Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 Reykjavík tílnefnd friðar- höfuðborg REYKJAVÍK var nýlega tilnefnd Sri Chinmoy friðarhöfuðborg og þar með er hún komin í hóp með borgunum Ottawa í Kanada og Canberra í Astralíu. Friðarborgimar draga nafn sitt af Sri Chinmoy, tónlistarmanni, rithöf- undi, andlegum leiðtoga og friðar- sinna en hann er upphafsmaður þessa friðarfrumkvæðis. Sri Chinmoy er 61 árs gamall Indveiji, búsettur í New York. Tileinkun Reykjavíkur sem friðarhöfuðborg var í tengslum við Friðarhlaupið ’93 en auk Reykjavíkur voru Mosfellsbær, Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur útnefndir friðarbæir. Viðkomandi bæjarfélag fékk skjöld með áletrun þess efnis að staðimir væru tileinkaðir friði. Við skjöldinn MARKÚS Örn Antonsson, borgar- stjóri og Eymundur Matthíasson, framkvæmdastjóri Friðarhlaups ’93, standa hér við skjöld þann sem settur var upp í Geysishúsinu í tilefni af því að Reykjavík var lýst Sri Chinmoy friðarhöfuðborg. Námskeið haldið um skynheildun FRÆÐSLUNEFND Félags ís- lenskra sjúkraþjálfara, FÍSÞ, hélt námskeið um skynheildun sem er skilgreind sem hæfni miðtauga- kerfisins til að samhæfa skilaboð frá fleiri en einu skynsvæði í senn, þannig að úr verði heild. Leið- beinandi var Þóra Þóroddsdóttir, íslenskur sjúkraþjálfari sem starfar í Færeyjum. Fyrri hluti námskeiðsins þ.e. 16. og 17. apríl var opið öllum og mættu þar um 50 manns úr ýmsum stéttum t.d. sjúkraþjálfarar, iðju- þjálfarar, fóstrur, kennarar og hjúkrunarfræðingar. Seinni hlutinn sem fór fram 19. apríl var eingöngu ætlaður sjúkraþjálfurum. Þar var farið í skoðun og meðferð barna með Sl-vandamál. Myndin er tekin þá. ttAOAUGL YSINGAR Sælgætisumboð ásamt lager og góðum samböndum við fram- leiðendur erlendis til sölu. Hentar vel samhentri fjölskyldu. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlega sendi inn nafn, kennitölu og símanúmer til auglýsinga- deildar Mbl., merkt: „S - 1010.“ Öllum verður svarað. Trésmíðavélar Vegna sameiningar GKS hf. og BÍRÓ-STEINA hefur okkur verið falið að selja trésmíðavélar og tæki: Spónsaumavélar/límvals/spónlímingar- pressa/tvöfalda tappavél/kantlímingar- vél/dýlaborvélar/staflarar/slípivélar/ tölvustýrð lakksprautuvél/sogkerfi/spóna- sög/ lakkskápar/lyftarar/rafm. plötusög/ hefilbekkir o.fl. Vélarnar verða til sýnis á Fosshálsi 1. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 16. Iðnvélar hf., sími 674800. Fiðla til sölu Til sölu er fiðla smíðuð af Hansi Jóhannssyni árið 1990. Mjög góð eign. Upplýsingar í síma 96-21760. Rafstöð til sölu 24 kw rafstöð með 4ra cyl. Gardner diesel vél til sölu. Upplýsingar í símum 30104 og 812003. Beltagrafa Vill kaupa nýlega eða nýja 30-40 tonna beltagröfu. Tilboð sendist í bréfsíma 97-12010. Álmur hf. Húsaviðgerðir og nýsmíði Önnumst allt viðhald og nýsmíðar. Áratuga reynsla. - Vönduð vinna. - Gerum fast tilboð. - Tímavinna. Byggingameistarar, símar 667469, 657247 og 985-27941. Tllsölu Til sölu er ms. Sigurvík VE-700, skr.nr. 007, 132 tonna hálfyfirbyggður stálbátur og ms. Bergvík VE-505, skr.nr. 177, 137 tonna yfir- byggður stálbátur. Bátarnir seljast með öllum kvóta, um 1000 tonna þorskígildum. Einnig kæmi til greina að selja hlutafélag það sem haft hefur með rekstur þessara skipa að gera. Með Sigurvík VE-700 fylgir línuúthald ásamt tveimur humartrollum og pari af hlerum. Með Bergvík VE-505 fylgja tvö bobbingatroll á hopparalengum og eitt fótreipistroll. Nýir toghlerar fylgja frá J. Hinrikssyni. Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar Örn Krist- jánsson lögg. endursk. í síma 91-685420. Sumarbústaðalóðir í Skorradal Sumarbústaðalóðir til leigu á nýskipulögðu svæði í landi Dagverðarness í Skorradal. Svæðið er 20 ha að stærð, skógi vaxið og snýr móti suðri. Lóðarstærð 3600-5000 fm. Gott útsýni, kalt vatn og rafmagn. Upplýsingar í símum 93-70062 og 985-28872. SIMCIol/< UTIVIST mmmsEm Dagsferðir sunnud. 4. júlí: Kl. 8.00 Básar við Þórsmörk. Kl.10.30 Esja - Hábunga. Kvöldferð fimmtud. 8. júli kl. 20.00 Undirhlíðar. Dagsferð sunnud. 11. julí. KL. 8.00 Básar við Þórsmörk. Kl. 10.30 Hvalfell, 6. áfangi fjalla- syrpunnar. Helgarferðir 9.-11. júlí Jökul- heimar. Stórbrotið landslag við vestanverðan Vatnajökul. Gist í skála. Fararstjórar Anna Soffía Óskarsdóttir og Nanna Kaaber. Básar við Þórsmörk. Fjölbreytt- ar ferðir með fararstjóra um Goðalandið og Þórsmörkina. Góð gistiaöstaöa í skála/tjaldi. Básar - Fimmvörðuháls Gist í Básum. Ekið að Skógum á laugardag og gengiö aftur i Bása sama dag. Þeir, sem gista tjaldstæðin i Básum, geta tekið Hjáipræðis- herinn Kirkjuslræti 2 þátt í gönguferðinni. 10.-11. júlí Fimmvörðuháls. Fullbókað i ferðina. Fararstjóri Karl Ingólfsson. Miðar óskast sóttir/staðfestir fyrir 8. júlí. Ath. Sjálfboðaliða vantar til starfa við skálavörslu i Fimm- vörðuskála í júlí. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Útivistar. Útivist. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SIMI 682533 Sunnudaginn 4. júlí - dagsferðir F.Í.: 1) Kl. 10.30 Gullbringa - Vörðu- fell - Herdisarvík. Gengið frá Gullbringu austan Kleifarvatns að Vörðufelli (526 m) og áfram niður til Herdísarvíkur. Verð kr. 1.100,- 2) Kl. 13.00 Fjölskylduferð í Herdísarvik. Herdísarvík var áður kunn ver- stöð með fjölda sjóbúða og sér fyrir rústum margra þeirra enn. Verð kr. 1.100,- Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri. Miðvikudaginn 7. júlí - kl. 20.00. Almenningur - Gjásel (kvöld) Laugardaginn 10. júlí kl. 8.00. Gönguferð á Heklu. Ferðafélag Islands. UTIVIST Hallveigarstíg 1 • sími 614330 Sumarleyfisferðir 10.-14. júli Núpsstaðaskógar - Grænalón. Undirbúningsfund- ur mánud. 5. júlíkl. 18.00. Farar- stjóri Sigurður Einarsson. 13. -18. júlí Landmannalaugar - Básar. Fullbókaö og biðlisti. Undirbúningsfundur þri. 6. júli kl. 18.00. Fararstjóri Rannveig Ólafsdóttir. 14. -19. júlí Seyðisfjörður - Mjóifjörður - Norðfjörður. Gengið frá Seyðisfirði um Dala- tanga og Mjóafjörð og yfir í Fanndal. Bakpokaferð um hrika- lega fegurð Austfjarða. Farar- stjóri Óli Þór Hilmarsson. 15. -22. júlí Hornstrandir: Ingólfsfjörður - Reykjafjörður. Gengið inn úr Ingólfsfirði, um Ófeigsfjörð, Drangavík og Bjarn- arfjörð til Reykjafjarðar. Gengið m.a. á Drangajökul. Fararstjóri Þráinn Þórisson. 18.-25. júlí Þjórsárver - Arnar- fell - Kerlingarfjöll. Bakpoka- ferð um stórbrotið landssvæði, gist í tjöldum. Fararstjóri: Hörður Kristinsson. 22.-25. júlí Snæfellsnesfjall- garður. Óvenjuleg gönguferð eftir endilöngum Snæfellsnes- fjallgarði. Gengið með allan við- leguútbúnað. Fararstjóri Óli Þór Hilmarsson. Nánari upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Útivist. Biblfulestur í Breiðholtskirkju f kvöld kl. 20.30. Eirný Ásgeirs- dóttir fjallar um efnið “Guðsfjöl- skylda". Allir velkomnir. Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Grillveisla að iokinni samkomu. Þriðjudagur: Biblfulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 19.30: Bæn. Kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma. Majorarnir Riedunn og Káre Morken stjórna og tala. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma í dag kl. 11. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 14.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauösbrotning kl. 11.00. Ræðu- maður Hreinn Bernharðsson. Krakkar: Munið barnasamkom- una kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Aglow kristileg samtök kvenna Fundur verður annað kvöld í safnaðarheimili Áskirkju kl. 20. Gestur fundarins verður Mirjam Óskarsdóttir. Allar konur eru velkomnar og hvattar til að taka með sér gesti. fómhjaíp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Mikill söngur. Vitnisburðir Sam- hjálparvina. Kórinn tekur lagið. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi aö lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Samhjálp. ; VEGURINN y Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Lofgjörð, prédikun orðs- ins og fyrirbænir. Allir hjartan- lega velkomnir. „Guð er mitt hjálpræði, ég er öruggur og óttast eigi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.