Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ tAnfAi flHIA.ÍIIMIUWOM SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 35 RAÐ.A UGL YSINGAR Austurlandsvegur um Breiðdalsós Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn- ingu 7,0 km kafla á Austurlandsvegi um Breiðdalsós. Helstu magntölur: Fyllingar 145.000 m3 , burðarlög 50.000 m3, rofvarnir 7.000 m3, klæðing 47.000 m2. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Reyðarfirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 7. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 19. júlí 1993. Vegamálastjóri. Dansfélagar Áhugasöm systkini, 12 ára strákur og 14 ára stelpa, vantar dansfélaga. Hafa æft dans frá 4ra ára aldri og tekið þátt í keppnum og gengið vel. Upplýsingar í síma 76570. Jörð óskast Óska eftir jörð á Suðurlandi í skiptum fyrir gott einbýlishús í Garðabæ. Upplýsingar um helstu landkosti og annað sem skiptir máli sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Jörð - 3834.“ Flórída - Flórída Er komin til landsins og verð hér fram til 20. júlí. Þeir, sem hafa áhuga á að kynna sér fasteignir á Flórída, hafi samband við undirritaða í símum 625722 og 621728. Sigríður Guðmundsdóttir, fasteignasali á Flórfda. Huginn, fasteignamiðlun. Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi Umhverfismálanefnd Garðabæjar hyggst veita viðurkenningar fyrir snyrtilegan frágang lóða íbúðarhúsnæðis, fyrirtækis og einnig fyrir opið svæði eða götu fyrir árið 1993. Oskar nefndin eftir ábendingum bæjarbúa þar að lútandi, og þurfa þær að berast fyrir 15. júlí til garðyrkjustjóra Garðabæjar, Sveinatungu v/Vífilsstaðaveg. Garðyrkjustjóri Garðabæjar. Hlutafélag um jörð Eigandi jarðar á Suð-Austurlandi hefur áhuga á að mynda hlutafélag um jörðina sem er mjög áhugaverð fyrir hestamenn og/eða ferðaþjónustu. 1. Tilgangur hlutafélagsins yrði t.d. að byggja upp aðstöðu til dvalar á staðnum sem og til ferða inn á hálendið eða jökla- ferðir, hvort sem er gangandi, á hestum, bílum og/eða vélsleðum. 2. Á jörðinni er mikið af ræktuðum túnum og gott beitarland. 3. Á jörðinni er góður húsakostur. 4. Jörðin býður uppá bæði lax- og silungs- veiði í nokkrum ám sem liggja í gegnum landið. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Útivist - 13021.“ Húsnæðisnefnd Stykkishólmsbæjar Húsnæðisnefnd Stykkishólmsbæjar óskar eftir að kaupa tvær 3ja-4ra herbergja íbúðir í Stykkishólmi. íbúðirnar skulu vera 90-105 fermetrar að stærð, ekki eldri en 15 ára og vera í sambýli eða raðhúsum. íbúðir í kjallara eða risi koma ekki til greina. Tilboðum skal skila skriflega á Bæjarskrifstofur Stykkis- hólms, merktar: Húsnæðisnefnd - Tilboð, innan 15 daga frá birtingu þessarar auglýs- ingar. í tilboði skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: A. íbúðarstærð (Brúttó fermetrar). B. Herbergjafjöldi. C. Húsgerð - staðsetning húss. D. Staðsetning í húsi. E. Aldur hússins. F. Almenn lýsing á ástandi íbúðarinnar. G. Fyrirhugað söluverð. Tilboðum verður svarað innan mánaðar frá því að tilboðsfresti lýkur. Húsnæðisnefnd auglýsir einnig tvær almenn- ar kaupleiguíbúðir til úthlutunar. Umsóknum skal skila inn til Bæjarskrifstofu Stykkishólmsbæjar, merktar: Húsnæðis- nefnd - Umsókn. Fyrri umsóknir óskast staðfestar. Húsnæðisnefnd Stykkishólms. Auglýsing um starfslaun listamanna til 3ja ára Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti árið 1990 að veita þrívegis sérstök starfslaun til listamanna, en þau eru til þriggja ára. Þeir einir koma til greina við veitingu starfs- launa sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Listamennirnir skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna. Starfslaunin verða kunngerð á afmælisdegi Reykjavíkur, hinn 18. ágúst, og hefst greiðsla þeirra 1. september eftir tilnefningu. Umsóknum um starfslaunin skal skila til menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Ráðhúsinu, fyrir 1. ágúst nk. Menningarmálanefnd Reykja víkurborgar. Birting skattskráa í Reykjanesumdæmi Frá 6.-19. júlí 1993, að báðum dögum með- töldum, liggja frammi á eftirtöldum stöðum skrár, sem sýna öll gjöld álögð af skattstjóra Reykjanesumdæmis fyrir álagningarárið 1992 (tekjuárið 1991) auk virðisaukaskatts- skráa fyrir rekstrarárið 1991. Kópavogur, Garðakaupstaður, Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Seltjarnar- nes og Mosfellsbær: Á bæjarskrifstofunum. Hafnarfjörður: Á Skattstofu Reykjanesumdæmis. Gerða-, Bessastaða- og Hafnahreppur: Á sveitarstjórnarskrifstofunum. Vatnsleysustrandarhreppur: Á pósthúsinu í Vogum. Kjósar- og Kjalarneshreppur: Hjá umboðsmönnum skattstjóra. Hafnarfirði, 1. júlí 1993. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. ^Wbúseti HUSNÆÐISSAMVINNUFÉLAG Sumarlokun skrifstofu Búseta Skrifstofan á Hávallagötu 24 verður lokuð frá 12. júlí til 9. ágúst nk. Hægt er að lesa áríðandi skilaboð inn á sím- svara, s. 25788. Lausar íbúðir verða næst auglýstar til úthlut- unar í Morgunblaðinu sunnudaginn 5. sept- ember. Atvinnuhúsnæði óskast Gott 75-110 fm húsnæði fyrir hárgreiðslu- stofu óskast til leigu eða kaups, gjarnan nálægt miðbæ eða Hlemmi. Svör, er tilgreina verð og staðsetningu, sendist fyrir 10. júlí á auglýsingadeild Morg- unblaðsins merkt: „H - 1010“. Sérhæð, einbýli eða raðhús með 4 svefnherbergjum og helst stórum bíl- skúreða skúrfyrirvinnuaðstöðu, óskasttil leigu í minnst eitt ár. Upplýsingar í síma 985-38897 eða 91-611071. Körfuknattleiksdeild KR óskar eftir að taka á leigu þriggja herbergja íbúð fyrir reglusama fjölskyldu erlends þjálf- ara meistaraflokks. Lítið raðhús eða einbýlis- hús kemur einnig til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „KR-karfa - 3851“, eða til Friðþjófs í síma 624000 á skrifstofutíma og telefax 621878. íbúðfParís Lítil 2ja herbergja íbúð til leigu í miðri París í sumar, frá og með miðjum júlí til 10. sept- ember. Nánari upplýsingar gefur Ragna í síma 666290 eða 667490. Stúdíóíbúð í París á góðum stað til leigu í júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 686166 í vinnutíma. Hús i vesturbæ Kópavogs Frá miðjum ágúst verður til leigu í 2-3 ár 165 fm parhús auk 30 fm bílskúrs. í húsinu eru 4 herbergi, stórt eldhús, stór stofa og rúmgott þvottahús. Góður garður. Þeir, sem hafa áhuga, leggi inn nöfn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl., merkt: „K - 13019“. íbúðaskipti - París Vel búin einstaklingsíbúð (möguleiki fyrir par) í París í skiptum fyrir íbúð í Reykjavík, í ágúst. Upplýsingar í síma 33-1 -48000390, Hallgrímur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.