Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 Systir Lovísa er forstöðukona barnaheimilis St. Franciskussystra í Stykkishólmi Hér á ég heima FYRIR 24 árum var því beint til fóstrumenntaðrar nunnu í Belg- íu hvort hún væri tilbúin til að veita aðstoð við nýstofnað barna- heimili í litlu byggðarlagi norður á íslandi. Hún tók sér nokk- urra daga umhugsunarfrest en komst síðan að þeirri niðurstöðu að fyrst hún hefði verið tilbúin til að fara til jafn vanþróaðra ríkja og Zaire og Brasilíu gæti hún allt eins farið til íslands enda var landið á þessum tíma talið til þróunarríkja. Úr þessu varð og nú tæpum aldarfjórðungi síðar lítur systir Lovísa, forstöðukona leikskóla St. Franciskussystra í Stykkishólmi, á ísland sem heima- land sitt. „íslenskan er erfið en hér hefur mér liðið mjög vel. Hér á ég heima,“ segir systir Lovísa stað- fastlega en með bros á vör þegar hún er spurð að því hvort hún sakni aldrei fyrri heimkynna. Hún segist þó eyða öllum fríum sínum í Belgíu. „Á þriggja ára fresti fáum við sex vikna frí og þá heim- sæki ég systkini mín og-aðra ætt- ingja í Belgíu. Eftir nokkrar vikur þar er mig samt alltaf farið að langa aftur til íslands. Rætur okk- ar eru hér,“ segir hún og vísar þannig til allra nunnanna í systra- heimilinu sem koma frá fímm mis- munandi löndum og eru aðal- atvinnurekendurnir í Hólminum. Þær eru samtals tólf og starfa 9 á sjúkrahúsinu, tveir í prent- smiðjunni og Lovísa ein starfar á bamaheimilinu. Ein stór fjölskylda Þegar systir Lovísa er spurð að því hvort bömin á bamaheimilinu séu eins og hennar eigin böm ját- ar hún því. „En hérna kemur svo- leiðis eiginlega af sjálfu sér því íbúar Stykkishólms era eins og ein stór íjölskylda," segir hún og bætir við að eftir 24 ár þekki hún nánast alla Stykkishólmsbúa. „Þegar ég er úti að ganga með hinum nunnunum spyrja þær mig stundum hver þessi og hinn sé og ég get yfírleitt alltaf rakið ættir hans. Stundum verða þær alveg hissa,“ segir systir Lovísa kankvís en hún segist reyna að fylgjast með hvað verði af þeim sem verið hafi hjá henni á bamaheimilinu og þeir heilsi henni alltaf þegar þeir sjái hana úti á götu. Systir Lovísa segir að ef böm á bamaheimilinu séu á einhvem hátt öðravísi en fyrir 24 áram felist það helst í því að þau gegni ekki eins vel og áður. „Samt era þau vinaleg og kurteis. Þau eru líka opnari en í barnafans Morgunblaðið/Einar Falur SYSTIR Lovísa er í miklu uppáhaldi hjá krökkunum á barnaheimilinu og þeir biðu spenntir eftir því að hún kæmi til baka frá Belgíu þegar hún fór síðast í frí ekki alls fyrir löngu. Hún er hér í krakk- askaranum á leikvellinum. þau vora þá,“ segir hún. Mozart og Beethoven Að lokum er systir Lovísa spurð að því hvað hún hafí fyrir stafni í frítíma sínum og þar er ekki komið að tómum kofunum því hún segist hafa mjög gaman af hann- yrðum. Hún hafí líka gaman af því að hlusta á tónlist og séu verk Mozarts og Beethovens í mestu uppáhaldi hjá henni. „Þau lyfta manni upp og gera mann glaðari. Bach, t.d., er of þungur og dregur mann frekar niður.“ Munar 499 kr. á ódýrustu og dýrustu framkölluninni Morgunblaðið/Kristinn Á SUMRIN tekur fólk jafnan mikið af myndum og festir á filmu ævintýri sumarsins. En hvar á svo að láta framkalla myndirnar, sem fólk vill alltaf eiga? Morgunblaðið athugaði verð á framköllun á 24 mynda filmum hjá sex framköllunarfyr- irtækjum á höfuðborgarsvæð- inu. Samkvæmt könnuninni munar 499 kr. á ódýrustu fram- kölluninni og þeirri dýrustu. Ódýrast er að framkalla mynd- irnar hjá Bónusframköllun, en þar kostar framköllun á 24 mynda fílmu 699 kr. Það verð er einungis miðað við framköllunina sjálfa, en enn sem komið er verður fólk að senda filmurnar í pósti til fyrirtæk- isins og þá kostar framköllun auk póstburðargjalds 844 kr. í næstu viku er búist við að opnaðir verði móttökustaðir í Bónus verslunum, og verða filmur sóttar í verslanim- ar einu sinni til tvisvar í viku. Bón- usframköllun er hluti af Myndsýn framköllunarfyrirtækinu og segir Kristján Ómar Kristjánsson, starfs- maður fyrirtækisins, að hægt sé að halda verðinu á framköllun Bón- usframköllunar niðri þar sem ekki sé um hraða framköllun að ræða, heldur komi hún til með að taka nokkra daga. Engin fílma fylgir með í þessu verði. Lítil álagning í Ljósmyndabúðinni í Ingólfs- stræti kostar sama framköllun 718 kr. og fylgir engin filma með í verðinu. Að sögn Einars Þórisson- ar, framkvæmdastjóra verslunar- innar, tekur það að jafnaði einn til tvo daga að framkalla fílmu þar og stundum getur það tekið lengri tíma ef mikið er að gera. Einar segist geta boðið ódýra framköllun vegna lítillar álagningar í sinni verslun. Hjá Framköllun Miðbæjarmynda kostar framköllun á sams konar filmu 1.162 krónur og þar fylgir filma með í verðinu. Ef fólk vill ekki fílmuna er verðið fyrir fram- köllunina 1.090 kr. Að sögn Sigurð- Framköllun og stækkun 24 mynda filma 10x15 cm Bónusframköllun 699 Framköllun á stundinni 1.192* Framköllun Miðbæjarmynda Ljósmyndabúðin 1.162* 718 Hans Petersen 1.191 Úlfarsfell 1.198* EINS og sjá má er verðmunur á ódýrustu og dýrustu framköll- uninni 499 krónur. Stjarnan sýn- ir hvar filma fylgir í verðinu. ar Jónssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er boðið upp á fram- köllun á klukkustund, sem sé snögg þjónusta fyrir viðskiptavini. Afsláttarkort Hjá Hans Petersen verslununum kostar þessi framköllun 1.191 kr. og því verði fylgir engin filma. Þar era hins vegar afsláttarkort og við þriðju hverja framköllun er boðið upp á einhvers konar afslátt. Þá fá viðskiptavinir 40% afslátt af þriðju hverri framköllun þegar 18 filmur hafa verið framkallaðar. Þar Ödýr framköllun KRISTÍN Þóra Kristjánsdóttir, starfsmaður hjá Bónusframköll- un, fylgist hér náið með fram- köllun, en samkvæmt könnun Morgunblaðsins er ódýrast að framkalla filmurnar þar. er boðið upp á framköllun á klukku- stund. Hjá Framköllun á stundinni kostar sambærileg framköllun 1.192 krónur og þar fylgir fílma með. Ef filmu er sleppt kostar framköllunin 1.013 krónur. Eins og nafnið gefur til kynna er þar boðið upp á framköllun á klukku- stund. Áð sögn Birgis Þórissonar, eiganda verslunarinnar, er verðið í hærri kantinum vegna fljótrar og góðrar þjónustu. Af þeim stöðum, sem könnun Morgunblaðsins náði til, er dýrast að framkalla í Úlfarsfelli á Haga- mel. Þar kostar framköllun á 24 mynda fílmu 1.198 kr. og því fylg- ir einnig fílma, en án fílmu kostar hún 1.050 kr. Þar er boðið upp á framköllun samdægurs. Það er ljóst að nokkur verðmun- ur er á framköllun og sýnilegt er að skjót þjónusta er dýrari en lengri þjónusta. Það skal tekið fram að í þessari könnun vora gæði framköll- unarinnar ekki athuguð. Tveggia daga tilboð í IKEA föstudaginn 16. júlí og laugardaginn 17. júlí SÓFIST vegghilla, króm og gler verð áður 7.400,- | verð nú 4.500,- 1^^^' ...fyrir fólkið Wfcfc—■ , —mBI í landinu KRINGLUNNI 7 • SIMI 91-686650 Metsölubladá hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.