Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 25 Atkvæðagreiðsla um sam- einingu víða 20. nóvember ATKVÆÐAGREIÐSLUR um sameiningu sveitarfélag'a verða haldnar víða um land 20. nóvem- ber. Umdæmanefndir í kjördæm- um munu skila tillögum fyrir 15. september. Unnar Stefánsson rit- sljóri Sveitarstjórnarmála, mál- gagns Sambands íslenskra sveit- arfélaga, vill minna kjósendur á að atkvæðisréttur er miðaður við íbúaskrá 1. september. Þá verða menn að vera skrásettir á réttum stað. Lög um breytingu á sveitar- stjómarlögum voru samþykkt 8. maí í vor. Markmið þessarar laga- setningar er efling og sameining sveitarfélaga. Samkvæmt ákvæð- um þessara laga kusu landshluta- samtök sveitarfélaga umdæma- nefndir til að gera tillögur að skipt- ingu hvers landshluta eða kjördæm- is í sveitarfélög. Höfuðborgarsvæð- ið hefur þó sérstöðu því sveitarfélög þar eru í tveimur kjördæmum. Lög- in kveða 4 um að tillögur umdæma- nefndanna skuli vera tilbúnar fyrir 15. september næstkomandi. Gert er ráð fyrir að tveimur umræðum um tillögur umdæmanefndanna skuli lokið án atkvæðagreiðslu sveitarstjóma innan sex vikna frá því að þær eru lagðar fram. Al- mennri atkvæðagreiðslu íbúanna í sveitarfélögunum um tillögumar skal lokið innan tíu vikna frá sama tíma. í lögunum er einnig ákveðið að hljóti tillaga umdæmanefndar ekki samþykki í öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum en þó meirihluta greiddra atkvæða í a.m.k. 3/4 þeirra sé viðkomandi sveitarstjórn- um heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga sem samþykktu sameininguna enda hamli ekki land- fræðilegar ástæður. En lögin gera einnig ráð fyrir þvi að verði ekki af sameiningu á grundvelli tillagna umdæmanefndar sé henni heimilt að leggja fram nýja tillögu fyrir 15. janúar 1994. 20. nóvember Umdæmanefndirnar hafa nú tek- ið til starfa. í samtali við Morgun- blaðið upplýsti Unnar Stefánsson hjá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga að nefndimar hefðu nú einu sinni komið saman til fundar. Nefndarformenn hefðu og haldið einn samráðsfund og væri annar slíkur fyrirhugaður næsta föstudag, þ.e. í dag. Unnar sagði að í sex af átta kjördæmum eða umdæmum hefði það formlega verið ákveðið að atkvæðagreiðsla um þessi mál yrði 20. nóvember. í tveim umdæm- um hefði lq'ördagur ekki verið form- lega ákveðinn; á Suðurlandi og höf- uðborgarsvæðinu. Hjörtur Þórarinsson hjá Sam- bandi sunnlenskra sveitarfélaga staðfesti í samtali við Morgunblaðið að formlega hefði ekki verið tekin ákvörðun um kjördag en það hefði ekkert komið fram sem gæfí tilefni til að ætla annað en að atkvæða- greiðsla á Suðurlandi yrði einnig 20. nóvember. Sveinn Andri Sveins- son formaður umdæmanefndarinn- ar á höfuðborgarsvæðinu sagði Morgunblaðinu að hann hefði ekki ástæðu til að ætla annað en að íbú- ar í sínu umdæmi greiddu atkvæði á sama degi og aðrir landsmenn. Nefndin hefði á fundi í síðustu viku samþykkt að gera ekki athuga- semdir við 20. nóvember sem kjör- dag. Kjördæmamörk í stjórnarskrá Unnar Stefánsson þjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sagði ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar í umdæmanefndunum en á þessu stigi hefðu engar formlegar tillögur verið settar fram enda gerðu lögin ráð fyrir að nefndirnar hefðu tím- ann fram til 15. september til að skila tilögum. Unnar benti á að umdæmanefndirnar yrðu margs að gæta í sínum tillögum, athuga yrði ýmsa rekstrarþætti, væntalegan íbúafjölda, að svæðið verði ein við- skiptaleg og menningarleg heild, eitt byggðarlag. í nokkrum tilvikum gæti reynt á lagalega þætti því ekki væri gert ráð fyrir sameiningu sveitarfélaga yfir stjórnarskrár- bundin kjördæmamörk. En þeim yrði ekki breytt nema að afloknum tvennum þingkosningum. Þetta gæti e.t.v. orðið til fyrirstöðu í ákveðnum tilvikum t.d. varðandi hugsanlega sameiningu Reykhóla- hrepps við hreppa í Dalasýslu. Einn- ig varðandi hugsanlega sameiningu syðstu hreppa í Strandasýslu við vestustu hreppa í Vestur-Húna- vatnssýslu. Hann benti einnig á að Reykjavík væri ein og sér sjálf- stætt kjördæmi en nágrannasveit- arfélög væru í Reykjaneskjördæmi. Kjósendur séu í heimabyggð skráðir Unnar Stefánsson vildi benda sérstaklega á það að lögin ákvæðu að atkvæðisbærir við þessa at- kvæðagreiðslu væru þeir sem væru skráðir með lögheimili 5 hverju sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 1. september 1993 og ættu kosningarétt við sveitarstjóm- arkosningar. Unnar vildi hvetja áhugasama kjósendur til að huga tímanlega að því að þeir væru skráðir í rétt sveitarfélag. Valkostir á höfuðborgarsvæði Sveinn Andri Sveinsson formað- ur umdæmanefndarinnar á höfuð- borgarsvæðinu greindi Morgun- blaðinu frá því að nefndarmenn hefðu litið á höfuðborgarsvæðið þrískipt. Suðursvæði, Garðabær, Bessastaðahreppur og Hafnafjörð- ur. Norðursvæði Kjalarnes, Kjós og Mosfellsbær. Og að lokum, Reykja- vík og Seltjarnarnes. Sveinn Andri sagði umdæma- nefndina hafa nú leitað til sérfróðra aðila til að meta kosti og galla sam- einingar, s.s. um hagkvæmni og ýmsa þjónustuþætti o.s.frv. Sér- fræðingarnir skoðuðu sérstaklega þijá möguleikana. a) Bessastaða- hreppur og Garðabær. b) Reykjavík og Seltjarnames. c) Kjalames, Kjós og Mosfellsbær. Eftir að sérfræð- ingamir hefðu skilað skýrslu, myndi umdæmanefndin gera sínar tillögur um þá valkosti sem gengið yrði til atkvæða um. Skoðanakönnun? Sveinn Andri taldi ekki ají kjör- dæmamörk myndu hindra hugsan- lega sameiningu Reylqavíkur og Seltjamarness í framtíðinni ef vilji íbúa þar stæði til sameiningar. Enda væri það yfirlýst stefna fé- lagsmálaráðuneytis að það myndi beita sér fyrir lagabreytingu til að opna fyrir slíka möguleika. Bragi Guðbrandsson aðstoðar- maður félagsmálaráðherra sagði það rétt að Alþingi yrði að breyta lögum ef sameina ætti sveitarfélög yfir kjördæmamörk. En hins vegar væri heimilt að láta fara fram skoð- anakönnun í sveitarfélögum í tengslum við þessa atkvæða- greiðslu. Ef slík skoðanakönnun sýndi vilja íbúa til að sameinast yfir kjördæmamörk, þá væri næsta víst að ráðuneytið myndi beita sér fyrir nauðsynlegum lagabreyting- um á sveitarstjómarlögum og þá jafnframt einnig á stjómarskrár- ákvæði um kjördæmaskipan. Mikið um að vera á Þing- völlum í dag, laugardag kl. 14, leiðir fyrrverandi þjóðgarðsvörður, sr. Heimir Steinsson, gönguferð sem ber yfirskriftina: Eru Þing- vellir þjóðarhelgidómur og hefst gangan við útsýnisskífu á Haki. Eftir hádegi verður farið í ævin- týraferð um Suðurgjár undir leið- sögn. Lagt verður af stað frá bíla- stæði við Nikulásargjá kl. 13. Að*' vanda hittast yngstu gestir þjóð- garðsins við Hrútagilalæk kl. 14 og halda í Hvannagjá en þar verð- ur brúðuleikur og fræðslustund fyrir böm. Á morgun, sunnudag, verður gönguferð í Skógarkot og Vatnskot undir leiðsögn. Lagt verður af stað í þá göngu kl. 13 frá Skáldareit við kirkju. Guðsþjónusta verður í Þingv&lla- kirkju kl. 14. Sr. Hanna María Pétursdóttir messar. Þá verður' einnig barnastund í Vatnskoti kl. 14. Allar nánari upplýsingar fást í þjónustumiðstöð og hjá starfs- mönnum þjóðgarðsins. HÓPURINN sem heldur á heimsmeistaramót skákmanna 18 ára og yngri í Bratislava. Standandi f.v. Andri Áss Grétarsson fararstjóri, Helgi Áss Grétarsson og Þorfinnur Bjömsson fararstjóri. Sitjandi eru Bragi Þorfinnsson, Magnús Öm Úlfarsson og Matthías Kjeld. Pjórir ungir skákmenn á heimsmeistaramót HEIMSMEISTARAMÓT barna og unglinga í skák hefst á sunnudaginn kemur í borginni Bratislava í Slóvakíu. Fjórir íslendingar verða meðal þátttakenda og hafa að sögn fararstjóra undirbúið sig af miklum krafti fyrir þetta mót sem að öllum líkindum verður mjög sterkt og fjöl- mennt. Tefldar verða ellefu umferðir og lýkur mótinu þann 29. júlí. Atvinnulaus ungmenni fái skylduspamað borgaðan SKYLDUSPARNAÐUR ungmenna var afnuminn með lögum í vor. í lögunum vom ákvæði um hvernig standa skyldi að útborgun sparn- aðarins. Lögin vom mjög afdráttarlaus og undanþágur takmarkað- ar. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur kynnt samráð- herrum i ríkisstjórn tillögur um breytingar til að rýmka heimildir um þessi atriði. í flokki skákmanna 18_ ára og yngri teflir Magnús Örn Úlfarsson fyrir íslands hönd en hann tefldi í fyrra í flokki 16 ára pilta og yngri. Helgi Áss Grétarsson keppir í flokki 16 ára og yngri og er þetta mót hans þriðja í röðinni. Matthías Kjeld teflir í fyrsta sinn á heimsmeistara- móti í flokki 14 ára og yngri og loks mun Bragi Þorfinnsson, sem á eitt heimsmeistaramót að baki, etja kappi við jafnaldra sína í flokki 12 ára og yngri. Andri Ass Grétarsson fararstjóri segir að íslensku þátttakendurnir eigi ágæta möguleika á mótinu. „Helgi Áss á örugglega eftir að verða í toppbaráttu en í fyrra varð hann í öðru sæti í sínum flokki á mótinu. Bragi, sem er á eldra ári í sínum flokki, á einnig góða mögu- leika á því að verða ofarlega. Magn- ús og Matthías munu eflaust standa sig vel.Matthías fer nú í fyrsta sinn á heimsmeistaramót en hann hefur tekið miklum framförum í vetur og verður líklega um mitt mót,“ sagði Andri. Alþingi samþykkti 8. maí í vor breytingar á lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins. Ein þeirra breyt- inga sem lögin kváðu á um var að skylduspamaður ungmenna var af- lagður. Þegar lögin voru sett var við það miðað að hafa reglur einfaldar og undanþágur sem fæstar. í lögunum voru bráðabirgðaákvæði um hvem- ig ætti að endurgreiða þær innstæð- ur sem áður skyldugir sparendur áttu. Þeir sem áttu innstæður undir 30.000 krónum fengu ávísanir póst- sendar nýlega. En greiðsla til þeirra sem eiga hærri innstæðu er eftir ákvæðum sem flest líkjast eldri ákvæðum sem gilt hafa, s.s. útborg- un vegna íbúðarkaupa, vegna náms í sex mánuði eða lengur, útborgun við 26 ára aldur o.s.frv. En þess má geta að útborgun er núna ekki heimil vegna stofnunar hjúskapar. Mun sú undanþága hafa verið felld niður vegna svonefndra „spari- merkjagiftinga". Það er mat manna í félagsmála- ráðuneyti að lögin séu mjög afdrátt- arlaus hvað varði heimildir til út- borgunar og möguleikar til aðlög- unar með reglugerðarheimild tak- markaðir. Lagabreyting fyrir atvinnulausa Eftir að lögin tóku gildi hefur komið fram mikil óánægja fólks sem hefur ekki getað unnið vegna atvinnumissis eða langvarandi veik- inda og á inni skyldusparnað sem það hefur ekki getað tekið út þrátt fyrir erfiðaðar fjárhagsaðstæður. Félagsmálaráðherra hefur því lagt til að lögunum verði breytt strax í haust og opnuð verði heimild til að fólk sem hefur verið utan vinnu- markaðar í þrjá mánuði eða lengur geti innleyst skyldusparnaðinn. Reglugerð fyrir námsmenn Við framkvæmd laganna varð- andi skyldusparnaðinn hafa í nokkr- um tilvikum komið upp yafaatriði um undanþágu vegna skólanáms í sex mánuði. Þessi tilvik varða flest einstaklinga sem hafa tekið sér ársleyfi frá námi og farið út á vinnu- markaðinn til að undirbúa sig fjár- hagslega undir nám erlendis eða frekara nám hér heima og hafa búist við því að geta nýtt sér skyldu- sparnaðinn. Félagsmálaráðherra telur að hægt sé að leysa vandamál af þessum toga með útgáfu reglu- gerðar sem verður gefin út fljótlega. Heimildir Morgunblaðsins í fé- lagsmálaráðuneytinu sögðu erfitt að áætla aukningu á útstreymi af skyldusparnaðarreikningum í kjöl- far þessara breytinga. Miðað við þá aldurshópa sem féllu undir skyldusparnaðinn 'mætti ætla að þriðja hvert ungmenni á aldrinum 16-25 ára ætti ennþá inni skyldu- spamað. Rúmlega 700 manns í þessum aldurshópi hafa verið at- vinnulaus í þijá mánuði eða lengur. Ef gert væri ráð fyrir að þessi hóp- ur ætti í jafnríkum mæli og aðrir inni skylduspamað, þ.e.a.s. þriðji hver, og allir tækju út innistæður sinar mætti áætla að útstreymið vegna þessarar undanþágu yrði í mesta lagi um 58 milljónir króna. ----♦ ♦ ♦--- Skoðun- arferð í Engey Á LAUGARDAG og sunnudag verður farið í skoðunarferð út í Engey á vegum hafnargöngu- hópsins. Farið verður báða dagana kl. 14 úr Suðurbugt, bryggju niður af Hafnarbúðum. Hægt verður að velja um gönguferð umhverfis alla eyna eða rólega göngu aðeins um Miðeyna. Ferðin tekur þijá til fjóra tíma. Verð átta hundruð krónúr. Engey er náttúruperla sem fáir hafa kynnst og eyjan er einnig rík af búminjum, sjóminjum og stríðs- minjum. Állir eru velkomnir í ferð með hafnargönguhópnum, segir í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.