Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
Tillaga að fyrstu fjögurra ára byggðaáætluninni kynnt
Megináherzla á eflingu
vaxtarsvæða og sam-
ræmingu aðgerða
FORSVARSMENN Byggðastofnunar, Guðmundur Malmquist for-
stjóri og Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þróunardeildar,
kynntu í gær tillögu að nýrri byggðaáætlun fyrir árin 1994 til 1997.
í byggðaáætluninni er megináherzla lögð á samræmingu aðgerða
hins opinbera til þess að styrkja byggð í landinu og á uppbyggingu
vaxtarsvæða, sem byggjast á góðum samgöngum við þjónustu-
kjarna. Stjórn Byggðastofnunar hefur fjallað um tillöguna og sam-
þykkt hana samhljóða.
Ný lög um Byggðastofnun voru
samþykkt á Alþingi árið 1991. Þar
er kveðið á um að draga skuli úr
hlutverki hennar sem lánastofnun-
ar, en leggja aukna áherzlu á at-
vinnu- og þróunarráðgjöf, meðal
annars í formi áætlanagerðar.
Byggðaáætlunin, sem nú lítur
dagsins ljós, er sú fyrsta sinnar
tegundar, en samkvæmt hinum
nýju lögum ber stofnuninni að
leggja fram tillögu að slíkri áætlun
á fjögurra ára fresti. Það er síðan
hlutverk forsætisráðherra að
leggja tillöguna fyrir Alþingi til
afgreiðslu og mun Davíð Oddsson
væntanlega flytja tillögu Byggða-
stofnunar á þingi í haust.
Helztu stefnumál sem lögð er
áherzla á í áætlun Byggðastofnun-
ar eru fjögur: Efling samfelldra
atvinnu- og þróunarsvæða, sam-
ræming á starfsemi og fram-
kvæmdum ríkisins, valddreifíng
frá ríki til sveitarfélaga og nýsköp-
un og fjölbreytni í atvinnulífí.
Efling atvinnu- og
þjónustusvæða
í fyrsta lagi er stefnt að því að
tengja þéttbýlisstaði og sveitir með
öruggum samgöngum og efla sam-
felld atvinnu- og þjónustusvæði.
„Svæðin verða að vera nægilega
fjölmenn til þess að hægt sé að
reka þar fjölbreytta þjónustu og
atvinnulíf á hagkvæman hátt,“
segir í áætluninni. Þar er lögð
áherzla á samgönguframkvæmdir,
meðal annars gerð heilsársvega.
Rætt er um að ný opinber þjón-
usta, sem almenningur þurfí að
leita til og þjóni heilum landshlut-
um verði fyrst og fremst staðsett
í stærstu þéttbýlisstöðunum, eða
þar sem hagkvæmt þykir. Stefnt
er að því að draga ekki úr þeirri
opinberu þjónustu á vegum ríkis-
ins, sem nú er veitt á landsbyggð-
inni. Þá er gert ráð fyrir að í að-
gerðum ríkisins á jaðarsvæðum
verði einkum horft til nýtingar
náttúruauðlinda og ferðaþjónustu.
í afskekktustu byggðunum verði
þeim bændum sem hætta vilja
búskap boðin aðstoð við það.
Samræming framkvæmda
í öðru lagi er í áætlun Byggða-
stofnunar lögð áherzla á að starf-
semi og framkvæmdir ríkisins verði
samræmdar og með því reynt að
forðast tilviljanakenndar ákvarðan-
ir. Opinbera þjónustu eigi að veita
á sem hagkvæmastan hátt og laga
hana að íbúafjölda, samgöngum og
tækni. í þessu skyni verði meðal
annars tekin upp samræmd vinnu-
brögð við ákvarðanir um opinberar
framkvæmdir og fyrirkomlag þjón-
ustu og langtímamarkmið ráðu-
neyta og stofnana samræmd. Gerð-
ar verði fjögurra ára áætlanir um
hvern þjónustumálaflokk, líkt og
vegaáætlanir nú, sem verði grund-
völlur fjárlagagerðar til lengri tíma.
Þá er gert ráð fyrir svæðisbundnum
byggðaáætlunum, sem litið verði á
sem samstarfssamning milli ríkis-
ins og viðkomandi sveitarfélaga.
Þær verði unnar í samstarfi við
sveitarfélög og ráðuneyti, en
Byggðastofnun samræmi gerð
þeirra fyrir hönd forsætisráðuneyt-
isins.
Valddreifing og tilfærsla
verkefna
í þriðja lagi er lögð áherzla á
valddreifingu frá ríki til sveitarfé-
laga með því að færa verkefni til
sveitarfélaganna. Forsenda fyrir
því er hins vegar sameining sveitar-
félaga eða samningsbundið sam-
starf þeirra, að því er fram kemur
í áætluninni. Byggðastofnun legg-
ur til að tillögur um tilflutning
verkefna verði lagðar fyrir Alþingi
sem fyrst, og að opinber þjónusta
og starfsemi opinberra stofnana
verði aukin á landsbyggðinni en
Bjöm Steffensen látínn
BJÖRN Steffensen, löggiltur
endurskoðandi, lést á 92. aldurs-
ári síðastliðinn fimmtudag. For-
eldrar hans voru Valdimar
Steffensen og Theódóra Sveins-
dóttir.
Björn fæddist í Kaupmannahöfn
12. apríl 1902 en ólst upp í Hafnar-
fírði og Reykjavík. Hann útskrifað-
ist frá Verslunarskóla íslands 1919
og var við nám í Pitmans School
og Polytechnic School í London
1924-27.
Með framhaldsnámi sínu starf-
aði Bjöm við endurskoðunarskrif-
stofu Davies Dunn og Co. Hann
varð löggiltur endurskoðandi árið
1934 og rak sína eigin endurskoð-
endaskrifstofu í Reykjavík frá
1927.
Björn var formaður Félags end-
urskoðenda 1941-44 og 1949-55
og var útnefndur heiðursfélagi
þar. Hann var mikill áhugamaður
um landvemd og skrifaði fjölda
greina um ýmis málefni í Lesbók
Morgunblaðsins.
Björn kvæntist Sigríði Ámadótt-
ur 28. júní 1928. Hún lést 26.
mars 1985. Böm þeirra em Theó-
dóra, Sigþrúður, Helga og Bjöm.
dregin saman í höfuðborginni að
sama skaþi.
Efling atvinnulífs
Fjórða áherzlan í áætluninni er
sú að atvinnulífínu verði búin þau
skilyrði að fyrirtæki geti skilað
arði. Aukin áherzla verði lögð á
atvinnuþróunarstarf á vegum
Byggðastofnunar og heimamanna,
sem beinist að nýsköpun og auk-
inni fíölbreytni í atvinnulífinu. Lagt
er til að Byggðastofnun hafi frum-
kvæði að því að samræma nýtingu
fjárveitinga úr ríkissjóði til at-
vinnumála á landsbyggðinni og
styrki fyritæki á landsbyggðinni
til að bæta og efla vöruþróun,
markaðsmál, hæfni starfsmanna
og nýsköpun. Stuðningi við al-
menna fjárfestingu verður hins
vegar að mestu leyti hætt. Þá er
rætt um að Byggðastofnun styrki
atvinnuþróunarstarf heimamanna
með hlutafé í atvinnuþróunarfélög-
um, allt að þriðjungs hlut, og taki
einnig þátt í rekstrarkostnaði og
einstökum verkefnum á vegum
félaganna. Kannað verði hvaða
hlutverki Byggðastofnun geti
gegnt í samræmdum aðgerðum á
vegum hins opinbera til að glæða
áhuga erlendra aðila á að fjárfesta
hér á landi. Kannað verði hvort
hægt sé að kaupa fyrirtæki til
landsins, t.d. eins og þegar Alpan
á Eyrarbakka var keypt frá Dan-
mörku.
Mismunandi þjónusta
Drög að áætlun Byggðastofnun-
ar voru send um 70 aðilum til
umsagnar. Að sögn Sigurðar Guð-
mundssonar, forstöðumanns þró-
unarsviðs stofnunarinnar, bárust
flestar athugasemdir við þann
kafla draganna, sem fjallaði um
atvinnu- og þjónustusvæði og var
honum breytt nokkuð. Mál þessi
eru að sögn Sigurðar viðkvæm,
vegna þess að uppbygging þjón-
ustusvæða þýðir óhjákvæmilega
að áherzia verður lögð á þjónustu
á einum stað umfram annan. í
áætlun Byggðastofnunar er þjón-
ustusvæði skilgreint sem „land-
svæði þar sem íbúar sækja þjón-
ustu á einn stað“. Þar segir jafn-
framt að tegundir þjónustu séu
mismunandi, eftir því hversu Iangt
hún sé sótt. Menn sætti sig við að
lengra sé í þá þjónustu, sem þeir
þurfí sjaldan á að halda, en síður
ef því sé öfugt farið. „Sem dæmi
má taka að fólk sættir sig við að
þurfa að sækja lengra í húsgagna-
verzlun en dagvöruverzlun. Sömu-
leiðis að fara lengra á sjúkrahús
en í heilsugæzlustöð," segir í áætl-
uninni. „Sumar tegundir opinberr-
ar þjónustu eru þannig að þær
verða að vera fyrir hendi hvar sem
fólk býr. Þannig eru til dæmis
reknir grunnskólar allvíða þrátt
fyrir lítinn nemendafjölda og póst-
inn fá menn til sín hvar sem er á
landinu. Þá er heilsugæzla rekin
víðar en rekstrargrundvöllur er
fyrir.“
Samgöngnbætur og fækkun
þjónustustaða
í áætluninni segir jafnframt:
„Með batnandi samgöngum
stækka þjónustusvæði. Hægt er
að komast hjá því að byggja upp
nýjar þjónustustofnanir jafnvíða
og áður var gert. Þá er í ýmsum
tilvikum mögulegt að laga þjón-
ustuna og skipulag stofnana að
búsetunni.“ Sigurður sagði að
þetta þýddi meðal annars að fyrir-
heitið, sem gefíð væri í áætluninni
um að draga ekki úr opinberri þjón-
ustu á landsbyggðinni, þýddi ekki
endilega að hún yrði áfram veitt á
jafnmörgum stöðum. Samgöngu-
bætur gerðu það að verkum að
þjónustan yrði aðgengilegri.
í áætlun Byggðastofnunar er
ekki farin sú leið að velja ákveðna
staði sem miðstöðvar þjónustu. Þar
segir: „Allt fram á síðustu ár hefur
verið erfítt að veita þjónustu sem
þarf fleiri íbúa en eru í viðkom-
andi þéttbýlisstað og næsta ná-
grenni hans vegna samgönguerfið-
leika. Nú eru hins vegar gerðar
kröfur um þjónustu sem þarf svo
marga notendur að hana er ein-
ungis hægt að veita á fáum stöð-
um. Bættar samgöngur hafa aftur
á móti gert þetta mögulegt sums
staðar. Þá kemur hins vegar upp
vandamál um staðarval fyrir þessa
þjónustu: á að velja henni stað í
einum kjama fyrir hvem lands-
hluta eða á að skipta henni milli
staða? Um það eru skiptar skoðan-
ir. Það liggur í hlutarins eðli að
þjónustusvæði grunnþjónustu eru
smærri en þegar fjallað er um þjón-
ustu sem þarf stærri markað.
Spumingin er hvort það sé ásætt-
anlegt að skilgreina einhverja staði
sem þjónustumiðstöðvar fyrir fleiri
en eitt hérað og jafnvel heila lands-
hluta."
Nýrri þjónustu ekki
dreift frekar
Byggðastofnun telur að þeir
staðir, sem hafa svokallaða kjör-
dæmisþjónustu, til dæmis héraðs-
dóm, sjúkrahús og skattstofu, séu
ekki margir og að sú tilhneiging
hafí ríkt að nýrri þjónustu hafí
verið valinn staður í þéttbýlisstöð-
um sem jafnframt séu þjón-
ustumiðstöðvar við landbúnaðar-
héruð. „Hér er lagt til að þeim
stöðum sem hafa slíka þjónustu
verði ekki fjölgað en að öðm leyti
fylgt þeim hagkvæmnissjónarmið-
um sem þegar hafa verið gerð að
umtalsefni," segir í áætluninni.
Um vaxtarsvæðin segir: „Þessi
svæði eiga frekar en önnur að njóta
fyrirgreiðslu opinberra aðila til að
efla atvinnulíf. Hugmyndin er sú
að sameina kraftana á ákveðnum
svæðum sem talið er að hafí betri
vaxtarskilyrði en önnur svæði.
Þannig era meiri líkur til þess að
hægt verði að snúa vöm í sókn á
landsbyggðinni. Þó að það sé æski-
legt út frá mörgum sjónarmiðum
að efla vöxt á öllum þéttbýlisstöð-
um landsbyggðarinnar er það
markmið einfaldlega utan þess sem
hægt er að ná.“
Skilyrði fyrir vexti
Byggðastofnun telur að eftirfar-
andi kostir þurfi að vera fyrir hendi
til þess að vaxtarsvæði sé vænlegt:
• Góð lega gagnvart fiskimiðum
og hagkvæmir möguleikar á út-
gerð og fiskvinnslu.
• Nægilegur mannfjöldi á þétt-
býlisstað og fjölmenn landbúnaðar-
héruð á þjónustusvæði hans.
• Góðar samgöngur, bæði innan
svæðis og við höfuðborgarsvæðið.
• Hagkvæmur jarðhiti, eða önn-
ur náttúraleg skilyrði s.s. til úti-
vistar eða ferðaþjónustu.
Mismunandi áherzlur í
samgöngumálum eftir svæðum
í þeim kafla byggðaáætlunar-
innar sem fjallar um samgöngumál
segir að mikilvægustu markmiðin
séu samgöngubætur, sem stækki
þjónustusvæði þéttbýlisstaða, bæti
samgöngur þessara svæða við höf-
uðborgarsvæðið og greiði fyrir
samskiptum milli einstakra lands-
hluta. Byggðastofnun segir að sá
hluti landsins, sem sést á meðfylgj-
andi mynd, þ.e. Suður- og Vestur-
land og Húnavatnssýslur, verði að
teljast þjónustusvæði höfuðborgar-
innar. Á þessu svæði verði lögð
áherzla á samgöngur á vegum, og
þar af leiðandi minni áherzla á
flugvelli og vöruhafnir. Þar með
sé ekki sagt að ekki sé réttlætan-
legt að reka þær vörahafnir, sem
fyrir séu, en huga þurfí vel að
málum ef standi til að stækka
þær. Sama eigi við um flugvelli.
Utan þjónustusvæðis höfuðborgar-
innar, þ.e. á Vestfjörðum, Norð-
austur- og Austurlandi, þurfí hins
vegar að leggja áherzlu á bæði
flugsamgöngur og hafnir auk
vegasamgangna. Þó sé þar um að
ræða fáar hafnir og flugvelli, en
bættar landsamgöngur að og frá
þeim.
Þeim fækkar sem
þykir kjöt of dýrt
KÖNNUN á viðhorfi fólks til verðlags á kjöti hefur leitt í Ijós að
62% aðspurðra þykir nautakjöt dýrt, 58% lambakjöt og 46% þykja
kjúklingar of dýrir. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Hagvang-
ur framkvæmdi fyrir Samstarfshóp um sölu á lambakjöti. Sam-
kvæmt sambærilegri könnun frá sama tíma í fyrra hefur þeim
fækkað nokkuð sem þykja tveir fyrrnefndu vöniflokkarnir of
dýrir.
Að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu frá Upplýsingaþjón-
ustunni era ástæður breytts við-
horfs almennings til verðlags á
nauta- og lambakjöti raktar til
söluátaks á vöraflokkunum að
undanförnu. í sömu könnun kom
einnig fram að 81% kaupenda lík-
aði vel við lambakjöt sem selt var
undir kjörorðunum Bestu kaupin.
Könnunin var framkvæmd
gegnum síma og náði til 1.000
manns um allt land. Svarhlutfall
var 72%.