Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 Yfir hundrað þúsund manns fá bætur eða endurgreiðslu um mánaðamót Endurgreiðsla ríkisins nemur 5,2 milljörðum ÁLAGNINGARSEÐLAR verða sendir út til landsmanna um mán- aðamótin. Þessa dagana er unnið að lokauppgjöri hvers gjaldanda en það miðast við miðjan júlímánuð. Rúmlega hundrað þúsund manns fá ýmist greitt inn á reikninga eða sendar heim ávísanir með greiðslu vaxtabóta, barnabóta, barnabótaauka og endur- greiddum tekjuskatti. Heildarendurgreiðslan ríkissjóðs nemur að þessu sinni ríflega 5,2 milljörðum króna. Morgunblaðið/Einar Falur 250 þúsund seðlum pakkað inn PAKKA þarf inn um 250 þúsund álagningarseðlum á tveimur dögum og verða þeir síðan bornir út fljótlega. Á álagningarseðlunum koma fram þau opinberu gjöld sem skattstjórum.ber að leggja á auk bóta og endurgreiðsla sem fram- teljendur eiga rétt á samkvæmt úrskurði skattstjóra. Stærsti lið- urinn af endurgreiddum gjöldum eru vaxtabætumar, sem gerðar eru upp einu sinni á ári. Þær eru greiddar út miðað við framtal og vexti sem fólk greiddi á árinu 1992. Bætumar eru greiddar út í einu lagi og er þeim skuldajafn- að ef viðkomandi aðili skuldar skatt. Aðspurður um hveijir fái end- urgreiðslur segir Steinþór Har- aldsson, lögfræðingur hjá emb- ætti ríkisskattstjóra, það vera alla sem eiga inni gamlar inneignir, ofgreidda staðgreiðslu, vaxtabæt- ur, húsnæðisbætur, bamabætur og barnabótaauka. Barnabóta- aukinn er greiddur út í tveimur áföngum, um næstu mánaðamót og um mánaðamótin október-nóv- ember. Ofgreidd staðgreiðsla og vaxtabætur era greiddar út í einu lagi. Sérstakur hátekjuskattur verð- ur lagður á í fyrsta skipti á næsta ári en með álagningunni í ár verð- ur innheimt fyrirframgreiðsla upp í væntanlegan skatt. Nokkur þús- und aðilar fá þennan skatt sem er 5% af árstekjum umfram 2,4 milljónir hjá einhleypum og 4,8 milljónir hjá hjónum. Fyrirfram- greiðslan miðast við tekjur 1992 en endanleg álagning miðast við tekjur og hjúskaparstöðu 1993. „í þeim tilvikum þar sem menn era sýnilega með minni tekjur 1993 geta þeir sótt um lækkun,“ segir Steinþór. Vann 1,7 millj. í lottó Fékk miðann fyrir kókgler UNG kona úr Reykjavík datt heldur betur í lukkupottinn þeg- ar hún fékk óskiptan bónusvinn- ing í Víkingalottói fyrr í þessari viku. Nam vinningsupphæðin rúmlega 1,7 milljónum króna. Konan keypti miðann í bensínaf- greiðslu Skeljungs í Stykkishólmi sl. miðvikudag. „Ég var á ferð á Nesinu þegar ég og ferðafélagi minn ákváðum að fá okkur pylsu og kók á bensínstöðinni í Stykkis- hólmi. Eftir á sagði ég við hann af tilviljun „ég fmn að heppnin er með mér, ég ætla að kaupa Vík- ingalottó fyrir glerið. Svo afhenti ég glerið, bætti nokkrum tíköllum við og fékk fimm raðir í sjálfvali.“ „Seinna um kvöldið þegar ég kom heim og horfði á sjónvarpið og sá að ég var búin að fá fjórar réttar í sömu röð settist ég upp og ætlaði hvorki að trúa mínum eigin augum né eyram þegar í ljós kom að fimmta talan var líka rétt. Sjötta aðaltala byijaði líka á fjörutíu eins og síðasta talan mín en hún var 42 en ekki 45 eins og á mínum miða. Eftir á kom svo í ljós að síð- asta bónustalan var á mínum miða.“ Friðrik Sophusson fjármálaráðherra ræðir um lífeyrissjóðakerfið Breytingar í átt til fijáls- ræðis eru nauðsynlegar ÞAÐ VERÐUR að gera breytingar á llfeyrissjóðakerfinu og gefa fólki meira frelsi til að velja á milli sjóða til þess að ýta undir samkeppni og draga úr rekstrarkostnaði sjóðanna. Þetta er skoðun Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra en hann segir að fjármálaráðuneytið hafi undanfarið lagt mikla vinnu í undirbúning fyrir umræður, sem Friðrik telur að muni verða á næstu mánuðum, um lífeyrissjóðakerfið. Verðbreytingar v. gengislækkunarinnar Verðið Verðið hækkar Kók varkr. ernúkr. um 1/2 Iftra dós 65 70 7,7% Kók hækk- ar um 7,7% MEÐAL þess sem nýlega hef- ur hækkað vegna gengisfelling- arinnar er Coca Cola. Sem dæmi um hækkunina má nefna að kók í hálfs lítra dós, sem áður kost- aði 65 krónur, kostar nú 70 krónur. Það er um 7,7% hækkun. Faðirinn er um sextugt og sonur- inn um þrítugt en að sögn Bjöms Halldórssonar yfirmanns fíkniefna- deildar lögreglunnar hafa þeir ekki komið við sögu fíkniefnalögregl- Friðrik segist hins vegar ekki geta svarað því hvort lög um skyldugreiðslur í lífeyrissjóði bijóti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu eins og Jónas Fr. Jónsson, unnar áður. Farið var fram á gæslu- varðhald yfir föðumum í gærkvöldi en mál þetta er enn til rannsóknar hjá lögreglu. lögfræðingur Verslunarráðs, hélt fram í Morgunblaðinu í gær. „Það má ekki gleymast að þess- ir sjóðir era hluti af velferðarkerf- inu og iðgjöld til sjóðanna verða ekki bein eign þeirra, sem leggja peningana til hliðar, því það era í þessu tryggingalegar hugmyndir," segir Friðrik. Dýrustu sjóðunum mun fækka „Ég tel að þessi mál verði til umræðu á næstu mánuðum. Fjár- málaráðuneytið hefur lagt nokkra vinnu í að undirbúa slíkar umræð- ur og viðræður," segir Friðrik. Eitt af því sem Friðriki sýnist aug- ljóst að muni gerast er að fólk fái meira fijálsræði um hvaða sjóð það velur að greiða í „og það mun vonandi verða til þess að fækka þeim sjóðum, sem eru dýrastir í rekstri," segir Friðrik. Friðrik segir að þegar fólki bjóð- Þrennt slas- ast í bílveltu ÞRENNT slasaðist er jeppabif- reið valt við Djúpmannabúð i Mjóafirði við ísafjarðardjúp um miðjan dag í gær. Að sögn lögreglunnar á ísafirði var fólkið flutt að Reykjanesi þangað sem flugvél sótti þau og flutti á slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík. Samkvæmt _ upplýsingum lög- reglunnar á ísafirði fótbrotnaði kona, sem var farþegi í aftursæti bifreiðarinnar. Ökumaðurinn og ungt barn fengu minni háttar áverka. Bifreiðin er talin gjörónýt. ist meira frelsi til að velja á milli sjóða muni það ýta undir sam- keppni og draga úr rekstrarkostn- í frétt frá Landsvirkjun segir, að fyrirtækið hafi orðið fyrir miklu íjárhagslegu áfalli við gengisfell- ingu íslensku krónunnar. Skuldir hækkuðu um 3.500 milljónir til viðbótar um 1.500 milljóna skulda- hækkunar vegna óhagstæðrar gengisþróunar á fyrstu sex mánuð- um ársins fram að gengisfellingu. Áætlaður rekstrarhalli ársins hækkar um 900 milljónir eða úr 1.200 milljónum í 2.100 milljónir vegna gengisbreytinga. Sam- kvæmt uppgjöri 30. júní sl. nemur rekstrarhalli um 1.500 milljónum á fyrri helmingi ársins. Leyst að hluta Þá segir að gengisfellingin valdi því að mun minna fé fáist úr rekstri til greiðslu afborgana í ár en gert hafi verið ráð fyrir og vantar 520 milljónir í ár upp á að Landsvirkjun geti verði eins vel sett og gert var ráð fyrir. „Stjóm Landsvirkjunar hefur þó ákveðið að láta ekki koma til gjaldskrárhækkunar til að leysa þetta vandamál að öllu leyti heldur aðeins að hluta og þá með því að hækka heildsölugjaldskrá fyrir- tækisins um 6% frá og með 1. ágúst nk. og gerir Þjóðhagsstofnun aði sjóðanna en sem betur fer hafi sú þróun þegar hafist með samein- ingu nokkurra sjóða. ekki athugasemd við hækkun þessa í umsögn sinni.“ Þörf fyrir 4,2% hækkun Aðalsteinn Guðjohnsen, sagði að enn hafi ekki verið tekin ákvörð- un um hækkun á gjaldskrá. Raf- magnsveitur í landinu væra mis- munandi mikið háðar heildsölu- verði frá Landsvirkjun þannig að ekki væri hægt að svara fyrir allar veitur. „Ef þessi hækkun fer óbreytt út í verðlagið þurfum við hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 3,2% hækkun til að halda í horfinu og til viðbótar 1% vegna áhrifa gengisfellingar á okkar efnis- kaup,“ sagði hann. „Strangt tekið þyrfti okkar hækkun því að vera 4,2% en það þarf að skoða betur.“ LESBÓK Morgunblaðsins fylg- ir ekki blaðinu í dag. Vegna sumarleyfa verður hlé á útgáfu Lesbókar til 14. ágúst n.k. í dag Verðkönnun 499 króna munur á framköllun mynda 5 Akureyri Keppt í áttungsmílu innanbæjar- 16 Þýskaland Ekkja Brandts lætur að sér kveða- 19 Leiðari Öxlum ábyrgð og byrgjum brunna 20 Menning/Listir ► Ungir yómyndarar af Norðurlöndum - Blóð og skraut í Nýlistasafninu - Gítar er kven- kyns - Stefán frá Möðrudal og málverkin - Menningarsetur. Feðgar teknir með tvö kíló af hassi FEÐGAR voru teknir með rétt rúm tvö kíló af hassi í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli í fyrrakvöld. Þeir voru að koma með flugvél frá Spáni og við leit tollgæslunnar á þeim fundust tvö kíló innan- klæða á föðurnum en lítilræði á syninum. Áhrif gengisfellingar á Landsvirkjun Heildsöluverð raf- magns 6% hærra STJÓRN Landsvirkjunar hefur samþykkt að hækka heildsölu- gjaldskrá fyrirtækisins um 6% frá og með 1. ágúst næstkom- andi. Telur stjórnin að hækkunin sé í algjöru lágmarki og mun minni en þyrfti tU að vega að fullu upp áhrif gengisfellingar- innar á afkomu fyrirtækisins. Að sögn Aðalsteins Guðjohnsen rafmagnsstjóra, þyrfti gjaldskrá Rafmagnsveitu Reylqavíkur að hækka um 4,2%, strangt metið, til að mæta hækkun Lands- virkjunar en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hækkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.