Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 37
f>Pí> r MORGUNBLAÐkíStfSK’0í)S«Sk AMUItWA 37w Morgunblaðið/Theodór Slökkviliðsbíllinn afhentur FRÁ afhendingu nýja slökkvibilsins í Borgarnesi. Frá vinstri: Páll Guðbjartsson forstjóri Vírnets hf., Hermann Jóhannsson slökkviliðs- stjóri, Óli Jón Gunnarsson bæjarsljóri og Hjörtur Jónsson sölu- sljóri hjá Ræsi hf. Útskriftfrá Ljósmæðraskóla íslands NÍU nemendur frá Ljósmæðraskóla íslands útskrifuðust í vor og er myndin tekin við það tækifæri. Á myndinni eru frá vinstri: Matthildur Róbertsdóttir, Guðrún Björg Sigurbjömsdóttir, yfirljós- móðir, Jón Þ. Hallgrímsson, yfirlæknir, Gunnlaugur Snædal, pró- fessor og skólasijóri, Eva S. Einarsdóttir, kennslustjóri og Herborg Pálsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Sólveig Jóhannsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigríður Ólöf Ingvarsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Björg Ragnheiður Ingimundardóttir, Ólöf Leifsdóttir og Guðlaug Pálsdóttir. Nýiðnaður í Borgamesi Vírnet byggir yfir slökkvibíla Borgarnesi. NÝLEGA afhenti Vírnet hf. í Borgarnesi Brunavörnum Borgar- ness og nágrennis nýja og fullkomna Benz-slökkvibifreið sem var til yfirbyggingar hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Vírnets hf. eru nú á ferð um landið til að kynna slökkvibílinn fyrir sveitarstjórnum og slökkviliðum. Yfirbygging slökkvibílsins er gerð í samvinnu Vímets hf. og þýska fyrirtækisins Albert Ziegler. Þetta er alhliða slökkvibíll með vatns- og froðutanki og dælu, ásamt þeim handverkfæram sem almennt era í slíkum bílum. Helsta nýjungin við þennan bíl er sú að yfirbygging hans er að öllu leyti unnin á íslandi eftir teikningum frá Ziegler og undir eftirliti frá þeim. Geta kaupendur því verið í mun nánari tengslum við framleið- andann og haft meiri áhrif á smíði bflsins en ef hann væri smíðaður erlendis. Yfírbyggingin er gerð úr nokkurs konar einingum sem velja má nokkrar gerðir af. Að sögn Páls Guðbjartssonar forstjóra hóf Vírnet hf. samstarf við þýska fýrirtækið Albert Ziegler haustið 1991 og þessi nýi slökkvi- bíll væri fyrsti ávöxtur þeirrar samvinnu. Fyrirtækið Albert Zie- gler væri meira en aldar gamalt fyrirtæki og meðal þeirra fremstu á þessu sviði í heiminum í dag. Það væri þekkt fyrir framleiðslu á hágæðavöram og það mætti geta þess að allar branadælurnar hjá þeim væra gerðar úr íslensku áli. - TKÞ. 120 konur fögnuðu kvenréttindadeginum Ólafsvík. UM 120 konur úr kvenfélögunum á Snæfellsnesi komu saman á Hellissandi þann 19. júní til þess að halda kvenréttindadaginn hátíðlegan og efla um leið innri kyimi sín. Konurnar af sunnanverðu Nesinu fóru í leiðinni í skemmtiferð fyrir Jökul. Fjölmargar kvennanna hlupu kvennahlaupið. Um kvöldið var svo borðhald og skemmtun í Röst. Kon- ur á Hellissandi sáu um matinn af myndarskap. Á skemmtidagskrá voru ræður, sögur og kveðskapur, upplestur og fleira gaman sem kon- urnar önnuðust sjálfar. Fjölmargar kvennanna voru klæddar þjóðbúningi. Setti það há- tíðlegan svip á skemmtunina sem tókst með miklum ágætum. For- maður kvenfélagssamband Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu er Kristín Viggósdóttir, Ólafsvík. - Helgi. Hlutu verðlauu fyrir íslenskukunnáttu KIWANISMENN í Garðabæ af- hentu nýlega nemendum í Flataskóla og Garðaskóla verð- laun vegna góðs árangurs í ís- lenskunámi. Að þessu sinni hlutu 5 nemend- ur í Flataskóla og 4 nemendur í Garðaskóla verðlaun. Þetta hefur verið árviss viðburður undanfarin ár. Þá veittu Kiwanismenn verð- laun vegna mestu framfara hjá fimleikadeild Stjömunnar. Iþróttamaður Stjörnunnar GUNNAR Thoroddsen, Garðar Sverrisson og Ólafur Hannes- son. Flataskóli GARÐAR Sverrisson, Baldur Ólafsson, Kristín Eiríksdóttir, Þórdís Anna Gylfadóttir, Indriði Einarsson, Gunnar Thorarensen, Þórdís Rafns- dóttir, Matthías G. Pétursson og Þorbjörg Þór- oddsdóttir aðstoðarskólasijóri. Ljósmynd/Jóhanncs Friðrik Matthíasson Garðaskóli MATTHÍAS G. Pétursson, Hugi Guðmundsson, Bryndís Sveinsdóttir, Vala Hjörleifsdóttir, Ríkey Sævarsdóttir, Steinþór Eyþórsson og Garðar Sverrisson. ? i LÍU vill að heimildarmyndin „Verstöðin Island“ verði sýnd í skólum Menntamálaráðuneytið kostar ekki skólasýningar Menntamálaráðuneytið telur sig ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að greiða leigu á sýningarsölum og ferðir til og frá þeim vegna skólasýninga á heimildarmynd Landssambands íslenskra útvegs- manna Verstöðinni íslandi. Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri LIU, segir skjóta skökku við að á sama tíma og ráðuneytið hafi ekki tugi eða í mesta lagi hundruði þúsunda til að láta í verkefnið hafi það fest kaup á nokkrum víkingamyndum Hrafns Gunnlaugssonar á miHjónir króna og hafi þær hvorki sagnfræðilegt eða uppeldis- legt gildi. Hann segir að samningaviðræður við sjónvarpið gangi treglega. Jónas sagði að kvikmyndin, sem fengið hefði afar góða dóma, hefði verið sýnd víða á landsbyggðinni og á almennum sýningum á höfuð- borgarsvæðinu. Að auki hefði hún svo verið lánuð til sýninga við ýmis tækifæri. Nú fyndist sambandinu hins vegar tími til kominn að gefa þeim sem sjaldan færa í kvik- myndahús tækifæri til að sjá mynd- ina í sjónvarpi og nota síðan fílm- una til skólasýninga um ókomin ár. „Við erum að tala um að þegar skólunum henti hafi þeir aðgang að myndinni og sýni hana hvenær og hvemig sem þeim sýnist. Við leggjum allt til. Það eina sem þeir þurfa að gera er að keyra krakkana til og frá bíóhúsunum og svo kostar auðvitað eitthvað að leigja salina,“ sagði Jónas. Ráðuneytið hafnar Hann segir að ráðuneytið hafí hafnað erindinu á þeim forsendum að ekki sé hægt að sýna myndina í kvikmyndahúsum alls staðar á landsbyggðinni og það hafí ekki Morgunblaðið/Alfons Kvennaskemmtun í Ólafsvík FRÁ skemmtun kvenfélaganna á Snæfellsnesi í tilefni kvenréttinda- dagsins. ijárhagslegt bolmagn til á kosta skólasýningarnar. Jónas segir að sér hafí hins veg- ar þótt skjóta skökku við þegar upp 4 hafí komist að á sama tíma og er- indinu hafí verið hafnað hafí ráðu- neytið keypt víkingamyndir af Hrafni Gunnlaugssyni á milljónir króna. „Þetta era bara víkingafant- asíur sem hafa ekkert sagnfræði- legt eða uppeldislegt gildi, þvert á móti. Þær eru aðeins skemmtiefni að mínu mati,“ sagði hann. „Fyrst eyddu þeir öllum þessum milljónum í þær. Svo tíma þeir ekki að eyða nokkrum tugum þúsunda í að sýna þessa mynd um helstu atvinnugrein okkar og nánast þjóðlífssögu ís- lendinga," bætti hann við og sagði að ekki bætti úr skák að einhveijar af víkingamyndunum væru bannað- , ar bömum vegna ofbeldisatriða. Ekki LÍÚ að borga sýningar Þegar Jónas var spurður að því hvort til greina kæmi að LÍÚ greiddi alla kostnað við skólasýningar á Verstöðinni Islandi sagðist hann vera þeirrar skoðunar að sýning myndarinnar væri eðlilegur þáttur í uppeldi og menntun skólabama. „Þessar myndir, eins og dýralífs- myndir og aðrar myndir sem sýndar era í skólum, geta verið tilefni til ritgerða og umræðna' í skólunum svo ég tel ekki vera okkar að borga $ reikninginn.“ Hann sagði að samningaviðræð- ur við sjónvarpið sem hefðu verið komnar vel á skrið í tíð Sveins Ein- arssonar gengju nú treglega enda hefði Hrafn Gunnlaugsson aðrar áherslur en Sveinn. Hins vegar væri verið að gera lokatilraun til samningafundar með bréfi til sjón- varpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.