Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JULI 1993 4 SJÁLFSTJETT w \t* e»y’ vs^'1 eftir Halldór Fannar Guðjónsson Það er kreppa. Svo er manni að minnsta kosti sagt. Þorskafli hefur dregist saman frá ári til árs og þar sem ekki er samdráttur, þarf að skera niður. Atvinnuleysið hefur því sjaldan verið meira. En svo tekur daginn að lengja. Klakabönd bresta og vorið gefur fyrirheit um bet-_____ ri tíð: á sumrin er jafnan meiri vinnu að fá. En þegar þúsundir >>. námsmanna flykkjast út á x vinnumarkaðinn verður það óhjákvæmilega hlutverk sumra að vera framboð um- fram eftirspurn. Það getur verið ágætt að slaka á í góðu veðri eftir erfiðan vetur í námi en aðgerðar- leysið vill oftast breyt- ast í viðþolsleysi. Slík afslöppun getur nefnilega verið þreytandi. En atvinna ungs fólks ræðst ekki einungis af atvinnuframboði. Þeir eru til sem taka af skarið og ráðast í eigin atvinnurekstur. Það getur ver- ið afskaplega þægilegt að sækja um vinnu hjá sjálfum sér, ráða sig sem forstjóra og hafa alla þræði rekstursins í hendi sér. Atvinnuþátttaka ungs fólks á íslandi er með því mesta sem þekkist á Vesturlöndum. Skól- arnir gefa rausnarlegt sumarfrí og í rauninni eru námsmenn sárafáir sem ekki leita sér vinnu yfir sumartímann. Á íslandi er það jafnvel talinn hluti af þroskaferli einstaklingsins að taka þátt í margvíslegum störfum þjóðfélagsins. Það hljóta því flestir að vera sammála um að fátt er jafn þroskandi og að koma á fót og reka eigið fyrirtæki. í slíkum rekstri þýðir víst lítið að eyðileggja verkfærin til þess að þurfa ekki að vinna. „Um rétta notkun hrífu“ var til dæm- is rætt á síðum Morgunblaðsins fyrir ári þegar lesanda blöskraði meðferð unglingavinnuflokks á verkfærum sínum. Gerðu garðyrkjumennirnir ungu allt hugsanlegt með sláttuvélum og hrífum annað en að slá gras og raka því saman. Hefur því verið um kennt að í bákni eins og vinnuskó- lanum beri unglingarnir of litla ábyrgð. Það má alla vega vera Ijóst að stofnun fyrirtækis fylgir stórt stökk í ábyrgð fyrir ungt fólk. Langflest fyrirtæki sem rekin eru af ungu fólki eru smá í sniðum. Þetta hefur vissa kosti í för með sér. Þau geta oft og tíðum boðið lægra verð en „risarnir" og ábyrgðin er auk þess oftast á einni hendi - hendinni sem vinnur verkið. Hafnfirðingar hafa gert átak í atvinnu- og tóm- stundamálum ungmenna þar í bæ og nefnist átakið „Tækifæri". Unglingarnir hafa boðið upp á húshjálp, bílaþvott, þrif og sendiferðir svo fátt eitt sé nefnt og hefur framtakið fengið góðar undirtektir að sögn aðstandenda. Það er staðreynd að ekki hefur borið mikið á ungum atvinnurekendum síðustu árin. Hugsan- leg skýring er sú að atvinnuframboð hefur oft- ast reynst nægilegt. Svo er ekki lengur. Það er því forvitnilegt að velta því fyrir sér hvort meira eigi eftir að bera á þessu „rekstrar- formi" á næstu árum. Það er ekki ætlunin að svara þeirri spurningu hér. En við eigum marga útsjónarsama og upprennandi kaupsýslumenn. í þeim hópi má nefna ákveðinn tólf ára snáða sem strax er orðinn umsvifamikill. Með sláttu- vél sem hann vann í happdrætti og vélorf þeys- ist hann um bæinn og slær garða hjá fjölbýlis- húsum og vinafólki. Svo þegar skyggja tekur læðist hann út og tínir maðka meðan aðrir sofa. Karl Pstur Jóns- •on i simanum eins og venju- lega. AÐ SPILA A FJÖLMIÐLA Morgunblaðið/Kristinn ÞEGAR gengiö er inn á auglýs- ingastofuna Nonni og Manni rek- ur maður fljótlega augun í af- markaðan bás í einu horni stof- unnar. A skrifborðinu hvílir far- tölva, faxtæki, tölvuskjár og sími sem mynda í sameiningu full- komna óreiðu af tengingarsnúr- um. Svartur lampi hallar sér ró- lega yfir borðið og varpar birtu á tilkynningu um tónleika í Stapa. Þetta er skrifstofa hins unga athafnamanns, Karls Pét- urs Jónssonar. Gestur Kristinn Frióriksson kvartar okki þegar sóiin skin og vióskiptavin- irnir flykkjast aó. ÞVEGID OG BÓNAD NOKKUR ungmenni hafa vakið athygli undanfarið á bílastæðum Fjarðarkaupa í Hafnarfirði fyrir bílaþvott gegn vægu gjaldi. Þvottur- inn hefur gengið framar björtustu vonum og hefur aðsókn á tíðum verið slík að þvottamenn hafa neyðst til að vísa viðskiptavinum frá. Almenningur virðist taka þessu framtaki einstaklega vel og kunna að meta frumkvæði unga fólksins. Þannig fréttist til dæmis af eldri hjónum sem óku úr Arbænum til Hafnarfjarðar til þess að fá bíl- þvott og kaupa inn - í þessari forgangsröð. Svo voru það allir hinir sem keyptu sér eina mjólkurfernu og bílþvott. Þegar blaðamann Morgunblaðs- ins bar að garði voru íjórir námsmenn önnum kafnir við að þrífa og fægja. Það var heitt í veðri og sólin speglaðist í sápulöðrandi vélarhlífunum. Það er á slíkum stundum sem maður spyr sig: Hvemig fæðist svona snjöll hug- mynd? Fyrir svörum varð Katrín Ósk Einarsdóttir sem titlar sig ald- ursforseta hópsins: „Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar hefur staðið fyrir atvinnuátaki í bænum sem kallast Tækifæri. í byijun sum- ars var hringt í atvinnulaust ungt fólk og það boðað á fund til þess að ræða málin og koma með hug- myndir. Þar á meðal var bílaþvottur og vorum við fjögur sem réðumst í að framkvæma þá hugmynd. Starfsemin fór vel af stað og nú erum við um 10 sem erum meira eða minna í þessu.“ Reksturinn á bílastæði Fjarðar- kaupa er þó nær algerlega sjálf- stæður. Starfsmenn þvottastöðvar- innar sjá um fjármálin sjálfir. Það fellur því í verkahring þeirra að taka við greiðslum, gefa kvittanir og gera upp viðskipti dagsins. Að sögn Sigríðar Árnadóttur þá er fyr- irtækið rekið sem nýtt á hveijum morgni: „Að vinnudegi loknum er Morgunblaðið/Bjami gróðinn reiknaður út og útfrá hon- um ákvörðum við tímakaupið. Síðan fær hver greitt fyrir þá tíma sem hann vann.“ Að koma fýrirtæki á laggirnar fylgir alltaf viss fjárfesting. Yfir- bygging þvottastöðvarinnar við Fjarðarkaup er hvorki mikil í bók- staflegri né fjárhagslegri merkingu þess orðs. Það er auðvitað einn af stærstu kostum rekstursins. Fötur, svamparj tuskur og sápa er allt sem til þarf. í upphafi útvegaði Hafnar- fjarðarbær hluta af verkfærum þvottamanna. „En eftir að rekstur- inn komst af stað og tók að vaxa fiskur um hrygg þá höfum við keypt efnið og tækin sjálf,“ sagði Valgeir Árni Ómarsson sem var að vinna sinn fyrsta dag hjá fyrirtækinu og líkaði það vel. En hver er framtíð fyrirtækisins? „Við höfum verið að ræða um að flytja okkur um set og bjóða þjónustu okkar við aðra stórmarkaði," sagði Katrín Ósk en bætti því við að stærsti ókosturinn væri hin ótrygga afkoma: „Rekstur- inn veltur allt of mikið á veðri. En á meðan við fáum enga traustari vinnu þá verðum við hér enda höf- um við haft ágætlega upp úr þessu hingað til.“ Þegar hér var komið var blaða- manni Morgunblaðsins stuggað frá þar sem hann var farinn að hafa veruleg áhrif á afköst og viðskipti með forvitni sinni. II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.