Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
13
OTTINN VIÐ
ÚTLENDINGA
eftirAmal Qase
Nýlega var sýndur umræðuþátt-
ur í ríkissjónvarpinu sem hét Ótt-
inn við útlendinga. í þessum þætti
var rætt um hvort ótti sumra ís-
lendinga við útlendinga væri
ástæðulaus. Flestir þátttakendur
voru sammála um það að ástæðu-
laust væri að óttast slæm áhrif
innflytjenda á íslenska menningu
og þjóðlíf og meira að segja héldu
sumir því fram að innflytjendur
auðguðu íslenska menningu,
þ.e.a.s. því fleiri útlendingar sem
kæmu til íslands því betra fyrir
íslenskt mál og menningu.
Er þetta fólk að grínast eða
blekkja sjálft sig, eða talar það
svona bara til að vera gott og
kurteist í sjónvarpinu? Hvað er
svona gott við að hleypa tugum
útlendinga inn í landið sem nenna
aldrei nokkurn tíma hvorki að læra
íslensku né að laga sig að þessu
þjóðfélagi? Allir sem vilja vita að
Island er fullt af „íslendingum"
sem hafa verið búsettir á íslandi
í áraraðir, jafnvel áratugi, en
kunna samt ekki að kaupa sér
brauð út í búð á íslensku þótt líf
lægi við. Þessu fólki hefði að mínu
mati aldrei átt að veita íslenskan
ríkisborgararétt. Talandi um ís-
lenskan ríkisborgararétt er stað-
reynd að þótt samkvæmt reglum
eigi útlendingar sem fá íslenskt
ríkisfang að tala og skilja íslensku,
veit Alþingi íslendinga sem veitir
okkur útlendingum slíkt ríkisfang,
ekkert um það hvort umsækjendur
kunna íslensku. Að vísu á umsækj-
andi að senda Alþingi vottorð um
að hann/hún kunni íslensku en
slíkt vottorð getur hver skrifandi
Islendingur skrifað. Hann þarf til
dæmis ekki að vera íslenskukenn-
ari eða einhver sem fæst við málið
í starfí. Ef íslenskukunnátta væri
skilyrði fýrir veitingu ríkisfangs
myndu allir sem hafa áhuga á að
gerast íslenskir borgarar læra
málið. Þess má geta að íslenskt
ríkisfang er helst eftirsóknarvert
fyrir þá sem eru frá Afríku og
Austur-Evrópu þar sem flestir vilja
losna undan stríði og alls konar
vandamálum sem stríði fylgja, eða
þá frá Asíu, en í þeim löndum er
mannfjöldinn helsta vandamálið og
eru langflestir sárfátækir. Þetta
fólk myndi gera hvað sem er til
þess að öðlast íslenskt ríkisfang,
þar á meðal að læra íslensku.
Samkvæmt fjölmiðlum eru flest-
ir sem koma til íslands til að setj-
ast að konur frá fyrrnefndum lönd-
um. Þar sem ég er svört hef ég á
þessum sex árum sem ég hef verið
búsett á íslandi kynnst mörgum
konum frá Afríku og Asíu. Allar
þessar konur eiga það sameiginlegt
að vera eða hafa verið giftar ís-
lenskum mönnum sem þær kynn-
ast í bréfaskiptum eða fyrir til-
stilli kunningja með það í huga að
giftast. Þessar stelpur sem eru
yfirleitt um eða undir tvítugu gift-
ast þessum ókunnugu mönnum í
leit að betra lífi og freista þess að
fá vinnu á íslandi og þar af leið-
andi að geta veitt fátækri fjöl-
skyldu sinni í heimalandi sínu fjár-
hagslega aðstoð. Ævintýraferð til
íslands endar í mörgum tilfellum
með martröð. Þær komast að því
að á íslandi bíður þeirra ekkert
nema barsmíðar og nauðganir sem
eru aldrei kærðar af ótta við meira
ofbeldi. í fyrra sagði ung stúlka
frá Asíu mér frá hræðilegu kyn-
ferðislegu ofbeldi sem hún þurfti
að þola af hendi íslensks karl-
manns. Þegar ég spurði hana af
hveiju hún kærði hann ekki, svar-
aði hún að bragði: „Ertu vitlaus!
hann er hvítur, karlmaður og ís-
lendingur, hver myndi taka mark
á mér?“ Hún er varla talandi á
ensku og hvorki talar né skilur
íslensku þrátt fyrir margra ára
Amal Qase
A
„Eg er sannfærð um að
væri íslenskukunnátta
skilyrði fyrir búsetu á
Islandi gæti slík með-
ferð á útlendum konum
ekki viðgengist hér á
landi.“
dvöl á íslandi og það að hún sé
íslenskur ríkisborgari. Vegna þess
hún talar ekki íslensku veit hún
ekki um rétt sinn.
Við vitum af hverju þessar út-
lendu konur giftast þessum mönn-
um en hvaða íslenskir karlmenn
giftast þeim? Hvaða Islendingur
flettir upp mynd í bæklingi og seg-
ir: „Ég vil þessa,“ og svo pantar
hann hana? Já, pantar hana af því
að þeir eru að panta þessar konur
eins og hverja aðra vöru í vöru:
lista. Hverjir eru þessir menn? í
þessum hópi eru menn sem engin
kona með réttu ráði á íslandi kær-
ir sig um að koma nálægt. Þessar
aumingja stelpur í fjarlægum lönd-
um vita ekkert um þá og halda í
rauninni að þeirra bíði auður og
frjálst líf á íslandi en í staðinn
gerast þær margar hverjar húsdýr
þessara manna sem berja þær og
nauðga þeim svo árum skiptir án
þess að eiga á hættu að vera kærð-
ir. Sumar þessar konur vilja læra
íslensku en geta það ekki fyrir
„eiginmönnunum" sem banna þeim
að fara í skóla og koma í veg fyr-
ir að þær umgangist annað fólk.
Ef þær vinna úti sem getur ekki
verið annað en í einhverri ómögu-
legri verksmiðju eða í fiski — enda
tala þær ekki málið — eiga þær
að fara beinustu leið heim eða þær
fá fyrir ferðina.
Ég er sannfærð um að væri ís-
lenskukunnátta skilyrði fyrir bú-
setu á íslandi gæti slík meðferð á
útlendum konum ekki viðgengist
hér á landi.
Höfundur er frá Sómalíu og er
nemundi við Háskóla íslands.
9098 Piparstautur
VARIST EFTIRLÍKINGAR
ALESSI
KRINGLUNNI S: 680633
UMFERÐAR
RÁÐ
AFENGISVARNARAÐ