Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 9 Vertu með ■ draumurinn gæti orðið að veruleika Milljónir skatt- króna fundn- ar! I forystugrein Akur- eyrarblaðsins Dags, 13. júlí sl., er vikið að hertu skattaeftirliti, sem ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar hefur komið á, nu. til að mæta kröfum verka- lýðshreyfingarinnar í landinu. Þar segir: „Oft hefur verið mögn- uð umræða í þjóðfélag- inu um að mikil skattsvik eigi sér stað og hefur verið talað um neðan- jarðarhagkerfi í því sam- bandi. Nefndar hafa ver- ið háar tölur og menn hafa haldið því fram að um milljarða skattsvik sé að ræða. Stjómmála- menn og verkalýðsleið- togar hafa talað mest um skattsvikin og nefnd var að störfum fyrir ein- hveijum árum sem komst að þeirri niður- stöðu að skattsvikin næmu mörgum miiyörð- um króna. Þegar harðn- ar í ári, eins og á síðustu misserum, er ekki óeðli- legt að slik umræða um skattsvik fái byr undir báða vængi, ekki sizt þegar ríkissjóður er rek- inn með stórfelldum lialla ár eftir ár. Forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar hafa því Iagt þunga áherzlu á það í viðræðum um kjarasamninga að skatta- eftirlit verði hert og rik- isstjómin tók það til greina og réði nokkra menn til starfa. Undan- farið hafa borizt fréttir af störfum þessara nýju eftirlitsmanna og hafa þeir verið að athuga framtöl hjá á annað þús- und fyrirtækjum um land allt. Ekki liggja niður- stöður enn fyrir, en talað ■ DAGUR - Þriðjudagur 13. júlí 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPREMT HF. Eru hundruð milljóna sparðatíningur? I Oft hefur verið mögnuð umræða í þjóðfélaginu um að | mikil skattsvik eigi séi stað og hefur verið talað um Skattsvik - neðanjarðar- hagkerfi! Norðanblaðið Dagur fjallar í forystu- grein um líkleg milljarða skattsvik og neðanjarðarhagkerfi. Blaðið lætur að því liggja að ef öll skattskyld viðskipti og allar skattskyldar tekjur skiluðu sér í lög- boðnum sköttum yrði ríkissjóðshallinn svipur hjá sjón og ónauðsynlegt „að halda áfram að skera niður endalaust og velta nýjum þjónustugjöldum yfir á almenning". er um að á þriðja hundr- að milfjónir hafi nú þegar komið í leitirnar í hærri sköttum vegna rann- sóknarinnar og jafnvel búizt við að sú tala eigi eftir að hækka umtals- vert, þegar rannsókninni lýkur að fuUu.“ Fólk fylgist grannt með rannsólmimii Blaðið gerir þvi skóna að ríkissjóðshallinn, margumræddi, myndi aðeins verða svipur þjá sjón ef allir greiddu sem þeim ber í ríkissjóðinn. Orðrétt segir: „Það vakti nokkra furðu landsmanna að mitt í umræðunni um árangur skattrannsókn- armanna birtist í sjón- varpinu viðtal við fram- kvæmdastjóra Verzlun- arráðs, Vilhjálm Egils- son, sem eins og allir vita er einnig alþingismaður, og lýsti hann því yfir að sínir umbjóðendur hefðu margir hveijir kvartað yfir þessari rannsókn og talið að um sparðatining væri að ræða. Hvað sem hæft er í því verður því ekki neitað að þessi tíl- raun til að herða skatta- eftirlit er af hinu góða og sparðatíningur getur orðið að stórri tölu í framtíðinni ef grannt er skoðað og „safnast þegar saman kemur“ á hér vel við. Ekki er hægt að segja annað en þessi til- raun til að herða veru- lega skattaeftirlit hafi heppnast vel og ekki er ónýtt fyrir galtóman rík- issjóðinn að fá nokkur hundruð milljónir, sem ekki voru á tekjuhliðinni á þessu ári. Ekki er að efast um að hinir tekju- lægstu í þjóðfélaginu munu á næstunni fylgjast mjög grannt með hvern- ig staðið verður að hertu skattaeftirliti. Ef þeir, sem njóta alls konar fríð- inda, svo sem bílastyrkja, laxveiðileyfa, gjafa o.s.frv. tejja það sparða- tíning ef á með réttu að tíunda allar slikar greiðslur til skatts eins og skattalög gera ráð fyrir, þá er ekki við góðu að búast. Þess vegna mun verkalýðshreyfíngin leggja aukna og miklu þyngri áherzlu á að skattaeftirlit verði aukið til muna eftir að árangur af þessu eftirliti, sem skilar hundruðum millj- ónum króna, er stað- reynd. Hvað skyldu skattsvikin í raun vera mikil ef allt skilaði sér? Kannski væri ríkissjóður þá ekki eins illa staddur og raun ber vitni og ekki nauðsynlegt að halda áfram að skera niður endalaust og velta nýjum þjónustugjöldum yfir á almenning í landinu." * Neyðarskýli SVFI notuð sem gististaðir Islenskir ferðalangar ganga illa um neyðarskýli FARARSTJÓRI með sex erlenda ferðamenn notaði neyðarskýli Slysa- varnafélags íslands sem náttstað á ferð um Homstrandir í vor. Ferða- skrifstofan sem ábyrg er fyrir ferðamönnunum taldi sig hafa leyfi til afnota af skýlinu en SVFI kannast ekki við að slíkt leyfi hafi verið gefið út. AIl mikið hefur verið um að íslendingar á ferð um landið hafi notað neyðarskýlin sem gististaði, tekið þar matarforða og eytt eldsneyti. Slysavarnafélagið bendir á að slíkt athæfi sé fyrir neðan virðingu ferðamanna og skapi beina hættu fyrir þá sem eru í nauðum staddir og þurfa á skýlunum að halda. Ævar Guðmundsson lögmaður Slysavamafélags íslands sagði í samtali við Morgunblaðið að sýslu- manninum á ísafirði hefði borist ábending í maí sl. um að erlendir ferðamenn hefðu sest að í neyðar- skýli á Hornströndum. Sýslumað- urinn gerði sér ferð á staðinn við sjötta mann og komu þeir að ferða- mönnunum í skýlinu. Fararstjórinn Paul Stevensen taldi sig hafa leyfi til að gista með hópinn í skýlinu og - hótelið þitt sagði leyfið veitt 1980. Enginn kann- ast við þessa leyfisveitingu hjá Slysa- vamafélaginu. Ferðamennirnir höfðu ekki snert á vistum í skýlinu og að- eins notað það sem næturskjól. Sýslumaðurinn gerði fararstjór- anum ljóst að hann væri þama með hópinn í heimildarleysi og boðaði hann til skýrslutöku á ísafirði þegar að Homstrandaleiðangrinum lokn- um. Harma mistökin Forsvarsmaður erlendu ferðaskrif- r — — — — — — — — — - | Sumaráætlun Flugleiöa '93 Frá íslandi Dagur Til M Þ M F F L S Amsterdam M M M M Baltimore S S S S S S S Barcelona S Frankfurt M M M M Færoyjar M M Gautaborg M M Glasgow S M M Hamborg M/S M/S M/S M/S M/S M M/S Kaupmannahöfn M/S M/S M/S M/S M/S M M/S London M S M S M S S Lúxemborg M M M M M M M stofunnar, Dick Philips, hefur sent Slysavarnafélaginu bréf dagsett 21. júní þar sem hann harmar þessi mistök. Hann mun eiga fund með forsvarsmönnum Slysavarnafélags- ins í næstu viku til að gera hreint fyrir sínum dymm. Að sögn Ævars er það til vansa hvemig sumir íslenskir ferðamenn ganga um neyðarskýli á afskektum stöðum. Komið hefur fyrir að neyð- arskýli hafa verið rúin vistum og olía eða gas á þrotum eftir dvöl óprúttinna ferðalanga. Ævar kvað þetta augljóslega skapa hættu þar sem skýlin kæmu þannig að litlu gagni fyrir fólk sem lent hefði í hrakningum til sjós eða lands. Ef eitthvað væri tekið úr neyðarskýlum bæri viðkomandi siðferðileg skylda til að láta Slysavarnafélagið vita þannig að hægt væri að birgja skýl- ið upp að nýju. Frá íslandi Dagur Til M Þ M F F L S Mflanó S Múnchen S Narsarsuaq S S Nuuk S s New York S S S S S S s Oriando s S Ósló M M M M M M Parfs S S S S s Sfokkhólmur M M M M M M M Vfn S Zúrich S S M = Morgunflug S = Síðdegisflug Bein flug í júlí 1993 FLUGLEIDIR 0M0 I ntmtur itleuskur ftréafilagt ÆL M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.