Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
Samráð eða launráð?
*
eftir Amunda
*
Amundason
Hringavitleysan, sem sett hefur
verið á svið í fjölmiðlum, í kjölfar
afsagnar varaformanns Aiþýðu-
flokksins, er komin út í öfgar. Mót-
sagnirnar æpa hver á aðra. Frétta-
menn virðast engan metnað hafa
til að greina satt frá lognu eða að
rýna í samhengið í málflutningi
heimildarmannanna, sem eru að
misnota fjölmiðla.
Mótsagnir
Formanni Alþýðuflokksins er gef-
ið að sök að hafa sniðgengið konur
í vaii sínu á ráðherrum flokksins.
Hver konan á fætur annarri notar
stór orð um þessa ósvinnu. Gefið er
í skyn að hér hafi átt sér stað
kvennapólitískur harmleikur og for-
maðurinn er harðlega fordæmdur.
Staðreyndin er hins vegar sú að
formaðurinn tók enga slíka ákvörð-
un. Það gerði þingflokkur Alþýðu-
fiokksins. Þar fór fram lýðræðisleg
kosning. Niðurstaðan varð sú að
doktor í líffræði var kjörinn í starf
umhverfisráðherra. Þrautreynd
forystukona í sveitarstjórnarmálum
og landsmálum var kjörin formaður
þingflokks Aiþýðuflokksins í fyrsta
sinn í 77 ára sögu hans. Þetta er
harmleikurinn.
Eftir nokkum umhugsunarfrest
ákvað Rannveig Guðmundsdóttir að
taka kjöri sem formaður þingflokks-
ins. Þá bregður svo við að varafor-
maður Alþýðuflokksins, Jóhanna
Sigurðardóttir, segir allt í einu af
sér. Með afsögn hennar er gefið í
skyn að hún sé að lýsa samstöðu
með ritara flokksins, Rannveigu
Guðmundsdóttur, sem hafði hins
vegar ákveðið að taka kjöri sem
þingflokksformaður. Gengur þetta
upp?
Varaformaður ieggur á það höf-
uðáherslu að málið sé alls ekki póli-
tískt. Hún sé alls ekki að lýsa póli-
tískum ágreiningi við formann
flokksins og félaga sína í þing-
flokknum. Hún sé ekki að lýsa
óánægju með stjórnarþátttöku Al-
þýðuflokksins. Hún undirstrikar það
með því að halda áfram störfum sem
ráðherra í ríkisstjórn.
Sjálfskipaður blaðafulltrúi Jó-
hönnu, Ólína Þorvarðardóttir, ryðst
hins vegar fram í fjölmiðlum (t.d. í
Mbl. 13. júlí sl.) og hefur allt aðra
sögu að segja. Hún talar um fory-
stukreppu Aiþýðuflokksins í kjölfar
langvarandi skoðanaágreinings for-
manns og varaformanns. Hún segir
að rekja megi aðdragandann til þess
að Alþýðuflokkurinn hafi verið
teymdur með fagurgala inn í ríkis-
stjórn með Sjálfstæðisflokknum
1991. Hún talar um hugmynda-
fræðileg átök, sem ríkisstjórnarþátt-
urinn hafi óhjákvæmilega kallað
fram innan Alþýðufiokksins.
Hvor segir satt, varaformaðurinn
eða blaðafulltrúi hans? Er blaðafull-
trúinn að segja það sem varafor-
maðurinn meinar? Eða er blaðafull-
trúinn bara að bulla - eins og venju-
lega. Blaðafulltrúinn gefur í skyn
að Alþýðuflokkurinn sé að klofna í
tvær fylkingar, hægri og vinstri.
Maður spyr: Á það ekki að heita
svo, að Jóhanna og Rannveig séu
saman í vinstri arminum? Onnur
segir af sér til að lýsa stuðningi við
hina, sem tekur kjöri. Hvað með
Össur og Guðmund Áma? Voru þeir
ekki í vinstri arminum? Eru þeir þá
orðnir viðskila við Jóhönnu, þar sem
þeir era komnir inn í ríkisstjórnina
í óþökk hennar? Er vinstri armurinn
að klofna? Lái mér hver sem vill,
þótt fávíslega sé spurt.
Samráð
Varaformaðurinn gefur þá skýr-
ingu á afsögn sinni að formaðurinn
hafi ekki haft nógu náið samráð við
varaformann sinn. En hafði varafor-
maðurinn samráð við stuðnings-
menn sína, áður en hún tók ákvörð-
un um að segja af sér? Svarið er nei
- þetta var einleikur varaformanns-
ins. Og hvert átti framhaldið að
verða? Þegar loksins er kallað á
helstu forystukonur flokksins, þá
er það ekki til samráðs, heldur til
þess að fá þær til að samþykkja
tillögu um að konur afsali sér með
öllu rétti til áhrifa á það, hver taki
við varaformennskunni. Konur í
Alþýðuflokknum áttu að fara í eins
konar pólitískt setuverkfall. Átti það
að vera Alþýðuflokknum til fram-
Ámundi Ámundason
„Konur í Alþýðuflokkn-
um áttu að fara í eins
konar pólitískt setu-
verkfall. Átti það að
vera Alþýðuflokknum
til framdráttar? Átti
það að vera málstað
kvenna í Alþýðuflokkn-
um til framdráttar?“
dráttar? Átti það að vera málstað
kvenna í Alþýðuflokknum til fram-
dráttar? Það kom á daginn að meiri-
hluti kvenna innan Sambands Al-
þýðuflokksins höfnuðu þessum ein-
leikjum „kvenforystunnar". M.a.s.
sumar þeirra sem hlynntar voru til-
lögunni í upphafi snéra við henni
baki að loknum umræðum. Niður-
staðan varð sú að skora á Rann-
veigu Guðmundsdóttur að gefa kost
á sér sem varaformaður.
Þá taka málin óvænta vendingu.
Áður höfðu nokkrar forystukonur,
þeirra á meðal Lára V. Júlíusdóttir
og Ólína Þorvarðardóttir, sett fram
skriflega kröfu þess efnis að for-
maður flokksins efndi þegar í stað
til flokksstjórnarfundar. í Ríkisút-
varpinu 9. júlí segir Ólína Þorvarð-
ardóttir að hugmyndir (formanns)
um að fresta fundi til haustsins
„beri vott um hroka og óvirðingu
við varaformanninn og konur í
flokknum. Óhjákvæmilegt sé að
kjósa nýjan varaformann hið
fyrsta“.
Að vísu hafði formaður beðið
flokksskrifstofuna þá þegar að boða
til flokksstjórnarfundar, en ákveðið
að fresta því vegna fjarveru fyrrver-
andi varaformanns í útlöndum. Mót-
mælendum hafði einfaldlega ekki
hugkvæmst að lyfta síma til þess
að biðja formanninn að efna til fund-
ar, eða kanna málið. Þessir fjölmiðl-
afíklar geta einfaldlega ekki talað
við félaga sína í Aiþýðuflokknum -
nema í gegnum fjölmiðla.
Hitt má heita merkiiegra að eftir
að meirihluti kvenna í Alþýðu-
flokknum ákvað að hafa að engu
pólitískar verkfallshugmyndir þeirra
Láru V. Júlíusdóttur og Ólínu Þor-
varðardóttur, þá birtist Lára á sjón-
varpsskjánum og hafði snúist um
180 gráður. Hún viidi ekki fresta
varaformannskjöri bara til haustsins
heldur í rúmlega ár - til næsta
flokksþings. Hún taldi að konum
veitti ekki af rýmri tíma til að gera
upp hug sinn í málinu. Það sem
Ólína taldi bera vott um „hroka og
óvirðingu við varaformanninn og
konur" taldi Lára nú hið besta mál.
Hvers vegna? Er það vegna þess
að það kom á daginn, þegar konur
höfðu loksins ráðið ráðum sínum
að hin sjálfskipaða forystusveit var
einangruð og fylgislaus og hafði
gjörsamlega láðst að hafa samráð
við fótgönguliðið? Hver er að tala
um hroka og samráðsieysi? Hvað
vakir fyrir þessum sjálfskipuðu fory-
stukonum með þvílíkum endemis
málflutningi? Eitt er víst: Þessi
framganga er hvorki til þess fallin
að styrkja stöðu Alþýðuflokksins né
kvenna innan Alþýðuflokksins.
Samstarfsörðugleikar
Jóhanna Sigurðardóttir hefur tal-
ið sér sæma að lýsa formann Al-
þýðuflokksins hálfgerðan óbóta-
mann í fjölmiðlum. Hún sakar hann
um að hafa misboðið sér og að hafa
sniðgengið allt samráð við hana. Lái
mér hver sem vill, þótt ég taki þess-
ari mannlýsingu Jóhönnu með var-
úð. Eða hefur formaðurinn kannski
hótað varaformanni sínum afsögn á
hveiju hausti, fái hann ekki sín mál
reljalaust? Hefur formaðurinn sko-
rast undan ábyrgð á erfíðum og
óvinsælum ákvörðunum með því að
segja að hann hafi orðið að lúta í
lægra haldi fyrir varaformanninum?
Hefur hann reynt að afla sér vin-
sælda á kostnað samstarfsmanna
sinna? Hefur formaðurinn haldið
flokksþingum Alþýðuflokksins í
gíslingu með hótunum um afsögn
fái hann ekki öll sín mál fram? Get-
ur verið að samstarf við varaform-
anninn reyni stundum á þolrifin?
Er eitthvað hæft í því að mikill hluti
af tíma og starfsorku formannsins
hafi farið í að lempa varaformann-
inn og leita málamiðlana, sem gerðu
henni kleift að halda andlitinu?
Varaformaðurinn fyrrverandi tal-
ar sífellt um skort á samráði við
sig. Hvers vegna kaus þá varafor-
maðurinn að fara með afsögn sína
í sjónvarp, án samráðs við stuðn-
ingskonur sínar? Hvers vegna kaus
varaformaðurinn einleik í fjölmiðl-
um í stað þess að leggja málið fyrir
á vettvangi flokksfólks í flokks-
stjórn? Hvers vegna lætur varafor-
maðurinn í veðri vaka að afsögn
hennar sé stuðningsyfírlýsing við
Rannveigu Guðmundsdóttur, sem
hafði þó sýnt þann félagsþroska að
taka kjöri til þingflokksformanns -
þrátt fyrir að henni sárnaði að tapa
kosningu um embætti umhverfis-
ráðherra?
Hvers vegna ætlaði varaformað-
urinn með stuðningi örfárra skoð-
anasystra að þröngva öðrum Al-
þýðuflokkskonum til þess að afsala
sér eðlilegum rétti til áhrifa á kjör
varaformanns eða önnur áhrifastörf
í Alþýðuflokknum? Staða kvenna
innan Alþýðuflokksins styrkist ekki
við það. Ög staða Alþýðuflokksins
hefur ekki styrkst við framgöngu
varaformannsins fyrrverandi í þess-
um málum.
Hvað vakir fyrir Jóhönnu Sigurð-
ardóttur? Hvers vegna ræðst hún
með ærumeiðandi svívirðingum að
þeim manni, sem ævinlega hefur
haldið hlífiskildi yfír henni, þegar
að henni hefur verið veist og reynst
henni best þegar mest á reyndi?
Sjaldan verður hönd höggi fegin.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Alþýðuflokksins.
Þórir S. Grönclal skrifar frá Flórída
Skógi vaxið en gjaldþrota
Áframhaldandi efnahagsóáran
á íslandi og síðasta gengislækk-
unin var nóg til þess, að stjóm
Framfara- og efnahagsendur-
reisnar-klúbbs íslenzkra útlaga
ákvað að boða til aukafundar til
þess að ræða þessi alvarlegu mál.
Næsta reglulega fund átti reyndar
ekki að halda fyrr en 1995 og
hafði verið reiknað með, að efna-
hagsmálin myndu verða komin í
betra lag á Fróni, og hægt yrði
því að leggja félagsskapinn niður.
En nú kallaði gamla landið á hjálp
og synir þess og dætur streymdu
til fundar. Um 15 manns voru
mættir, en örugg tala er ekki til,
því það var sífellt verið að fara á
barinn og salemið og því erfítt
að telja.
Friðfinnur formaður setti fund-
inn og sagðist hafa þungar
áhyggjur af því, sem væri að ger-
ast á Islandi. Tillögur síðasta
fundar félagsins, sem margar
hefðu átt að geta orðið þjóðinni
til gagns, svo sem fríhöfn í Vest-
mannaeyjum, hefðu verið sendar
heim, en ekkert hefði heyrzt frá
yfirvöldunum. Samt hefðu þær
verið sendar í flöskuskeyti, en
Golfstraumurinn rennur jú hér
rétt við ströndina og fer beint til
eyjunnar hvítu. Sagði Friðfinnur,
að það hefði verið álitin fijótari
og öruggari leið en að nota póst-
þjónustuna. Svo gaf hann orðið
laust og bað fundarfólk að láta
ljós sitt skína.
Sig (landar hér kalla hann ilsig
eða eitthvða enn verra) Sig-
mundsson sté í pontuna og byij-
aði að gagnrýna allt á íslandi eins
og hann var vanur. Hann sagðist
ekki skilja, þegar allt væri á leið
norður og niður. Hér staldraði
hann við og setti á sig spekings-
svip. Sagðist aldrei hafa getað
skilið þetta máltæki. í sínum
bamaskóla hefði norður alltaf vís-
að upp á íslandskortinu. Það ætti
því betur við að segja, að allt sé
á leiðinni suður og niður. Alla
vega væri það skrítið, að á þessum
erfíðu tímum létu ráðherrar og
athafnamenn taka af sér myndir
skrifandi undir samning um að
grafa jarðgöng undir Hvalfjörð.
Sagðist Ilsig ekki sjá neinn hag
í því fyrir þjóðina nema þeir fyndu
gull við gröftinn. Þar að auki
myndu tvær sjoppur í firðinum
fara á hausinn.
Hann sagði líka, að það hefði
farið í sínar fínustu taugar, þegar
nokkrir ráðherrar yfirgáfu stóla
sína og röðuðu sér á jötuna til
að tryggja sér vel launuð lang-
tímastörf hjá ríkinu. Það eina já-
kvæða væri líklega það, að menn-
irnir hefðu þá trú á því, að landið
myndi rétta við og að ríkið myndi
gefa þeim launin góðu í mörg,
mörg ár.
Bjami, kallaður hinn bjartsýni,
tók næstur til máls. Hann var
hægur og indæll maður, sem aldr-
ei sá nema góðu hliðamar á mönn-
um og málefnum. Hann sagði, að
við mættum ekki skammast og
gagnrýna land okkar á Fróni,
þótt efnahagurinn væri slæmur í
bili. Við yrðum að taka með í
reikninginn, að alþjóðleg efna-
hagslögmál giltu ekki á íslandi
og hefði það marg oft komið í ljós.
Landsmenn væra upp til hópa
gáfaðri og kvenfólkið fallegra en
gerðist með öðrum þjóðum, en
gijóthörð peningamál vildu oft
vefjast fyrir okkur, sem ekki væri
erfitt að skilja. Þjóðin væri svo
listræn og bóhem, að það væri
raunveralega fyrir neðan virðingu
margra að þurfa eilíflega að vera
að vafstrast í þessu brauðstriti.
Fólkið væri svo upptekið og gegn-
sýrt af menntun og menningu
enda væri það fyrsta skylda þjóð-
arinnar að viðhalda og efla menn-
ingararfleifðina. Listahátíðir, sýn-
ingar, námskeið, söguskoðun,
ferðalög og bókmenntir tækju upp
mikinn tíma þjóðarinnar. Það ætti
að vera til einhvers konar alheims
listastyrkur, sem hægt væri að
úthluta lítilli, útvalinni þjóð eins
og íslendingum, sagði Bjarni
bjartsýni að lokum.
Friðrik (Fred) Jónsson bað nú
um orðið og sagðist vera nýkom-
inn af Islandi eftir þriggja vikna
dvöl. Hann hafði haldið góðu sam-
bandi við landið sitt, þótt hann
væri búinn að vera lengi hérna í
henni Ameríku, og átti þar fjölda
kunningja fyrir utan ættingjana.
Hann sagðist hafa verið undrandi
yfir því, hve litlar áhyggjur hinn
almenni borgari virtist hafa af
efnahagskreppunni. Fyrir utan
hin venjulega barlóm, sem alltaf
hefði einkennt landa okkar, sagði
hann flesta vera að huga að sínum
venjulegu sumaráhugamálum.
Menn væru að skipuleggja eyðslu
í löngu sumarfríunum sínum.
Skipta þeim milli sumarbústaðar-
ins, laxveiðanna og utanferðanna.
Aðrar athafnir, svo sem helgar-
ferðir, grillveizlur, sýningar og
tónleikar heyrðu til hvunndagsat-
hafna.
Sérstaklega sagðist Fred hafa
tekið eftir gróðursetningarástríðu
eða hálfgerðu æði í landinu. Eng-
inn var maður með mönnum nema
hann tæki þátt í einhvers konar
hópgróðursetningu á tijáhríslum.
Æðstu menn þjóðarinnar vissu
ekkert ángæjulegra en að láta
mynda sig við slíkar athafnir.
Erlendir gestir væru oft og tíðum
dregnir í þennan leik. Hann varp-
aði fram spurningu: „Hvað gagn-
ar þjóðinni skógi vaxið en gjald-
þrota land?“
Það var augnabliks þögn, en
svo gjammaði Hal Goodman
(Hallgrímur Guðmundsson), sem
aldrei gat setið á sér að koma
með vitleysislegar athugasemdir.
Hann sagðist vera algerlega á
móti því að klæða eyjuna skógi.
Blámi fjallanna myndi hverfa og
landslagið breytast til hins verra.
Skordýrum myndi fjölga og áður
en við vissum af, myndum við
þurfa að hafa áhyggjur af meng-
unarskemmdum í skógunum og
auðvitað skógareldum. Komandi
kynslóðir myndu svo deila um
það, hvort nýta mætti timbrið og
hatrammar deilur myndu skapast.
Svo myndi líka fjölga hundum,
sagði Goodman. Það baulaði eng-
inn á hann að þessu sinni og hann
horfði undrandi yfir salinn.
Formaður félagsins tók nú aft-
ur til máls og þakkaði fundar-
mönnum fyrir að koma fram með
ýmsar fróðlegar athugasemdir.
Hann sagði, að vandinn væri
reyndar tiltölulega auðleystur.
Það þyrfti bara að afla meira og
eyða minna. Vonandi myndu
landsfeðurnir gera sér grein fyrir
því fljótlega og þá myndi allt verða
í Iagi. Friðfinnur sagðist bjartsýnn
á réttar lausnir og í trausti þess
sagðist hann, persónulega, bjóða
öllum fundarmönnum á barinn til
að þiggja svo sem eina hestaskál.
Var gerður að því góður rómur
og formanni fagnað með lófataki.
i
i
i
i
*
Í
i
i
i
i
i
i