Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Nú er hagstætt að heim- sækja gamla vini. Þér bjóð- ast viðskipti sem geta verið vafasöm. Eyddu ekki of miklu í samkvæmi. Naut (20. apríl - 20. maí) Aðgát færir þér velgengni í viðskiptum. Einhver í flöl- skyldunni beitir kænsku- brögðum. Taktu ekki mark á ýkjusögum. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú hefur ánægju af að heim- sækja uppáhalds staðinn þinn í dag. Gamall vinur gefur þér góð ráð varðandi viðskipti. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú færð í dag ráð sem reyn- ast þér vel í viðskiptum. Varastu tilhneigingu til að eyða allt of miklu í innkaup- in í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Nú ættir þú að uppfylla fé- lagslegar skyldur þínar. Dylgjur ættingja vekja hjá þér gremju. Haltu þér við staðreyndir. Meyja (23. ágúst - 22. september) Sjálfsagi eykur afköstin. Þú þarft tíma til að ljúka áríð- andi verkefni. Samkvæmis- lífið hefur kostnað í för með sér. Vog (23. sept. - 22. október) Varaðu þig á bragðarefum í dag. Barn þarfnast um- hyggju þinnar. Viðskipti ganga vel og þú hefur hag- sýni að leiðarljósi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú þarft að koma á röð og reglu í einkamálunum. Ástæðulaus tortryggni á ekki rétt á sér. Ekki áfellast aðra að ástæðulausu. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Betur sjá augu en auga. Félagar eða makar takast á við sameiginlegt vandamál. Þú nýtur lífsins í kvöld með ástvini. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gleðst yfir góðum árangri í dag. Vinur getur verið ögn afskiptasamur. Gættu þess vandlega að standa við gefin fyrirheit. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú hefur gott af því að fara út til að skemmta þér í dag. Þiggðu gott heimboð. Þú kemur hvort eð er litlu í verk í dag. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Sí Þér tekst að gera það sem þú ætlaðir þér í dag. Þegar þú svo slappar af í kvöld hættir þér til að ganga út í öfgar. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staöreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI UÓSKA cmiíi A rAi ■/ öMAFOLK UJWEN I UIENT INTO TOUJN T0 PLAY 60LF, THEY A5KEP ME UJHAT MY HANPICAP 15.. I 5AIDMY HANPICAP 15 l'M A D06.. THEN THEY 5AID P065 AKEN'T ALLOLUED ON THE C0UR5E.. ----------— 50 I TH0U6HT MAYBE l'P mlF 5UT 0065 AREN'T ALL0WEP IN THE COURTHOUSE.. --- Þegar ég fór til borgarinn- ar til að spila golf, spurðu þeir mig hvað hindraði mig helst. Ég sagði að það Þá sögðu þeir að Svo ég hugsaði væri hundurinn hundar væru ekki hvort ég ætti minn. leyfðir á golfvellin- að höfða um. mál... En hundum er ekki leyft að koma inn í dómshúsið. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Þótt það blasi ekki við á auga- bragði, getur suður valið um nokkrar leiðir í úrvinnslu sinni á þremur gröndum. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ KD3 V 752 ♦ KG863 *DG Suður ♦ Á74 VÁK10 ♦ 1092 ♦ Á842 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Útspil: l\jartafjarki. Regla varnarinnar er að spila út 4. hæsta og austur lætur drottninguna í fyrsta slaginn. Hvernig er best að spUa? Einfaldasta áætlunin er sú að drepa hjartadrottninguna og svína fyrir tíg- uldrottningu. En þá fer illa í legu af þessu tagi: Norður Vestur ♦ 1096 V G9843 ♦ Á75 ♦ 97 ♦ KD3 V 752 ♦ KG863 ♦ DG Austur ♦ G852 VD6 ♦ D4 ♦ K10653 Suður ♦ Á74 VÁK10 ♦ 1092 ♦ Á842 Austur fær slaginn á tígul- drottninguna og spilar hjarta í gegnum ÁIO. Hugsanleg leið fram hjá þessari hættu, er að fara inn í biindan á spaða og spila litlum tígli þaðan. Samn- ingurinn er skotheldur ef vestur tekur fyrri slaginn á tígul og það gæti verið erfitt fyrir austur að ijúka upp með drottninguna. En kannski er það ekki svo erfíð vörn. Ef sagnhafí er með ÁIO í tígli, þá er drottningin dæmd hvort sem er, svo austur getur ekki tapað á því að stinga henni upp. Þessi áætlun er hins vegar mikil framför frá fyrstu hugmynd. Besta leiðin er þó sennilega sú að gefa bara fyrsta slaginn á hjartadrottningu. Sem væri vandalítið ef hjarta suðurs væri ÁK2, en ekki AK10. Haldi aust- ur áfram með hjarta, er engin vöm til. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Liðsstjóri frönsku meistaranna í Lyon, stórmeistarinn Bachar Kouatly, var eini ósigraði kepp- andinn í landskeppni íslands og Frakklands í mars. Þá þótti Kouatly fremur farsæll í skákum sínum, en í frönsku deildakeppn; inni brá til hins verra með það. í þessari stöðu hafði ungur og lítt þekktur Frakki, Olivier Touzaine (2.330), Cannes, hvítt og átti leik gegn Koutlay (2.520). 28. Hg7! - Kxg7, 29. Df6+ - Kg8, 30. Df8+ - Kh7, 31. Df7+ - Kh6, 32. Bf8+ - Kg5, 33. h4+! - Kxh4, 34. Dh7+ - Kg5, 35. Be7+ - Kf4, 36. Dh4+ og Kouatly gafst upp, því hann er óverjandi mát í næsta leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.