Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIVIGAR SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993
Torfhildur Jósefs-
dóttir - Minning
Fædd 6. ágúst 1925
Dáin 25. júní 1993
Kom það að góðu haldi er halla
tók undan í ellinni. Hún barðist
fyrir sjálfstæði sínu og vildi ekki
fara á neitt sem héti Stofnun.
Fyrir þrem mánuðum var opnað
hið frábæra umönnunarheimili Eir
í Grafarvogi. Þá var heilsu Stein-
unnar svo komið að hún fékk þar
vist fyrst „Seltiminga“! Var hún
ánægð og leið vel. Starfsfólkið
lagðist á eitt um að gera henni
dvölina ánægjulega. Þetta var
skammur en góður tími. Hápunkt-
urinn var þegar haldið var upp á
níræðisafmæli Steinunnar og
frændur á öllum aldri, vinir og
fyrrverandi samstarfsmenn komu
til hennar, þágu veitingar hennar
og nutu samvistar, flestir í síðasta
sinni. Var það sæludagur.
Blessuð veri minning Steinunnar
Ingimundardóttur.
Eggert Asgeirsson.
Látin er í hárri elli Steinunn
Ingimundardóttir móðursystir.okk-
ar. Hún ólst upp í Kaldárholti í
Rangárvallasýslu, en bjó lengst af
á Smáragötu 19 í Reykjavík.
Fyrstu árin hélt hún þar heimili
með foreldrum sínum, systkinum
og systursyni, en síðan með Krist-
ínu systur sinni. Kristín féll frá
1973 og eftir það bjó Steina ein.
Heimilið á Smáragötunni var
samkomustaður fjölskyldunnar og
vina hennar. Allar helgar og á
hátíðisdögum var þar mannmargt.
Eigum við bjartar minningar þaðan
frá bemsku- og fullorðinsárum.
Gestrisnin á Smáragötunni hefur
sjálfsagt átt hvað stærstan þátt í
óvenjulegri samheldni fjölskyld-
unnar og hafa yngri ættliðir ekki
síst notið góðs af. Sérstaklega rís
hátt minningin um sólríka sumar-
daga, þegar kaffiveislan var flutt
út i garð. Sjáum við Steinu fyrir
okkur sitja í garðtröppunum við
vöfflubaksturinn. Á páskadags-
morgun buðu þær systur upp á
kaffi og koníak og Steina hélt þeim
sið fram á síðasta ár. Þá var alltaf
glatt á hjalla og fullt út úr dyrum.
Steina bjó á Smáragötunni með-
an hún hélt sæmilegri heilsu. Árið
1982 fluttist hún í litla íbúð á
Seltjarnarnesi, þar sem hún bjó í
skjóli systursonar síns, Benedikts
Eiríkssonar, og fjölskyldu hans.
Steina fór ekki varhluta af mót-
læti í lífinu. Á miðjum aldri fékk
hún augnsjúkdóm og hafði nær
misst sjónina. í kjölfar lyfjagjafar,
sem læknar sjónina, varð hún tölu-
vert heymarskert. Þegar árin
færðust yfir dapraðist henni mjög
bæði sjón og heyrn. Síðustu tólf
árin átti hún mjög erfítt um gang
vegna slyss, sem hún varð fyrir.
Þrátt fyrir þessi áföll hélt Steina
alla tíð sinni léttu lund og jákvæðu
hugarfari.
Steina var hafsjór af fróðleik
og stálminnug. Hélt hún sínu and-
lega atgervi til hinsta dags. Hún
fylgdist vel með sínu fólki og tók
ríkan þátt í gleði þess og sorgum.
Steina bjó heima þar til fyrir
rúmu hálfu ári. Eftir að heilsa
hennar gaf sig, naut hún frábærr-
ar umönnunar systkina sinna,
systursonar og hjúkrunarfólks,
fyrst á heimili sínu, síðan á Borgar-
spítalanum og síðustu fjóra mán-
uðina á Hjúkrunarheimilinu Eir.
Þar fékk hún hægt andlát að kvöldi
24. júní.
Allan sinn starfsaldur vann
Steina skrifstofustörf hjá Ölgerð
Egils Skallagrímssonar, lengst af
sem gjaldkeri. Stjórnendur Ölgerð-
arinnar og samstarfsfólk Steinu
sýndu henni alla tíð mikinn hlýhug
og velvild, sem hún mat mikils.
Við, sem yngri erum, getum
margt lært af æðruleysi Steinu.
Hún kvartaði aldrei þrátt fyrir
mikinn heilsubrest, sá alltaf björtu
hliðarnar og hélt sínu jafnaðargeði
til æviloka. Hún var vakin og sofin
yfir velferð ættingja sinna og laun
hennar voru kærleikur fjölskyld-
unnar.
Minningin um Steinu, okkar
yndislegu frænku, mun ylja okkur
um hjartarætur um ókomna tíð.
Blessuð veri minning hennar.
Guðrún Sveinsdóttir,
Kristín Blöndal.
Á björtum sumardegi þegar sólar-
gangur er hvað lengstur og birtuna
þrýtur aldrei er föðursystir okkar
kölluð á brott eftir erfiðar sjúkdóms-
legur.
Torfhildur Jósefsdóttir eða Hilla,
eins og hún var alltaf kölluð, var
fædd í Torfufelli þann 6. ágúst 1925,
dóttir hjónanna Bjarneyjar Sigurðar-
dóttur og Jósefs L. Sigurðssonar sem
þar bjuggu. Hún var elst þriggja
systkina, en Sigfríður sem var ári
yngri en Hilla dó aðeins tveggja ára.
Yngstur af systkinunum var faðir
okkar, Sigurður.
Hilla óx úr grasi í faðmi fjölskyld-
unnar heima í Torfufelli, kjarkmikil
og dugleg stúlka. Að loknu hús-
mæðranámi sumarið 1944 giftist hún
eftirlifandi manni sínum, Angantý
Hjörvari Hjálmarssyni, og eignuðust
þau þijár dætur. Þær eru: Sigfríður
Liljendal, fædd 1945, gift Pétri
Brynjólfssyni, Ingibjörg, fædd 1951,
gift Hauki Karlssyni, og Elínborg,
fædd 1952, gift Haraldi Ingimars-
syni. Þær systur eiga sín þijú bömin
hver og eitt langömmubarn hefur
bæst í hópinn. Umvafði hún þessa
afkomendur sína ást og umhyggju
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar hveijum hal og drós,
sem hefur villst af leið.
Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt,
sem brosir öllum mót
og kviðalaust við kalt og hlýtt
er kyrrt á sinni rót.
Faðir minn, tengdafaðir og afi er
dáinn. Hann var aðeins 52 ára gam-
all og átti svo margt eftir til að lifa
fyrir. Það er erfitt að sætta sig við
svona lagað, en þetta er víst gangur
lífsins.
Hinn 6. maí varð pabbi mikið veik-
ur og var fluttur á Borgarspítalann.
Þar fór hann í gegnum mikið af
rannsóknum og niðurstöður fengust,
Hvernig geta rósirnar sprungið
út þegar svona hörmulegt banaslys
á sér stað? Ég get einhvern veginn
ekki trúað því að Guðjón sé farinn
að eilífu. Það verður erfitt að sætta
sig við það, en ég mun varðveita
mína minningu um hann af öllu mínu
hjarta.
Minning um góðan dreng mun
alltaf lifa. Guðjón var rosalega indæll
og sérstakur strákur. Það fór aldrei
neitt voðalega mikið fyrir honum,
að mér fannst. Hann var svolítið
feiminn en þó alltaf stutt í brosið sem
yljaði mér niður í tær.
Guðjón hafði mikinn áhuga á alls
kyns tónlist. Ég man þegar við vorum
í grunnskóla er hipp hopp-tímabilið
var. Þá var sko Guðjón í sinu besta
fjöri held ég.
Eftir það tímabil byijaði ég svona
smátt og smátt að kynnast Guðjóni
sjálfum. Þá fannst mér og Björgu
hann voðalegur töffari, alltaf í her-
mannabuxum og svoleiðis, en þegar
við náðum saman vorum við alveg
hreint ágætis þrenning. Þessu tíma-
bili í lífi mínu hefði ég aldrei viljað
missa af.
En núna síðastliðið ár hafði Guð-
jón róast alveg rosalega mikið, mað-
ur sá hann voðalega sjaldan úti.
og gladdist yfir velgengni þeirra.
Hilla var frændrækin og mikil fé-
lagsvera og hafði mjög gaman af
mannamótum, sérstaklega þegar
ættingjamir voru saman komnir, þá
lék hún á als oddi. Hún hlúði vel að
sínu fólki og fórum við systkinin
ekki varhluta af því og við verðum
henni ætíð þakklát fyrir umhyggju-
semi og ástúð.
Hilla og Hjörvar stunduðu búskap
í Villingadal og síðar í Torfufelli á
sínum fyrstu hjúskaparárum, en síð-
ari árin vann Hjörvar við kennslu.
Þegar við minnumst Hillu frænku
er okkur efst í huga hversu hlý og
góð hún var okkur alla tíð. Hilla var
róleg og hæglát kona og oft og tíðum
mjög alvörugefin en þó var alltaf
stutt í brosið og glettnina og þegar
eitthvað sniðugt bar á góma þá hló
Hilla manna mest. Hilla var mjög
gestrisin og sérstaklega gjafmild.
Alltaf var jafngott að koma í heim-
sókn til þeirra hjóna.
Oft fengum við að heyra ferðasög-
ur þeirra, en þau hjónin höfðu gaman
af að ferðast og þá gjarnan um há-
lendið á fjallatrukknum sínum og er
okkur sérstaklega minnisstæður bíll
þeirra sem þau nefndu Fjalladrottn-
inguna. Þessi bíll þótti okkur mjög
stór og tignarlegur.
hann var með kransæðastíflu. Þurfti
hann því að fara í aðgerð sem fram-
kvæma átti seinna. Nú, það stóð til
að ég og maðurinn minn giftum
okkur, sem og varð. Hann pabbi
gerði allt til að fá að fara heim, og
svo fór að hann kom heim 19. maí
öllum til mikillar gleði. Ekki vildi
hann að við frestuðum þessum stóra
degi til betri tíma. Þó að hann væri
mikið veikur gekk hann svo tignar-
lega með mér inn kirkjugólfið laug-
ardaginn 22. maí. Allan daginn var
hann svo hress og kátur og ekki var
hægt að sjá að hann væri mikið
veikur.
Viku seinna var hann lagður inn
aftur, og að kvöldi föstudagsins 4.
júní kvaddi hann þennan heim.
Við eigum honum pabba svo
margt að þakka, hann kenndi okkur
svo ótal margt sem eflaust kemur
Reyndar var maður nú sjaldan úti
sjálfur, en samt héldum við vinskap-
ipn. Með síðustu stundum sem ég,
Ása og Björg eyddum með Guðjóni
var yfir úrslitunum í körfuboltanum
(NBA). Og það eru stundir sem ég
mun ekki gleyma.
Guðjón, ég á eftir að sakna þín
sárt.
í lokin langar mig að votta ástvin-
um Guðjóns mína dýpstu samúð.
Stína, Rúnar, Björg Jónína, Róbert,
Jói, Valdi og allir þeir sem urðu þeirr-
ar ánægju aðnjótandi að kynnast
Guðjóni.
Þegar litið er til baka minnumst
við sólríkra sumra og þegar sláttur
hófst voru Hilla og Hjörvar gjarnan
mætt til að hjálpa. Einnig eru minn-
isstæðar göngurnar á sumrin þegar
féð var rekið í gamla selið, frammi
á dal, til rúnings þá komu Hilla og
Hjörvar fyrst ailra. Æskustöðvarnar
heima í Torfufelli voru henni ætíð
mjög kærar og við vitum að þangað
leitaði hugurinn allt fram á síðasta
dag.
Þó að síðasta sjúkdómsstríðið væri
strangt var það ekki það eina sem
Hilla varð að heyja gagnvart veikind-
um.
Árið 1946 var mikið áfallaár fyrir
fjölskylduna. Eftir að hafa misst föð-
ur sinn af slysförum það sumar
kvaddi á haustdögum dyra skæður
sjúkdómur — lömunarveiki, sem þau
hjónin tóku bæði og hlaut Hilla var-
anlega lömun á hægri handlegg og
einnig nokkuð á fæti. Endurheimti
hún aldrei fulla líkamsburði og einn-
ig var sem dregið hefði úr kjarki
hennar.
Það er sárt að hugsa til þess að
eiga ekki eftir að sjá Hillu frænku
aftur í þessu lífi, en minningin um
góða frænku mun þó alltaf búa í
hjörtum okkar.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Elsku Hjörvar, Fríða, Inga, Ella og
fjölskyldur, við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Systkinin frá Torfufelli.
okkur að gagni í framtíðinni. Einu
gleymdi hann þó sem við sem eftir
lifum verðum að læra að takast á
við og mun taka langan tíma en
tekst þó vonandi með tíð og tíma.
Það er að læra að lifa án hans.
Honum munum við aldrei gleyma
heldur minnast hans á hverjum degi
þar til við hittum hann aftur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð blessi minninguna um þig
elsku pabbi. Með þakklæti fyrir allt.
Við hittumst aftur.
Saknaðarkveðjur.
Margrét Fanney Bjarnadóttir,
Guðmundur Rúnar Jóhannsson
og dætur.
Guð geymi okkur öll.
Nú vel, í Herrans nafni
fyrst nauðsyn ber til slík,
ég er ei þeirra jafni,
sem jörðin geymir lík.
Hvenær sem kailið kemur,
kaupir sig enginn frí,
þar læt ég nótt, sem nemur,
neitt skal ei kvíða því.
Ég lifi í Jesú nafni,
í Jesú nafni ég dey,
þó heilsa og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann qi.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti ég segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(H.P.)
Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir.
DÚNDUR
TILBOÐSVIKA
í Sumarsveiflu 2.-10. júlí, bjóða
fyrirtæki Borgarkringlunnar
dúndurtilboð og hinor ýmsu
uppókomur. Tilboðstafla Borgar-
kringlunnar verður í anddyri
hússins, þar geta viðskiptavinir
fylgst með þeim tilboðum sem eru
f gangi hverju sinni.
5.-9. júlí að bóðum dögum
meðtöldum, verður keppt í
strðetball körfubolta í þremur
aldurshópum. Skróning fer fram f
Kringlusporti.
ÖtWist
8. júlí. Kynning ó útivistar—
svæðum Reykjavíkurborgar.
I^Srís
9. júlí. Úrslitakeppni í streetball.
Kjörís kynnir fromleiðslu sína kl.
15.00 - 17.00 og Reykjavíkur-
borg kynnir útivistarsvæði
borgarinnar.
BorgarWo°^
10. júlí. Borgarhlaup yngri flokka
kl. 12.00.
SS5ó\
lO.júlí. SSSól leikur kl. 13.00.
Kjörís verður með kynningu kl.
11.00 -14.00 og Goðavörur
verða grillaðar ó Esso—grilli.
HoPPdr*W@
Allir viðskiptovinir Borgar-
kringlunnar verða sjólfkrafa
þótttakendur í veglegu happ-
Auk alls þessa verður, margt
fleira ó boðstólum.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, tengdasonar
og afa,
ÞÓRIS SIGURÐAR ODDSSONAR,
Hjallavegi 56,
Reykjavík.
Guðrún Ósk Sigurðardóttir,
Sigurður Þórisson, Hólmfriður S. Jónsdóttir,
Stefanía Ósk Þórisdóttir, Friðleifur Kristjánsson,
Vilhjálmur Þór Þórisson,
Lilja Ósk Þórisdóttir, Jónatan Ásgeirsson,
Guðbjörg Einarsdóttir
og barnabörn.
Minning
Guðmundur Bjarni
Baldursson
Fæddur 17. janúar 1941
Dáinn 4. júní 1993
Minning
Guðjón Rúnarsson
Fæddur 17. nóvember 1974
Dáinn 20. júní 1993