Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 15
t MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 15 Morgunblaðið/Bjami NÝSTÁRLEG LEIDSÖGN ÞAÐ ER skrýtin tilfinning að ganga um fasteign og skoða hana án þess að vera raunverulega á staðnum. Ungur íslendingur, Hilmar Gunnarsson, hefur skrifað tölvuforrit fyrir fasteignasölur sem býður upp á heimsókn í ókunnug hús án þess að ónáða íbúana. Forritið heitir Fasteignamiðlarinn og byggir á svokallaðri margmiðlunar- tækni. í grundvallaratriðum lýsir tæknin sér í þvi að notandinn bið- ur um upplýsingar sem tölvan lætur honum í té með samspili hreyfi- og kyrrmynda við texta og tóna. Almannatengsl eru hans ær og kýr. Þessa dagana hefur Karl ýmislegt á sinni könnu. Hann er kynningarstjóri hljómsveitarinnar SSSól og hefur einnig verið ráðinn til þess að kynna og auglýsa Bíó- daga Friðriks Þórs Friðrikssonar. „Ég hóf sjálfstæðan atvinnu- rekstur fljótlega eftir útskriftina frá Verzlunarskólanum,“ segir Karl Pétur þegar hann er spurður um upphafið að fyrirtækinu. „Ég hafði ákveðið að vinna einn vetur áður en ég færi í Háskólann og þurfti því að finna mér starf þegar sumarvinnunni lauk. Einhvem veginn atvikaðist það að ég heim- sótti skrifstofur Vikunnar og þar reyndist vera verkefni í boði sem þurfti að vinna og ég greip gæs- ina. Þá var ég sem sagt kominn í blaðamennskuna. Allar götur síðan hef ég verið lausamaður í greina- skrifum og selt vinnu mína tímarit- um. Áhugi minn á almannatengsl- um kviknaði í framhaldi af þessu.“ Karl segir að síðastliðið sumar hafi hann rætt við Júlíus Kemp og boðist til þess að kynna mynd hans Veggfóður og koma á fram- færi í fjölmiðlum: „Það gekk svona ljómandi vel að kynningarstarfið vatt upp á sig og í sumar hef ég ekki þurft að vera í fastri vinnu. Ég gat opnað eigin skrifstofu og sinni nú viðskiptavinum." En hvað gerir sá sem starfar við almannatengsl? „ Þegar ég hef verið að ferðast með SSSól á tón- leikaferðum um landið, sem ég geri stundum til þess að kynna mér aðstæður og athuga stemmn- inguna, þá koma oft krakkar og spyrja mig: Á hvað spilar þú? og ég svara venjulega: Ég spila á fjöl- miðla. Það er í rauninni það sem ég geri. Ég reyni að sjá til þess að hljómsveitin sé í kastljósi fjöl- miðla eins mikið og mögulegt er. Þar að auki hefur það verið hluti af mínu starfi að leita uppi stuðn- ingsaðila sem eru tilbúnir áð leggja peninga í hljómsveitina gegn aug- lýsingu." En SSSól er bara hluti af starfi Karls. Hann skrifar grein- ar og selur tímaritum og stjórnar kynningunni á Bíódögum en tökur á henni hefjast í sumar. Hvernig vildi það til? „Ég gekk á fund Frið- riks og lagði fyrir hann ákveðna hugmynd um nýstárlega kynningu sem þyrfti ekki að kosta óskaplega peninga. Honum leist vel á og keypti hugmyndina. Þannig að allt sem birtist í fjölmiðlum varðandi Bíódaga er runnið undan mínum rifjum." Þegar Karl Pétur er spurður hvemig honum líki starfíð svarar hann „að það sé gífurlega fjöl- breytt en líka ótrúlegt stress“: „Ég mæti klukkan 9 á skrifstofuna og byija að hringja og púsla öllu sam- an — maður er endalaust að raða saman hlutum í ákveðna heildar- mynd í þessu starfí. En þetta er ekkert rólegheita púsluspil. í þess- um geira gerist allt svo hratt. Það vantar t.d. auglýsingar og vegg- spjöld til Stykkishólms — núna. Ef ég bjarga þessu ekki strax þá kemur ekki þetta um 100 manns sem við erum að vonast til að fá frá Stykkishólmi á tónleikana í Ólafsvík og það er 100 þúsund króna tap. Satt að segja er ég allt- af í vinnunni. Þegar ég fletti blöð- unum eða horfi á sjónvarpið þá er ég ósjálfrátt að hugsa um vinnuna. Það minnir mig á eitt. Ég ætti kannski að taka mynd af SSSól og GCD í hljóðveri útaf Pepsírokk- inu og reyna koma því í blöðin. Fyrirgefðu, ég ætla að skrifa þetta hjá mér; ég verða að hringja í Ein- ar og ..." Hilmar stundar nám í viðskipta- fræði á veturna samhliða for- ritunarvinnunni. Hann segir þó sumartímann vera aðalvertíðina. Fyrir tveimur árum stofnaði Hilmar einkafyrirtækið Hugmynd í kring- um vinnu sína og að eigin sögn er hann allt í senn: hugmyndasmiður, forritari, fjármálastjóri, sölumaður og eigandi. „Forritun hefur verið sumarstarfíð mitt síðastliðin fjögur ár,“ segir Hilmar þegar hann er spurður um tildrögin að stofnun Hugmyndar. Hann segist hafa starfað töluvert sem verktaki við forritunargerð áður en hann réðst í hönnun Fasteignamiðlarans. Kynningarforrit fyrir verðbréfa- markað og sparisjóð eru dæmi um afrakstur þeirrar vinnu. Nýjasta afurð Hilmars, Fasteign- amiðlarinn, var hins vegar unninn Margar persónur í einni. Hilmar Gunnarsson gegnir Öllum stöóum ■ fyrirteeki sínu. í samvinnu við fasteignasala með sölu á almennum markaði í huga: „Forritið er sniðið að þörfum fast- eignasala og reynslukeyrslan, sem hefur staðið í nokkra mánuði, hefur gefíð góða raun. Það hefur sýnt sig að með forritinu er hægt að bjóða upp á aukna þjónustu við viðskipta- vini og það hefur skilað fleiri eign- um í sölu.“ Hilmar segir viðmót tölvunnar vera mjög þægilegt þar sem notandinn gefi fyrirmæli með bendingum á snertiskjá og fast- eignasalan geti sett inn myndir af nýjum eignum með venjulegri myndbandstökuvél. Starf forritarans er um margt ólíkt hinum hefðbundnari störfum þjóðfélagsins. Í hveiju skrefí er glímt við nýtt vandamál óg í raun- inni er vinnan aldrei eins. Því hefur stundum verið fleygt að starf forrit- arans gangi ámóta snurðulaust fyr- ir sig og starf tónskáldsins. Þess eru dæmi að forritarar lendi í vandamáli sem virðist óyfírstígan- legt í heila viku en svo smelli allt saman og þá sé unnið í nokkra sólarhringa án svefns. Hvað segir Hilmar Gunnarsson, er vinnudagur forritarans tilfæranlegur? „Jú, auð- vitað er hann það en ég þarf að huga að svo mörgu. Þegar maður er að framleiða og selja í sömu andránni horfír málið öðruvísi við. Ég þarf að sendast um bæinn og hringja í viðskiptavini ásamt því að setjast niður við skjáinn og forrita." Hilmar segir að sér falli ágætlega að standa á eigin fótum og vinna hjá sjálfum sér: „Það er gaman að þessu og það skaðar ekki þegar maður sér afrakstur vinnunnar. Það felst vissulega meiri áhætta í.þessu starfi en í reglulegri vinnu. En Hugmynd getur líka gefíð manni meira en regluleg vinna." Magnús Þúr Harrýsson mundar vAlorfld nýja. Morgunblaðið/Kristinn GARÐSLÁTTUR ER OKKAR FAG TÖKUM að okkur að slá garða og snyrta fyrir mjög sanngjarnt verð. Erum með áhöld sjálfir og fjarlægjum heyið. Gerum föst verðtilboð. Svo hljóðar auglýsing sem hefur verið að læðast inn um bréfalúgur í Hafnarfirði síðustu vikur. Undir auglýsinguna skrifa Magnús og Palli en þeir félagar heita fullum nöfnum Magnús Þór Harrýsson og Páll Guðlaugsson. Magnús starfaði í unglingavinnunni meðan hann hafði aldur til en hefur nú hafið sjálfstæðan rekstur í samkeppni við fyrrum samstarfsaðila ef svo má að orði komast. Magnús Þór hefur verið atvinnu- laus í vetur og hafði því sér- staka ástæðu til þess að kætast þeg- ar gras fór aftur að spretta og hann gat dregið fram sláttuvélina sína og dustað af henni rykið. „Ég byijaði aðeins í garðslættinum í fyrra. Þá keypti ég mér sláttuvél og sló lóðina fyrir framan blokkina okkar á Slétta- hrauninu. Ég fékk greitt frá húsfé- laginu og amma borgaði mér líka fyrir að slá lóðina sína.“ Það má því segja að þetta sé annað sumar Magn- úsar í faginu. „Það var pabbi sem átti hugmynd- ina að garðslættinum. Hann stakk upp á þessu og ég ákvað að prófa,“ útskýrir Magnús þegar tilurð sláttu- starfsins er rædd. Hann segist hafa gaman af starfínu þó svo að milljóna- gróðinn hafí látið á sér standa. Það hafí nú kannski ekki alveg verið til- gangurinn með þessu. Hann segir hluta ánægjunnar felast í því að axla ábyrgð og leysa verkefni sín vel af hendi. En Magnús hefur nú fært út kvíarnar. í byijun sumars fékk hann til liðs við sig vin sinn Pál Guðlaugsson og hefur hann stundum aðstoðað við garðvinnuna. Þar að auki fjárfesti Magnús nýlega í vél- orfí sem hann fann í Kolaportinu. „Það reyndist nauðsynlegt að fá sér orf,“ segir hann, „Eg hafði neyðst til þess að hafna tilboðum vegna þess að sláttuvélin réð ekki við brekk- umar eða grasið.“ Með haustinu, þegar sláttutíman- um lýkur, er Magnús að hugsa um að setjast aftur á skólabekk og hefur hann mestan áhuga á verklegu námi sem nýtist honum í náinni framtíð. Wtom ð tAMí pý i ms-ft Hvaða hlutur er sá í eigu þinni sem þú telur þér verðmætastann? Sá sem gefur þér mest við notkun? Kæra frú - er það demantshringurinn þinn -eða þvottavélin? -Og heiðursmaður -er það nýi jeppinn sem stendur úti á hlaði -veiðistöngin? Já hver skyldi nú sá hlutur vera sem er okkur nauðsynlegastur í lífinu? Hefurðu nokkru sinni hugleitt að það er rúmdýnan sem þú sefur á. Rúmdýnan hváir þú. Hvurslags sölutrix er þetta. Eins og það sé ekki unaðslegra að eiga 3ja milljón króna jeppa frekar en 30.000 króna dýnu? Nei -svar okkar er alveg fjallgrimmt nei. Verðmætasti hlutur í eigu hvers manns og hverrar konu er dýnan sem sofið er á. Ung og hraust bein, ung og lipur liðamót og mjúkir vöðvar og æskuör blóðrás í hreinum æðum fínnur ekki svo mikið fyrir því að sofa um tímabil á slæmum beði -en sannleikurinn er sá að upp úr þrítugsaldri hægir á allri endurnýjun í líkamanum og þá byrjar það að hefna sín að hafa ekki hugsað um það einfalda og augljósa mál að við þurfum að liggja á þessum búshlut þriðjung ævinnar. Við viljum segja þér það alveg hreint út að ef dýnan þín er orðin tíu ára þá áttu að fara að gæta að þessum málum ef þú ert ekki úthvfld(ur) á morgnana -og ef hún er orðin mikið eldri -segjum 14-15 ára þá er nokkurn veginn víst að það er kominn tími til að skipta. Stirðleiki í hálsi, þreyta í öxlum, seiðingur í baki og mjöðmum -já jafnvel kaldir fætur, -allt þetta er hugsanlega (ásamt öðru) slæmri dýnu að kenna. í okkar sérhæfða þjóðfélagi þar sem við vinnum svipuð störf dag eftir dag, árum saman reynir misjafnlega á hina ýmsu líkamshluta, vöðva og vefí. Þar kemur fram slit, æðaþrengsli, vöðvaspenna sem skemmir út frá sér. Hugsaðu þér til dæmis múrara sem endurtekur sömu hreyfingarnar í sífellu, -stúlku sem situr 6-8 tíma á dag við ritvél eða tölvuskjá, saumakonu við hraðsaumavél, flökunarmann, bílstjóra á langferðabíl o.s.frv. Þegar þetta fólk svo sefur á gamalli vondri dýnu líður því einfaldlega ekki eins vel á morgnana eins og ef það hefði sofíð á góðri dýnu. -Og góðu fréttirnar eru þær að reglulega góð dýna kostar ekki mikið fé. Þyngd þín, líkamsbygging og aldur ræður mestu um hvaða dýnu þú átt að velja og hve mikið hún kostar. Aðalreglan er sú að þeim mun þyngri og/eða eldri sem þú ert þeim mun dýrari dýnu áttu að kaupa. Slík dýna kostar á bilinu 22-58.000 krónur og á að duga þér með réttri notkun hátt á annan áratug. Eigum við ekki að hittast í dag og tala saman um dýnur. Húsgagnahöliin BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.