Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
Vertíðarstemming- ríkir í laxeldi Silfurlax í Hraunsfirði á Snæfellsnesi
Mjór vonandi mikils vísir
VERTIÐARSTEMMNING er trú-
lega rétta orðið yfir andrúmsloftið
í hafbeitarstöðvunum þessa dag-
ana, a.m.k. í hafbeitarstöð Silfur-
lax í Hraunsfirði á norðanverðu
Snæfellsnesi. Starfsmennimir
standa vaktir allan sólarhringinn
til þess að hleypa laxinum inn í
nót í botni fjarðarins og staðið er
við slátmn frá klukkan fimm til
sex á morgnana fram yfir hádegi.
Hafa um 3.500 eins og tveggja ára
laxar, allt upp í 20 pund, farið
undir hnífinn síðustu daga. Þrátt
fyrir að laxagöngur hafi aldrei
verið kröftugri varar Júlíus B.
Kristinsson, framkvæmdastjóri,
við óhóflegri bjartsýni enda sé
ekki hægt að áætla ferðir laxins.
Engu að síður vonast hann til þess
að smám saman og með hjálp
rannsókna verði hægt að auka
heimtur. Þannig bendir hann á að
þó að vandamálin séu mörg séu
möguleikar á að leysa þau mý-
margir og vonandi sé mjór mikils
vísir.
Júlíus segir að laxinn komi frá
þremur seiðaeldisstöðvum á Suður-
landi en þaðan eru laxaseiðin flutt
vestur á nes. Vorið eftir flutninginn
sjóþroskast seiðin og við það læra
þau að sleppistaðurinn er þeirra
heimaslóð. Þar með hafa þau numið
þá náttúrulegu tilhneigingu að snúa
í stöðina að lokinni hafbeit. Þetta
tekur aðeins einn mánuð að vori en
seiðunum er engu að síður haldið
mun lengur, allt upp í heilt ár i
Hraunsfírði. Hluti af þeim tíma fer
í að venja fiskinn við saltvatnið í sjón-
um.
Seiðaslepping fer fram um hásum-
arið og snúa laxarnir ekki til baka
fyrr en ári eða jafnvel tveimur árum
síðar. Þeir vaða þá að jafnaði inn
fjörðinn í stórum torfum og gera
vart við sig með því að stökkva upp
úr sjónum. Eins árs laxarnir fara þá
hæst og eru oft heilir upp úr sjónum
en þeir eldri og þyngri láta sér oft
nægja að lyfta kviðnum upp úr vatn-
inu.
Á heimaslóð
Laxagöngur er yfirleitt mestar í
júlí og koma flestir laxarnir inn í
fjarðarbotninn rétt fyrir og eftir flóð
en eins og áður segir standa starfs-
menn stöðvarinnar vaktir allan sólar-
hringinn til að hleypa löxunum inn
í þar til gerða nót í botni fjarðarins.
Þegar laxinn er einu sinni kominn
inn í nótina er enginn leið út því
með annarri nót er þrengt að honum
og hann rekinn inn í laxakví. Úr
kvínni er laxinn síðan háfaður upp
á vinnslulínu þar sem byrjað er á
því að deyfa hann og blóðga. Því
næst er þurrkuð af honum laxalús
Hraunsfjörður MorfíunblaðKVEinarFall,r
HAFBEITARSTÖÐ Silfurlax stendur á fallegum stað í Hraunsfirði.
Starfsmenn eru að jafnaði um 15 á sumrin en 2-4 á veturna.
og hugað að
merkingum
vegna tilrauna en
að því loknu fer
allur fiskur í
gegnum fullkom-
ið flokkunartæki
sem Marel hf.
hefur nýlega
hannað. Gegnir
flokkunartækið
þeim tilgangi að
telja laxinn og
segja fyrir um
lengd og þykkt.
Með skipunum
frá því er fiskin-
um svo hrint af
áframhaldandi
færibandi niður í
viðeigandi laxak-
ar.
Framkvæmdaslj órinn
JÚLÍUS B. Kristinsson doktor í fiskilífeðlisfræði
er framkvæmdasljóri Silfurlax.
Upp í 20 pund
Júlíus sagði að
laxinn gæti farið
upp í 20 pund en
algeng þyngd á
eins árs laxi væri
2,6 til 2,8 kg en
á tveggja ára laxi
um 6 kg. Hann
sagði að laxinn
væri keyrður í Þórsnes hf. í Stykkis-
hólmi til frágangs og pökkunar en
megnið færi síðan fryst eða ferskt
til útflutnings, mest til Þýskalands,
Frakklands og Sviss. Ekki kvartaði
Júlíus yfír verðinu og sagði að verð
hefði haldist nokkuð stöðugt að und-
anförnu. Hins vegar játaði hann því
að erfiðara væri að skipuleggja
reksturinn þar sem heimtur væru
rokkandi og ekki væri hægt að segja
til um afrakstur hvers árs fyrirfram.
vinnugrein og ég vænti þess að mjór
sé í þessu tilfelli mikils vísir,“ sagði
hann og minnti jafnframt á að ein-
hvem tíma tæki að rannsóknimar
skiluðu sér í framleiðslunni þar sem
framleiðsluferillinn tæki á bilinu 3-4
ár.
Of snemmt að spá um heimtur
Júlíus þarf þó ekki að kvarta um
þessar mundir því laxagöngur hafa
aldrei verið jafn kröftugar í Hrauns-
firði og síðustu daga þegar 3-4.000
laxar hafa að jafnaði komið í stöðina
á hveijum degi. Flestir komu laxarn-
ir inn 4-6.000 á mánudag og telur
Júlíus ástæðu til að ætla að aldrei
hafí fleiri Atlantshafslaxar komið í
sömu stöð á jafn stuttu tímabili.
Hann varar engu að síður við bjart-
sýni og segir að aldrei sé hægt að .
reikna út ferðir laxins. Göngur geti
dottið niður hvenær sem er.
Hvað heimtur varðaði sagði Júlíus
að þær hefðu aðeins verið 2% í fyrra.
Of snemmt sagði hann hins vegar
að spá um hlutfallið í ár. Hvað fram-
tíðina varðaði minntist hann á að
heimtur væru á bilinu 6-7% í Kolla-
fírði og væri stefnt á viðlíka ef ekki
hærra hlutfall í framtíðinni. Um
tveimur milljónum seiða var sleppt
úr stöðinni í fyrra og sama fjölda
verður sleppt í ár.
Upp á land
LAXINN er háfaður upp úr kvíunum, deyfður og
blóðgaður.
Með rannsóknum, sem Hafrann-
sóknastofnun er m.a. að gera, ætti
þó smám saman að vera hægt að
rannsaka hvaða þættir í sjónum ráði
mestu um hafbeitina en sjávarhiti
og annars konar skilyrði í hafinu eru
oftast nefnd. Júlíus leggur mikla
áherslu á gildi rannsókna. „Þær
hjálpa okkur að leysa vandamálin
sem eru mörg en möguleikarnir til
að Ieysa þau eru líka mjög margir.
Þannig er hafbeitin spennandi at-
auglýsingor
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Við höldum áfram með raðsam-
komurnar í kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður: Mike Fitzgerald.
Lifandi tónlist og vitnisburðir.
Allir hjartanlega velkomnir með-
an húsrúm leyfir.
Dagskrá vikunnar framundan:
Sunnudagur:
Brauðsbrotning kl. 11.00. Síð-
asta raðsamkoman kl. 20.
Ræðumaður: Hafliði Kristins-
son.
Miðvikudagur:
Biblíulestur kl. 20.30.
Föstudagur:
Unglingasamkoma kl. 20.30.
Laugardagur:
Bænasamkoma kl. 20.30.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 ♦ slmi 614330
Dagsferðir sunnud. 18. júlí
Kl. 8.00 Básar við Þórsmörk.
Stansað í um 3 klst.
Verð kr. 2.300/2.500.
Kl. 10.30 Síldarmannagötur.
Gömul þjóðleið úr Hvalfirði yfir
í Skorradal. Áætlaður göngutími
5-6 tímar. Verð kr. 1.700/1.900.
Brottför í ferðirnar frá BSÍ bens-
ínsölu, miðar við rútu. Frítt fyrir
börn 15 ára og yngri í fylgd með
fullorðnum.
Útivist.
Nýja
. > |i I postulakirkjan,
\MW/ Islandi,
^ 11 Armúla 23,
108 Reykjavík
Guðsþjónusta sunnudag kl.
11.00. Remy Petri prestur mess-
ar. Hópur frá Nýju postulakirkj-
unni í Bremen í heimsókn. Ritn-
ingarorð: „...en hver sem varð-
veitir orð hans, í honum er sann-
arlega kærleikur til Guðs orðinn
fullkominn. (Opb., 2.5.).
Verið velkomin f hús Drottinsl
Þjóðgarðurinn
á Þingvöllum
Gönguferðir og barna-
stundir um helgina
Laugardagur 17. júlí
Kl. 13: Gönguferð: Ævintýra-
ferð um suðurgjár. Farið frá
bílastæöi austan við Nikulás-
argjá (Peningagjá) og gengið um
suðurhluta Þinghelgar. Tekur
tvaer til þrjár klukkustundir.
Kl. 14: Eru Þingvellir þjóðar-
helgidómur? Sr. Heimir Steins-
son, útvarpsstjóri og frv. þjóð-
garðsvörður. Gönguferð hefst
við útsýnisskífuna á Haki (við
efri hluta þ.e. suðurenda Al-
mannagjár). Tekur eina til tvær
klst.
Kl. 14:, Barnastund og brúðu-
leikur: ( Hvannagjá. Um klukku-
stund. Hittumst við bílastæði við
Hrútagilslæk.
Sunnudagur 18. júlí
Kl. 13: Gönguferð í Skógarkot
og Vatnskot. Þrjár og hálf
klukkustund.
Kl. 14: Guðsþjónusta í Þing-
vallakirkju. Sr. Hanna María Pét-
ursdóttir.
Kl. 14: Barnastund. Tekur um
klukkustund. Á tjaldstæðinu við
Vatnskot.
Athugið að gönguferðir og
barnastundir verða aðeins ef
veður verður skaplegt. Þátttaka
í gönguferðum og barnastund-
um er ókeypis. Allar upplýsingar
og staðsetningarfást í Þjónustu-
miðstöð. Tjald- og veiðileyfi fást
keypt í Þjónustumiðstöð.
Þjóðgarðsvörður.
Vafamál hvort skipan Félagsdóms stenst
í þeim tilvikum lagt bann við hvers
konar samskiptum foreldra og
barns.“ Mælir Guðrún með varkárni
við beitingu þessa ákvæðis í ljósi
niðurstaðna mannréttindadómstóls-
ins.
Guðrún er afdráttarlausari þegar
kemur að 16. gr. læknalaga nr.
53/1988 en þar segir að lækni sé
skylt að afhenda sjúklingi eða um-
boðsmanni hans afrit sjúkraskrár
en það eigi þó ekki við um skrár
sem færðar eru fyrir gildistöku
þeirra laga. Telur Guðrún með hlið-
sjón af dómum mannréttindadóm-
stólsins að þessi skipan kunni að
stangast á við 8. gr. mannréttinda-
sáttmálans enda sé í lögunum ekki
mælt fyrir um heimild til málskots
til aðila er gæti metið hvaða hags-
munir væru í húfi og veitt aðgang
að sjúkraskránum ef ástæða þætti
til.
Tilkall einkaskóla til styrkja
í 2. gr. 1. samningsviðauka
mannréttindasáttmálans er kveðið
á um rétt til menntunar. Guðrún
telur með hliðsjón af túlkun mann-
réttindadómstólsins og 14. gr. sátt-
málans að styrki ríkið skóla á ann-
að borð sé því ekki heimilt að synja
einkaskólum um styrk nema gildar
ástæður liggi fyrir. í því sambandi
má nefna að mannréttindanefndin
hefur talið að ekki væri um mis-
munun að ræða þótt menntun í
opinberum skólum væri styrkt að
fullu en menntun í einkaskólum
aðeins 85%. Rök nefndarinnar fyr-
ir þeirri niðurstöðu voru þau að
ekki væri óeðlilegt þegar um væri
að ræða stofnanir sem æskja
eignarréttar og stjórnunar í einka-
skólum að ríkið krefðist einhvers
fjárframlags af þeirra hálfu.
í 73. gr. 1. 49/1991 um grunn-
skóla segir berum orðum að einka-
skólar eigi ekki kröfu til styrks af
almannafé. „Með hliðsjón af því,
sem sagt hefur verið um túlkun
mannréttindadómstólsins og
mannréttindanefndarinnar um
þetta atriði, yrði ríkið að gefa full-
nægjandi ástæður fyrir neitun
sinni til einkaskóla um styrk ef það
styrkir aðra skóla með fjárfram-
lögum. Annars væri hætta um
mismunun væri að ræða á grund-
velli 2. gr. 1. samningsviðauka,
sbr. 14. gr. sáttmálans,“ segir
Guðrún.
En er þá þörf á að breyta ofan-
greindum lagaákvæðum? Ekki
endilega. í greinargerðinni með
frumvarpinu um lögfestingu
mannréttindasáttmálans er minnt
á þá meginreglu að eldri lög víki
fyrir yngri. Það myndi þýða að
fyrirmæli eldri laga sem kynnu að
reynast ósamþýðanleg ákvæðum
sáttmálans vikju þegar á reyndi.
Ragnhildur Helgadóttir segir um
þetta efni: „Auðvitað væri það
ennþá betra ef lögunum væri
breytt um leið en svo vel þekki ég
þingstörfin að mér er það ljóst að
ef við hefðum lagt fram mörg slík
frumvörp um leið þá hefði það
getað orðið til að frumvarpið um
lögfestingu sáttmálans hefði
strandað. Mér fannst mjög mikils
virði fyrir þingmenn og aðra að fá
þetta álit Guðrúnar en ráðherra
verður svo að taka afstöðu til þess
hvort hann vill Iáta vinna frumvörp
um þetta efni.“
Hafa íslenskir dómstólar
frjálsar hendur?
Loks hlýtur að rísa sú spuming
hvort íslenskir dómstólar verði
bundnir af skýringu mannréttinda-
dómstólsins á ákvæðum mannrétt-
indasáttmálans. Sem dæmi um
raunhæfa þýðingu þessa atriðis má
nefna dóminn í leigubílstjóramálinu.
Hafi mannréttindadómstóllinn þar
víkkað út .skýringu sína á 11. gr.
sáttmálans um félagafrelsi þá skipt-
ir auðvitað miklu máli hvort við
íslendingar erfum þá skýringu verði
sáttmálinn lögfestur hér. Eða hafa
íslenskir dómarar fijálsar hendur
við útleggingu sáttmálans? Sam-
kvæmt 2. gr. frumvarps til laga um
Mannréttindasáttmála Evrópu eru
úrlausnir mannréttindanefndarinn-
ar, mannréttindadómstólsins og
ráðherranefndar Evrópuráðsins
ekki bindandi að íslenskum lands-
rétti. Um þetta segir nánar í í grein-
argerð með frumvarpinu: „Ef frum-
varpið yrði að lögum væru það ein-
göngu orð þessara samninga [þ.e.
samninganna sem ganga undir
nafninu Mannréttindasáttmáli Evr-
ópu] sem væru orðinn hluti af ís-
lenskum landsrétti. Fordæmi frá
Mannréttindanefnd og Mannrétt-
indadómstóli Evrópu um skýringu
þessara orða væru ekki þar með
orðin landslög. Á hinn bóginn má
telja sjálfsagt að reikna með að ís-
lenskir dómstólar og stjórnvöld
hefðu slík fordæmi til leiðsagnar
þegar reyna kynni á skýringu ein-
staka ákvæða laganna. Um skerð-
ingu á sjálfstæði dómstóla og
stjórnvalda hér á landi verður engan
veginn að ræða af þessum sökum,
enda væru þau óbundin af fordæm-
um og staða þeirra í raun ekki önn-
ur en á ýmsum öðrum sviðum við
beitingu íslenskra laga sem eiga sér
samhljóða erlendar hliðstæður, en
i slíkum tilvikum er alvanalegt að
huga að erlendri réttarframkvæmd
til leiðsagnar um vafaatriði.“
Telja má þrátt fyrir allt ósenni-
legt að íslenskir dómstólar muni
víkja frá skilningi mannréttinda-
dómstólsins og nefndarinnar á sátt-
málanum nema í algerum undan-
tekningartilvikum eða svo vitnað
sé orð Magnúsar Thoroddsens: „Ég
tel að túlkun þeirra muni hafa mjög
afgerandi áhrif á íslenska dóm-
stóla.“
SAMANTEKT:
PÁLL ÞÓRHALLSSON