Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 Erlendu gestirnirdásömuðu mjög aðstæðurá Jaðarsvelli Morgunblaðið/Rúnar Þór Golf í miðnætursól KYLFINGAR láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna, sér- staklega þegar þeir eru illa haldnir af golfveikinni ægi- legu. í fyrri viku komu eitt hundrað kylfingar saman á Akureyri til að taka þátt í níunda Arctic Open golfmót- inu. Mótið er um marga hluti sérstakt enda koma flest- ir til að njóta útiverunnar og til að freista þess að leika undir miðnætursólinni því leikið er að nóttu til. Skúli Unnar Sveinsson skrífar Akureyringar, og keppendur, voru heppnir með veðrið að þessu sinni, sérstaklega fyrri nótt- ina, aðfaranótt föstudagsins. Þá myndaðist gat á skýjunum í fjarðar- kjaftinum og mið- nætursólin var geysifalleg. Um klukkan tvö um nóttina létti síðan til og skömmu síðar kom sólin upp og ekki var það síðri sjón. Ég lék með Bandaríkjamanninum Dave Kindred í riðli fyrri daginn og átti hann ekki orð til að lýsa ánægju sinni með að leika undir miðnætur- sólinni. Það eina sem skyggði á var skorið, en það var aukaatriði hjá honum eins og mörgum fleiri. hægt að leika golf svona norðar- lega í heiminum og sumir voru hissa á að hægt væri að rækta gras að Jaðri miðað við hitastigið sem þar var þessa daga í júní. Akureyringar hafa sýnt mikinn dug að halda þessi níu mót án þess að hafa haft nokkurn bak- hjarl, en nú sjá þeir fram á bjart- ari tíma. Akva hf., vatnsfram- leiðslu- og sölufyrirtæki í eigu Kaupfélags Eyfirðinga, og dóttur- fyrirtæki þess í Bandaríkjunum, voru aðalbakhjarlar mótsins nú og búast menn við miklu af því sam- starfí. Nokkrir kylfingar komu ein- mitt til landsins á vegum Akva og tóku þátt í mótinu um síðustu helgi. Leikið út nóttina Frábært Golfvöllurinn að Jaðri við Akur- eyri er nyrsti 18 holu golfvöllur heimsins og var það kveikjan að því að halda golfmót sem þetta ár hvert. Mjög er vandað til alls í mótinu og sérstaklega er raðað út í riðla þannig að hinir erlendu gest- ir nái að leika um nóttina. Byijað er að ræsa út kl. átta um kvöldið og ræst út fram yfír miðnætti. Verðlaun eru glæsileg og fjölmörg aukaverðlaun eru veitt sem falla flest í skaut erlendu keppendanna. Það sem vekur mesta athygli erlendra gesta er auðvitað að leika að næturlagi. Einnig höfðu menn orð á gestrisni GA-manna og raun- ar nefndu allir hversu almennilegir allir keppendur væru og hjálplegir. Það vakti einnig athygli útlending- anna að það skyldi yfirhöfuð vera Sem dæmi um mikinn áhuga og elju má nefna Louise Wakeman, kjamorkukvenninann frá Banda- ríkjunum sem kominn er vel yfir miðjan aldur. Hún sá smáklausu í blaði þar í landi og ákvað að á þetta mót yrði hún að komast. Hún lét sig. hafa það og gekk „bara mjög illá, þakka þér fyrir,“ eins og hún orðaði það. Hún fékk lánað- ar kylfur og fyrri daginn var hún með allt of stórar kylfur þannig að hún varða að halda fyrir neðan höldurnar. Seinni daginn fékk hún sett sem hentaði betur, „en það gekk ekkert betur. Þetta var samt frábært og ég ætla að koma næsta ár og þá tek ég settið mitt með!“ sagði Wakeman. Morgunblaðið/Rúnar Þór Leikið að næturlagi ÞAÐ sem vekur mesta athygli erlendra gesta er að leikið skuli að næturlagi, enda eiga menn því ekki að venjast á heimaslóðum að vera utandyra við aðstæður sem þessar á þeim tíma sólarhrings sem keppnin fór fram; hvað þá við að leika golf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.