Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 1
48 SIÐURB 159. tbl. 81.árg. Reuter Attali bruðli að bráð JACQUES Attali, bankastjóri Evrópubankans, lét af störfum þegar I gær eftir að birt hafði verið skýrsla endurskoðenda um starfsemi bankans. Áður hafði verið samið um að bankastjórinn fengi nokkurn uppsagnarfrest og greiðslur í tengslum við starfs- lok. Hætt er við að margir af eigendum bankans, skattgreið- endum Vesturlanda, telji það of- rausn. Endurskoðendurnir komast að þeirri niðurstöðu að stjórn Att- alis á bankanum hafi verið mjög ámælisverð og slöku kostnaðar- eftirliti kennt um að fram- kvæmdir við höfuðstöðvar bank- ans í London fóru úr böndum. Fundið er að því að Attali valdi sjálfur arkitekta til að sjá um verkið en íburður í byggingunni, sem sést á þessari mynd, þykir meiri en góðu hófu gegnir. Loks er Attali sagður hafa misnotað greiðslukort bankans og ganga þær sögur fjöllum hærra að hann hafi m.a. notað það á frægum næturklúbbi í London, Annabel’s. Sjá „Attali fær slaka einkunn ... “ á bls. 19. Broddi með bros á vör STARFSMAÐUR dýragarðs í Tampa-borg í Flórída gefur nýfæddum en glaðbeittum broddgaltarunga, sem nefna má Brodda upp á íslensku, að drekka. Hann er einn af fimm systkinum af Afríkukyni sem fæddust 1. júlí og vökvinn er blanda úr þurrmjólk, eggja- hræru, vatni og fleiri efnum. Broddi vó 9 grömm við fæð- ingu; móðirin var tekin frá ung- unum eftir að hún hafði slasað einn þeirra. STOFNAÐ 1913 LAUGARDAGUR 17. JULI1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar krefjast þess að Úkraína verði án kjamavopna Segja frekari kjama- vopnaafvopnun í hættu Moskvu. Reuter. UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Rússlands gaf í gær út yfirlýs- ingu þar sem það ræður Úkraínumönnum frá því að stefna að því að halda kjarnorkuvopnum sínum úr vopnabúri Sovétríkjanna fyrrverandi. Ráðuneytið sagði að slíkt gæti komið í veg fyrir kjarnorkuafvopnun í heiminum og skap- að hættu á kjarnorkuslysum eins og í Tsjernobyl-verinu kjarnorkuvopn Sovétríkjanna fyrr- verandi í Úkraínu væru þjóðareign Úkraínumanna. Þingið gekk þó ekki svo langt að lýsa því yfir að landið yrði kjarnorkuveldi í framtíðinni. Niðurrif eldflauga hafið árið 1986. „Er ekki ljóst að ef Úkraína yrði kjarnorkuveldi yrði það uppspretta sífelldra vandræða, myndi stuðla að því að fleiri kjarnorkuveldi kæmu fram, eyðileggja samninginn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna og útiloka kjarnorkuafvopnun?“ sagði í yfirlýsingunni. „Hversu mörg Tsjernobyl-slys gæti þetta kallað á?“ bætir ráðuneytið við. Þing Úkraínu hefur ekki enn stað- fest Start-I samninginn um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna og samninginn um bann við útbreiðsiu kjarnorkuvopna. Þingið samþykkti fyrr í mánuðinum ályktun um að Rússneska dagblaðið Ízvestía skýrði frá því í gær að Úkraínu- menn hefðu hafist handa við að taka í sundur tíu langdrægar eld- flaugar af 176 sem eru í landinu. Blaðið sagði þó að eldflaugarnar yrðu áfram í Úkraínu meðan beðið væri niðurstöðu umræðunnar um framtíð kjarnorkuvopnanna á þing- inu. Reuter Koss kósakkans RÚSSNESKUR prestur í rétttrúnaðarkirkjunni kyssir Don-kósakka í einni af kirkjum Moskvuborgar í gær. Þá var haldin hátíðleg minning dýrlingsins Sergejs Radonezkís og í dag, 17. júlí, verður minnst aftöku síðustu keisarafjölskyldunnar 1918. Skorður við trúboði Helsinki. Rcutcr. RÚSSNESKA þingið reisti á miðvikudag skorður við starf- semi erlendra kirkjudeilda og sértrúarsafnaða. Finnskur sjónvarpspredikari, Hannu Haukka, sem veitir forstöðu kristilegu sjónvarpstrúboði í Moskvu, sagðist óttast að til- gangurinn með ákvörðun þingsins væri að reyna að stemma stigu við uppgangi mótmælendatrúar í Rússlandi. Keuter Haukka veitir forstöðu samtök- um sem standa fyr*r kristilegum sjónvarpssendingum í samvinnu við rússneskar sjónvarpsstöðvar. Hann sagði að kristnir Rússar hefðu mót- mælt samþykkt þingsins við Borís Jeltsín forseta en lögin fær hann senn til staðfestingar. Rétttrúnaðarkirkjan að baki? Þingið breytti lögum um trúfrelsi á þann veg að engum erlendum söfnuði eða trúfélagi er heimilt að starfa í Rússlandi án sérstaks opin- bers leyfis. „Þingið hefur ákveðið að sérstök nefnd skuli annast leyfis- veitingar og með strangri túlkun getur hún hæglega stöðvað starf- semi trúboðanna,“ sagði Haukka. Hann sagði að reyndist það rétt vera að rússneska rétttrúnaðar- kirkjan stæði á bak við ákvörðun þingsins væri það alvarlegasta áhyggjuefnið fyrir sitt trúboð og önnur. Næsta verk rétttrúnaðar- kirkjunnar yrði þá líklega að útskúfa útlendingum sem starfa innan rússnesku mótmælendakirkj- unnar. Aðalstign til sölu London. Reuter. FJÖLMARGIR breskir aðalsmenn vilja nú selja minni háttar titla sem þeir bera, til þess að mæta fjárhagsáföllum sem þeir hafa orðið fyrir vegna tapsins á Lloyd’s- tryggingafélaginu. Fulltrúi uppboðsfyrirtækis- ins Manoral Auctioneers, sem sérhæfir sig í titlasölu, sagði í gær að helmingur allra við- skiptavina væru aðilar, eða „nöfn“, að Lloyd’s. „Við áætlum að rúmlega 100 „nöfn“ hafí selt titla sína á þessu ári einu. Þetta er ekki einvörðungu fólk sem heyrir til krúnunni, þótt nokkuð sé um vísigreifa, jarla og markgreifafrúr". Mesta tap í sögu Lloyd’s hefur komið mörgum þeirra 30 þúsund aðila sem gengist hafa í ótakmarkaðar ábyrgðir á veg- um markaðarins í gífurleg fjár- hagsvandræði. Margir aðals- menn bera ýmsa aukatitla sem forfeður þeirra áunnu sér fyrir mörg hundruð árum. Titillinn veitir kaupandanum rétt til þess að verða lávarður af einhveijum landskika — en einungis á papp- írunum. Að verða sér úti um lítinn titil kann að kosta frá sem svarar um hálfri milljón ís- lenskra króna til um átta millj- óna. Flestir kaupendurnir eru bandarískir. Danska krónan Genginu ógnað London. Reuter. SEÐLABANKASTJÓRAR í ríkjum Evrópubandalagsins sneru bökum saman í gær til að verja dönsku krónuna en' spákaupmenn gerðu harða hríð að gengi hennar á verðbréfamörkuðum. Franski frankinn er einnig undir miklum þrýstingi. Danski seðlabankastjórinn, Erik Hoffmeyer, fullyrti að krónan yrði varin með vaxtahækkunum og öðr- um ráðstöfunum. Marianne Jelved efnahagsmálaráðherra taldi enga ástæðu til gengislækkunar, hún benti á að efnahagur landsins væri öflugur og verðbólgan ein hin minnsta í Evrópu. Ýmsir sérfræðingar í gengismál- um telja að ekki verði komið í veg fyrir ítrekuð upphlaup í gjaldeyris- málum ríkja Gengissamstarfs Evr- ópu, ERM, nema með því að hrinda af stokkunum áætlunum um EMU, Myntbandalag Evrópu, eða hverfa á ný til fyrri tíma þegar hvert ríki ákvað tilhögun gengismála og gjaldeyrisviðskipta sinna. Með ERM sé reynt að fara milliveginn en það gangi ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.