Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
19
Gagnrýnin skýrsla endurskoðenda um starfsemi Evrópubankans birt
Attali fær slaka einkunn
og lætur strax af störfum
London. Reuter.
JACQUES Attali, bankastjóri
Endurreisnar- og þróunarbanka
Evrópu, Evrópubankans, lét af
störfum í gær aðeins nokkrum
stundum eftir að skýrsla endur-
skoðenda um starfsemi bankans
var birt. I skýrslunni er stjórnun
Attali á bankanum harðlega
gagnrýnd og hann sakaður um
að hafa brotið siðareglur bank-
ans.
Attali hafði áður sagt upp störf-
um en samkomulag var um að hann
gegndi störfum þar til valinn hefði
verið nýr bankastjóri. Frestur til
að tilnefna nýjan bankastjóra renn-
ur út nk. miðvikudag en helst eru
Jacques de Larosiere seðlabanka-
stjóri í Frakklandi og Henning Chri-
stophersen fulltrúi Dana í fram-
kvæmdastjórn Evrópubandalagsins
(EB) taldir til greina koma.
Endurskoðendumir segja í
skýrslu sinni að kostnaðareftirlit í
Evrópubankanum hafí verið ákaf-
lega slakt. Sömuleiðis hafi ákvarð-
anatöku og eftirliti vegna fram-
kvæmda við íburðarmiklar höfuð-
stöðvar bankans verið afar ábóta-
vant og eigi sinn þátt i því að kostn-
aður fór langt fram úr áætlun. Hún
hljóðaði upp á 53 milljónir punda,
5,7 milljarða króna, en fullgerð
kostaði byggingin 66 milljónir
punda eða 7,1 milljarð.
í skýrslunni er gagnrýnt að Att-
ali skuli sjálfur hafa ráðið mestu
um val arkitekta sem fengið hafi
það hlutverk að fylla bankabygg-
inguna af sérpöntuðum marmara
og dýrum plussteppum.
Þá er fundið að ferðamáta Attal-
is og notkun einkaþotna í stað
áætlunarflugs átalin. Fór Attali
allra sinna ferða í einkaþotum og
nam kostnaður bankans af því 1,4
milljónum punda eða 151 milljón
króna. „Með fyrirhyggju og hagsýni
og nánara kostnaðareftirliti hefði
mátt spara mikla fjármuni," segir
í skýrslu endurskoðendanna. Er
Mafían
sankar að
sér vopnum
Róm. Reuter.
ÍTALSKA mafían hefur staðið
fyrir stórfelldu vopnasmygli frá
fyrrum lýðveldum Júgóslavíu og
austanljaldsríkjum. Talið er að
í uppsiglingu sé vopnuð valda-
barátta innan mafíunnar.
Bruno Siclari ríkissaksóknari
sagði í gær að nær útilokað væri
að stöðva vopnasmyglið og áhyggj-
ur vekti hvers kyns vopn væri um
að ræða en þar á meðal væru skot-
pallar fyrir flugskeyti og sprengju-
vörpur.
Siclari staðfesti að á undanförn-
um mánuðum hefði lögregla kom-
ist yfir 5.000 vopn, 200 tonn af
sprengjum og 600.000 skotfæra-
hleðslur hjá glæpamönnum.
„Vopn streyma í stríðum
straumi til mafíunnar. Magn þeirra
er ógnvekjandi. Spurningin er
hvaða þörf mafían telji sig hafa
fyrir öll þessi vopn,“ sagði Siclari.
Siclari sagði að enn sem komið
væri virtust mafíufjölskyldur á Sik-
iley líta á Salvatore „Toto“ Riina
sem leiðtoga mafíunnar, en hann
var handtekinn í janúar eftir 23
ár á flótta undan réttvísinni. „Enn
er litið á hann sem leiðtoga þó
hann sitji bak við lás og slá en
stríð um eftirmann hans getur
hafist þá og þegar,“ sagði Siclari.
Attali
Attali sagður hafa
sjálfur séð um að
skipuleggja ferða-
lög sín og panta
einkaþotur og
fundið er að því
að hann skyldi
skipta við einn
aðila í stað þess
að leita eftir til-
boðum. Segja end-
urskoðendurnir það ennfremur
óviðunandi að erfitt hafi reynst að
fá upplýsingar um ferðalög sem
virtust farin í einkaerindum.
Braut siðareglur
Loks er að því fundið hversu seint
Attali endurgreiddi einkaneyslu
sem hann borgaði fyrir með
greiðslukorti bankans. Sömuleiðis
er hann sagður hafa brotið siðaregl-
ur bankans með því að hafa aðrar
tekjur en bankastjóralaunin en þar
er átt við greiðslur sem hann fékk
fyrir fyrirlestrahald.
Leggja endurskoðendurnir tii að
tekið verði upp strangt og mark-
visst kostnaðareftirlit innan Evr-
ópubankans og sérstök nefnd á
vegum framkvæmdastjórnar bank-
ans gerð ábyrg fyrir því að ekki sé
farið fram úr kostnaðaráætlunum.
Ekkja Willy Brandts
lætur að sér kveða
BRIGITTE Seebacher-Brandt,
hin unga ekkja Willy Brandts,
er í sviðsljósinu í Þýskalandi
þessa dagana þar sem hún tjáir
sig um líf, störf og arfleifð þessa
fyrrum kanslara V-Þýskalands
og leiðtoga Jafnaðarmanna-
flokks Þýskalands (SPD) um
margra ára skeið. Einnig hefur
hún reynt að breyta ímynd þeirri
sem skapast hefur um Brandt og
reynt að skilgreina hver staða
hans hafi verið innan Þýskalands
fyrir dauða hans fyrir um ári
síðan. í staðin hefur hún verið
gagnrýnd af fyrrum flokksfélög-
um Brandts sem ekki eru sam-
mála túlkun hennar á persónu
stjórnmálamannsins.
Þýska vikuritið Der Spiegel segir
að ekkjan sé að reyna að breyta
ímynd Willy Brandts og láta hann
líta út fyrir að hafa verið þjóðernis-
sinna á meðan aðrir haldi því fram
að hann hafí verið vinstrisinnaður
alþjóðahyggjumaður. Vegna þessa
hefur hún kallað yfir sig reiði
margra jafnaðarmanna í SPD sem
hún nefnir flokk kerfískalla.
Eftir fráfall Brandts hefur See-
bacher-Brandt haslað sér völl sem
virtur sagnfræðingur og þykir hún
þjóðernissinnuð og íhaldssöm í
skoðunum. Æ oftar tekur hún þátt
í umræðuþáttum í sjónvarpi og
skrifar greinar í blöð þar sem hún
gagnrýnir hugmyndafræðilegar
skýjaborgir vinstrimanna. Hún seg-
ir að leiðtogar SPD hafi fengið stór-
an hluta flokksins til að vanmeta
gildi frelsisins þegar járntjaldið
hrundi árin 1989-1990.
Hún segir flokkinn hafa minni
sannfæringarkraft en áður og það
hái ekki bara jafnaðarmönnum
heldur líka borgaralegu flokkunum.
í samtali við þýska dagblaðið
Frankfurter Allgemeine þar sem
hún er einnig dálkahöfundur, segir
Seebacher-Brandt að enginn
stjórnmálaflokkur hafi iengur raun-
verulegar forsendur til þess að tak-
ast á við það sem nú er að gerast,
þ.e. þróunina yfir í þjóðfélagsgerð
sem tekur við eftir iðnvæðingu.
Áður fyrr hafi vinnuhugsjónin verið
lagt til grundvallar í þjóðfélaginu,
en nú væri svo komið að það þætti
ekki lengur sjálfsagt.
Eldklár og pólitísk
Seebacher-Brandt er menntaður
blaðamaður, varð talsmaður SPD í
Vestur-Berlín og síðar ræðuskrifari
Brandts i höfuðstöðvum flokksins í
Bonn, þar sem hún vann að doktors-
ritgerð um Erich OUenhauer, fyrr-
verandi formann SPD. Það vakti
mikla athygli á sínum tíma þegar
hún giftist Brandt, sem var 34 árum
eldri en hún. Góður vinur Wiily
Brandts lýsti henni þá sem vinstri-
sinnaðri, pólitískri og eldklárri konu
sem veitti eiginmanni sínum innsýn
í veröld yngra fólks.
Upp á síðkastið hefur ekkjan svo
Ihaldssamur þjóðernissinni
Brigitte Seebacher-Brandt, ekkja Willy Brandts, segir hann hafa
verið mikinn þjóðernissinna.
verið að útskýra í fjölmiðlum per-
sónu Willy Brandt fyrir Þjóðveijum.
í opinskáu viðtali við Der Spiegei
'upplýsir Seebacher-Brandt að undir
það síðasta hafi komið til ósættis
milli Willy Brandts og Oskars La-
fontaine, fyrrum kanslaraefnis jafn-
aðarmanna, vegna sameiningar
þýsku ríkjanna tveggja. Einnig hafi
lundarfar þeirra verið ólíkt og sem
dæmi tekur hún að Brandt hafi
ekki líkað þegar Lafontaine eitt sinn
sendi þjón þrisvar sinnum til baka
með vínflösku því mjöðurinn lyktaði
af korki. Þetta hafi Brandt ekki
fundist við hæfi.
Hún segir að einnig hafi komið
upp skoðanaágreiningur milli
Brandts og SPD út af sameining-
unni og það hafi orðið kaflaskipti
í lífi hans árið 1989. Auðvitað væri
ekki hægt að hugsa sér Willy
Brandt án SPD, en Þýskaland hefði
orðið mikilvægara í huga hans en
flokkurinn, sérstaklega undir það
síðasta.
Þegar Willy Brandt lést var La-
fontaine, fánaberi vinstrimanna, sá
eini af 16 leiðtogum þýsku ríkjanna
16 sem lét ekkert heyra í sér. Síð-
ustu mánuðina þegar krabbameinið,
sem dró Brandt til dauða, ágerðist,
voru bara gamlir vinir til staðar svo
og Helmut Schmidt, fyrrum leiðtogi
flokksins. Ýmsir yngri flokksfélag-
ar, sem oft voru nefndir „barnaböm
Wiily Brandts" létu ekki sjá sig
með einni undantekningu þó en það
var Rudolf Scharping, sem nýlega
var valinn formaður flokksins og
teíst miðjumaður.
Útför Brandts umdeild
Undir það síðasta átti Willy
Brandt meira sameiginlegt með
Helmut Schmidt en með öllum
„barnabörnunum" til samans, segir
Brigitte. Og bætir við að Helmut
Kohl, kanslari hafi veitt ■ honum
mikinn stuðning
Ef til vill var það hún sem skynj-
aði þjóðerniskenndina meðal Þjóð-
veija við sameininguna og hafði
þau áhrif á mann sinn að bilið
milli Brandts og hugmyndafræð-
inga SPD breikkaði; undir það síð-
asta voru skoðanir hans farnar að
færast nær skoðunum hins íhalds-
sama Helmuts Kohls kanslara.
En það er fleira sem fyrrum
flokksfélagar eru ósáttir við. Við-
höfnin og tilstandið í kringum jarð-
arför Brandts í Berlín þar sem
hermenn báru kistu hans sveipaða
þýska fánanum vakti athygli og
voru uppi raddir flokksfélaga
Brandts hvort allt þetta tilstand
hefði verið nauðsynlegt. Ekkjan
svarar því til að tilstandið hafí alls
ekki verið of mikið, hermennsku-
hefðir hafi skipt máli við útförina,
og sá sem skilji ekki tilganginn
með þessu hafi ekki skilið kjarnann
í persónu Brandts. Þetta hefði ver-
ið í samræmi við óskir hans sjálfs.
Einnig var eftir því tekið að Rut
Brandt, fyrri kona Brandts, var
ekki viðstödd útförina og var sú
skýring gefin að Brigitte hefði ekki
viljað að hún væri viðtödd. „Willy
Brandt stóð fast á því að hann
ætti aðeins eina eiginkonu,“ segir
Brigitte Seebacher-Brandt. Brandt
var giftur hinnu norsku Rut í 33
ár og átti með henni þijá syni.
í dag er það yngri konan og
opinbera ekkjan sem breiðir út
boðskap hins látna eiginmanns.
Hún vill að ríkið setji á stofn minn-
ingarsjóð um Willy Brandt, einn
þýðingarmesta stjórnmálamann í
Þýskalandi á þessari öld, og er það
skoðun hennar að það hefði verið
í anda Brandts að eftirláta flokkn-
um ekki skjalasafn hans, en sá vilji
hennar hefur valdið úlfúð innan
raða SPD.
Heimild: Aftenposten
Bankamenn
biðja Jeltsín
ásjár
HELSTU bankamenn í Rúss-
landi hafa beðið Boris Jeltsín,
forseta, um vernd fyrir morð-
og mannránsherferð sem
glæpasamtök standa að. Segja
bankamennirnir að mafían vilji
seilast til valda innan banka-
kerfisins með því að hóta morði
og meiðingum verði ekki farið
að vilja þeirra.
Hárið klippt
SÖNGLEIKURINN Hárið,
sem hneykslaði marga á sjö-
unda áratugnum, verður nú
settur upp aftur í London, og
hefur ýmislegt verið klippt til.
Það eru sérstaklega tilvísanir
í fijálslega notkun á eiturlyfj-
um, um, sem hafa verið klippt-
ar burt, enda eru þær við-
kvæmt mál vegna útbreiðslu á
AIDS nú á dögum.
Ekeus fundar
með Aziz
ROLF Ekeus, erindreki Sam-
einuðu þjóðanna í málefnum
íraks, átti í gær fund með
íraska varaforsetanum, Tareq
Aziz, til þess að reyna að létta
á spennunni vegna vopnabún-
aðar íraka. Ekeus sagði eftir
þriggja klukkustunda langan
fund að þeir hefðu „byrjað upp
á nýtt“ og yrðu að halda frek-
ari fundi. Aætlað var að þeir
hittust aftur í gærkvöldi. Aziz
sagði of snemmt að segja
nokkuð um árangurinn af
fundunum.
Atti að myrða
Alijev
STARFANDI þjóðarleiðtogi í
Azerbajdzan, Geidar Alijev,
sagðist í gær hafa komist á
snoðir um samsæri um að
myrða hann. Sagði hann að
stjómarandstaðan hefði staðið
á bakvið samsærið og þetta
væri ekki í fyrsta skipti sem
honum bærust upplýsingar um
áætlanir eins og þessa. „Þeir
vilja losna við mig hvað sem
það kostar,“ sagði Alijev.
Arangnr
væntanlegur
BANDARÍKJAMENN sögðu í
gær að vænta mætti „inni-
haldsríkrar“ tilkynningar í
næstu viku um viðræður þeirra
við Norður-Kóreumenn um
meintar kjarnorkutilraunir
þeirra síðarnefndu. Embættis-
menn Norður-Kóreu sögðu að
samningaviðræðurnar hefðu
verið mjög árangursríkar.
Þjófar fá
raflost
ÞJÓFAR sem reyna að komast
óboðnir inn í sýningarsal bíla
sölu einnar í Englandi mega
búast við raflosti. Eigandi söl-
unnar sagði í gær að hann
væri búinn að fá sig fullsaddan
af þjófnuðum og hefði því sett
raflögn í dyr og peningaskáp
til þess að fæla burt þjófa.
Varðhundur eigandans var
nýlega barinn illa í annað sinn
á árinu þegar hann reyndi að
veija eigur húsbónda sins fyrir
fingralöngum. Lögregla hefur
varað sölumanninn við því að
ef þjófar verða fyrir meiðslum
af raflosti megi hann eiga von
á lögsókn.