Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 10
io MORGUNBLAÐÍÐ SÚNNUdÁgUR 4. JÚLÍ 1993 HÁSKOLI ÍSLANDS ^emendur: 5.034 5 Myndlista- og handlðask. íslands Hemendur: 194 as» Tölvuháskó Nemendur. Tapl. tðð ttarsk. :■ l»l. 'OS Nemendur: RumlW* kúllnn Blfra>t avfk HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Hemendur: 223 Fósrufl« Nemendur 273 : hr5i!?*«r*k«llu,.nd.. /SU AfOs ands TÆKNISKÓLI ÍSLiune Nemendur: 470 ' ® AN DS SUGSSI ISKOLMMI eftir Guðna Einarsson MEÐ MINNA atvinnuframboði er líklegt að nemum í framhaldsskólum fjölgi. Ef ekki tekst að auka áhuga á verkmenntun og starfsnámi í framhaldsskóla verður fjölgunin mest í bóknámi. Nýstúdentum fjölgar með hveiju ári og svo gæti farið að í náinni framtíð ljúki 8 af hveijum 10 ungmennum einhvers konar stúdents- prófi úr framhaldsskólum landsins. Flestir nýstúdentar halda til náms í Háskóla íslands, en þess eru engin dæmi með öðrum þjóðum að svo stór hluti hvers árgangs leggi út á braut hefðbundins fræðilegs háskólanáms. Skólamenn og aðrir hafa oft bent á að slagsíða sé í menntunarmálum þjóðarinnar. Bóknámi sé gert mun hærra undir höfði en verknámi og starfsnámi. Mikil umræða hefur verið undanfar- ið um mótun nýrrar menntastefnu í grunn- og framhaldsskólum. Breytt menntastefna á lægri skóla- stigum kallar á skipulagsbreytingar á háskólastigi. Sveinbjörn Björns- son, rektor Háskóla íslands, talaði á Háskólahátíð, hinn 26. júní sl., um þörf á fagháskólum, sem leggja aðrar áherslur en hefðbundnir há- skólar. Slíkir fagháskólar hafa ver- ið settir á stofn í mörgum ná- grannalöndum og veita starfs- menntaþjálfun á fræðilegum grunni. Hvað er háskóli? Allt fram á síðustu ár velktust fáir í vafa um hvað var háskóli. í seinni tíð hefur þótt sem skilgrein- ing skóla á háskólastigi hafi skolast til. í ræðu sinni á Háskólahátíð sagði Sveinbjöm Björnsson há- skólarektor að eitt það fyrsta sem þyrfti að gera við endurskipulagn- ingu háskólastigsins væri „að skil- greina með löggjöf þær kröfur, sem gerðar eru til skóla til þess að hann teljist gildur sem háskóli, og greina milli tegunda háskóla eftir eðli starfs þeirra, t.d. .milli almennra háskóla og fagháskóla." I viðtali við blaðamann sagði rektor að til þessa hefði gjaman verið litið svo á hér á landi að ef skóli krefðist stúdentsprófs til inngöngu þá væri hann þar með á háskólastigi. Þetta væri samt einungis skilgreining á inntökuskilyrðum og gæti ekki dug- að sem skilgreining á háskóla. „Sumir halda því fram að á bak við þetta felist tilhneiging til að lyfta launakjörum þeirra sem útskrifast frá þessum skólnm, því háskóla- menn séu betur launaðir en aðrir. Þá hafa menn leitt getum að því að hagsmunabarátta kennara eigi einhvem þátt í því að kenna skóla við háskólastig." En hvað er þá háskóli að mati rektors? „Háskóli er skóli sem veitir al- menna fræðilega undirstöðu og byggir á henni starfsmenntun eða þjálfun til sköpunar nýrra fræða. í byijun námsins er krafist svipaðrar bóklegrar þekkingar og felst í stúd- entsprófi. Auk þess geta verið kröf- ur um vissa sérhæfmgu á stúdents- prófi. í sumum skólum verður fólk einnig að gangast undir hæfnis- próf. Það á til dæmis við um listahá- skóla af ýmsu tagi. Háskóli á að veita menntun í gmnnfræðum námsgreinarinnar og eftir að gmnnnámi lýkur greinast leiðir. Sumir skólar bjóða starfstengda menntun, sem getur leitt til löggilts starfsheitis þeirra sem ljúka námi. Aðrir háskólar leggja áherslu á al- mennan fræðilegan grunn, til dæm- is þriggja ára nám. Að því loknu er valið úr fólk til framhaldsnáms og^ rannsóknarstarfa." I enskumælandi löndum er al- gengt að háskólanám hefjist með þriggja ára grunnnámi, svonefndu „undergraduate" námi sem lýkur með bachelors gráðu, til dæmis BA, BS, eða BEd. í framhaldi kemur tveggja ára nám til meistaragráðu eða starfstengt sérnám. Að meist- aranáminu loknu getur fólk bætt við doktorsnámi sem oft tekur þijú til flögur ár í viðbót. Þetta skipulag háskólanáms ryður sér æ víðar til rúms og má nefna til dæmis að Danir eru að skipta yfir í þetta kerfi. Við tókum í arf námsgráðu- kerfí Dana og eimir enn eftir af því í eldri deildum Háskóla íslands þar sem menn ljúka kandídatsprófum. í námsgreinum sem teknar hafa verið upp við Háskóla íslands á síð- ari árum eru prófgráður yfírleitt eftir enska kerfinu. Rannsóknaskylda kennara Elsta háskólafyrirmyndin er al- menni háskólinn - universitas. í upprunalegum lögum um Háskóla íslands frá 1911 segir að hann skuli vera vísindaleg rannsóknastofnun og vísindaleg fræðslustofnun. Skólahefð af þessu tagi er gjarnan kennd við Þjóðveijann Wilhelm Humboldt. Þess hefur verið krafist að háskólakennarar séu færir um að stunda sjálfstæðar rannsóknir auk þess að miðla þekkingu sinni. Oft liggur nærri að vinnutíma kenn- ara sé þá skipt til helminga milli rannsókna og kennslustarfa. Rann- sóknaskyldan á að tryggja að menn fylgist með framförum í sinni grein og miðli nemendum því nýjasta úr fræðunum. Kennaramir þurfa einn- ig að vera færir um að þjálfa nem- endurna í rannsóknarstörfum. Vinnutíma lektora, dósenta og pró- fessora við Háskóla íslands er þann- ig skipt að 40% tímans á að veija til rannsókna og 60% til stjórnunar og kennslu. Sveinbjöm rektor segir að í dag sé víða farið að leggja aðrar áhersl- ur í háskólum. Þar sé lögð áhersla á starfsmenntun á fræðilegum granni, en minna lagt upp úr þjálf- un nemenda til rannsóknastarfa. Sú stefna mun eiga sér töluvert fylgi innan Háskóla íslands að æskilegra sé að láta fagháskólum eftir starfsmenntun og skemmri námsbrautir, sem byggja meira á verkfærni og þjálfun til starfa, en veija minni tíma í fræðilega undir- stöðu. Háskólinn ætti að fara meira inn á þá braut að byggja ofan á 3 til 4 ára fræðilegt grunnnám rann- sóknatengt framhaldsnám til meist- araprófs og starfstengt sérfræði- nám. Eins ætti að bjóða upp á dokt- orsnám í tilteknum greinum. Meist- aranámið og doktorsnámið yrði að vera f liánum tengslum við erlenda háskóla og koma til greina ýmsir möguleikar sem opnast hafa á þeim sviðum gegnum alþjóðleg sam- starfsverkefni sem HI á aðild að. Fagháskólar Skólamenn sem rætt var við vora nokkuð sammála urn að þörf sé á endurskipulagningu menntunar á háskólastigi hér á landi. Nauðsyn- legt sé að geta boðið upp á fjöl- breyttari námsleiðir en nú bjóðast að loknu stúdentsprófí. Þá er rætt um nám þar sem lagður er fræðileg- ur grunnur en námið fljótlega sveigt inn á svið starfsmenntunar eða sér- hæfingar til ákveðinna starfa. Ná- grannaþjóðir hafa mótað valkosti sem þessa og komið þeim fyrir í sérstökum skólum á háskólastigi þar sem ýmsar námsgreinar eru sameinaðar undir einni yfírstjóm. í Bretlandi hafa risið svonefndir Polytechnic skólar og í Þýskalandi eru þeir kallaðir Fachhochschule, eða fagháskóli. Nú er um fimmt- ungur háskólanema í Þýskalandi í fagháskólum en stefnt er að því að beina þriðjungi stúdenta þar í fag- háskólanám. Hér starfa nú alls 13 skólar sem eru viðurkenndir eða leita viður- kenningar sem skólar á háskóla- stigi. Margir þessara skóla eru sér- hæfðir starfsmenntaskólar líkt og Fósturskóli íslands og Þroska- þjálfaskólinn, aðrir bjóða upp á stutt starfsgreinatengt nám líkt 0g Tækniskóli Islands og Tölvuháskóli VÍ. Sumir þessara skóla bjóða svip- aðar eða skyldar námsgrefnar. Til dæmis býðst viðskiptanám eða rekstrarfræði við Háskólann á Ak- ureyri, Háskóla íslands, Tækniskól- ann og Samvinnuháskólann að Bif- röst. Þá hefur Verslunarskóli ís- lands í hyggju að setja á stofn við- skiptaháskóla. Nú er starfandi Tölvuháskóli Verslunarskóla ís- lands og við Háskólann er kennd tölvunarfræði. Þegar betur er að gáð eru þessar námsbrautir ólíkar. Tölvunarfræðinám í Háskólanum tekur þijú ár og er mjög fræðilegt. Nám í Tölvuháskóla VI tekur tvö ár og byggist meira á úrlausn raun- hæfra verkefna og þjálfun til starfa. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.