Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
Flugmálastjóri um gagnrýni á prófgjöld í flugnámi
Prófgjöld ekki of há
miðað við tilkostnað
ÞORGEIR Pálsson flugmálastgóri segir prófgjöld ekki vera of há
miðað við þann tilkostnað sem lagður er í prófin. Hann hafnar
því að flugmálastjórn nýti sér einokunaraðstöðu og bendir á að
öll gjöld séu ákveðin í samgönguráðuneytinu. „Prófgjöld og önn-
ur gjöld eru sniðin þannig að deildir innan flugmálastjórnar svo
sem loftferðaeftirlitið geti staðið undir sér.“ Hann segir að sú
stefna hafi verið mörkuð um árabil að skattgreiðendur eigi ekki
að taka þátt í kostnaði vegna þjónustu stöfnunarinnar heldur
greiði viðskiptavinir þjónustuna sanngjörnu verði.
Þorgeir segist ekki taka ummæli
Tomaszar Tomczyk í frétt Morgun-
blaðsins í gær þess efnis að próf-
gjöld væru allt of há sem beina
gagnrýni á Flugmálastjórn. „Gjald-
taka fyrir ýmsa þjónustu á vegum
hins opinbera og þar með talið Flug-
málastjómar hefur nú ekki alfarið
verið í höndum stofnananna sjálfra.
Sú stefna var því mörkuð fyrir
mörgum árum að deildir Flugmála-
stjómar og þá sérstaklega loft-
ferðaeftirlitið, sem hefur með út-
gáfu skírteina og prófhald að gera,
skuli í auknum mæli afla sér tekna
til að standa undir kostnaði við
reksturinn," segir Þorgeir.
„Við höfum stefnt að því að öll
þjónusta innan stofnunarinnar sé
greidd sanngjömu verði af þeim,
sem hennar njóta. Jafnframt því
hefur ekki þótt sanngjamt að skatt-
greiðendur greiði fyrir þá þjónustu
sem loftferðaeftirlitið veitir.“ Hann
bendir á að þessi áhersla sé í sam-
ræmi við stefnu setta í nágranna-
löndum okkar og víðar og viður-
kennir að hún hafi leitt til hækkana
á þessum gjöldum.
Misskilningur leiðréttur
Tomasz Tomczyk skólastjóri
Flugmennta vill láta það koma skýrt
fram að misskilnings hafi gætt
milli sín og blaðamanns þegar haft
var eftir honum að prófgjöld nemi
allt að helmingi heildarkostnaðar
við flugnám. Hann segir þessa full-
yrðingu sína og þá gagnrýni að
prófgjöld séu allt of há, einungis
miðast við bóklegt nám en ekki
verklegt.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG. 15. JUU
YFIRLIT: Um 600 km suðsuðaustur af Vestmannaeyjum er 997 mb
nærri kyrrstæð lægð, en yfir Svalbarða er 1025 mb hæð og frá henni
hæðarhryggur suðvestur um allt Grænland.
SPA: Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á veðri á morgun. Aust-
an- og norðaustan ótt, víða kalt. Skýiað að mestu ó Norður- og Austur-
landi og svalt úti við sjóinn, en nokkuð bjart og 13-17 stiga hiti að
deginum sunnanlands og vestan.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG OG MANUDAG: Norðaustan og síðan noröan
gola eða kaidi. Skýjað við norður- og austurströndina en bjartviðri sunn-
an- og vestanlands. Hiti 8 til 16 stig.
HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Hægviðri en vföast skýjað. Híti 8 til 12 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
o
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
r r r
r r
r r r
Rigning
* / *
* r
r * r
Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Alskýjað
v $ ý
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
;tig..
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær)
Greiðfært er um þjóðvegi landsins og flestir hálendisvegir orðnir færir
fjallabílum. Þó er enn ófært um Syðra-Fjallbak og um Nyrðra-Fjallabak
milli Landmannalauga og Eldgjár, Gæsavatnaleið og leiðirnar fró Spreng-
isandi til Skagafjarðar og Eyjafjarðar eru ófærar. Einnig er leiöin lokuð
um Stórasand og um línuveginn við Hlöðufell. Víða er unnið við vega-
gerð, og eru vegfarendur af gefnu tilefni beðnir að virða þær merkingar
sem þar eru.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
ígrænnilínu 99-6315. Vegageröin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tima
hitl veður
Akureyri 8 skýjað
Reykjavík 12 hátfskýjað
Bergen 15 léttskýjað
Helsinki 18 atskýjað
Kaupmannahöfn 19 léttskýjað
Narssarasuaq 10 léttskýjað
Nuuk 6 rignlng
Ósló 23 léttskýjað
Stokkhólmur 23 hálfskýjað
Þórshöfn 8 aúld á síð. klst.
Algarve 28 heiðskírt
Amsterdam 19 alskýjað
Barcelona 28 léttskýjað
Berlín 21 skýjað
Chicago 18 léttskýjað
Feneyjar 25 hálfskýjað
Frankfurt 26 skýjað
Glasgow 19 skýjað
Hamborg 20 rigning
London 19 súldásíð. klst.
Los Angeles 18 skýjað
Lúxemborg 24 léttskýjað
Madrfd 33 heiðskírt
Malaga 26 heiðskírt
Mallorca 34 heiðskirt
Montreal 18 léttskýjað
NewYork 22 heiðskirt
Orfando 24 skýjað
Parfs 27 skýjað
Madelra 22 háifskýjað
Róm 24 léttskýjað
Vín 27 skýjað
Weshington 23 heiðskírt
Wlnnipeg 16 alskýjað
. , , _ , , „. Morgunblaðið/L.S.
Fiskur ur Barentshafi
TOGARARNIR Zaandam og Atlantic Margaret landa aflanum í Þórshöfn.
Stíufiskur unninn
í bita og blokk
Þórshöfn.
f HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar stendur nú yfir vinnsla
á fiski úr Barentshafi. Tveir togarar skráðir í Dominiska
lýðveldinu en með færeyska áhöfn, lönduðu hér sl. föstu-
dag og mánudag.
Hraðfrystistöðin er vel í stakk
búin til þess að taka á móti miklu
hráefni og segir Gunnlaugur
Hreinsson verkstjóri í HÞ, að fískur-
inn sé alveg ormalaus og þokkaleg-
ur stíufiskur. Hann er unninn í
pakkningar á •Ameríkumarkað,
bæði í bita og blokk.
Aðstaða um borð í þessum er-
lendu togurum, ms. Zaandam og
Atlantic Margaret, er önnur en við
eigum að venjast í íslenskum togur-
um, því þarna er fiskurinn ísaður í
stíum á meðan íslendingamir ísa
allan fisk í kassa.
Hér á Þórshöfn var unnið að
endurbótum og lagfæringum á
blóðgunar- og slægingaraðstöðu
um borð í togurunum tveimur, svo
hún verði sambærileg við aðstöðuna
í íslenskum togurum. Einnig voru
gerðar endurbætur á skipunum,
sem auðvelda löndun og verður
þannir öll meðferð á fískinum betri.
Með aflanum úr þessum togurum
skapast næg atvinna hér á Þórs-
höfn og er það mikil lyftistöng fyr-
ir allt mannlíf og þorpið sjálft.
Duglegt fólk býr hér um slóðir og
vill vinna mikið en atvinnuleysi
dregur úr fólki allan dug og drift.
L.S.
Kaupmenn vilja ekki
bera kostnað af
debet-kortunum
SIGRÚN Magnúsdóttir, varaformaður Kaupmannasamtakanna,
segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með áform Visa-ísland að
hefja útgáfu debet-korta án samráðs við alla hagsmunaaðila inn-
an verslunar og bankakerfis. Hún segir afstöðu samtakanna skýra;
kortin séu af hinu góða, þau séu örugg og hagkvæm en samtök-
in geti alls ekki fallist á að kostnaður vegna kortanna lendi alfar-
ið á kaupmönnum, sérstaklega í ljósi þess að bankakerfið hagn-
ist mest á þessum kortaviðskiptum.
„Við höfum hingað til reynt að
hafa forystu um samstarf allra
þeirra, sem hagsmuna eiga að gæta
í þessum kortaviðskiptum. Við höf-
um mjög ákveðnar skoðanir á kort-
unum sem við teljum eiga rétt á
sér. Viðskipti munu ganga betur
fyrir sig og þau eru ennfremur
mjög örugg í notkun," sagði Sigrún
í samtali við Morgunblaðið.
„Það er aftur á móti afar óeðli-
legt að kostnaður af viðskiptunum
sé lagður á kaupmenn og ég bendi
á að það er bankakerfið, sem hagn-
ast mest á kortunum. Það er því
okkar krafa að samið verði um
þennan kostnað. Hún tók það skýrt
fram að samstarf hagsmunaaðila
hafi hingað til verið til fyrirmyndar
og því komi það verulega á óvart
að Visa-ísland reyni að fara bak-
dyramegin inn og týni út einstaka
kaupmenn og hefji þessi viðskipti
án samráðs við heildarsamtök kaup-
manna.
Aðgerðir ekki líklegar
Þó að þessi áform Visa ísland
setji að hennar sögn nokkurt strik
í samstarf milli hagsmunaaðila telur
hún engar líkur á að Kaupmanna-
samtökin grípi til sérstakra aðgerða
enda séu þau seinþreytt til vand-
ræða. Samtökin muni halda áfram
að leita samninga um kostnaðar-
þátttöku kaupmanna og hún sagði
samtökin muni funda við fyrsta
tækifæri um þessi málefni.
Ommeren býður svip-
að eða lægra verð
GUÐMUNDUR Kjærnested hjá Van Ommeren segir skipafélagið
munu bjóða lægra eða sambærilegt verð og Eimskip í almennum
flutningum skipafélagsins á milli íslands og Bandaríkjanna. Van
Ommeren stefnir að því að koma í auknum mæli inn í almenna flutn-
inga á milli Islands og Bandaríkjanna á næstunni.
„Við verðum ekki með hærra
verð en Eimskip í almennum flutn-
ingum á milli landanna," segir Guð-
mundur. „Við erum búnir að reka
þessa flutninga í eitt ár. Þetta hef-
ur gengið vel og við erum komnir
með ágæta reynslu. Á næstunni
hyggjumst við vinna að því að auka
markaðshlutdeild okkar í almennu
flutningunum til muna og erum
þegar með ýmislegt í bígerð í þeim
efnum,“ segir hann.