Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 Stórsókn gegn að- skilnað- arsinnum í Georgíu TALSMAÐUR stjórnarhers Georgíu sagði í gær að hafin væri stórsókn gegn aðskilnað- arsinnum í héraðinu Abkhazíu þar sem þeir hefðu ekki sam- þykkt úrslitakosti um að draga hersveitir sínar frá tveimur þorpum, Shroma og Akhals- heni. Talsmaðurinn sagði að stjórnarherinn hefði náð hern- aðarlega mikilvægum fjöllum umhverfis Sukhumi, höfuðstað Abkhazíu, úr höndum aðskiln- aðarsinna í gær. Fulltrúi að- skilnaðarsinna -í Moskvu vildi ekki gera mikið úr sókn stjóm- arhersins. Veiðiverðir með illan feng TVEIR veiðiverðir sem græn- lenska heimastjómin fól eftirlit með silungsveiði í umdæmi Ilulissat, Jakobshafnar, vom sjálfir staðnir að ólöglegum veiðum. Vom þeir sektaðir, veiðarfæri gerð upptæk og afl- inn afhentur elliheimili bæjar- ins. Borað eftir zinki á Græn- landi KANADÍSKA námafyrirtækið Platinova hefur fengið einka- leyfi til zinkleitar á Pearylandi á austurströnd Grænlands. Frumrannsóknir í fyrra þykja gefa góð fyrirheit og hefur 10 manna leitarflokkur nánari rannsóknir á svæðinu síðar í þessum mánuði. Gera tilkall til Falklandseyja ÞRÁTT fyrir ósigur í Falk- landseyjastríðinu við Breta 1982 ítrekaði stjóm Argentínu í gær tilkall til yfirráða á eyjun- um. Afhenti Guido di Tella ut- anríkisráðherra Sameinuðu þjóðunum erindi þar að lútandi í New York í fyrradag. Njósnaforingi féll af svölum MÍKHAJL Zhuklovets yfir- maður gagnnjósna Hvíta- Rússlands var borinn til grafar í gær en hann féll fram af svöl- um á 10. hæð í höfuðborginni Mínsk á miðvikudagskvöld. Talsmaður öryggislögreglunn- ar kallaði dauðsfallið óhapp sem átt hefði sér stað er hann hefði ætlað að fara út á svalir til að reykja. Garofano framseldur ÍTALSKI iðnjöfurinn Giuseppe Garofano, forstjóri Montedison- risafyrirtækisins, var framseld- ur til Ítalíu í gær frá Sviss og var honum samstundis stungið í rammgert og vel varið fang- elsi við Mílanó. Hann hefur verið eftirlýstur í tengslum við mútugreiðslur í flokkssjóði Kristilegra demókrata, flokks- ins sem var við völd í áratugi á Ítalíu. Þá tók Vittorio Ghi- della fyrmrn framkvæmdastjór FIAT sér far með einkaþotu frá Sviss, þar sem hann hafði farið huldu höfði, til Bari þar sem hann gaf sig fram við ítölsk yfirvöld í gær. Reuter Allt á floti alls staðar... ÞAÐ ER ekki bara Mississippi-fljótið sem hefur flætt yfir bakka sína undanfarið, heldur einnig Des Moines og Racoon-ámar í Iowa-ríki í Bandaríkjunum. Hér sést íbúi í Des Moines draga eigur sínar um götur borgar- innar á pramma með hjálp nágranna síns. Vatnsborðið í ánum tveimur hefur lækkað en spáð er frekari rigningu. im MIÐVESTURRÍKJUNUM Tveggja vikna flóð í Miövesturríkjum Bandaríkjanna hafa valdið tjóni sem nemur um 140 milljörðum króna, orðið a.m.k. 17 manns að bana og þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín Des Holnes, IOWA: 250 þúsund manns hala ekki aðgang að lersku vatni ettir aö úi+ielli oili: auknu flóði Qulncy, ILLINOIS: 3,640 heklarar al ræklarlandi er þegar komlð undirvatn Vamargarðar geta gert iUt verra í miklum flóðum Chicago. Reuter. MlSSISSIPPI-fljótið í Bandaríkjunum hefur undanfarið flætt yfir margbrotnar og flóknar hindranir sem hannaðar voru til að hemja það og jarðfræðingar segja að aldalöng afskipti manns- ins af fljótinu hafi gert hörmungarnar undanfarið enn verri. Kevin Cole jarðfræðingur segir að með því að byggja vamargarða komi sjaldnar flóð en á móti komi að þegar flæðir yfír garðana taki lengri tíma fyrir vatnið að hjaðna og eyðileggingin verði því meiri. „Flóðvamargarðarnir virka eins og stíflur þegar flóðið fer að Reuter Leyndinni létt af MI5 BRESKA leyniþjónustan, MI5, aflétti í gær 80 ára leynd af starf- semi sinn þegar hún gaf út upp- lýsingabækling um starfsemi stofnunarinnar og Stella Riming- ton, yfirmaður hennar leyfði ljós- myndurum að taka af sér myndin hér til hliðar. Þessi stefnubreyting er liður í áætlun Johns Majors forsætisráðherra að opna stjórn- kerfí landsins. Áður fyrr var bann- að með lögum að birta nafn yfír- mannsins, sem gekk undir nafn- inu „K“ innan leyniþjónustunnar. Bæklingurinn, sem nefnist Leyni- þjónustan, segir sögu stofnunar- innar, hvemig stjórnun hennar er háttað og hvemig mat á þjóðarör- yggi hefur breyst með tímanum. Hjá MI5 vinna um 2000 manns og starfa 70% við að uppræta hryðjuverk og 25% stunda gagn- jósnir. PLO íhugar ríkjasam- band með Jórdaníu Jerúsalem. Reuter. SAEB Erekat, sem á sæti í samninganefnd Palestínumanna í viðræð- unum um frið í Miðausturlöndum, sagði í gær að Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) væru að ræða stofnun rikjasambands með Jórdaníu í von um að geta þannig höggvið á hnútinn í deilunni um framtíð hernumdu svæðanna. Tók hann þannig undir yfirlýsingu Shimons Perez utanríkisráðherra Israels fyrr í vikunni. Erekat sagði að 20 mánaða við- ræður við Israela um sjálfstjórn hernumdu svæðanna hefðu lítinn árangur borið og því væri nauðsyn- legt að beina umræðunni að fram- tíðarstöðu þeirra. „Tengsl Jórdaníu og Palestínu eru það fyrsta sem kemur í hugann þegar rætt er um endanlega stöðu hernumdu svæð- anna,“ sagði hann. Jórdanir og Palestínumenn sam- einuðu á mánudag samninganefndir sínar í friðarviðræðunum í eina og litu stjómmálaskýrendur á það sem fyrsta skrefíð í átt til ríkjasambands Jórdana og Palestínumanna. Bæði ísraelar og Jórdanir vöktu máls á hugmyndinni um ríkjasamband í viðræðum fyrr í vikunni við sendi- mann Bandaríkjastjórnar, Dennis Ross. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hyggst fara til Miðausturlanda innan tveggja vikna til að freista þess að blása lífí í friðarviðræðumar. hjaðna og þeir hindra vatnið í að renna í fljótið aftur, svo að landið er undir vatni lengur,“ sagði hann. Vatn sem verður eftir getur orðið gróðrarstía fyrir bakteríur og skordýr og jafnvel mengað grunnvatn. Áður fyrr reis Mississippi-fljótið og hneig innan árdalsins í takt við duttlunga náttúrunnar. Botnleðja þessa kenjótta fljóts varð eftir og auðgaði nærliggjandi ræktarland, en erfítt var að sigla eftir því. Árið 1880 var svo hafist handa við að temja Mississippi-fljótið með byggingu flóðvarnargarða og á fjórða áratugnum voru byggðar stíflur og skipaskurðir sem breyttu því að eilífu. Bandaríski rithöfundurinn Mark Twain, sem óx úr grasi í bænum Hannibal í Missouri, sem stendur við fljótið, varaði við því að reyna að breyta því í bók sinni „Lífíð á Mississippi" sem kom út árið 1882. Þar sagði hann að verkfræðingum myndi aldrei takast að temja ána og beina henni í einhvern fyrirfram ákveðinn farveg. Staðfesting samingsinns um EES Bretar, Frakkar og Spánverjar eftir SAMKVÆMT upplýsingum Jóns Valfells, upplýsingafulltrúa Fríversl- unarbandalags Evrópu, EFTA, í Brussel, eiga þjóðþing Breta, Frakka og Spánverja eftir að staðfesta samninginn um Evrópska efnahags- svæðið, EES. Fram til þessa hefur verið talið að stæði á Spánvetjum að ljúka staðfestingu EES-samningsins en þeir tilkynntu fyrir allnokkru að af því yrði ekki fyrr en í haust. En nú hefur komið í ljós að Bretar og Frakkar geta heldur ekki afgreitt samninginn fyrr en í haust. Fransk- ir þingmenn eru nú þegar komnir í sumarfrí og spánskir og breskir fara í frí í lok mánaðarins. Þingin í þessum löndum taka ekki aftur til starfa fyrr en í september og október. Það þýðir að gera má ráð fyrir að EES gangi ekki í gildi fyrr en í fyrsta lagi 1. desember á þessu ári. Samsæri um morð á blökku- mönnum ÁTTA menn, sem trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins, voru hand- teknir í Los Angeles á fimmtu- dag, grunaðir um að hafa ætlað að myrða Rodney King, sem komst í fréttir í fyrra vegna lög- regluárásar og blökkumannaleið- togann Lous Farrakhan, sprengja stærstu kirkju blökkumanna borgarinnar í loft upp og skjóta á söfnuðinn með vélbyssum. Á myndinni sýnir lögreglumaður mynd af Adolf Hitler og vélbyssu sem gerð var upptæk við húsleit í tengslum við rannsókn málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.