Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 Bæjarráð styður álit starfshóps um sundlaugarmál Hópurínn starfi áfram í samræmi við álitið Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar síðastliðinn miðvikudag var fjallað sérstaklega um undirbúning að byggingum og endur- bótum á Sundlaug Akureyrar. Fjallað var meðal annars um gagnrýni sem fram hefur komið á vinnubrögð starfshópsins. Bæjarráð samþykkti að fela hópnum að starfa áfram í sam- ræmi við álit hans. Að sögn Sigurðar J. Sigurðsson- ar sátu fund bæjarráðs fulltrúar AKure.yri ■Laugardagur 17. júli Vinnudagur í Grófinni klukkan 14-17. Listakonumar Lene, Inga, Hadda, Karen og Sunneva bjóða fólki að kynnast ullarþófa og spreyta sig á að vinna úr honum. Margrét Jóns- dóttir rennir leirmuni og býður gestum að prófa. Jónas Viðar opnar sýningu sína i Listhúsinu Þingi klukkan 16. Djasstríó Gunnars Gunnars- sonar, Jóns Rafnssonar og Árna Ketils Friðrikssonar leikur í Blómahúsinu frá klukkan 22. ■Sunnudagur 18. júlí Vinnudagur í Grófinni klukkan 14-17. Klassísk tónlist í Laxdals- húsi. Þar leika Halldór Már Stefánsson á gítar og Sigríður Baldvinsdóttir á fiðlu klukkan 15-17. Sumartónleikar í Akur- eyrarkirlgu klukkan 17. Gunn- ar Kvaran leikur á selló og Öm Falkner á orgel. Söng- og skemmtidagskráin Man ég þig mey... frumflutt í veitingahúsinu Við Pollinn klukkan 21. ■Mánudagur 19. júlí Gjömingur Önnu Richards- dóttur og Sigurbjargar Eiðsdótt- ur í Lystigarðinum klukkan 18. íþróttaráðs og bæjarstarfsmanna. Farið var yfir störf sundlaugar- hópsins svonefnda og jafnframt fjallað um gagnrýni á störf hans sem borist hefði frá nokkrum arki- tektum. Samþykkt var á fundinum eftirfarandi tillaga: „Bæjarráð fellst á niðurstöðu samstarfshóps um sundlaugarmál og felur hópn- um að vinna áfam að málinu í samræmi við álit hans. Samningar um hönnun verði lagðir fyrir bæj- arráð til staðfestingar." Sú gagnrýni sem um er að ræða á störf sundlaugarhóps mun í því Messa á sunnu- dagskvöld GUÐSÞJÓNUSTA verður í Gler- árkirkju á Akureyri á sunnudags- kvöld klukkan 21. Prestur er séra Hannes Öm Blandon. fólgin meðal annars að hópurinn hafnaði öllum tillögum sem fram komu í samkeppni um skipan sundlaugarsvæðisins. Að því loknu leitaðist hópurinn eftir samstarfi tveggja þeirra sem tillögur áttu um að þeir ynnu saman að hönnun svæðisins. Að sögn Sigríðar Stefánsdóttur, formanns bæjarráðs, sem á sæti í sundlaugarhópnum, var sóst eftir samstarfí þessara aðila þar sem hópnum hefði þótt ákveðnir þættir í hugmyndum þeirra samræman- legir og á grunni þeirra mætti komast að viðunandi niðurstöðu í hönnun svæðisins. Lokaafgreiðsla í næstu viku í ljósi samþykktar bæjarráðs nú mun hönnun sundlaugarsvæð- isins verða í höndum Teiknistof- unnar Form og Teiknistofu Hall- dórs Jóhannssonar. Bæjarstjórn mun taka málið til lokaafgreiðslu í næstu viku. Stefnt er að því að vinna að hönnun á síðari hluta þessa árs og í upphafi þess næsta en framkvæmdir hefyist á sund- laugarsvæðinu sem fyrst á árinu 1994. Dómarar í dómssal Morgunblaðið/Golli VIÐ formlega opnun húsnæðis Héraðsdóms Norðurlands eystra. Frá vinstri: Freyr Ófeigsson dómstjóri, Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra, dómararnir Ólafur Ólafsson og Ásgeir Pétur Ásgeirsson og Erlingur Sigtryggsson fulltrúi. Húsnæði Héraðs- dóms fullbúið HÚSNÆÐI Héraðsdóms Norður- lands eystra var formlega tekið I notkun við athöfn í dómssal Hér- aðsdóms á fimmtudag. Dómsmála- ráðherra Þorsteinn Pálsson var viðstaddur athöfnina. Freyr Ófeigsson sagði við athöfn- ina að breytingar sem urðu á síðasta ári á fyrirkomulagi dómsmála hefðu leitt til bóta á starfsháttum og starfs- aðstöðu allri og afköst hefðu aukist að mun. Á þeim tíma sem liðinn er frá því þessi nýi dómstóll.tók til starfa væri málafjöldi í heild á bilinu 1.200-1.300 og af þeim væru einung- is um 100 óafgreidd. Við dómstólinn starfa alls þrír dómarar og þeim bættist við síðustu mánaðamót einn fulltrúi. Auk þess starfa við Héraðsdóm Norðurlands eystra þrír ritarar í tveimur stöðu- gildum. Ný verksmiðja formlega tekin í notkun í Reykjahverfi í Þingeyjasýslum Mun framleiða harðfisk og síðar gæludýrafóður í GÆR var formlega tekin í notkun ný verksmiðja sem hlutafélagið Stöplar í Reykjahverfi í Suður Þingeyjarsýslu hefur komið á fót. Þegar er hafin framleiðsla á harðfiski og í undirbúningi er að fram- leiða gæludýrafóður í verksmiðju Stöpla hf. Um það bil ár er síðan 45 ein- staklingar í Reykjahverfi og ná- grenni stofnuðu hlutafélagið Stöpla ásamt Búnaðarfélaginu Ófeigi, Reykjahreppi og þremur fyrirtækj- um, í því skyni að efla atvinnu í Reykjahverfi. Að sögn Gunnlaugs Aðalbjamarsonar, framkvæmda- stjóra Stöpla hf., hefur fyrirtækið síðan komið sér upp atvinnuhús- næði og innréttað það fyrir fisk- þurrkun. Harðfiskur og gæludýrafóður Að sögn Gunnlaugs var á liðnu vori stofnað á vegum Stöpla hf. fyrirtækið Stöplafiskur hf. Þar hófst í júnímánuði tilraunafram- 'leiðsla á harðfíski, bitum og flökum úr þorski og ýsu. Framleiðslan hef- ur hingað til verið seld á markaði í Þingeyjarsýslum en verður brátt kynnt um allt land. Gunnlaugur sagði að keyptar hefðu verið vélar og tæki frá Eskfirðingi hf. til vinnsl- unnar. Hráefni væri fengið frá Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur. Fyrirhugað er að fyrirtækið hefji á haustdögum að framleiða gælu- dýrafóður úr físki og fiskúrgangi samhliða harðfiskframleiðslunni. Umsvif aukast Gunnlaugur sagði að bjartsýni Áttungsmíla innanbæjar BÍLAKLÚBBUR Akureyrar gengst fyrir keppni í áttungsmílu innan- bæjar á Akureyri á sunnudag. Þetta mun vera fyrsta keppnin af þessu tagi innanbæjar á Islandi. Spyrnt verður á Tryggvabraut og keppnisbrautin er helmingur veiyulegrar kvartmílubrautar að lengd. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfir- undirbúningi öllum hefði verið lögregluþjónn á Akureyri sagði að ákveðið að gefa leyfi fyrir þessari eftir vandlega athugun lögreglu og tilraun. Aðstandendur keppninnar lögreglustjóraembættisins hefði Bílaklúbbnum verið veitt leyfi til þessarar keppni, sem mun hin fyrsta í þéttbýli hérlendis. Hann sagði að í Ijósi þess að samskipti lögreglu við Bílaklúbbinn hefðu hingað til verið afar góð og svo þess að hér væri um viðurkennda íþrótt að ræða sem og vegna þess að klúbburinn stæði mjög vel að hefðu tryggt sér leyfí hjá Akur- eyrarbæ til að fá að loka götunni auk leyfa hjá eigendum fyrirtækja í götunni. Vel hefði auk þess verið gengið frá öllum tryggingum og ekkert væri því í vegi fyrir því að keppnin færi fram. Stuttir sprettir Morgunblaðið/Golli Kappakstursbraut innanbæjar Á ÞESSARI götu, Tryggvabraut á Akureyri, verður annars konar umferð á sunnudag. Þá verður þar haldin keppni í áttungsmílu, hálfri kvartmílu. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni fer fram innanbæjar hérlendis. í þessari keppni stuttir, helmingur af venjulegri kvartmílu. Ekki væri búist við að bílarnir næðu miklu meira en 120 km hraða á þessum skika en þeir hefðu a.m.k. 300 metra kafla til að stöðva sig. Kost- Að sögn Ólafs verða sprettimir urinn við Tryggvabrautina væri hversu breið hún væri og bein, én áhorfendur fengju af öryggis sökum að vera beggja vegna götunnar nærri rásmarkinu og ekki annars staðar. Mikil gæsla yrði á svæðinu, hvort tveggja á vegum Bílaklúbbs- ins og lögreglu. ríkti um starf þessa nýja fyrirtækis og með því ykjust umsvif í sveit- inni. Þar er fyrir gróðurhúsarækt og verktakastarfsemi auk seiðaeld- isstöðvarinnar að Laxamýri. Við verksmiðju Stöpla hf. sem nú bæt- ist við munu starfa 3-& manns að jafnaði. Fjölskyldudag- ur í Vaglaskógi Starfsmenn Skógræktar ríksins á Vöglum í Fnjóskadal og Skeljungs hf. bjóða fólki í heimsókn í Vagla- skóg og skógræktarstöðina í dag, laugardag. Boðið verður upp á fjölbreytta kynningar- og skemmtidagskrá í skóginum. Mun færri ferðamenn hafa dvalist í Vaglaskógi í sumar en venja er og hefur sumarkuldinn valdið þar mestu um. í dag verður bryddað upp á þeirri nýjung að hafa fjölskyldudag í skógræktarstöðinni að Vöglum í samstarfi Skógræktarinnar og Skeljungs hf. sem styrkir skógrækt í landinu undir kjörorðinu „Skóg- rækt með Skeljungi". Gönguferðir og gróðursetning Meðal dagskrárliða í Vaglaskógi í dag eru skemmtilegar hálftíma- langar gönguferðir um skóginn und- ir leiðsögn starfsfólks, kennsla í gróðursetningu og ráðleggingar um val á tijáplöntum auk þess sem gest- um verða boðnar glóðarsteiktar pyls- ur í skóginum. Þess er vænst að fólk fjölmenni í Vaglaskóg og njóti fræðslu, skemmtunar og útiveru í hinum fagra skógi. (Úr fréttatilkynningu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.