Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 44
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAM I, 103 REYKJA VÍK
SÍMI 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Söluskrifstofa SH í París vinnur nýjan markað
-Selur 1.000 tonn af
karfa til Portúgal í ár
SÖLUSKRIFSTOFA SH í París hefur frá því sl. haust unn-
ið að þróun nýs markaðar fyrir sjófrystan og hausskorinn
karfa í Portúgal. Þetta starf hefur borið töluverðan árang-
ur og er áætlað að selja um 1.000 tonn af karfa á þessum
markaði i ár. Frá áramótum hefur salan numið tæplega
600 tonnum. Hjörleifur Ásgeirsson hefur annast þetta starf
frá skrifstofunni í París.
Að sögn Hjörleifs er ekki vitað
þess að íslenskur karfi hafi verið
séldur til Portúgal áður en hann
hóf að þróa söluna þangað. „Port-
úgalskir togarar höfðu fram að
þeim tíma annað markaðinum fyrir
þessa vöru en þeir eru nú kvótalaus-
ir þannig að tómarúm myndaðist
sem við náðum að fylla í.“
Aðspurður um verð á karfanum
í Portúgal segir Hjörleifur að það
sé ekki samkeppnisfært við verð á
Japansmarkaði fyrir stærri karf-
ann. Fyrir minni karfann sé það
hins vegar mjög nálægt Japans-
verðinu. „Hins vegar hafa gengis-
fellingar í Portúgal í vetur gert
dæmið erfiðara fyrir okkur en ég
tel samt að framtíð sé í þessum
markaði," segir Hjörleifur.
Sveiflukenndur markaður
Hvað varðar markaðinn í Portúg-
al segir Hjörleifur að hann geti
verið mjög sveiflukenndur og á
ákveðnum tímum sé eftirspum mik-
il sem ýti verðinu upp en þess á
milli detti það niður. „Þessi markað-
ur er ekki stór miðað við til dæmis
Japansmarkaðinn en gróflega áætl-
að stefnir salan í ár í að verða ein-
hvers staðar í kringum þúsund
tonn,“ segir hann. .
Gylfi Þór Magnússon fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs SH
segir að karfi hafí verið seldur til
Suður-Evrópulanda, einkum Grikk-
lands og í minna mæli til Ítalíu,
nokkur undanfarin ár.
Morgunblaðið/Egill Jónsson.
Nýi háfurinn
Nýi háfurinn hífður á stall vi
hlið annars af sömu gerð.
Nesjavallavirkjun
Nýr gufu-
háfur var
settur upp
Selfossi.
NÝR gufuháfur var settur upp á
Nesjavöllum á föstudaginn. Háf-
urinn er 25 metra hár og vegur
30 tonn. Hann var fluttur í heilu
lagi til Nesjavalla frá Hafnarfirði
þar sem hann var smíðaður í
vélsmiðju Orms og Víglundar
eftir hönnun Verkfræðistofu
Guðmundar og Kristjáns.
Háfurinn er liður í uppbyggingu
virkjunarinnar á Nesjavöllum.
Hann verður notaður til þess að
blása út umframgufu ásamt því að
vera neyðarventill ef virkjunin
stöðvast og hleypa þarf gufunni út.
Háfurinn er með stærstu stykkjum
sem flutt hafa verið á Nesjavelli.
Annar gufuháfur var fyrir á staðn-
um en vöxtur virkjunarinnar krefst
tveggja háfa. Sig. Jóns.
Þjórsárdalur
••
Olvun án
óhappa
Selfossi.
RÚMLEGA þrjú þúsund manns
voru á tónleikum í Þjórsárdal sem
30 íslenskar hljómsveitir halda.
Nokkur ölvun var meðal gesta en
engin óhöpp urðu fyrstu nóttina.
Veður var gott í Þjórsárdal, heið-
skírt og gola.
Tónleikarnir hófust á föstudags-
jcvöld og stóðu til klukkan þtjú eftir
miðnætti. A laugardag hófust þeir
um hádegi og lauk aðfaranótt
sunnudags kl. 3.00. Eitthvað var um
þjófnað úr tjöldum að sögn lögreglu
á staðnum og einn ökumaður var
tekinn ölvaður og annar réttinda-
laus. Annars létu lögreglumenn vel
af aðstæðum þó svo erilsamt hefði
verið vegna alls kyns kvabbs eftir
að fyrstu tónleikahrinunni lauk.
Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hressir mótsgestir
Hressir tónleikagestir að morgni laugardags þrátt fyrir lítinn svefn.
Umsókn hjá bæjarstjórn í Hafnarfirði
Pólskir aðilar
vilja reisa menn-
ingarmiðstöð
HJÁ bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði er nú til athugunar
umsókn frá pólskum aðilum um að reisa pólsk-íslenska
menningar- og verslanamiðstöð í Hafnarfirði. Að sögn Sig-
urbjarts Halldórssonar byggingarfulltrúa hafa enn engar
ákvarðanir verið teknar af hálfu bæjaryfirvalda varðandi
umsóknina.
Sigurbjartur sagði Pólverjana
hafa í hyggju að reisa hús sem yrði
í stíl pólsks herragarðs, og þar yrðu
m.a. listsýningarsalur, verslun og
aðstaða til að veita þurfandi fólki
matargjafir. Hann sagði að bréf
hefði borist frá einstaklingi í Pól-
Meindýraeyðir var barinn
vegna dráps á heimiliskettí
Lögreglan á Ólafsvík gat ekki mætt því að yfirvinnukvótinn var að klárast
TVEIR menn réðust inn á heimili
meindýraeyðisins í Olafsvík í fyrri-
nótt og börðu hann illa. Var ástæðan
sú að hann hafði drepið kött annars
mannsins vegna mistaka nokkru áð-
ur. Bandarísk vinkona meindýraeyð-
isins var í heimsókn hjá honum er
þetta gerðist og er hún ætlaði að
hafa afskipti af barsmíðunum var
henni sagt að halda kjafti eða hún
yrði drepin. Lögreglan í Ólafsvík var
kölluð til en kom ekki á staðinn eftir
barsmíðarnar þar sem yfirvinnukvóti
lögreglumanna er því sem næst upp-
urinn.
Meindýraeyðirinn, Þórður Sveinsson, segir
að bæjaryfirvöld á Hellissandi hafi nýlega
fengið hann til að skjóta villiketti í plássinu
sem mikið mun vera af. Bæjarbúar voru af
þessum sökum beðnir um að merkja ketti sína
eða hafa þá inni við er Þórður var á ferðinni
í þessum erindagjörðum í síðustu viku. Þórður
skaut tvo ómerkta ketti í fjörunni við Hellis-
sand en síðar kom í ljós að annar kötturinn
var í eigu annars árásarmannsins.
Þórður hitti eiganda kattarins skömmu eft-
ir drápið á Hellissandi og bað hann afsökunar
á að hafa drepið kött hans af misskilningi.
Hótaði eigandinn honum þá að bijóta á honum
báðar lappimar. I fyrrinótt vaknaði svo Þórð-
ur við það að eigandinn og annar maður vora
komnir inn á heimili hans, rifu hann úr rúm-
inu og börðu. Þórður er með glóðarauga og
bólgið andlit og eymsli í hnakka. Hann ætlar
að kæra mennina fyrir líkamsáras.
Er Þórður hafði samband við lögregluna á
Ólafsvík um nóttina vildi hún ekki koma á
staðinn því að slíkt kostaði fjögurra tíma út-
kall. Bjöm Jónsson lögreglumaður segir að
hann hafi rætt þetta mál við Þórð um nóttina
en þar sem mennirnir voru þá horfnir á braut
hafi hann ákveðið að koma ekki. „Yfirvinnu-
kvóti lögreglunnar hér er svo til uppurinn og
því förum við ekki í útköll á nóttunni nema
um mjög alvarleg mál sé að ræða eða neyðar-
tilfelli," segir Bjöm. „Við vitum hveijir vora
þarna að verki og í sjálfu sér hefði engu breytt
þótt við hefðum farið á staðinn þar sem árás-
in var þá yfírstaðin.“
landi, sem segðist fulltrúi stærri
hóps manna.
Enn í fyrirspurnarformi
„Þetta er raunverulega ennþá á
fyrirspurnarformi og er nú til með-
ferðar í skipulagsnefnd sem fengið
hefur uppkast að byggingunni. Pól-
veijamir vilja greinilega vanda val-
ið varðandi staðsetningu og hafa
þetta við umferðargötu þar sem
byggingin vekti eftirtekt, en ennþá
hefur þó engin ákvörðun verið tekin
í því sambandi,“ sagði hann.
Uppeldishá-
skóli Islands
ÞÓRIR Ólafsson, rektor Kenn-
araháskólans og formaður Sam-
starfsnefndar um uppeldis-
menntun, hefur lagt fyrir nefnd-
ina hugmynd um háskóla uppeld-
isgreina. Hugmyndin er að Kenn-
araháskólinn, Þroskaþjálfaskól-
inn, Fósturskólinn og íþrótta-
kennaraskólinn sameinist.
Frá og með næsta hausti hefst
samstarf Kennaraháskólans og
Þroskaþjálfaskólans og er stefnt að
sameiningu innan þriggja ára. Unn-
ið er að auknu samstarfí innan
Samstarfsnefndar háskólastigsins,
sem fulltrúar 13 skóla eiga aðild að.
Sjá bls 10.: „Slagsíða á skóla-
kerfinu."