Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
fclk i
fréttum
Eyjólfur Kristjánsson tekur hraustlega til matar Andrea Gylfadóttir sleikir sólina í bátnum Víkingi
síns. á leið úr eynni.
ÞJÓÐHÁTÍÐIN
Búast við metaðsókn
"Fjjóðhátíðin í Vest-
mannaeyjum hefur
verið haldin frá árinu
1874. Á þeim tíma hefur
hún aðeins fallið niður
þrisvar sinnum. Lítill
vafi leikur á því að í ár
verður mestur íjöldinn í
Eyjum, enda kom það
fram hjá forráðamönn-
um íþróttafélagsins Týs,
sem sér um hátíðina í
ár, að aldrei hefur verið
eins mikil eftirspum eft-
ir ferðum og gistingu
og nú. Búast þeir við
metaðsókn. Týrarar
Morgunblaðið/Sigurgeir
Forráðamenn Týs og skemmtikraftar á Þjóðhátíð í
brekkunni fyrir framan hús lundaveiðimanna í Elliðaey.
héldu blaðamannafund
á miðvikudaginn til þess
að kynna hátíðina og var
hann haldinn á óvenju-
legum stað, Elliðaey,
einni af úteyjum Vest-
mannaeyja. Þar voru
mættir fulltrúar fjöl-
miðlanna og nokkrir
þeirra ijölmörgu
skemmtikrafta, sem
fram koma á Þjóðhátíð.
Veður var eins og bezt
verður á kosið og nutu
gestimir náttúmfegurð-
ar og einstaks fuglalífs.
VEITINGAHÚS
Tveir pizzastaðir
á einu ári
Guðjón Gíslason, Einar Kristjánsson, Ámi Björg-
vinsson og Georg Georgiou em fjórir ungir
menn, sem hafa opnað tvo pizzastaði, Pizza 67, á
tæpu ári. Fyrri staðurinn í Nethyl 2 var opnaður í
september en hinn sem er í Tryggvagötu 26 nú í
byijun júlí.
Matreiðslumeistari í Tryggvagötunni er Örn Svarfd-
al og mun hann og starfsfólk hans bjóða upp á kjöt-,
fiski-, pasta- og smárétti auk pizzanna. Þá stendur
gestum til boða pastahlaðborð alla virka daga í hádeg-
inu.
Til gamans má geta þess, að þeir Einar og Georg
voru í námi í hagfræði og fjármálafræði þegar þeim
datt í hug að opna fyrri staðinn. Því fengu þeir til
liðs við sig þá Áma eiganda Hjólagallerísins við Vest-
urgötu og Guðjón sem er kjötiðnaðarmaður og sáu
þeir um framkvæmdina til að byija með. Þegar náms-
mennimir snem heim fyrr á þessu ári var farið að
huga að opnun nýs staðar, sem nú hefur verið gert.
Eigendumir Guðjón Gíslason, Einar Kristjánsson,
Ámi Björgvinsson og Georg Georgiou.
Hjónin Kristján Már Siguijónsson verkfræðingur
og Kristín Einarsdóttir alþingismaður vora meðal
gesta við opnunina.
KVIKMYNDIR
Mót-
leikur
Ikes
Turners
Ike Tumer, fyrrverandi
eiginmaður Tinu Tum-
er, neitar því að vera sá
durgur sem hann er sagður
vera í kvikmyndinni What’s
Love Got to Do with It“.
Mótleikur hans er að eigin
sögn ný plata og bók sem
fengi heitið „That’s What
Love’s Got to Do with It“.
Ike Tumer, sem orðinn
er 62 ára, er hér ásamt
vinkonu sinni Jeannetta
Bazzell sem er þrítug.
KONGAFOLK
Hákon krónprins
ástfanginn
Afkomendur kóngafólksins á
Norðurlöndum, þ.e. arftakar
krúnanna, em nú flestir komnir á
„giftingaraldurinn“, enda hafa
fjölmiðlar verið iðnir við að skýra
frá föstum samböndum þeirra að
undanfömu eða samböndum sem
þeir telja að séu í uppsiglingu.
Nú hefur norska pressan fundið
stúlku nokkra sem þeir segja að
sé nýjasta kærasta Hákons krón-
prins Noregs. Hún er tvítug og
heitir Celina Midelfart frá Holmen-
kollen í Osló. Faðir hennar rekur
snyrtivömfyrirtæki og er sagður
einn af ríkustu mönnum Noregs.
Hann og móðir Celinu em fráskil-
in, en faðir hennar er kvæntur
aftur og á árs gamla dóttur með
nýju konunni. Hann var í fyrra
útnefndur best klæddi maður Nor-
egs af einu tískublaðanna, en hafn-
aði titlinum. Ári síðar var Sonja
Noregsdrottning útnefnd besta
Hákon ekur til Oslóar þegar
hann á helgarfrí.
klædda konan og hún var alveg
til í að þiggja titilinn.
Celina býr hins vegar hjá móður
sinni, Kristinu Nygaard og systur-
inni Herminu, sem er 22ja ára.
Celina hefur stundað nám í Frakk-
landi og hefur lengi verið vinur
vina krónprinsins, en það var ekki
fyrr en í vor að hún var kynnt
formlega fyrir prinsinum.
Hákon er um þessar mundir í
herskóla í Bergen og samkvæmt
heimildum norsku blaðanna hefur
hann ekið til Oslóar í öllum helg-
arfríum til að hitta Celinu. Hún
mun þó ekki hafa verið boðin enn-
þá heim til Sonju og Haralds, for-
eldra Hákons.
Þegar Celina var spurð af því
af blaðamönnum hvort hún væri
unnusta prinsins neitaði hún að
gefa neitt upp um það en sagði
að þau hittust oft.
Celina vill ekkert gefa upp um
samband hennar við krón-
prinsinn.
H0LL9W0
SÆNSKAR GO-GO" STULKUR A HOTEL ISLANDI
Naestu helgar munu þær Jannica Midas og Sara Simsson koma fram 5 sihnum á
kvöldi og skipta jafnoft um búninga og dansa við tónlist frá diskótímabilinu.
Diskótekarar
Daddi DJ — Alli Bergás - Gísli Sveinn Hollywood/Sigtún rifja upp gamlar rispur.
HOm jgJAND
MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR I S: 687111