Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 28
--28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 Hjónaminning Jóna Vilhjálmsdóttir Vigfús Sigurðsson Jóna Fædd 28. september 1905 Dáin 5. júlí 1993 Vigfús Fæddur 24. júlí 1893 Dáinn 25. febrúar 1970 Hver kynslóð er örstund ung og aftur til grafar ber, en eilífðaraldan þung lyftir annarri á bijósti sér. '"*í Þá kveðjumst við öll, voru kvöldi hallar en kynsióð nýja til starfa kallar sá dapr sem órisinn er. (Tómas Guðmundsson) Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Eftir sitja minningar um þá, sem æviveginn hafa gengið með okkur um lengri eða.skemmri tíma. Jóna Vilhjálmsdóttir fæddist að Hamrahóli í Holtum. Hún var dótt- ir Vilhjálms Gíslasonar, járnsmiðs og ferjumanns við Óseyrarnes, f. 20. ágúst 1874 að Stóra-Hofi á Rangárvöllum, d. 1959, og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur, f. 3. apríl 1870 að Vetleifsholti í Odda- sókn, d. 1948. —f Vilhjálmur var víða kunnur fyrir dugnað og atorku, hann_ feijaði ferðamenn yfir Ölfusá við Óseyrar- nes. í bókinni „Fólkið í landinu" er viðtal við Vilhjálm skráð af Sigurði Magnússyni, þar segir Vilhjálmur: „Ferðamenn komu i hrotum, stund- um engir, en fyrir kom að þeir skiptu hundruðum, og fjórtán ferðir mun ég hafa farið flestar á einum degi. Hestar voru tíðast látnir synda eftir bátnum, en fyrir kom þó, að ég skiplagði bæði nautkind og _»hross. Flestir borgúðu tollinn skil- víslega. Vermönnum lánaði ég oft, þang- að til í vertíðarlok, en þá voru skuld- ir greiddar. Skrifaði aldrei mér til minnis en stórmundi allt og tapaði því ekki, enda vanskilamenn engir.“ Jóna ólst upp á Óseyramesi. Það var oft erfitt fyrir óharðnaðan ung- ling að ganga þaðan til barnaskól- ans á Eyrarbakka og síðan heim aftur, alein í myrkrinu, heyra brim- öldumar brotna í skeijagarðinum og storminn æða. „Þá var ég stund- um hrædd,“ sagði hún þegar við ræddum þessa skólagöngu hennar. Jóna ólst seinna upp á Stokks- eyri ásamt systkinum sínum. Sjö -þeirra komust upp. Elst var Guð- björg, þá Stefanía, Gísli, Jóna, Sig- urgeir, Soffía og Sigurbjörg. Soffía, framkvæmdastjóri Peysunnar, er nú ein eftirlifandi, en þær systur voru einkar samrýndar. Jóna var sérlega hlý og hjálpsöm við þá sem minna máttu sín. Hún var einstök í áhuga sínum á öllu sem við kom náttúruskoðun. Allur gróður, grös, blóm og jurtir vöktu áhuga hennar og þá ekki síður dýra- líf. Almanak þjóðvinafélagsins var alltaf innan seilingar og fylgst grannt með flóði, fjöru og gangi himintungla og hvert tímabil ársins athugað með tilliti til áranna á undan. Hún miðlaði stöðugt þekkingu sinni, var óspör á að fræða okkur, ef við máttum vera að því að hlusta og til þess var tekið hversu vel henni fórst að annast börn og ung- linga og vekja áhuga þeirra á ríki náttúrunnar. Fjörugöngur með Jónu voru ævintýri, sem ekki gleymast, þegar hún Ieiddi okkur um og skýrði með þekkingu sinni frá skeljum, steinum og smádýrum. Eftir að hún fluttist á Hrafnistu og var bundin í hjólastól og ferðir stijáluðust í sumarbústaðinn í Grímsnesinu, þá spurði hún um hrafninn, hvar hann hefði orpið, hvað lömbin væru orðin stór, um sætukoppana á blábeijalynginu. Ekkert var henni óviðkomandi og hugurinn fylgdist sívakandi með öllu sem gerðist. Hún var dugmikil húsmóðir og stóð fyrir stóru heimili, meðan Vig- fús rak útgerð og margir vertíðar- menn bjuggu á heimili þeirra. Jóna var formaður kvenfélagsins Líknar í Vestmannaeyjum í 14 ár og hún lagði sig fram í því starfi, eins og öðru sem hún tók að sér. Hún var einnig virk í starfi Odd- fellow-reglunnar í Vestmannaeyj- um og Reykjavík. Við eldgosið í Vestmannaeyjum 1973 fluttist Jóna til Reykjavíkur og gat fest sér þar kjallaraíbúð í stað hússins sem fór undir hraun, hún bjó þar fram til ársins 1988, en fluttist þá til dvalar á Hrafnistu í Hafnarfirði og bjó þar til æviloka. Minni Jónu var óbrigðult og með ólíkindum hvað hún kunni af sög- um, vísum og kvæðum. Það var alltaf gott að vita af Jónu nálægt sér, við vorum sam- hent og hún sló ekki slöku við þeg- ar verkefni lágu fyrir, hvort heldur var innanhúss eða utan. Fyrir nokkrum árum vorum við að lagfæra girðingu við sumarbú- staðinn, þegar við heyrðum lamb jarma sárt. Það hafði orðið viðskila við móður sína og okkur langaði til þess að hjálpa því. En hvað átti að gera? Jóna gengur að þúfu, sest og jarmar móti lambinu, sem strax leggur við eyrun og nálgast hana. Ég fylgdist með af áhuga. Lambið kemur til hennar og þefar af henni, leyfir henni síðan að klappa sér, það treystir henni. Nú heyrum við jarm kindar langt í burtu út undir Neðra-Apavatni. Jóna rís hægt á fætur og leggur af stað og lambið eltir hana. Þau jarma bæði öðru hvoru og ég brosi með sjálfum mér. Þegar þau nálgast bæinn heyr- ir kindin jarmið í lambinu sínu, kemur hlaupandi og lambið veit hvar það á að leita að mjólkursopan- um sínum. Seint mun ég gleyma gleðisvipn- um á andliti Jónu þegar hún kom til baka. Þetta atvik lýsir vel hug hennar og hjarta til manna og málleysingja. Aldrei heyrði ég um að hún hefði gert á hlut nokkurs manns. Aldrei kvartaði hún um hlutskipti sitt í lífinu, hvorki vegna ástvinamissis, náttúruhamfara né sjúkleika síns. Við höfðum hlakkað til sumarsins og samverustunda með henni, en í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. (Tómas Guðmundsson) Vigfús Sigurðsson, oftast kennd- ur við Pétursborg, hús foreldra sinna í Vestmannaeyjum, fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sig- urður Vigfússon, f. 14. september 1865 á Stóra-Hofi í Öræfum, og Ingibjörg Björnsdóttir, fædd 1. september 1868 í Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum. Fluttist Vigfús síðan til Vestmannaeyja 12 ára gamall með foreldrum sínum og bjó þar til æviloka. Systkinin voru átta: Björg, Vig- fús, Gunnar, Bjöm, Jón, Hallvarð- ur, Finnbogi og Lilja, en þau eru öll látin. Hann stundaði róðra frá Vest- mannaeyjum, sótti bát, sem hann átti að einum þriðja, til Noregs, þar sem hann var smíðaður 1924- 1925. Báturinn hét Gunnar Há- mundarson VE 271, 17 tonna. Var Vigfús skipstjóri og útgerðarmaður á þeim bát margar vertíðar. Ung stúlka, Jóna Vilhjálmsdóttir, kom til Vestmannaeyja í vertíðar- vinnu og þar hófust kynni þeirra Vigfúsar. Foreldrar hennar munu ekki hafa verið sáttir við áform þeirra um ráðahag, en Vigfús brást þannig við að hann sótti ástmey sína til Stokkseyrar á bát sínum og var sagt að þar hefði brúðarrán átt sér stað. Þau gengu síðan í hjónaband 11. desember 1926. Varð ráðahagur þeirra hinn besti, þau samhent í að vinna sig áfram í lífínu og sýndu hvort öðru ást og umhyggju, byggðu sér vandað einbýlishús við Bakkastíg í Vestmannaeyjum, eign- uðust dætumar Ástu og Lám. Ásta er fædd 15. júlí 1928, hún starfar á Hrafnistu, Hafnarfírði, er gift Adólf Óskarssyni pípulagninga- meistara, en þau eiga fjögur börn á lífi: Hörð, Erlu, Hilmar og Adólf, en sonur þeirra Vigfús lést af slys- fömm 1967. Lára er fædd 25. ág- úst 1929, innanhússarkitekt, var gift Hilmari Daníelssyni flugmanni sem fórst við Snæfellsnes í sjúkra- flugi 1959, en seinni maður hennar er Jóhann F. Guðmundsson, fyrrum flugumferðarstjóri og síðar deildar- stjóri við heilarit Landspítalans. Ásta og Lára nutu góðs uppeldis t Faðir okkar, BJÖRN STEFFENSEN löggiltur endurskoðandi, Álfheimum 27, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 15. júlí. Theódóra, Sigþrúður, Helga, Björn B. Steffensen og fjölskyldur. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför JÓHANNS STEINÞÓRS GUÐNASONAR skipaafgreiðslumanns, Siglufirði. Guð blessi ykkur öll. Una Dagný Guðmundsdóttir, María Jóhannsdóttir, Sigurður Þór Haraldsson, Hreiðar Þór Jóhannsson, Eirfkur Sævaldsson, Jóna G. Eiðsdóttir, Ingibjörg Guðnadóttir, Hugljúf Dagbjartsdóttir, og barnabörn. Þuríður Sæmunds- dóttir — Minning Fædd 2. nóvember 1903 Dáin 8. júlí 1993 Þuríður var fædd á Borg í Hraunshverfi, Eyrarbakka. For- eldrar hennar vom Ingveldur Jóns- dóttir og Sæmundur Guðmundsson sem bjuggu síðar að Garðstöðum og Foki í sama hverfí. Síðan fluttu þau að Bræðraborg, Stokkseyri. Systkini Þuríðar vom Jón Ólafsson sammæðra, Guðríður Sæmunds- dóttir, Guðmundur Sæmundsson dó í bernsku, og uppeldissystir var Sig- ríður Alexandersdóttir sem kom til þeirra aðeins þriggja nátta gömul og var sem þeirra systir alla tíð. Þuríður vann hin ýmsu störf, svo sem húsverk, kaupakonustörf og fiskvinnslu. Hún var mjög virk í leikfélagi Stokkseyrar, kvenfélag- inu og kirkjukómum. Árið 1931 giftist hún Guðlaugi Bjömssyni frá Engigarði í Mýrdal. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau em: Hörð- ur Sigurbjörn Guðlaugsson, hans kona er Hannelore Helga Jánke; Sæmundur Ingvi Guðlaugsson, hans kona er Lilian Guðlaugsson; Guðrún Sigríður Guðlaugsdóttir, sambýlismaður hennar er Bragi Óskarsson. Ekki átti Þuríður því láni að fagna að búa lengi með manni sín- um, því hann lést 3. maí 1937 eftir erfið veikindi. Þá stóð hún ein uppi með þijú ung börn og ekki vora þá styrkir eða bætur til að lifa af. Þá var það harkan og dugnaðurinn í þessari skapmiklu konu, sem barð- ist fyrir því að fá að halda börnum sínum og koma þeim til manns og það tókst henni með miklum sóma. I 15 ár bjó Þuríður í Túni á Stokks- eyri með bömum sínum. Árið 1949 flytja þau að Selfossi og áttu þau þar saman góð og ánægjuleg ár. Árið 1964 eru synirn- ir búnir að stofna sín eigin heimili og flytja þær mæðgur þá til Reykja- víkur. Þar vann Þuríður hjá Pijóna- stofunni Iðunni og síðar hjá Slátur- félagi Suðurlands. Árið 1975 hætti Þuríður að vinna úti og sá um heim- ili dóttur sinnar og dóttursona sem henni þótti sem sínir eigin synir. Kynni mín af Þuríði hófust í októ- ber 1988, er ég flyt inn á heimili hennar. Kynntist ég fljótt kostum hennar og ákveðni og sá að þar fór kona sem hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og vildi hafa allt í röð og launuðu þær foreldram sínum með umhyggju sinni og atlæti á efri ámm þeirra. Vigfús frá Pétursborg var happa- sæll skipstjóri, dugmikill og áræð- inn. Fórst honum skipstjórn vel úr hendi þótt veðurofsi færi um öldur hafsins, og var orð á gert og um skrifað, samanber frásögn í Sjó- mannadagsblaði Vestmannaeyja 1982, ritaða af Guðmundi Vigfús- syni um Stokkseyrarveðrið 9. jan- úar 1926. Þar segir Guðmundur: „Er liðinn var rúmur klukkutími frá því að lagt var af stað frá Stokkseyri var komið suðaustan fárviðri, nú biður Vigfús formaður okkur hásetana að strengja tóg milli vanta á sitt hvort borð, einnig strengdum við tóg úr framstagi og afturí stýrishús. Ég vil segja að þessi fýrirhyggja formannsins hafí bjargað lífí okkar hásetanna, því við fómm aldrei af dekki meðan á ferðinni stóð, nema til að hjálpa og hlynna að farþeg- um.“ Farþegar voru 28 og fjórir í áhöfn á þessari 17 tonna skel. Ferðin mun hafa tekið um 16 klst. og í þessu veðri fómst bæði menn og skip. Franskir sjómenn eiga sína sjó- ferðabæn, sem þeir biðja þegar þeir láta úr höfn: „Drottinn, haf þitt er stórt, en fley okkar lítið. Vilt þú varðveita okkur.“ íslenskir sjómenn hafa treyst Drottni og falið Honum vegu sína gegnum aldirnar og hefur það oft snert alþjóð, þegar þeir hafa sagt frá björgun úr sjávarháska, eftir að hafa falið Drottni aðstæður allar. Vigfús átti við bakveiki að stríða og hóf vömbílaakstur um skeið, en varð síðar verkstjóri hjá ísfélagi Vestmannaeyja og síðustu ár sín ráðsmaður við sjúkrahúsið þar í bæ. Alstaðar sýndi hann prúð- mennsku, dugnað, ósérhlífni og jafnframt lítillæti. Enn minnist ég þess þegar ég hitti hann á götu í Vestmannaeyjum, þá var tengda- faðir minn að aka nauðsynjum til sjúkrahússins í hjólböram. Vigfús var félagi í Oddfellow- reglunni og þar eins og annars stað- ar lagði hann sig fram um að sýna trúmennsku og félagshyggju og eignaðist þar marga góða vini. Hinn 24. þessa mánaðar er 100 ára fæðingardagur Vigfúsar. Ætl- un okkar var að minnast þessa dags með Jónu, en „mennirnir álykta, Guð ræður“. Nú munum við því minnast þeirra beggja, Jónu og Vigfúsar, þann dag. Sæmdarhjón em horfin, nýjar kynslóðir em kall- aðar til starfa. Megi þeim vel farn- ast. í einum Davíðs sálma segir: „Megi Drottinn vera oss athvarf frá kyni til kyns.“ Jóhann F. Guðmundsson. og reglu. Ég vil segja, „Þuríður mín eða amma“ eins og drengirnir á heimilinu kölluðu þig. Ég vil þakka þér þessi fáu ár sem við þekktumst og bjuggum á sama heimili. Ég vona að ég sé maður til að standa við þau orð, sem okk- ar fóru á milli fyrir eigi löpgu síð- an, um traust og trúnað. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til allra aðstandenda Þuríðar og bið Guð að blessa minningu hennar. Þó að kali heitur hver -Jiylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Bragi Óskarsson. í dag kl. 14.00 fer fram frá Stokkseyrarkirkju útför Þuríðar Sæmundsdóttur, sem lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík, hinn 9. júlí sl. Þuríður var fædd 3. nóvember 1903 að Borg í Hraunshverfi, sem í þá daga tilheyrði Stokkseyrar- hreppi, og þar ólst hún upp í glað- værum systkinahópi. Foreldrar henhar vom Ingveldur Jónsdóttir og Sæmundur Guðmundsson. Fimm vom börnin að Borg á þessum árum, Þuríður, Guðríður og Guð- mundur Sæmundarbörn og hálf- bróðir þeirra var Jón Ólafsson, fimmta barnið var Sigríður Alex- andersdóttir sem þau hjónin á Borg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.