Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JUU 1993
35
T3H!!uDEB203i
HEFNDARHUGUR
Frábær hasarmynd þar sem bardagaatriði og tæknibrellur ráða ríkjum.
Ef þér líkaði „Total Recall"
og „Terminator", þá er þessi fyrir þig!
Sýnd kl. 5,7,9 og 11 í A-sal.
Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára
plt ipp «** %n»
VILLT ÁST
ONE FALSE MOVE
Erótísk og ögrandi mynd um taumlausa
ást og hvernig hún snýst upp í stjórn-
laust hatur og ótryggð. Mynd sem lætur
engan ósnortinn. Djörf og ógnvekjandi.
Sýnd í B-sal kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 12 ára
FEIL-
SPOR
**** EMPIRE
* * *MBL. ★*** DV
Einstök sakamálamynd, sem hvarvetna hefur
fengið dúnduraðsókn.
Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11
Bönnuð innan 16 ára.
TVj örg! ] Morgunblaðið/Marinó
KAFARAR frá Húsavík náðu bátnum á flot með loftfylltum plastpokum.
Trílla sökk í Kópaskershöfn
Kópaskeri.
FIMM tonna plastbátur,
Alda SH 166, sökk um kl.
17 mánudaginn 12. júlí, í
innsig'lingunni * að Kópa-
skershöfn.
Aðfaranótt mánudags slitn-
aði báturinn frá bryggju og
rak upp í sandfjöru. Er hann
var dreginn á flot komst sjór
í bátinn með þeim afleiðingum
að hann sökk rétt við bryggj-
una. Daginn eftir náðu kafar-
ar frá Húsavík bátnum upp
með því að festa við hann
plastpoka og fylla þá af lofti.
Öll tæki eru ónýt en vél og
skrokkur að mestu óskemmd.
Marinó.
SÍMI: 19000
STÓRHIYND SUMARSINS
SUPER MARIO BROS
Hetjurnar úr frægasta Nintendo leik allra tíma eru mættar og í
þetta sinn er það enginn leikur. Ótrúlegustu tæknibrellur sem
sést hafa í sögu kvikmyndanna.
Ef þu kaupir miða föstud., laugard. eða sunnud. 16.-18. júlf átt
þú möguieika á að vinna þér inn meiriháttar Mongoos
fjallareiðhjól, geislaplötu frá Skffunni með iögum úr mynd-
inni sem m.a. Queen, Roxett og Extreme flytja eða pizzur
o.fl. frá Pizzahúsinu.
Mánudaginn 19. júlf verður dregið f beinni útsendingu á Bylgj-
unni. Vinningsnúmer verða líka birt f Mbl. og DV.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11
ÞRIHYRIVINGURINN
Umdeildasta mynd ársins 1993
SlÐAN „AMERICAN GIGALO" HEFUR SVONA
MYND EKKI SÉST!
Aðalhlutv.: William Baldwin, kyntákn Bandarikj-
anna í dag, („Sliver", „Flatliners" og „Back-
draft"), Kelly Lynch („Drugstore Cowboy") og
Sherilyn Fenn („Twin Peaks").
★ ★★★ Pressan
★ ★★1/2 DV.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10.
Bönnuð innan 12 ára.
TVEIRYKTIR
„LOADED WEAPON 1 “ fór beint á toppinn í
Bandaríkjunum!
Sýnd kl. 5, 7,9og 11.
LOFTSKEYTAMAÐURINN
Meiriháttar gamanmynd eftir sögu Knuts
Hamsun. Kosin vinsælasta myndin á Norrænu kvik-
myndahátfðinni '93 í Reykjavík.
★ ★ ★GE-DV ★ ★ ★Mbl.
Sýnd kl. 5,9 og 11.
SIÐLEYSI
★ ★ ★ MBL.^ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn
Aðalhlutverk: Jeremy Irons og Juliette Binoche.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 12 ára.
S Ve-Y'/u
EFTIR
KÁRASCHRAM
&JÓN PROPPÉ
Jm
NÝ fSLENSK, ÓVENJULEG HEIMILDARMYND
UM DAG SIGURÐARSON.
ÞEMA MYNDARINNAR; EF MAOUR LÝGUR ÖLLU
ÞÁ KEMUR EITTHVAÐ SATT ÚT ÚR ÞVÍ.
DAGUR í LÍFI DAGS. SJÁIÐ SANNLEIKANN.
SYND FÖSTUD.. LAUGARD.. SUNNUD. OG MÁNUD. KL 20.00
Fjölskyldudagnr í skógræktar-
stöðvum á Hallormsstað og Vöglum
STARFSMENN Skógræktar ríkisins og Skeljungs hf. bjóða
almenningi að heimsækja skógræktarstöðina að Vöglum
í Fnjóskadal og á Hallormsstað í dag, laugardag, á milli
kl. 13-17, til þess að kynnast starfseminni sem þar fer
fram. I þessum landskunnu skógum hafa orðið stórkostleg
umskipti á undanförnum áratugum og er margt forvitni-
legt að skoða í skóginum.
Á báðum stöðum er að
fínna athyglisverð tijásöfn,
sem veita áhugafólki um um-
hverfisvernd og skógrækt
mikinn fróðleik um tijáteg-
undir og ræktunarmöguleika.
Margt verður á dagskrá
fjölskyldudagsins á Hallorms-
stað og Vöglum. Á Hallorms-
stað mun Sigurður Blöndal,
fyrrverandi skógræktarstjóri,
sýna gestum trjásafn í Mörk-
inni. Þá verða skógargöngur
frá gróðrarstöðinni undir leið-
sögn Þórs Þorfinnssonar,
skógarvarðar á Hallormsstað.
Bátsferð og hestaleiga verða
í Atlavík. I Hússtjórnarskó-
lanum verður sýning og sala
á munum unnum úr skógaraf-
urðum frá Eik. Á Hótel Eddu
verður kynning á Snæfells-
hamborgurum og upplýs-
ingamiðstöð er á Shellstöðinni
á Hallormsstað. Gestir fá
einnig tilsögn í gróðursetn-
ingu og plöntuvali.
Á Vöglum verður m.a. á
dagskrá skógargöngur undir
Ieiðsögn starfsfólks, sem hver
tekur um hálfa klst. að sögn
Sigurðar Skúlasonar, skógar-
varðar á Vöglum. Þar er og
að finna athyglisvert tijásafn.
Sérfræðingar rannsóknar-
stöðvarinnar kenna rétt hand-
brögð við gróðursetningu.
Auk þess leggja þeir á ráðin
og aðstoða við val á tijáplönt-
um, sé þess óskað. Grillaðar
verða pylsur fyrir gesti og
gangandi í skóginum.
Skógræktin og Skeljungur
hf. hafa tekið upp formlegt
samstarf á sviði skógræktar
undir slagorðinu „Skógrækt
með Skeljungi". Framlag fyr-
irtækisins er tengt sölu á
bensínstöðvum Skeljungs. Nú
þegar hefur Skógræktin hlot-
ið fjögurra milljóna króna
framlag, sem er jafnvirði 200
þúsund tijáplantna.
Þegar Skógræktin og
Skeljungur héldu opið hús á
Mógilsá á Kjalarnesi nýverið
mættu' rúmlega 400 manns á
svæðið. (Fréttatilkynning.)
Morgunblaðið/Sig. Að.
SJALDGÆF sjón í júlí, Eiríksstaðahnefill með hvítan hött.
Gránar í fjöll í júlí
Vaðbrekku, Jökuldal.
KALT HEFUR verið í veðrí
á Jökuldal það sem af er
sumri. Hiti ekki farið yfir
10 gráður svo teljandi sé.
Grasspretta i túnum er af
þeim sökum hæg og varla
þarf að huga að slætti að
nokkru marki fyrr en um
mánaðamót júlí/ágúst.
Þótti taka út yfir allan
þjófabálk er gránaði í fjöll
niður undir 500 metra hæð í
júlí sem ekki er algengt um
hásumar. - Sig. Að.