Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 30
|lfargtittl»lafeifc ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR Fiskvinnsla Hjón óska eftir vinnu sem framleiðslustjórar og/eða verkstjórar. Menntun, reynsla og meðmæli til staðar. Nafn og sími leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merkt: „FV - 10928". St. Franciskusspítali Stykkishólmi Hjúkrunarfræðingar - deildarstjórnun Deildarstjóri óskast á almenna deild (sem er í tengslum við fæðinga-, gjörgæslu- og skurðdeild). Deildin er staðsett í nánast nýrri aðstöðu. Deildin hefur verið rekin sem fimm- daga-deild, en fyrirhugað er að breyta henni í sjö-daga-deild í haust ef aðstæður leyfa. Deildarstjóri óskast á langlegudeild. Deildin er að hálfu í nýbyggingu (nýleg aðstaða) og í gamla hlutanum. Stykkishólmur er um 1250 manna byggðar- lag, þar sem perlur breiðfirskrar náttúru glitra í hlaðvarpanum. í Stykkishólmi er góður leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn, krefjandi grunnskóli með framhaldsdeild (tvö ár) auk kröftugs tónlistar- skóla. Fjölbreytt íþrótta- og félagsstarfssemi er á staðnum. Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefj- andi starfi með góðum launum í hinu fallega umhverfi okkar, þá hafðu samband við syst- ur Lidwinu (hjúkrunarforstjóra) í síma 93-81128. FJÓWOUNQSSJÚKRAMÚSIÐ A AKUREYRI Staða yfirlæknis við barnadeild FSA er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1994. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1993. Meðal verkefna yfirlæknis verður undirbún- ingur að flutningi deildarinnar í nýtt húsnæði. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Nánari upplýsingar veitir Baldur Jónsson, yfirlæknir. 70% staða sérfræðings í háls-, nef- og eyrnalækningum við HNE-deild FSA er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október 1993 eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1993. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Sveinsson, yfirlæknir. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-30100. Fóstrur Leikskóli í Hafnarfirði óskar eftir fóstru í fullt starf frá miðjum ágúst. Önnur uppeldis- menntun kemur einnig til greina. Upplýsingar gefur Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri, í síma 653060 milli kl. 8-9 og 12-13 alla virka daga. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Framkvæmdastjóri Landsmótsnefnd vegna 21. Landsmóts UMFÍ, sem haldið verður á Laugarvatni 14.-17. júlí 1994, óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra fyrir mótið. Ráðningartími er 1 ár, frá u.þ.b. 1. september nk. til 31. ágúst 1994. Skriflegurh umsóknum skal skilað til Héraðs- sambandsins Skarphéðins, pósthólf 77, 802 Selfossi, eða á skrifstofu Ungmennafélags íslands, Fellsmúla 26, Reykjavík, eigi síðar en 16. júlí nk. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 91-682929 og hjá nefndarmönnum. Landsmótsnefnd. Sjúkrahús Akraness Skrifstofumaður Sjúkrahús Akraness auglýsir stöðu skrifstofumanns lausa til umsóknar. í starfi skrifstofumanns felast m.a. merkingar og færslur bókhalds, útskrift reikninga og önnur almenn skrifstofustörf. Æskilegt er að umsækjandi hafi stúdentspróf eða hliðstæða menntun, þekkingu á bókhaldi og reynslu í notkun tölva. Vinnutími er frá kl. 8.00 til 16.00. Best væri að umsækjandi gæti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir skrif- stofustjóri í síma 93-12311. Umsóknir sendist til skrifstofustjóra Sjúkra- húss Akraness fyrir 8. júlí. Frá Fræðsluskrifstofu Vestfjarðaumdæmis Laus kennarastaða Staða kennara við grunnskólann í Reykjanesi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22. júlí 1993. Upplýsingar veita formaður skólanefndar, Páll Jóhannesson, s. 94-4819 og skólastjóri, Þorkell Ingimarsson, í síma 91-20809. FræðslustjóriVestfjarðaumdæmis. ffl Leiðbeinendur í félagsmiðstöð Félagsmiðstöðin Tónabær óskar eftir leið- beinendum í gefandi störf með unglingum frá og með 1. september. Æskilegt er að umsækjendur hafi uppeldismenntun eða sambærilega menntun eða reynslu af félags- störfum. Um er að ræða 100% störf og hluta- störf. Laun eru skv. kjarasamningi borgar- starfsmanna. Nánari upplýsingar veita forstöðumaður, Pétur Stephensen, eða María Reyndal í síma 35935. Umsóknum skal skilað til forstöðumanns Tónabæjar, Skaftahlíð 24, Reykjavík. Umsóknareyðublöð fást í Tónabæ, ÍTR, Frí- kirkjuvegi 11 og hjá Ráðningarstofu Reykja- víkurborgar, Borgartúni 3. LÖGGILTIR ENDURSKOÐENDUR HF BJÖRN STEFFENSEN & ARl Ó THORLACIUS EndurskoJmnarstofa Suöurlandsbraut 32 - Fósthólf 8191-128 Revkfavik Símar 68 68 68 & 68 63 77 - Teleíax 68 93 79 Bókari/ skrifstofustjóri Höfum verið beðnir um að ráða starfsmann hjá einum viðskiptavina okkar, sem er traust fyrirtæki í Reykjavík. Starfið felst í færslu bókhalds og frágangi þess til endurskoð- anda, launavinnslu, auk annarra almennra skrifstofustarfa. Reynsla af tollskýrslugerð og erlendum bréfaskriftum æskileg en ekki skilyrði. Viðkomandi aðili þarf að geta hafið störf sem fyrst og helst ekki síðar en í ágúst. Óskað er eftir aðila með góða menntun og 'reynslu á þessu sviði. Umsóknir sendist skrifstofu okkar fyrir 7. júlí næstkomandi merktar: „Umsókn". Farið verður með allar upplýsingar sem trún- aðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Löggiltir endurskoðendur hf. Fltr. Arthur Andersen & Co S.C.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.