannsókna- skyldu en háskólakennarar sem eiga að verja 40% af vinnutíma sín- um til rannsókna. Á þessu tvennu er talsverður munur. Sveinbjöm segir að ekki megi skilja afstöðu Háskólans sem lítils- virðingu við hina listrænu kollega. Hann segir Háskólann gjarnan vilja styðja listaskólana í að verða að sjálfstæðum listaháskóla. Meðal annars ætti að hafa samvinnu um námskeið og gefa nemendum kost á að fara á milli skóla í hluta náms. Sveinbjöm segist hafa efasemdir um að setja enn fleiri háskóladeild- ir, en nú er, undir einn hatt og tel- ur hann hætt við að svo viðamikið stjómkerfí yrði þungt í vöfum. Uppeldisháskóli Þórir Ólafsson, rektor Kennara- háskólans, hefur varpað fram hug- mynd um háskóla uppeldisgreina. Hugmynd Þóris er að Kennarahá- skóli Islands, Þroskaþjálfaskólinn, Fósturskólinn og Íþróttakennara- skólinn sameinist undir einum hatti. Auk þessara skóla eru starfandi kennaradeild við Háskólann á Akur- eyri, þar sem lögð er áhersla á menntun raungreinakennara, og uppeldis- og kennslufræðideild við Háskóla íslands sem miðast við kennslu á unglinga- og framhalds- skólastigi. Hugmynd Þóris snýst ekki um að setja skólana alla undir eitt þak, heldur að þeir starfí sem sjálfstæð- ar háskóladeildir með sameiginlega stjómun og stoðþjónustu. Bendir Þórir á að bókasafn Kennaraháskól- ans sé nú vandaðasta bókasafn landsins í uppeldis- og kennslufræð- um. í hinum nýja háskóla yrði sam- vinna um rannsóknir og mögulegt fyrir nemendur að samþætta nám sitt innan hinna ýmsu deilda. Iiáskólinn á Akureyri Við Háskólann á Akureyri er stefnt að skóla með um 1.000 nem- endur. Síðastliðinn vetur var á þriðja hundrað nemenda við skól- ann. Innan hans er boðið upp á hefðbundnar háskólagreinar og námsbrautir sem vel gætu átt heima í fagháskóla, það er tveggja ára nám í rekstrarfræði og iðn- rekstrarfræði. Hægt er að bæta við tveggja ára námið öðmm tveimur árum í gæðastjómun og telst það þá nám til BS gráðu. Haraldur Bessason rektor telur æskilegt að háskólar bjóði upp á styttri brautir samhliða lengra námi, en jafnframt mikilvægt að fólk lendi ekki í öng, vilji nemendur styttri brauta halda áfram. Nokkrir nemendur HA í rekstrarfræði hafa farið utan til framhaldsnáms og jafnvel fengið inngöngu í meistara- nám. „Ég er alltaf svolítið hræddur við orð, háskóli - fagháskóli," seg- ir Haraldur. „Ég held að það sé ekki hægt að skilja að raungreinar og hugvísindi, eða þá frumrann- sóknir og aðrar rannsóknir. Það sem er fræðilegast er oft hagnýt- ast.“ Haraldi þykir æskilegt að Háskólinn á Akureyri leggi aðrar áherslur en gert er syðra. Til dæm- is er boðið upp á nám í sjávarút- vegsfræðum fyrir norðan og telur Haraldur að þörf sé á miklu meiri menntun í sambandi við sjávarút- veginn. Þar fer saman verkkunn- Talsverð hreyfing hefur verið í átt til aukinnar samræmingar og jafnvel samruna skóla á áá- I Samstarfsnefnd há- fulltrúar 13 skóla átta og svo rannsóknastarf. Á Ak- ureyri hefur verið reynt að hafa samvinnu milli deilda og eru rekstr- arfræði og sjávarútvegsfræði dæmi um það. „Það er alltaf erfítt að marka háskóla bás, því þar verða alltaf miklar breytingar á hvetju ári. En það er nauðsynlegt að alltaf sé haft stöðugt samráð og samvinna við aðrar sambærilegar stofnanir,“ segir Haraldur. Framtíðarsýn Nýlega var skipuð Þróunarnefnd um framtíð Háskólans næstu 20 árin. Ef litið er um öxl til ársins 1973 er ljóst að bylting hefur orðið í menntunarmálum þjóðarinnar undanfarin 20 ár og allt útlit fyrir að umbreytingaskeiðinu sé ekki lok- ið. Þær hræringar sem nú eiga sér stað á sviði skólamála munu að öll- um líkindum leiða til aukinnar fjöl- breytni á háskólastigi, einkum á sviði starfstengdra námsgreina. Allt bendir til þess að vægi endur- menntunar aukist á komandi árum og að kennslufyrirkomulag taki stórstígum breytingum. Háskóli ís- lands rekur viðamikla Endurmennt- unarstofnun. Skráðir nemendur þar eru jafn margir og í almenna há- skólanum, um 5000, og fer ört fjölg- andi. Kennaraháskólinn hefur riðið á vaðið með fjarkennslu á háskóla- stigi, haldin eru námskeið á vegum skólans víða um land og fjöldi fólks stundar nám í sínum heimabyggð- um með hjálp nýjustu samskipta- tækni. Fáir efast um að listaháskóla verði hrundið af stokkunum og eins bendir margt til þess að hugmyndin um háskóla uppeldisgreina beri ávöxt. Samstarfsnefnd háskóla- stigsins er vettvangur aukins sam- starfs sem væntanlega leiðir til enn meiri samvinnu skóla á háskóla- stigi. Sveinbjörn Bjömsson bendir á að líkt og möguleikar séu nú að opnast á að íslenskir háskólanemar geti tekið hluta náms í öðrum lönd- um ætti að vera hægt að stofna til svipaðra nemendaskipta milli skóla á háskólastigi hér innanlands. Menn hafa velt því fyrir sér hvort hægt sé að auka samræmingu milli rekstrarfræði- og viðskiptaskól- anna. Það er vel hugsanlegt að samvinna náist milli heilbrigðis- greina og tæknigreina Háskólans og Tækniskólans. Innan Háskólans em ýmsar hugmyndir á lofti. Til dæmis hafa menn velt því fyrir sér að endurskipuleggja nám í heil- brigðisgreinum á þann hátt að það hefjist með sameiginlegu grunnámi sem síðar greinist á milli hinna ýmsu sérsviða svo sem læknis- fræði, hjúkrunarfræði og sjúkra- þjálfunar. Það er ljóst að framtíðarvelferð þjóðarinnar felst meðal annars í góðri menntun. Umbylting og þróun í skólamálum skiptir því ekki minna máli fyrir framtíðina en nýliðun þorsksins. Því er mikils um vert að skólakerfíð nái að rétta slagsíðuna af svo skútan haldi beinu striki á vit framtíðarinnar. Við stækkum vélarnar til Benidorm - 48 viðbótarsæti á ótrúlegu verði Nú eru flestar brottfarir okkar uppseldar til Benidorm. Við höfum nú samið um að fá stærri flugvélar frá og með 28. júlí. Benidorm er vinsælasti áfangastaðurinn á Spáni í dag með ótrúlegri fjölbreytni, fyrsta flokks gististöðum og ótrúlegu mannlífi. Með einstaklega hagstæðum samningum okkar við Turavia getum við boðið viðbótarsæti í júlí og ágúst á hreint ótrúlegu verði. Vikulegar brottfarir i júlí og ágúst. Síðustu sætin. Verð kr. 49.900pr. mann 2 í studio, 11. ágúst, Aquarium íbúðarhótelið í 2 vikur. I Verð frá kr. 1 Verð kr. 1 I 35.950pr. mannj I 43.240pr.mann 1 ■ Hjón með 2 börn, Trinisol 1 1 Hjón með 2 börn, Aquarium ■ ■ íbúðahótelið, 2 vikur, 14. júlí. 1 I íbúðarhótelið í 2 vikur, 4. ágúst. ■ P Flugvallaskattar og forfallagjald: 3.570,- f. fullorðna og 2.315 f. börn. a r i s Þjónusta Heímsferða íslenskir fararstjórar Heimsferða taka á móti þér á flugvellinum og bjóða þér spennandi ferðir og örugga þjónustu meðan á feröinni stendur. Frábærar undirtektir hafa verið við Parísarferðum Heimsferða og er nú nánast uppselt í flestar brottfarir (beinu leiguflugi okkar með Air Liberté til Parísar. Verð kr. 2 1 «670 Flug fram og til baka til Parísar,vikulegt flug frá 7. júlí. Verð frá kr 34300 pr. mann Flug og gisting í 1 viku í París, Nouvel hótel, 21. júlí til 11. ágúst. Flugvallaskattar og forfallagjöld kr. 3.200,- f. fullorðna og 1.945,- f. böm. HEIMSFERÐIR hf Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.