Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993
t
Ástkær dóttir okkar, eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
AUÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR,
Grænukinn 17,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 7.
júlí kl. 13.30.
Magnea Einarsdóttir,
Þorlákur Jónsson,
Gunnar Már Torfason,
Haraldur Rafn Gunnarsson, Sigrún K. Ragnarsdóttir,
Gerður María Gunnarsdóttir, Karl Birgir Júlíusson,
Arsæll Már Gunnarsson, Kristin Kristinsdóttir,
Magnea Þóra Gunnarsdóttir,
Olga Gunnarsdóttir, Jörgen Jensen,
Auður Gunnarsdóttir, Magnús Rúnar Jónsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUNNÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Reykjalundi,
Mosfellsbæ,
sem lést 25. júní síðastliðinn, verður jarðsungin frá Lágafells-
kirkju mánudaginn 5. júlí kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu
Krabbameinsfélags íslands.
Friðrik Sveinsson,
Guðrún Friðriksdóttir,
Rósa Friðriksdóttir, Þorsteinn Óli Kratsch,
Jóhanna Friðriksdóttir, Sigurður Jónsson,
Þóra Friðriksdóttir, Guðmundur Ragnarsson,
Hildur Kristín Friðriksdóttir, Sigurður Reynisson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir,
bróðir og afi,
ÖRN PÁLMI AÐALSTEINSSON,
Rjúpufelli 46,
Reykjavfk,
lést í Landspítalanum 2. júlí.
Kristín Helga Waage,
Aðalsteinn H. Vígmundsson,
Elisabet Arnardóttir,
Helga Arnardóttir, m
Arndís Arnardóttir, Eyjólfur Þ. Eyjólfsson,
Stefán Arnarson, Laufey Nábye,
Matthias Waage, Bryndfs F. Sigmundsdóttir,
Yngvi Ármannsson,
Anna María Aðalsteinsdóttirjóhann Gunnarsson
og barnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐRIK HAFSTEINN SIGURÐSSON
vélstjóri,
lést í Landspítalanum 25. júní sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þeim sem vildu minnast hans er vin-
samlegast bent á Krabbameinsfélag
íslands.
Kristín Ásta Friðriksdóttir,
Guðbjörg Friðriksdóttir, Gunnar Árnmarsson,
Hólmfríður Friðriksdóttir, Gunnar Ingvarsson,
Sigurður Friðriksson, Sigríður M..Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
við andlát konu minnar, móður, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÞÓRUNNAR PÁLSDÓTTUR,
vistheimili aldraðra, Seljahlfð.
Þorgeir G. Guðmundsson,
Sigurbjörn Þorgeirsson, Þórunn S. Pálsdóttir,
Elfsabet Þorgeirsdóttir, Örn Norðdahl,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
SIGRÍÐAR ÞORLÁKSDÓTTUR
frá Hofi í Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir góða
umönnun sem henni var veitt.
Sjöfn Bjarnadóttir,
Sverrir Bjarnason.
Steinunn Inginiund-
ardóttir — Minning
Fædd 14. apríl 1903
Dáin 24. júni 1993
Á morgun kl. 15 verður útför
Steinunnar Ingimundardóttur gerð
frá Seltjamarneskirkju. Steinunn
lést á Jónsmessu. Við fráfall henn-
ar lýkur merkri ævi, hetjusögu
konu sem kunnugir dáðust að fyr-
ir dugnað, hjartahlýju, stillingu og
skapfestu. Hefur þessi skaphöfn
verið kynfylgja og vonir standa til
að svo verði enn um skeið. Stein-
unn giftist ekki og átti ekki böm.
Að henni laðaðist ungt fólk og
lærði hvernig taka má mótlæti og
sjúkdómum með glöðu sinni, án
kvörtunar- eða styggðaryrða.
. Steinunn var fædd 14. apríl
1903 að Vestri-Garðsauka, elsta
bam merkishjónanna Ingimundar
Benediktssonar (1871-1949) og
konu hans Ingveldar Einarsdóttur
(1874-1953). Ingimundur var son-
ur Kristínar Þórðardóttur frá Sum-
arliðabæ í Holtum og Benedikts
Diðrikssonar að Breiðabólsstað í
Fljótshlíð sem ráðsmaður var hjá
séra Skúla Gíslasyni prófasti og
sagnaritara. Ólst Ingimundur upp
þar á heimilinu eins og einn af fjöl-
skyldunni. Benedikt og Kristín átt-
ust ekki. Var hún síðast hjá séra
Skúla Skúlasyni Gíslasonar í Odda
og Sigríði Helgadóttur Hálfdanar-
sonar.
Að Ingimundi stóðu merkar
ættir og fjölskyldan ættrækin.
Ingimundur lærði smíðar, stundaði
rokkasmíði og var þjóðhagur bæði
á tré og jám. Þá var hann hneigð-
ur til tóniistar. Séra Skúli kom
Ingimundi til náms í orgelleik í
Reykjavík hjá vini sínum séra
Helga Hálfdanarsyni prestaskóla-
kennara og konu hans Þórhildi
Tómasdóttur frá Breiðabólsstað.
Eftir að hafa stundað rokkasmíði
víða um sveitir hóf Ingimundur
árið 1897 búskap í Vestri-Garðs-
auka í Hvolhreppi. Bjó hann þar
góðu búi. Gekkst hann fyrir orgel-
kaupum í Holtskirkju og var org-
anisti þar.
Árið 1902 gekk Ingimundur að
eiga Ingveldi Einarsdóttur frá
Hæli í Gnúpveijahreppi. Að henni
stóðu einnig merkir stofnar og
þótti ráðahagurinn góður. Foreldr-
ar Ingveldar vom Einar Gestsson
á Hæli og kona hans Steinunn
Vigfúsdóttir Thorarensen. Nafnið
var frá langömmu hennar Stein-
unni Bjamadóttur landlæknis Páls-
sonar. Hælssystkinin vora sam-
heldin. Þótti Ingveldi hún vera
langt að heiman og sótti á hana
heimþrá. Fluttust þau að Kaldár-
holti í Holtum með hjúum sínum
árið 1904.
Til Ingimundar hafði komið inn-
an við fermingu Tómas Tómasson
frá Miðhúsum í Hvolhreppi. Tómas
hafði misst föður sinn tveggja ára
og fjölskyldan tvístrast. Var Tóm-
as í Kaldárholti til sautján ára ald-
Blómastofa
Fnöfinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öli kvöld
tií kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
urs, sem einn af fjölskyldunni.
Káldárholt var afskekkt við
Þjórsá, en eftir að Ingimundur
smíðaði feiju á ána við Mumeyri
varð samgangur meiri milli Kaldár-
holts og grannanna handan árinn-
ar, ekki síst við Hæl og Hlíð, þar
sem systkini Ingveldar, Gestur og
Ragnhildur, bjuggu. Ingimundur
stundaði smíðar og tók auk rokka-
smíðar að gera við skilvindur eftir
að þær fluttust til landsins. Þá var
hann um skeið organisti í Haga-
kirkju. Stundaði Ingimundur kyn-
bætur á sauðfé og barðist gegn
uppblæstri. Bú var gott í Kaldár-
holti, hjú mörg og vaxandi bama-
fjöldi.
Systkini Steinunnar Ingi-
mundardóttur sem öll fæddust í
Kaldárholti voru Kristín (1904-
1973); Benedikt (1906-1926);
Guðrún (1907-1935), átti Eirík
Narfason; Jórunn (1911), átti Dag-
bjart Lýðsson; Ragnheiður (1913),
átti Hjálmar Blöndal; Helga (1914)
átti Svein Benediktsson og Einar
(1917), átti Erlu Axelsdóttur.
Systkinin eru samheldin skapgóð,
fastlynd og trygg.
Heimilið í Kaldárholti var menn-
ingarhvetjandi. Mynduðust kær-
leikar milli vinnufólks og fjölskyld-
unnar. Vitna þeir um það dr. Guðni
heitinn Jónsson prófessor og dr.
Sigurður Pétursson gerlafræðing-
ur sem skrifuðu um Ingimund og
Ingveldi látin. Þeir voru þar báðir
ungir, fátækir vinnupiltar áður en
þeir fóru til náms. Ekki síst var
það dygga fóstran Þura, Þuríður
Guðmundsdóttir frá Miðkrika í
Hvolhreppi. Hún hafði komið að
Kaldárholti árið 1906 og fylgdi
fjölskyldunni til dánardags 1953.
Steinunn stundaði nám í Flens-
borgarskólanum 1919-21 og lauk
þaðan prófi. Vora þau þijú saman
systkinin við nám í Hafnarfírði,
Benedikt og Steinunn í Flensborg
en Kristín við nám í orgelleik og
hélt hús fyrir þau öll. Stundaði
Steinunn dálítið kennslu eftir það.
Alkomin fluttist hún til Reykjavík-
ur árið 1925 og hóf störf í Ölgerð-
inni Agli Skallagrímssyni nokkru
síðar. Tómas Tómasson, sem hafði
farið frá Kaldárholti til sjós, fór
síðan að vinna í Sanitas á Seltjam-
amesi hjá Gísla Guðmundssyni
gerlafræðingi sem hvatti hann til
náms. Fór hann til Kaupmanna-
hafnar og lærði að bragga maltext-
rakt og stofnaði Ölgerðina 1913,
með góðri aðstoð Ingimundar síns
gamla húsbónda. Starfaði Stein-
unn fyrstu fímm árin við skrif-
stofustörf en var síðan í 45 ár tröll-
tryggur gjaldkeri og húsbóndaholl-
ur, nánasti trúnaðarmaður Tómas-
ar. Hafði hann á orði er Steinunn
varð sjötug að hann hefði ráðið
betur við hana í Ölgerðinni en þeg-
ar hún á öðra ári orgaði út alla
Rangárvelli er hann reiddi hana
fyrir framan sig á leiðinni frá
Garðsauka og vestur í Holt. En
hann sagði líka: „Þú hefur alltaf
gert rétt, og ég hef trúað þér fyr-
ir öllu.“
Eftir að Steinunn flutti suður
var hún um skeið í vist hjá frænda
sínum Jóni Ólafssyni bankastjóra
að Laufásvegi 53-55 og konu hans
Þóra. Síðar bjó hún ásamt systkin-
um sínum sem voru hér við nám
að Laugavegi 40 hjá frænku þeirra
Ragnheiði Thorarensen frá
Kirkjubæ á Rangárvöllum og Jóni
Hjaltalín Sigurðssyni læknapró-
fessor.
Ingimundur og Ingveldur
brugðu búi í Kaldárholti árið 1930
og fluttust til Reykjavíkur. Hóf
Ingimundur líka vinnu hjá Ölgerð-
inni og var þar trésmiður starfsæ-
vina á enda. Er Tómas hafði það
ár lokið byggingu íbúðarhússins
að Bjarkargötu 2 flutti Kaldár-
holtsfólkið í hús hans að Frakka-
stíg 14 og bjó þar þangað til Krist-
ín Ingimundardóttir réðst í að
kaupa hið mikla hús að Smáragötu
10 árið 1941. Þótti sumum þessi
kaup glapræði þótt hárgreiðslu-
meistari ætti í hlut enda óvenjulegt
að kona réðist í slíkt stórræði. En
fjölskyldan sópaði úr öllum vösum.
Varð Smáragatan bækistöð stórrar
og vaxandi fjölskyldu, ekki aðeins
héðan úr Reykjavík. Þangað sóttu
frændur að austan, og bjó þar
margt ungt frændfólk úr sveitinni
meðan það stundaði nám. Hér vora
fjölskylduhátíðir og frægt páska-
kaffi sem Steinunn flutti með sér
út á Seltjarnarnes fram á síðasta
ár.
Árið 1982 keypti Steinunn sér
litla íbúð að Sæbraut 10 á Seltjam-
amesi í húsi systursonar síns Bene-
dikts Eiríkssonar vélfræðings og
konu hans Eygerðar Pétursdóttur,
sem nú er látin. Þar bjó hún glöð
en við hrakandi heilsu. Það gladdi
hana að vera komin í nánd við
Nesstofu þar sem nafna hennar
og forfeður aðrir höfðu búið tveim
öldum fyrr.
Sem fyrr sagði var heilsa Stein-
unnar ekki sem skyldi. Fyrir 43
áram fékk hún alvarlegan augn-
sjúkdóm. Til lækninga fékk hún
fúkalyf, hið illræmda streptomyc-
in. Við lækninguna þurfti að velja
milli tveggja hættulegra kosta,
blindu eða heymarleysis. Hún tók
áhættu sem bjargaði sjóninni en
spillti heyrn. Var hún eftir það
böguð af vaxandi heyrnarleysi og
sjóndepra. Áföllum tók hún af full-
komnu æðraleysi. Þótt hún gæti
hvorki notið prentaðs máls, út-
varps né sjónvarps, og ætti í erfið-
leikum með að fylgjast með sam-
tölum var andlegt ríkidæmi hennar
og lífsgleði mikil. Hún var minnug
og fróð, ættrækin og ættfróð, velti
gjama fyrir sér fyrri samtölum og
tók upp þráðinn við endurfundi.
Var furða hve vel hún fylgdist
með, ekki síst unga fólkinu. Hún
gladdist með því er vel gekk.
Átti hún marga vini sem löðuð-
ust að henni og kepptust um að
gera henni lífíð létt. Var aðdáunar-
vert að fylgjast með umhyggju
systkinanna.
Og létt var lundin. Er Steinunn
var fyrir tveim áram á augndeild
Landakots var henni ekið í baðher-
bergi í hjólastóli með þverslá. Þá
sagði hún: „Mér fannst sem ég
sæti í jámbátnum hans pabba og
héldi mér í þóftuna yfír Þjórsá.“
Orðhákurinn Gestur á Hæli
sagði þegar tengdadóttir hans
Steinunn Vigfúsdóttir Thorarens-
en kom að Hæli: „Nú þykir mér
þokan vera farin að læðast um
bæinn á Hæli.“ Hann reyndi að
hún var í engu þokukennd og við-
urkenndi síðar að hún væri höfð-
ingi. Þessir kostir hafa fylgt mörg-
um afkomendum hennar. Þeir eru
margir seinteknir, orðvarir, ekki
mikið fyrir sviðsljós og vinna á í
viðkynningu. ,
Steinunn hrein bam á hnakkkúl-
unni hjá Tómasi. Hún var óstýrilát
Gunnari, flækingi sem kom oft að
Kaldárholti og látinn var gæta
hennar. Féllust honum hendur en
sagði þau orð sem oft voru rifjuð
upp: Nú tekurðu til að gapa, hrista
þig og skaka.
Þetta lýsir Steinunni vel að því
leyti að hún gerði aldrei annað en
það sem henni sjálfri fannst rétt.
Hún var þrá og vildi ráða sér sjálf.