Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 4
ERLEIMT 4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 INNLENT Skertar afla- heimildir Um síðustu helgi kynnti ríkisstjóm- in ákvarðanir sínar um skerðingu á aflaheimildum á næsta fiskveiði- ári og efnahagsaðgerðir í tengslum við þær. Þorskkvótinn mun verða skorinn niður í 165.000 lestir samanborið við 230.000 lestir á yfírstandandi fiskveiðiári. Sam- hliða tilkynningu um þetta var ákveðið m.a. að fella gengið um 7,5%, flýta frumvarpi til laga um Þróunarsjóð sjávarútvegsins og lengja lánstíma lána hjá Atvinnu- tryggingardeild og Byggðastofnun. Sunna landará Nýfundnalandi Rækjuskipið Sunna landaði 176 tonnum af rækju í hafnarbænum Argentia á Nýfundnalandi í upp- hafí vikunnar. Afla fékk hún á Flæmska hattinum, alþjóðlegu veiðisvæði fyrir utan 200 mílna lögsögu Kanada. Af þessum afla fóru 110 tonn á markað í Japan og Frakklandi en 60 tonn voru send til íslands til vinnslu. Verksmiðja til Rússlands Pharmaco hf. hefur selt bresku ijárfestingarfyrirtæki gosdrykkja- verksmiðju Gosan hf. og mun verk- smiðjan verða sett upp í St. Péturs- borg í Rússlandi. Með sölunni á verksmiðjunni er endi bundinn á þátttöku Pharmaco í íslenskum gosdtykkjarmarkaði. Átta starfs- menn Gosan mun fara utan með verksmiðjunni. Vsk. á útgáfu og fjölmiðla Frá og með 1. júlí mun 14% virðisaukaskattur verða lagður á bækur, blöð, tímarit og ljósvaka- miðla. Af þessum sökum munu afnotagjöld RUV og Stöðvar 2 hækka sem nemur þessari pró- ERLENT Samdrátt- arskeiði að ljúka FLEST bendir til, að samdrættin- um í efnahagslífí heimsins sé að ljúka þótt dregist geti, að hagvöxt- ur nái sér vel á strik. Kemur þetta fram í misseris- skýrslu OECD, Efna- hags- og framfara- stofnunar- innar, en þar segir, að mikil skuldasöfnun flestra ríkja á síðasta áratug og háir vextir í Evrópu geti haldið aftur af batanum. Er Evrópa raunar mesta áhyggjuefnið að mati höfunda skýrslunnar og þeir búast ekki við, að úr atvinnu- leysinu þar fari að draga fyrr en seint á næsta ári. Um Norðurlönd önnur en ísland segir, að þar sé botninum náð og spáð góðum hag- vexti á næsta ári. Á íslandi er hins vegar engra góðra frétta að vænta fyrr en þorskstofninn réttir úr kútnum en það getur tekið nokkur ár. í OECD-skýrslunni er sérstak- lega varað við skyndilausnum, sem hefðu þau ein áhrif að auka verð- bólgu, og sagt, að fari menn var- lega geti hugsanlegur efnahagsbati orðið upphafíð að löngu hagvaxtar- skeiði. Eldflaugaárás á írak ÁRÁS Bandaríkjamanna á höfuð- stöðvar írösku leyniþjónustunnar í Bagdad um síðustu helgi mældist nokkuð misjafnlega fyrir en Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, skipaði fyrir um hana vegna sann- ana um, að íraksstjóm hefði stað- ið að baki samsæri um að ráða sentu og verð dagblaða einnig en tímarit munu hækka mismikið. Jóhannes Nordal lætur af störfiun Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri lét af störfum um mánaða- mótin eftir 32 ára starf en við stöðu hans tók Jón Sigurðsson fyrrver- andi viðskiptaráðherra. Jóhannes er formaður íslensku álviðræðu- nefndarinnar og hann telur að tvö til fjögur ár muni líða áður en upp kemur verulegur áhugi erlendra fyrirtækja á að fjárfesta í stóriðju hérlendis. Verndun smáfisks Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú í undirbúningi aðgerðir um að loka varanlega svæðum þar sem mikið er um undirmálsfisk. í nýrri athugun Fiskistofu kom í ljós að allt að 80% þorskafla smábáta er of smár. Veiðisvæði sem ætlunin er að loka eru einkum stunduð af línuveiði-og krókaleyfísbátum. Vatnsflóð á Vestfjörðum Umtalsverðar tafír gætu orðið á gerð Vestfjarðaganganna eftir að vatnsæð í þeim opnaðist við spreng- ingu á fimmtudag. Talið er að 2.000 sekúndulítrar af vatni hafí streymt úr göngunum eða álíka og tvöföld notkun Reykvíkinga á neysluvatni. Nokkrar skemmdir urðu af vatnsflóðinu en það var heldur í rénum undir helgina. Fyrsta loðnan Góð loðnuveiði hefur verið hjá þeim bátum sem hófu veiðamar strax og það mátti, þann 1. júlí. Þrír bátar fengu fullfermi á fyretu dögunum en það voru Hólmaborgin sem sigldi til Eskifjarðar með 1.370 tonn, Gígja sem sigldi til Raufar- haftiar með 740 tonn og Sunnuberg- ið sem einnig sigldi til Raufarhafnar með um 800 tonn. Veiðisvæðið er nú djúpt norðaustur af Langanesi og loðnan dálítið blönduð. George Bush, fyrrverandi foreeta, af dögum. Á Vesturlöndum var hún almennt studd en í arabaríkj- unum ekki nema í Kúveit. Var 23 stýriflaugum skotið af tveimur bandarískum herekipum, öðru í Rauðhafi en hinu í Pereaflóa, og lögðu þær aðsetur írösku leyni- þjónustunnar í rúst. Þrjár flaug- anna misstu þó marks og ollu því, að sex óbreyttir borgarar létu lífið. í Bandaríkjunum fögnuðu jafnt andstæðingar Clintons sem stuðn- ingsmenn árásinni og er talið, að hún hafí styrkt hann heima fyrir. Skorið niður í Þýskalandi ÞÝSKA stjómin boðaði í vikunni mikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum næstu þrjú árin ásamt öðmm að- gerðum til að bæta efnahags- ástandið. Sagði Helmut Kohl kanslari, að landsmenn hefðu lifað um efni fram og yrðu því að þrengja að sér til að tryggja fram- tíðarvelferð sína og bama sinna. Á þessu tímabili verða útgjöldin skor- in niður um rúmlega 77 milljarða marka, meðal annare með því að lækka atvinnuleysis- og trygginga- bætur, bamabætur og niðurgreiðsl- ur í atvinnulífínu. Eiga þessar að- gerðir meðal annare að auðvelda þýska seðlabankanum að lækka vexti og vom þeir raunar lækkaðir daginn eftir, jafnt forvextir sem svokallaðir Lombard-vextir. Serbar og Króatar sammála SERBAR og Króatar í Bosníu hafa náð samkomulagi um skiptingu landsins í þtjú smáríki þjóðarbrot- anna. Landamæri ríkjanna hafa þó ekki verið ákveðin endanlega. Múslimar flestir með Alija Izet- begovic forseta í broddi fylkingar hafa verið andvígir þessari skipt- ingu en ekki er víst, að þeir eigi margra kosta völ. Kom forsætis- nefndin í Bosníu saman til fundar á þriðjudag og þar var ákveðið að semja nýja áætlun um framtíð landsins þótt vitað sé, að Serbar og Króatar í nefndinni séu hlynnt- ir fyrmefndu samkomulagi. Leiðtogi herskárra múslima í New York handtekinn Múslimar hóta óeirð » um og hryðjuverkum[ New York. Reuter. EGYPSKI klerkurinn Ornar Abdel-Rahman, andlegur leið- togi múslima sem grunaðir eru um sprengjutilræðið í World Trade Center, gaf sig fram við lögregluna á föstudagskvöld. Stuðningsmenn hans vöruðu við því að handtaka klerksins gæti valdið öldu óeirða og hryðju- verka í bandarískum borgum og víðar um heim. Embættismaður útlendinga- eftirlitsins í New York sagði að Abdel-Rahman væri í gæsluvarð- haldi og hann yrði yfirheyrður fyrir brot á innflytjendalögunum. „Hann var handtekinn þar sem hætta var talin á að hann myndi flýja og vegna þess að samfélaginu kann að stafa hætta af honum,“ sagði embættismaðurinn. Abdel- Rahman var fluttur í fangelsi í Otisville, um 100 km norðan við New York-borg. Múslimaklerkurinn var ekki handtekinn í tengslum við meint samsæri um að sprengja höfuð- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í loft upp eða við sprengjutilræðið í World Trade Center 26. febrúar sem varð sex manns að bana. Lögreglan hefur handtekið alls fímmtán fylgismenn klerksins vegna þessara mála, en hann hefur prédikað í nokkrum moskum í New York og nágrenni. Mohammed Mehdi, einn af leið- togum múslima í borginni, sagði að handtakan gæti auðveldlega valdið óeirðum í Bandaríkjunum og víðar um heim. Hann sagði að fylgismenn Abdels-Rahmans í San Francisco, Seattle, Houston, Detroit og Jacksonville í Flórída myndu efna til mótmæla. „í Reuter Hættulegur samfélaginu EGYPSKI klerkurinn Omar Abdel-Rahman ásamt fylgismönnum sín- um skömmu áður en hann gaf sig fram við lögregluna í New York á föstudagskvöld. Embættismaður sagði að klerkurinn hefði verið handtekinn þar sem hann væri hættulegur samfélaginu. Egyptalandi munu múslimar hefja öldu ofbeldisverka og ráðast á Bandaríkjamenn, bandaríska sendiráðið og hugsanlega banda- ríska háskólann í Kaíró,“ sagði Mehdi. * I Leiðtogi serbneskra stjórnarandstæðinga í mótmælasvelti Víll svelta í hel frekar en að þjást í fangelsi Belgrad. Reuter. ÞINGMENN og starfsmenn helsta stjórnarandstöðuflokksins í Serb- íu hófu mótmælasvelti á laugardag til að krefjast þess að leiðtogi þeirra, Vuk Draskovic, yrði látinn laus úr fangelsi. Draskovic hefur verið í mótmælasvelti frá því á fimmtudag og kveðst vilja deyja verði honum ekki sleppt. „Við verðum svöng og gefum hvergi eftir fyrr en Vuk Draskovic verður leystur úr haldi,“ sagði Ivan Kovacevic, prófessor við háskólann í Belgrad og starfsmaður Serbnesku endurreisnarhreyfíngarinnar (SPO), flokks Draskovics, á torgi í höfuð- borginni þar sem stjómarandstæð- ingamir eru í mótmælasvelti. „Ég hef ákveðið að deyja, þannig að kvalarar mínir geti ekki notið þeirrar ánægju að sjá mig þjást í langan tíma,“ sagði Draskovic í opnu bréfi sem dreift var til fjöl- miðla. Draskovic og kona hans, Danica, vom handtekin 2. júní eftir mót- mæli gegn serbnesku stjórninni í Belgrad. Lögreglumaður beið þar bana og tugir manna særðust. „Draskovic er mjög veikur mað- ur, hann heldur ekki lífi í fangels- inu,“ sagði Kovacevic. „Þetta mál snýst ekki um glæpi, heldur stjórn- mál.“ Serbneskir læknar fengu að skoða Draskovic á miðvikudags- kvöld og sögðu að heilsu hans hefði hrakað en hann væri þó ekki í lífs- hættu. i Mandela ræðir við Clinton F.W. DE Klerk, forseti Suður-Afr- íku, og Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC), ræddu við Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, á föstudagskvöld. Clinton sagði meðal annars við þá að hann myndi mælast til þess á fundi sjö helstu iðnríkja heims í Tókýó síðar í vikunni að Suður- Afríka yrði fullgildur þátttakandi í heimsviðskiptunum eftir að sam- komulag hefur náðst um lýðræðis- lega stjómarskrá í landinu. Mynd- in er af Mandela þegar hann ávarpaði félaga í samtökunum Frelsisvettvangi í Washington.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.