Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JULI 1993 Upplióstrari FBI kom upp um sprengju- áform múhameós- trúarmanna i New York eftir Guðmund Halldórsson HÖFUÐPAUR átta múha- meðskra bókstafstrúar- manna, sem hafa verið handteknir í New York og ákærðir fyrir áform um sprengjuherferð og fjölda- morð í milljónaborginni, var 32 ára leigubílstjóri, Ibrahim Siddig Ali. Fjórir vinir hans höfðu verið handteknir eftir sprengju- árásina á World Trade Center f febrúar og hann vildi koma fram hefndum, en átti ekki byssur eða sprengiefni og var ekki nógu vel að sér til þess að skipuleggja sprengjutil- ræði. Svo vildi til að Siddig kynntist egypzkum sprengjusérfræðingi og fyrrverandi liðsfor- ingja, Emad Salem, og í maí lögðu þeir á ráðin um ein- hveija umfangsmestu sprengjuher- ferð, sem um getur í Bandaríkjun- um. Samkvæmt ráðagerðinni átti að myrða Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóra SÞ, og fleiri ráðamenn og sprengja aðalstöðvar SÞ í New York, skýjakljúf, þar sem alríkislögreglan FBI hefur skrifstof- ur og 10.000 manns starfa, og Linc- oln og Holland-göngin milli Man- hattaneyju og New Jersey, sem þúsundir bíla aka um á hveijum degi. Hundruð og jafnvel þúsundir hefðu látið lífið ef áætlunin hefði orðið að veruleika og meira öng- þveiti hefði orðið en eftir sprenging- una í World Trade Center í febrúar þegar sex létu lífið og 1.000 slösuð- ust. Handtökurnar eftir árásina á World Trade Center virtust engin áhrif hafa á hryðjuverkamennina. Þær virtust þvert á móti hafa orðið þeim hvatning um að hefjast handa, en þeir vissu ekki að alríkislögregl- an FBI fylgdist nákvæmlega með undirbúningi samsærisins allt frá byijun, hljóðritaði öll samtöl átt- menninganna, sem komu við sögu, og kvikmyndaði alla fundi þeirra með földum myndavélum. Góð frammistaða lögreglunnar stafaði meðal annars af því að einn þeirra manna sem voru sakaðir um árásina á World Trade Center var framseldur frá Kaíró, þar sem hann virðist hafa verið pyntaður í yfir- heyrslum og sagt egypzku lögregl- unni og bandarískum yfirvöldum allt sem þau vildu fá að vita. Meira máli skipti að sprengjusérfræðingur samsærismannanna, Egyptinn Sal- em, var í raun og veru uppljóstrari FBI - einn nokkurra útsendara lög- reglunnar, sem laumuðu sér inn í samtök múhameðstrúarmanna í New York eftir árásina á World Trade Center. Nú mun honum hafa verið komið fyrir á öruggum stað, þar sem hann þarf ekki að óttast hefndarárásir múhameðskra hryðju- verkamanna.. Salem, eða „ofurstinn" eins og FBI kallaði hann, var í innsta hring blinds, egypzks ofsatrúarklerks, Omars Abdels Rahmans, sem var andlegur leiðtogi hryðjuverkamann- anna sem réðust á World Trade Center, og einnig hinna sem voru handteknir vegna sprengjuáform- anna í New York. Þótt Rahman sé bendlaður við bæði þessi mál eiga bandarísk yfirvöld erfitt með að vísa honum úr landi, þar sem ekki var vitað að hann hafði byltingarferil að baki þegar hann fluttist til Bandaríkjanna 1990 ogfékk búsetu- rétt ári síðar. Rahman hefur beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður í Bandaríkjunum á þeirri forsendu að hann mundi sæta ofsóknum ef hann yrði sendur aftur til Egypta- lands, þar sem múhameðskir hryðju- verkamenn eru teknir af lífi. Að vísu hefur enginn haldið því fram að Abdel Rahman hafí sagt öðrum hvorum sprengjuhópnum fyr- ir verkum eða þeim báðum. Æðstu menn dómskerfísins í Bandaríkjun- um komust að þeirri niðurstöðu að ekki lægju fyrir nægar sannanir gegn honum. Kröfur um að látið verði til skarar skríða gegn Rahman verða háværari, þar sem hann hafí ráðið útsmoginn lögfræðing til að leika á stjórnvöld. Auk Boutros-Ghaiis hugðust sprengjumennimir i New York myrða Mubarak Egyptalandsfor- seta, öldungadeildarmanninn Al- fonse D’Amato úr flokki repúblikana Adalstöóvar SÞ HRYÐJUVERK „Ofurstinn": Emad Salem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.