Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 21
2.0
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JULI 1993
+
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
2K
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Oxlum ábyrgð og
byrgjum brunna
Asumri hveiju sækja tugir
þúsunda barna um land allt
hverskonar tómstundanámskeið
og íþróttanámskeið. Þúsundir
barna dvelja um lengri eða
skemmri tíma í sumarbúðum við
leik og störf. Starfsemi þessi í
þágu barnanna fer m.a. fram á
vegum ýmissa fijálsra félaga-
samtaka, æskulýðssamtaka,
sveitarfélaga, íþróttafélaga,
skátahreyfingarinnar og Þjóð-
kirkjunnar.
Ábyrgð þeirra sem í umboði
og með trausti foreldra taka að
sér menntun, umönnun, gæslu
og uppeldi barna er mikil. Einu
máli gegnir um ábyrgðina hvort
heldur um er að ræða skólastarf-
semi, skipulagða dagvist, starf-
semi fijálsra félagasamtaka, eða
þá sem skipuleggja tómstunda-
og íþróttastarf bama. í öllum til-
vikum taka foreldrar ákvörðun
um að treysta viðkomandi fyrir
barni sínií og sú ákvörðun er þá
byggð á vissu foreldranna um að
öryggis barns þeirra verði gætt
í hvívetna.
Menn fyllast jafnan óhug, þeg-
ar þeir heyra af eða lesa um slys
á börnum. Að undanförnu hafa
átt sér stað hörmuleg slys á börn-
um, eða naumlega hefur verið
komið í veg fyrir slys. Þetta hef-
ur orðið fjölmiðlum tilefni til
umfjöllunar.
Á liðnu hausti fannst ungur
drengur meðvitundarlaus á botni
sundlaugarinnar í Kópavogi.
Lífgunartilraunir báru ekki
árangur og hann lést á Borgar-
spítalanum síðar sama dag.
Drengurinn var að fara í skóla-
sund, þegar hið hörmulega slys
varð.
Nú í byijun mánaðarins bjarg-
aði Björgunarsveitin Albert 21
bami og þremur fóstram þeirra
úr Gróttu. Byijað var að flæða
að, þannig að stór hópur barn-
anna komst hvorki áfram né aft-
ur á bak. Að sögn lögreglu og
björgunarmanna voru sum barn-
anna hætt komin og mátti ekki
tæpara standa að björgunarmenn
kæmu börnunum til bjargar.
Alvarlegt slys varð við smá-
bátahöfnina í Kópavogi sl. þriðju-
dag, þegar 9 ára drengur féll
útbyrðis af hraðbáti og lenti í
skrúfu bátsins. Drengurinn var á
siglinganámskeiði hjá siglinga-
klúbbnum Ými.
í öllum þessum tilvikum virðist
sem öryggisþættinum hafi verið
ábótavant, og að koma hefði
mátt í veg fyrir þessi slys, ef öll-
um öryggiskröfum hefði verið
fullnægt.
Það hlýtur að teljast sjálfsögð
öryggisgæsla, að sundlaugar, þar
sem sundkennsla ungra barna fer
fram, séu undir stöðugu eftirliti,
þann tíma sem þær eru opnar.
Foreldrar trúa því og treysta,
þegar börn þeirra eru í skóla-
sundi eða öðrum skólaíþróttum,
að menntað starfsfólk og árvök-
ult vaki yfir hveiju fótspori barn-
anna.
Auðvitað er það lágmarks-
krafa sem gera verður til mennt-
aðra fóstra, sem bera ábyrgð
daglangt á fjölda barna, að þær
kynni sér allar aðstæður, áður
en farið er með börn af dagvistar-
stofnun í leiðangur sem þann sem
farinn var út í Gróttu. Vitneskja
um flóð og jjöru verður að vera
fyrir hendi, þegar farið er með
21 barn á leikskólaaldri út í
Gróttu.
Öryggisreglur á siglinganám-
skeiðum þurfa að vera með þeim
hætti, að allt sé gert til þess að
útiloka slys. í því tilviki sem hér
um ræðir virðist sem bátsstærðin
geri það að verkum að um hann
gildi engar sérstakar reglur, né
kennsluna sem fram fari á hon-
um. Benedikt Guðmundsson sigl-
ingamálastjóri sagði hér í Morg-
unblaðinu sl. fimmtudag að bátar
undir 6 metrum væru ekki skoð-
aðir af Siglingamálastofnun.
Hann sagði að atburðurinn í
Kópavogi á þriðjudag vekti menn
til umhugsunar. Gera yrði kröfu
um búnað og hæfni þeirra sem
fengjust við kennslu af þessu
tagi og óeðlilegt virtist að starf-
semi sem þessi væri óháð öllum
reglugerðum um öryggismál. Það
er í fyllsta máta óeðlilegt að
starfsemi eins og siglinganám-
skeið fyrir börn og unglinga sé
óháð öllum reglugerðum um ör-
yggismál. Við þetta óhugnanlega
slys í Kópavogi uppgötvaðist al-
varleg brotalöm á reglum um
skipaskoðun.
I öllum ofangreindum tilvikum,
og sjálfsagt mörgum öðrum er
ljóst að hægt er að gera betur
til þess að öryggi barnanna verði
tryggt. Reynslan kennir okkur
að aldrei er hægt að útiloka að
slys eigi sér stað. Það er á hinn
bóginn hægt að draga úr hættu
á slysum, til dæmis með aukinni
þjálfun þeirra sem trúað er fyrir
bömunum, auknum kröfum um
menntun og árvekni og hertum
reglum um starfsemi og útbunað.
I frjálsri tómstunda- og
íþróttastarfsemi á vegum íþrótta-
félaga, tómstundaráða sveitarfé-
laganna, meðal skáta og fleiri er
unnið geysilega mikið og gott
starf. Þeir sem eru leiðbeinendur
barnanna í slíku starfí, vinna
flestir með börnunum og fyrir
þau af heilum hug. En það er
ekki nóg. Þeir sem trúað er fyrir
börnum annarra, lífi þeirra og
limum, verða hverja stund að
vera sér meðvitaðir um þá gríðar-
legu ábyrgð sem þeir hafa tekist
á hendur og halda vöku sinni.
Byrgjum því alla þá brunna sem
við eigum kost á að byrgja, áður
en börnin detta ofan í þá.
Lögfesting Mannréttindasáttmála Evrópu stendur fyrir dyrum
Vafamál hvort skipan
Félagsdóms stenst
LÖGFESTING Mannréttinda-
sáttmála Evrópu sem nú stendur
fyrir dyrum vekur ýmsar athygl-
isverðar lögfræðilegar og póli-
tískar spurningar. Það er t.d.
álitamál hvern sess sáttmálinn
eigi að skipa í íslenskri löggjöf
og hvernig eigi að standa að lög-
festingu hans. Einnig er athug-
unarefni hvort til séu þau ákvæði
íslenskra laga sem stangist á við
sáttmálann og má þar nefna regl-
ur um skipan Félagsdóms og þau
fyrirmæli í grunnskólalögum að
einkaskólar eigi ekki kröfu til
styrks af almannafé.
Eins og kunnugt er hefur Mann-
réttindasáttmáli Evrópu ekki verið
lögtekinn hérlendis en hann var
fullgiltur af íslands hálfu fyrir fjöru-
tíu árum, 19. júní 1953. Eftir að
mannréttindadómstóllinn í Strass-
borg dæmdi Þorgeiri Þorgeirsyni
rithöfundi í vil i máli gegn íslenska
ríkinu á síðasta ári skipaði dóms-
málaráðherra nefnd sem fjalla átti
um hvernig bregðast ætti við þeim
dómi. í nefndinni eru Ragnhildur
Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra,
sem er jafnframt formaður nefndar-
innar, Björn Bjarnason alþingis-
maður, Eiríkur Tómasson hæsta-
réttarlögmaður, Markús Sig-
urbjörnsson prófessor og Ragnar
Aðalsteinsson hæstaréttarlögmað-
ur. Nefndin telur rétt að lögfesta
mannréttindasáttmálann og í þing-
iok nú í vor var iagt fram frumvarp
þess efnis.
í greinargerð með frumvarpinu
kemur fram hvers vegna sáttmálinn
hefur ekki verið lögfestur fyrr: „ís-
land heyrir til þess minni hluta að-
ildarríkja að Mannréttindasáttmála
Evrópu þar sem ákvæði hans teljast
ekki hluti af landsrétti, heldur ein-
göngu skuldbinding ríkisins að
þjóðarétti. Við fullgildingu íslenska
rikisins á sáttmálanum virðist ekki
hafa komið sérstaklega til skoðunar
að lögfesta ákvæði hans, enda var
fremur fágætt á þeim tíma að fara
þannig með þjóðréttarsamninga hér
á landi. Þess í stað virðist hafa ver-’
ið gengið út frá því að ríkið mundi
efna skuldbindingar sínar með að-
lögun landsréttar að ákvæðum
mannréttindasáttmálans... [V]ar i
upphafi gengið út frá því að íslensk
löggjöf samrýmdist í hvívetna
ákvæðum Mannréttindasáttmála
Evrópu og nægilegt væri þannig,
til að efna þjóðréttarskuldbindingu
ríkisins, sem komst á með fullgild-
ingu samningsins um vemdun
mannréttinda og mannfrelsis, að
beita aðferðum aðlögunar landsrétt-
ar að sáttmálanum. Með því að
ekki þótti tilefni til lagabreytinga
vegna aðlögunar í byijun hefur
væntanlega verið gert ráð fyrir að
annað þyrfti ekki til en að gæta að
því í framtiðinni að ný lagasetning
yrði einnig í samræmi við ákvæði
mannréttindasáttmálans.“
Efni mannréttindaákvæðanna
skýrst
Síðar segir: „Á þeim áratugum,
sem liðnir eru, hefur efnisinntak
mannréttindaákvæðanna skýrst og
jafnvel breyst fyrir túlkun mann-
réttindanefndarinnar og mannrétt-
indadómstólsins þannig að nú eru í
mörgum efnum gerðar strangari
kröfur til aðildarríkjanna en séð
varð í upphafi. Hefur mannréttinda-
sáttmálinn því án efa haft meiri
áhrif hér á landi, sem og annars
staðar í Vestur-Evrópu, en sjá mátti
fyrir.“
72. gr. stjórn-
arskrárin-
nar: vHver
maður á rétt á
að láta í ljós
hugsanir sínar
á prenti; þó
verður hann
að ábyrgjast
þær fyrir
dómi. Ritskoð-
un og aðrar
tálmanir fyrir
prentfrelsi má
aldrei í lög
leiða.“
l.mgr. 10. gr. mann-
réttindasáttmálans:
„Sérhver maður á rétt til
tjáningarfrelsis. Sáréttur
skal einnig ná yfir frelsi
til að hafa skoðanir, taka
við og skila áfram upplýs-
ingum og hugmyndum
heima og erlendis án af-
skipta stjómvalda.
Akvæði þessarar greinar
skulu eigi hindra ríki í
að gera útvarps-, sjón-
varps- og kvikmynda-
fyrirtækjum að starfa
aðeins samkvæmt sér-
stöku leyfi.u
Þótt sáttmálinn hafi ekki verið
lögfestur hér á landi hefur_ áhrifa
hans gætt með þrennu móti. í fyrsta
lagi hefur það komið fyrir í dóms-
málum að því hefur verið haldið fram
af aðila að íslenskar réttarreglur
stönguðust á við sáttmálann. Fram-
an af hratt Hæstiréttur undantekn-
ingarlaust slíkum röksemdum.
Ýmist með þeim orðum að ekkert
slíkt ósamræmi væri fyrir hendi eða
á þeirri forsendu ‘að jafnvel þótt
ósamræmi væri þá breytti það ekki
gildi settra íslenskra laga. Þessi af-
staða Hæstaréttar hefur breyst und-
anfarin þijú ár. Hann hefur í aukn-
um mæli tekið tillit til ákvæða mann-
réttindasáttmálans. í tveimur dóm-
um frá árinu 1990 vék hann t.d.
algerlega frá fyrri skýringum, sem
fylgt hafði verið í áratugi, á settum
lagareglum um vanhæfi dómara til
að fara með mál.
I öðru lagi hafa kærumál á hend-
ur íslenska ríkinu vegna brota á
sáttmálanum komið til úrlausnar
fyrir Mannréttindanefnd og Mann-
réttindadómstóli Evrópu. I þriðja
lagi hefur gætt áhrifa af mannrétt-
indasáttmálanum við lagasetningu
hér á landi og eru jafnvel dæmi um
það að lögum hafi verið breytt vegna
hættu á að þau hafi ekki samrýmst
ákvæðum sáttmálans. Er ítarlega
fjallað um þessi efni í greinargerð
með frumvarpi til laga um mannrétt-
indasáttmálann.
Kærur á hendur íslenska ríkinu
Kærum vegna meintra brota á
mannréttindasáttmálanum er beint
til Mannréttindanefndar Evrópu og
það er ekki nema brot af þeim mál-
um sem þangað berast sem nefndin
sendir áfram til Mannréttindadóm-
stóls Evrópu. Eins og sést á með-
fylgjandi töflu hefur dómstóllinn
fjallað um mál frá sextán ríkjum.
Mun fleiri ríki hafa fullgilt mannrétt-
indasáttmálann en í mörgum tilvik-
um er svo stutt síðan að mál þaðan
eru enn ekki farin að berast til dóm-
stólsins. Kærur einstaklinga á hend-
ur íslandi til Mannréttindanefndar
Evrópu eru orðnar 33 talsins frá því
nefndin tók til starfa og hafði hún
tekfy afstöðu til 32 í byrjun þessa
árs. í 28 tilvikum ákvað nefndin að
kæran væri ekki tæk til frekari
meðferðar og vísaði henni þannig á
bug. Fjórum sinnum hefur nefndin
hins vegar tekið kæru til greina.
Tvö tilvik vörðuðu þá skipan mála
á íslandi að dómarar í refsimálum
gætu einnig haft með höndum lög-
reglustjórn. í öðru málinu náðist
sátt milli ríkisins og kæranda fyrir
nefndinni en í hinu varð Mannrétt-
indadómstóllinn við þeirri ósk ís-
lenska ríkisins að fella málið niður
eftir að sátt hafði verið gerð við
kærandann, enda taldi dómstóllinn
að bætt hefði verið úr því atriði í
íslenskri löggjöf, sem gaf tilefni til
kærunnar, með setningu laganna
um aðskilnað dóms- og umboðs-
valds í héraði.
Þriðja tilvikið er mál Þorgeirs
Þorgeirsonar. Hann taldi að skert
hefði verið tjáningarfrelsi sitt er
hann var sakfelldur fyrir brot gegn
108. gr. alm. hgl. sem veitir opin-
berum starfsmönnum sérstaka
æruvernd. Mannréttindadómstóll-
inn dæmdi í þessu máli 25. júní
1992. Meirihluti dómara dæmdi að
brotið hefði verið gegn tjáningar-
frelsi Þorgeirs. íslenski dómarinn,
Garðar Gíslason, skilaði sératkvæði
og var hann á gagnstæðri skoðun.
Ráðherranefnd Evrópuráðsins
ályktaði 10. nóvember 1992 að ís-
lenska ríkið hefði fullnægt skyldum
sínum skv. dóminum með því að
hafa annars vegar greitt Þorgeiri
bætur og hins vegar kynnt efni
dómsins nægilega fyrir innlendum
dómstólum og handhöfum ákæru-
valds. Að sögn Ragnhildar Helga-
dóttur, formanns nefndarinnar sem
dómsmálaráðherra skipaði, komst
nefndin að þeirri niðurstöðu á síð-
asta ári að dómurinn sjálfur skap-
aði ekki nauðsyn á að breyta 108.
gr. hgl. en vegna fyrirmæla ráð-
herra í upphafi hefur nefndin nú
snúið sér að því að vinna að tillög-
um til hans um það hvort breyta
skuli núgildandi lagaákvæðum um
sérstaka æruvernd opinberra
starfsmanna.
Fjórða tilvikið er svo mál Sigurð-
ar Á. Siguijónssonar leigubílstjóra
gegn íslenska ríkinu en dómur var
kveðinn upp í því 30. júní sl. Sig-
urði í vil.
Það er vert að taka fram að dóm-
ur Mannréttindadómstólsins hnekk-
ir ekki dómi í því ríki sem aðild á
að málinu. Dómstóllinn er því ekki
áfrýjunarstig heldur sker úr um
hvort ríki hafi brotið þjóðréttarlegar
skuldbindingar sínar um að tryggja
viðkomandi mannréttindi og hvort
ríkið sé bótaskylt af þeim sökum.
Þetta mun ekki breytast þótt sátt-
málinn yrði að lögum hérlendis.
Samstiga Svíum og
Norðmönnum
Eins og fyrr segir stendur nú til
að hefja nýjan kafla í sögu mann-
réttindamála á íslandi með lögfest-
ingu mannréttindasáttmálans.
Langflest aðildarríki Evrópuráðsins
hafa þegar farið þá leið og nú síð-
ast hafa nefndir í Svíþjóð og Nor-
egi samið frumvörp um lögfestingu
sáttmálans. Helstu röksemdir fyrir
lögfestingu eru samkvæmt greinar-
gerð með frumvarpinu þau að rétt-
indi einstaklinga fá aukna vernd
og réttaröryggi eykst. Lögfesting
sáttmálans myndi fylla upp í eyður
í íslenskri löggjöf og er bent í
dæmaskyni á að 10. gr. sáttmálans
tekur samkvæmt orðalagi sínu til
tjáningarfrelsis almennt á meðan
72. gr. stjómarskrárinnar nær ein-
göngu til prentfrelsis. Eftir lögfest-
ingu sáttmálans getur einstaklingur
borið ákvæði hans fyrir sig sem
beina réttarreglu fyrir dómi eða
stjórnvöldum hérlendis en fram til
þessa hefur verið litið á hann sem
leiðbeiningargagn við lögskýringu.
„Lögfestingin myndi vekja jafnt
almenning og þá sem starfa að
rekstri og úrlausn mála fyrir dóm-
stólum og í stjórnsýslu og að undir-
búningi að lagasetningu til frekari
vitundar um mannréttindi og þá
virðingu sem verður að ætlast til
að þeim sé sýnd í réttarríki. Telja
Ljósmynd/Evrópuráðið
Dómarar við Mannréttindadómstól Evrópu. Fyrir miðju í fremstu röð situr dómsforsetinn Rolf Ryssdal
frá Noregi. Honum á hægri hönd er Rudolf Bernhardt varaforseti dómsins frá Þýskalandi. Ryssdal á
vinstri hönd er Þór Vilhjálmsson frá íslandi. í hverju máli dæma níu dómarar, dómsforsetinn er sjálfkjör-
inn, auk þess situr þar dómari frá viðkomandi ríki en hinir sjö eru valdir með hlutkesti.
má hættu á að of oft geti nauðsyn-
legt tillit til mannréttindareglna
horfið í skuggann í daglegum störf-
um,“ segir ennfremur í greinargerð-
inni.
Stjórnskipunarlög eða almenn
lög?
Nefnd dómsmálaráðherra þurfti
að leysa úr því með hvaða hætti
Iögfesting sáttmálans ætti að fara
fram en þar koma ýmsar Ieiðir til
álita. „Niðurstaða okkar varð sú
að lögfesta bæri bæði sáttmálann
sjálfan og viðauka við hann sem
gerðir hafa verið í áranna rás.
Menn hafa velt fyrir sér öðrum
lausnum eins og að lögtaka tiltekin
ákvæði eða að breyta mörgum öðr-
um íslenskum lögum þannig að
ákvæðin kæmu þar inn í. Það hefði
tekið miklu lengri tíma og hætta
væri á að einhver atriði sáttmálans
Mál sem höfðu verið send til
Mannréttindadómstóls Evrópu fram
til 1. júlí 1993
«o
■ 'S
E]"
'O
ro >-
« 3
CT»0
S>
C w
= .E
0) 05
E'O
c
ro
V.S
iz
If
cE
2 (u
ro-«=
1oS
c
— «0
4= C
T3 «
C 'O
0J
« «2
röi Þ
E
3
c
ro
Z E
ot
2
43
C ™
§S
2
E
i$
E1
« ro
^ (D
íoS
0) 30
E o
•ro •
Austurríki 1958 1958 40 23 8 2 8
Belgía 1955 1955 32 19 6 5 4
Bretland 1966 1989 52 30 15 1111 6
Danmörk 1953 1953 5 1 4
Frakkland 1974 1981 40 20 5 8 10
Grikkland 1985 1955 6 4 2
Holland 1954 1985 22 16 3 3
írland 1953 1955 7 5 1 1
fsland 1958 1953 3 2 1
Ítalía 1973 1973 111 76 9 18 8
Kýpur 1980 1987 1
Malta 1987 1960 1 1
Noregur 1964 1955 1 1
Portúgal 1978 1978 8 5 1 2
Spánn ' 1979 1981 6 4 im 2
Sviss 1974 1952 23 13 7 3
Svíþjóð 1966 1974 31 18 7 2 4
Þýskaland 1955 1966 27 10 14 3
Samanlagt 415 249 79 39 56
yrðu útundan. Sams konar nefndir
og þessi hafa verið starfandi á öðrum
Norðurlöndum og' þar hefur nið-
urstaðan orðið svipuð," segir Ragn-
hildur Helgadóttir.
Sú spuming rís hvort jafnmikil-
vægar reglur og þær sem mannrétt-
indasáttmálinn geymir verðskuldi
ekki stöðu stjórnskipunarlaga.
Stjórnskipunarlög eru æðri almenn-
um lögum svo sem kunnugt er og
erfiðara er að breyta þeim þar sem
til þarf samþykki tveggja þinga með
kosningum á milli. Nefndarmenn
benda einnig á galla sem fylgir því
að sáttmálinn verði að almennum
lögum sem fyrirbyggja má með því
að hann fái stöðu stjómskipunar-
laga: „Með því... að hér yrði um
almenn lög að ræða yrðu ákvæði
þeirra yfirleitt að víkja fyrir yngri
lögum. Af þessu er að sjálfsögðu
ljóst að eitt helsta markmið frum-
varpsins, að tryggja samræmi milli
íslensks landsréttar og ákvæða
mannréttindasáttmálans, næst ekki
út af fyrir sig formlega til frambúð-
ar með því einu að það verði að lög-
um fyrst unnt væri að virða þetta
markmið að vettugi með setningu
yngri laga. Til þess að fyrirbyggja
slíka þróun mála þyrfti að veita þess-
um reglum stöðu stjórnskipun-
arlaga, sem ekki er lagt til með
þessu frumvarpi þótt það geti vel
verið æskileg þróun mála þegar til
lengri tíma er litið.“
Magnús Thoroddsen, fyrrverandi
hæstaréttardómari, kveður enn
fastar að orði í samtali við Morgun-
blaðið: „Það gæti skapað vandræða-
ástand ef mannréttindasáttmálinn
yrði aðeins að almennum lögum.“
Þannig má hugsa sér að upp kynnu
að koma árekstrar milli stjórnar-
skrárákvæða og ákvæða mannrétt-
indasáttmálans sem dómstólar ættu
torvelt með að leysa snyrtilega úr
ef sáttmálinn hefði einungis stöðu
almennra laga. Setjum svo að mál
af því tagi sem leyst var úr í Strass-
borg á dögunum kæmi fyrir íslenska
dómstóla að nýju. Úrlausnin byggð-
ist á því hvort neikvætt félagafrelsi
væri við lýði á íslandi. Dómstólar
þyrftu þá annaðhvort að styðjast við
73. gr. stjórnarskrárinnar sem hefur
verið skýrð svo að hún verndi ekki
neikvætt félagafrelsi eða 11. gr.
mannréttindasáttmálans, sem væri
orðin að íslenskum lögum, þar sem
neikvætt félagafrelsi er verndað að
einhveiju marki, skv. dómum mann-
réttindadómstólsins. Dómstólar
gætu að sjálfsögðu strangt til tekið
horft framhjá því sem gerst hefði
undanfarin ár og dæmt ótrauðir eft-
ir 73. gr. stjórnarskrárinnar eins og
hún hefur ætíð verið skýrð, 11. gr.
mannréttindasáttmálans væri rétt-
lægri og dómar mannréttindadóm-
stólsins hvort eð er ekki bindandi
um skýringu hennar. Viðkomandi
borgari gæti þá kært íslenska ríkið
fyrir mannréttindanefndinni í
Strassborg og náð rétti sínum þar.
En vildu dómstólar spara honum
sporin þá þyrftu þeir að snúa blað-
inu við, gleyma forsögu 73. gr. og
tilgangi, og gerbreyta efni hennar
„með hliðsjón af“ 11. gr. mannrétt-
indasáttmálans eins og hún hefur
verið skýrð nýverið; þ.e. 73. gr.
yrði í raun látin víkja fyrir 11. gr.
mannréttindasáttmálans sem þó
væri réttlægri réttarheimild.
Rýmri skýring
stjórnarskrárinnar
Nefndarmenn leggja samt sem
áður til að sáttmálinn verði að al-
mennum lögum en ekki stjórnskip-
unarlögum. Bæði segja þeir að lög-
festing eigi að auka líkur á breyt-
ingu stjórnarskrárinnar á þann veg
að mannréttindaákvæði hennar
verði ítarlegri og orð þeirra gefa
til kynna að þeir treysti á að dóm-
stólar breyti skýringu sinni á stjórn-
arskránni verði mannréttindasátt-
málinn lögfestur: „Ákvæði stjómar-
skrárinnar um mannréttindi eru
fremur fáorð og komin mjög til ára
sinna. Þótt lögfesting Mannrétt-
indasáttmála Evrópu breytti í engu
efni þessara ákvæða stjórnarskrár-
innar má ætla að hún hefði allt að
einu þau óbeinu áhrif að ríkari til-
hneiging yrði en áður til að beita
rúmri skýringu á stjórnarskránni
til samræmis við reglur sáttmálans
þar sem það gæti átt við.“
Ragnhildur Helgadóttir segir
ennfremur í samtali við Morgun-
blaðið: „í sumum löndum hefur
sáttmálinn vægi stjórnarskrár-
ákvæða. En í þeim löndum er stjórn-
arskrárfyrirkomulag allt annað en
hjá okkur. Okkar stjórnarskrá er
stutt, hnitmiðuð og afmörkuð.
Grundvallarbreyting yrði þar á ef
sáttmálinn og viðaukarnir við hann
yrðu að stjórnskipunarlögum. Það
hefði í annan stað verið næstum
því það sama og segja að við ætluð-
um að láta það vera að lögfesta
sáttmálann og auka hér mannrétt-
indavemd. Reynslan kennir að hug-
myndir um breytingar á stjórnar-
skránni hafa legið í salti í mörg ár.
Við erum aftur á móti sammála um
að það þyrfti að gera mannréttind-
akafla stjórnarskrárinnar ítarlegri.
Það er hins vegar ekki það sama
og að lögfesta sáttmálann. Slík lög-
festing er mesta réttarbótin á þessu
sviði — núna. Hitt hefði ekki verið
raunhæft. En að mínurn dómi eru
breytingar á stjórnarskránni og lög-
festing sáttmálans tvær aðferðir
sem ekki eru andstæðar heldur
hvor annarri til fyllingar og stuðn-
ings.“
Óvilhallir dómarar
Nefndin fól Guðrúnu Gauksdóttur
lögfræðingi að gera athugun á því
hvort breyta þyrfti ákvæðum í ís-
lenskri löggjöf við lögfestingu
mannréttindasáttmálans en hún
hefur unnið á mannréttindaskrif-
stofunni í Strassborg og leggur
stund á framhaldsnám í mannrétt-
indum í Lundi. Álit Guðrúnar sem
hún nefnir „frumathugun” er afar
fróðlegt og er það prentað með
frumvarpinu og greinargerðinni.
Verður hér staldrað við örfá atriði
úr þeirri athugun.
Þær kröfur eru gerðar í l.mgr.
6. gr. sáttmálans að dómstólar séu
óháðir og óvilhallir. Hér kemur til
álita hvort skipan Félagsdóms sam-
kvæmt 39. gr. 1. 80/1938 um stétt-
arfélög og vinnudeilur fái staðist. í
dómnum eiga sæti fimm menn sem
skipaðir eru til þriggja ára; _einn af
Vinnuveitendasambandi íslands,
annar af Alþýðusambandi íslands,
þriðji af atvinnumálaráðherra úr
hópi þriggja manna sem Hæstirétt-
ur tilnefnir, og tveir af Hæstarétti,
og sé annar þeirra sérstaklega til-
nefndur til þess að vera forseti
dómsins. „Ekki virðist útilokað, að
aðili máls fyrir Félagsdómi geri
kröfur, sem séu andstæðar viðhorf-
um og hagsmunum bæði samtaka
vinnuveitenda og launþega, sem
hafa tilnefnt dómara, sem fjalla um
málið. Dæmi slíks væri, að kröfur
aðila byggðust á annarri skýringu
kjarasamnings en samtok vinnuveit-
enda og launþega væru sammála
um. Vafi gæti þá risið um, hvort
Félagsdómur væri óháður og óvil-
hallur...“ segir Guðrún.
Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. mann-
réttindasáttmálans skal sakborning-
ur talinn saklaus uns hann hefur
verið fundinn sekur lögum sam-
kvæmt. Þeirri spurningu hefur oft-
sinnis verið varpað fram hvort 19.
gr. áfengislaga nr. 82/1969 sam-
rýmist þessu ákvæði en þar segir
að finnist áfengi í bifreið við tiltekn-
ar aðstæður skuli refsa eiganda
þess, „sem hann væri sekur um
ólöglega áfengissölu, nema leiddar
séu að því sterkar líkur, að áfengið
sé ekki ætlað til sölu“. Það er sem-
sagt ekki ákæruvaldið sem þarf að
sanna að áfengið sé ætlað til sölu
heldur verður sakborningur að sýna
fram á að svo sé ekki, sönnunar-
byrðin hvílir á honum. Guðrún vitn-
ar í dóm mannréttindadómstólsins
í máli Salabiaku gegn Frakklandi
frá 7. október 1988 þar sem segir
að í öllum réttarkerfum tíðkist að
mæla fyrir um löglíkur fyrir ákveðn-
um staðreyndum eða lagaatriðum
og slíkt bijóti almennt ekki í bága
við mannréttindasáttmálann. „Með
hliðsjón af þessum dómi er ekki loku
fyrir það skotið, að með lögum
megi leggja sönnunarbyrði að ein-
hveiju leyti á sakborning, ef unnt
er að hnekkja löglíkum, sem þannig
eru til komnar, og þær verða heldur
ekki taldar óeðlilegar í sjálfu sér.
Slíkri löglíkindareglu verður þó að
beita af varfærni", segir Guðrún.
Umgengnisréttur
Friðhelgi einka- og fjölskyldulífs,
heimilis og bréfaskrifta er vernduð
í 8. gr. mannréttindasáttmálans.
Mannréttindadómstóllinn hefur í
málum sem varða umgengnisrétt
foreldra við börn, sem þeir hafa
verið sviptir forræði yfir, lagt
áherslu á að það markmið beri að
hafa í huga við ákvörðun umgengn-
isréttar að sameina foreldra og böm
aftur. Því verði að vera um veiga-
mikil rök að ræða, ef umgengnis-
réttur er verulega skertur eða úti-
lokaður. í 33. gr. 1. 58/1992 um
vernd barna og ungmenna er kveðið
á um rétt barns í fóstri til um-
gengni við foreldra. 3. mgr. hljóðar
svo: „Ef sérstök atvik valda því að
mati barnaverndarnefndar að um-
gengni barns við foreldra sé and-
stæð hag þess og þörfum getur
nefndin úrskurðað að umgengnis-
réttar njóti ekki við eða breytt fyrri
ákvörðun um umgengnisrétt með
úrskurði. Jafnframt getur nefndin
SJÁ SÍÐU 23