Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Af sjónarhóli hj ólreiðamanns EINN kosturinn við að búa í Danmörku eru hjólreiðamar og hversu vel er í haginn búið fyrir hjólreiðamenn. I bæjum og borgum era víða sérstakir hjólreiðastígar og utan bæja era hjólreiðaleiðir, sem liggja reyndar um allt ríkið. Veður og vindar eru hagstæð, svo allt hjálpast að við að gera hjólreiðarn- ar sem þægilegastar. Bílstjórar era sér rækilega meðvitaðir um að þeir eiga ekki göturnar einir, geta ekki skellt sér í hægri beygju, án þess að líta rækiiega í kringum sig, því hjólreiðamenn eru í réttinum að keyra á þá og ekki öfugt. Því er svo afslapp- andi að sinna erindum sínum í bænum, engin ástæða til að streytast við bílstýrið, heldur bara að stökkva upp á hjólhestinn og trampa af stað, alltaf í fremstu röð. En það væri þó enn meira afslappandi ef ekki kæmu til altir hinir hjólreiðamennirnir. Ef einhver hefur þá hugmynd að geðheilsa fólks batni við hjólreiðar, þá dugir að hjóla nokkra daga um í Kaupmannahöfn til að sannfærast um hið gagnstæða. Varla er nokkur þjóðfélagshópur jafn uppstökkur og argur út í allt og alla og hjólreiðamennimir. Það verður ekki af Dönum skafið að þeir eru mikil hjólreiðaþjóð. Allir eiga reiðhjól og margir nota þau. Ekki er óalgengt að þeir sem eigi 20 kílómetra í vinnuna hjóli hikstalaust báðar leiðir. Af einhveijum ástæðum fínnst mér að það séu fleiri karl- menn en kvenmenn í þeim hópi, hvemig sem á því stendur. Og hjólreiðar era einnig vin- sælt ljölskyldugaman og til dæmis auðvelt að samræma ferðalög og hjólreiðar, því hægt er að taka hjólin með á lengri og skemmri lestarleiðum. Veðrið er nokkuð ákjósanlegt til hjól- reiða, því þó rigni, þá er rokið ekki óaðskilj- anlegur fylgifískur rigningarinnar og því auðvelt að veijast henni. Góð skjólföt eru hveijum manni nauðsynleg, annaðhvort vatnsþéttar buxur og jakki eða regnslá. Strekkingsvindur virðist mér algengasta veðurfarið, þegar verið er á hjóli, hvemig sem það kemur nú heim og saman við veður- farið almennt. Og vindurinn hefur það eðli að vera alltaf í fang hjólreiðamannsins. Sem maður hjólar glaðbeittur með vindinn í fang- ið og hugsar með tilhlökkun til að láta hann blása sér hina leiðina, þá bregst ekki að vindur hefur snúist, þegar leiðin gerir það. í miðbænum er engin spurning um að hjólið er lang þægilegasta samgöngutækið. Þá sleppur maður við raðir við umferðarljós og sleppur við einstefnugötur, sem allar liggja í vitlausa átt. Hjólreiðamaður hefur nefnilega oft leyfi til að keyra á móti um- ferðinni og hafí hann ekki leyfíð, getur hann bara tekið sér það. Við umferðarljós er einfalt að stíga af hjólinu og ganga yfír, ef það fer betur við ljósin. Svo er auðvitað hægt að freista þess að hjóla yfír á rauðu, ef óþolinmæðin ólgar í blóðinu. Og með hjólinu kemst maður léttilega stað úr stað, ekkert vesen að leggja bílnum og labba svo úr einum stað í annan. Og þar sem allur miðbærinn og langt út eftir er stöðumæla- skyldur og klukkutíminn kostar allt upp í 150 íslenskar krónur, þá er einnig heljar- skinns sparnaður að hjólreiðunum. Sparnað- arávinningurinn af þeim almennt verður þó enn meiri ef verður af því að hækka bensín- verðið upp í um 125 íslenskar krónur, eins og nefnd nokkur hefur lagt til í því skyni að draga úr umferð einkabíla. Danir era yfírleitt frekar iðnir við að fylgja umferðarreglunum og álíta það dyggð til jafns við aðrar dyggðir. Þess vegna kom það á óvart að þegar lögreglan tók sig til í vetur og stöðvaði og sektaði hjólreiða- menn, sem hjóluðu yfir á rauðu, þá var veiðin mikil og sektarféð streymdi inn. Ég fylgi þeirri reglu að leitast við að gæta mín og gæta þess að slasa ekki aðra, en ef tækifæri gefst og það áhættulaust, þá sé ég ekkert athugavert við að hjóla yfir á rauðu eða andstefnis eftir einstefnugötu. Kýrkenningar og barsmíðar Ég hafði lengi vél þá hugmynd að allar þessar hjólreiðar gerðu Dani að afslappaðri þjóð, því ég hugsaði sem svo að hreyfingin væri holl og að fóik hlyti að stressast minna á því að komast svo greiðlega áfram, í stað þess að sitja innilokað í umferðaröngvþeiti, svo ég hjólaði alltaf glöð í bragði af ánægju yfir að tilheyra þessum afslappaða hópi. Mynd mín breyttist ekkert þó stöku sinnum heyrði ég reiðihróp og ergelsisöskur hjól- reiðamanna í kringum mig, þar til ég fór að taka eftir því að það var bara hreint ekkert sjaldan sem ég heyrði þá æpa og kalla. Um daginn bar ég svo reynslu mína und- ir hóp af dönskum kunningjum. Gat þetta staðist að hjólreiðamenn væra upp til hópa svona argir? Fyrst tóku þeir þessu heldur ólíklega, nei, ætli það væri nú rétt. Við nánari umhugsun sáu þeir þó að þeir höfðu sömu ranghugmynd um hjólreiðarnar og ég, en reynsla þeirra kom heim og saman við mína. Hjólreiðamennirnir hér í Kaupmanna- höfn era öldungis ekkert afslappaðir og hjóla ekki endilega um með bros á vör, heldur spana áfram gnístandi tönnum. Ef aðrir hjólreiðamenn eða vegfarendur flækjast fyr- ir þeim, þá gellur í þeim alls kyns kvikinds- legar athugasemdir. Ein í hópnum hafði óvart nálgast hjólabrautina gangandi, um leið og hjólreiðamaður þeysti framhjá. Eitt- hvað fannst honum hún koma of nálægt brautinni, því hann kallaði hana heimska kýr... og þó er þetta afar pen og grönn kona. Ég hef reyndar ekki verið kýrkennd, en hef hins vegar lent í því að reiðir hjól- reiðamenn hafa lamið í bílinn minn, um leið og þeir hreyttu einhveiju út úr sér. Eftir að þessi hlið hjólreiðanna laukst upp fyrir mér verð ég að viðurkenna að ég lít þær öðrum augum og velti því nú fyrir mér hvort í þeim sé einhver innbyggður streytu- þáttur. Ekki svo að skilja að ég finni þetta í sjálfri mér, ég hjóla bara alltaf jafn ánægð og rólega. Hins vegar sé ég að ég haga mér allt öðravísi við bílstýrið en hjólastýrið, því í bílnum held ég mér stranglega við umferðarreglur, læt mig aldrei dreyma um að keyra yfir á rauðu eða á móti einstefnu- umferð, eða keyra þvers og kruss, svo eitt- hvað er það sem hjólreiðarnar espa upp í mér. Mér er hulin ráðgáta hvað þetta eitt- hvað er, kannski tilfínningin af að vera, ja ef ekki almáttug þá alhreyfanleg á hjólinu, tilfinningin af að geta alls staðar smogið og alls staðar komist hratt og örugglega áfram. Hjá mér og mínum líkum brýst hún fram í smá óheiðarleika, hjá öðrum kemur hún fram sem yfírþyrmandi drottnunar- girni, sem leiðir af sér hróp og köll að öðr- um. Nú þegar lögreglan í Reykjavík á að fara að hjóla um, þá er eins gott að hún sé sér meðvituð um þessi hugsanlega atferl- isspillandi áhrif, sem reiðhjólaakstur getur haft á knapana... Sigrún Davíðsdóttir. Þýska stjórnin kynnir sparnaðaráform Lækkun atvimiuleysisbóta kjaminn í niðurskurðinum Jafngildir stríðsyfirlýsingu, segir verkalýðshreyfingin ÞÝSKA ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku áætlun um niður- skurð ríkisútgjalda og aðgerðir sem miða eiga að auknum hagvexti. Kjarninn í sparnaðaráformunum er lækkun atvinnu- leysisbóta. Tillögunum hefur verið mótmælt ákaft og segir Jafnaðarmannaflokkurinn, stærsti sljórnarandstöðuflokkur- inn, að vegið sé að velferðarríkinu. Dagblaðið Fraakfurter Allgemeine Zeitung fagnar hins vegar tillögunum: í fyrsta sinn frá sameiningu Þýskalands sýni ríkisstjórnin að hún ætli sér í alvöru að spara. Erfið fæðing THEO Waigel fjármálaráðherra og Helmut Kohl kanslari kynntu loks sparnaðartillögur sínar í vikunni en eftir þeim hafði verið beðið í marga mánuði. Eins og nærri má geta hefur sameining Þýskalands reynst kostnaðarsöm. Hlutdeild ríkisins í efnahagslífinu hefur aukist veru- lega frá árinu 1990. Nú nemur hlutur ríkisins af þjóðarfram- leiðslu 52% en var kominn niður í 46% fyrir sameiningu. Afleiðing þessa er aukin skattheimta og lán- taka ríkissjóðs. Að mati Theo Waigels fjármálaráðherra nema auknar álögur á borgarana 115 milljörðum marka frá árinu 1991 til 1995. Það er mat manna að almenningur þoli ekki öllu meiri skatt- heimtu. Sem dæmi má taka að frá árinu 1995 munu þeir tekjuhæstu greiða 60% tekjuskatt af hluta tekna sinna. Ekki verður heldur annað séð en að þörf ríkisins fyrir tekjur eigi eftir að vaxa. Aukinn íjöldi ellilífeyrisþega mun t.d. kalla á aukin útgjöld. Sérfræðingar í ríkisfjármálum telja heldur ekki ráðlegt að fjármagna ríkissjóðs- hallann með aukinni skuldasöfn- un. Á þessu ári þarf ríkið að borga rúmlega 55 milljarða marka í vexti en það era 13% heildarútgjalda ríkisins. Vaxtagreiðslur munu stóraukast árið 1995 þegar þýska ríkið tekur við lánaskuldbinding- um Austur-Þýskalands. Þá er fyr- irsjáanlegt að 20% heildarútgjalda ríkisins muni fara í vaxtagreiðslur. Traust á markinu í hættu Hin erfíða fjárhagsstaða ríkis- ins hefur haft þau áhrif að það traust sem þýska markið hefur notið erlendis er í hættu. Gengi þess lækkaði t.d. þó nokkuð gagn- vart frankanum og dollaranum í júnímánuði. Sú áætlun sem samkomulag náðist um í ríkisstjórninni aðfara- nótt þriðjudags á að spara ríkinu 20 milljarða marka árið 1994 og 27 milljarða marka árið 1995. Eins og áður segir verða einkum fram- lög til atvinnu- lausra skorin niður. Nú nema atvinnuleysisbætur 68% af nettó- tekjum þegar um giftan bótaþega með eitt bam er að ræða en 63% þegar ógiftur og bamlaus bóta- þegi á í hlut. Þessi framlög verða smám saman lækkuð í 64% og 59% á næstu tveimur árum. Bamabætur verða einnig skom- ar niður, einkum þannig að horft verður í auknum mæli til tekna foreldranna. Loks má nefna að í tillögunum felst að námslán munu ekki fylgja verðbólgu næstu tvö árin. Niðurskurðartillögunum fýlgja einnig aðgerðir til að auka hag- vöxt. M.a. er ríki og sveitarfélög- um uppálagt að flýta framkvæmd- um og stefnt er að því að veita fyrirtækjum sem fjárfesta í 'eigin rekstri skattaívilnanir. Samkomu- lag er innan ríkisstjórnarinnar um nýtt framvarp um vinnutíma, reyndar á ekki að afnema bann við helgidagavinnu en undanþág- um verður fjölgað. Einnig er boðuð athugun á möguleikum á að heim- ila fyrirtækjum í kröggum að ráða starfsmenn á lakari kjöram en almennur kjarasamningur í við- komandi grein og á viðkomandi svæði mælir fyrir um. Eru bæturnar vemdaðar af stj órnarskránni? Ekki hefur staðið á gagnrýni úr röðum stjómarandstöðunnar og launþegasamtaka. Varaforseti þýska alþýðusambandsins segir að ekki hafí verið vegið jafngróf- lega að atvinnulausum síðan í heimskreppunni á fjórða áratugn- um. Hann dregur jafnframt í efa að tillögumar standist gagnvart eignarréttarákvæðum stjórnar- skrárinnar, launþegar hafí oft og tíðum unnið sér inn rétt til bóta- greiðslna með áralöngum greiðsl- um í atvinnuleysistryggingarsjóði. Þessi réttur verði ekki af þeim tekinn án þess að breyta stjórnar- skránni. Ánnar verkalýðsforingi kallaði tillögurnar stríðsyfírlýs- ingu á hendur þeim sem minna mega sín. Frankfurter Allgemeine Zeit- ung segir um þessa gagnrýni: „Það er bara hægt að skera niður framlög til þeirra sem eitthvað þiggja. Og það eru vissulega ekki þeir launahærri. Lækkun atvinnu- leysisbóta er harkaleg fyrir þá sem fyrir henni verða. En sparnaður er ekki eina markmiðið heldur líka að hvetja menn til vinnu.“ Aðrir vara við því að niður- skurður hjá ríkinu á samdráttar- tímum geti aukið efnahagskrepp- una. Hans-Júrgen Krupp, efna- hagsmálasérfræðingur úr flokki jafnaðarmanna, heldur því t.d. fram að þær tvær tilraunir sem þekktar era á seinni áram til nið- urskurðar ríkisútgjalda á kreppu- tímum hafí mistekist og gert illt verra; þ. e. efnahagsaðgerðir Ron- alds Reagans í Bandaríkjunum og Margaret Thatcher í Bretlandi. Atvinnumálaráðherra Þýska- lands, Norbert Blum, er aftur á móti óhræddur við að taka áhættu ef það má verða til að rétta efna- hag landsins við. Niðurskurðurinn snertir nær eingöngu hans ráðu- neyti og þegar eftirfarandi orð hans úr nýlegri grein í Der Spieg- e/eru lesin verður það skiljanlegra hvers vegna hann féllst á að leggja höfuðið á höggstokkinn: „Engar raunveralegar breytingar verða án átaka. Það sem menn hafa einu sinni öðlast láta þeir aldrei sjálf- viljugir af hendi ... Stjómmála- menn komast aldrei út úr víta- hringnum ef þeir horfa sífellt til hægri og vinstri af ótta við að styggja þá sem veija sitt. Þá missa menn nefnilega sjónar á leiðinni fram á við.“ Matur þeginn ATVINNULAUSIR fá súpu í Hamborg. Margir óttast að bilið milli ríkra og fátækra í Þýskalandi fari vaxandi ef tillögur ríkis- stjórnarinnar ná fram að ganga. BAKSVIÐ ejtir Pál Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.