Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTBR LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KSI Heimavöllur og reynsla vega þungt - segirÁsgeirElíasson, landsliðsþjálfari LEIKIRNIR í átta liða úrslitum bikarkeppni KSÍ fara fram á mánudagskvöld. Bikarmeistar- ar Vals sækja Fylki heim, ís- landsmeistarar ÍA taka á móti Víkingi, KR-ingarfá Eyjamenn í heimsókn og ÍBK og Leiftur leika í Keflavík. Að mati Ásgeir Elíassonar, landsliðsþjálfara, hefur heimavöllurinn mikið að segja sem og reynslan. Hann spáir Val, ÍA, KR og Keflavik sigri, „þó allt geti gerst í knatt- spyrnu, ekki síst bikarkeppni." Valsmenn eru um miðja deild og Fylkir í fallsæti, en Ásgeir sagði að staðan í deildinni hefði ^ekkert að segja með árangur í bik- arkeppni. „Eg var oft í bikar og það skipti aldrei máli hvemig geng- ið var í deildinni," sagði hann máli sínu til stuðnings. En hann áréttaði að hefðin og reynslan hefðu mikið að segja. „Fylkismenn hafa ekkert verið síðri en Valsmenn í Islandsmótinu og í raun hefur þetta verið allt í lagi hjá þeim, þó það sé alltaf erf- itt að tapa 5:0. En þó þetta sé önn- ur keppni, þá fínnst mér Valsarar líklegri sigurvegarar, því þegar menn hafa verið í úrslitum og sigr- að kynnast þeir því hvað þetta er skemmtilegt og ef eitthvað er þá leggja þeir enn meira á sig til að komast þangað aftur. Valsmenn hafa sigrað þrjú ár í röð og gera allt sem þeir geta til að komast áfram.“ Heimavöllur ætti að hjálpa KR KR-ingum var spáð sigri í deild- inni, en þeir hafa þegar tapað þrem- ur leikjum og eru í þriðja sæti átta stigum á eftir efsta liði. Ásgeir sagði að þessi staða í deildinni gæti hugsanlega tvíeflt KR-inga í bikarnum, en hún réði ekki úrslit- um. „KR-ingar em heima og það ætti að hjálpa þeim auk þess sem þeir ættu að vera með sterkara lið en Eyjamenn. KR-ingar em með reynslumeira lið og með allt þetta í huga era þeir sigurstranglegri." Barátta I Keflavík Ásgeir sagðist ekki hafa séð Leiftur spila á tímabilinu, en ann- ars vegar væri um 1. deildar lið að ræða og hins vegar lið úr 2. deild og á því væri munur. Og ekki mætti gleyma vægi heimavallarins. „Keflvíkingar eru í 1. deild og á heimavelli. Það hefur mikið að segja, en engu að síður held ég að þetta verði mikill baráttuleikur, þar sem ekkert verður gefið eftir.“ Akranes sterkast Islandsmeistarar IA hafa unnið sjö af átta leikjum sínum í deildinni og em með fjögurra stiga forystu á toppnum, en Víkingur vermir botnsætið með eitt stig. Liðin mætt- ust á Akranesi fyrir mánuði og þá unnu heimamenn 10:1. „Skagamenn eru með sterkasta liðið og það heilsteyptasta," sagði Ásgeir. „Því er líklegast að þeir séu ömggastir í undanúrrslit og ég myndi spá þeim sigri gegn hvaða liði sem er. Ekki er þar með sagt að þeir séu öruggir alla leið — þeir eru ekki einu sinni öruggir áfram, því ekkert er öraggt í fótbolta — en miðað við það sem þeir hafa verið að gera virðist leiðin greið.“ OPIÐ GOLFMÓT Sunnudaginn 18.júlí verðurhaldið á Vífús- staðavelli opna Pepsí-Schweppes mótið. Glœsileg verðlaun eru í boði með ogán forgjafar. Aukaverðlaun á 2. og 11. braut. Rœst verður útfrá kl. 9.00. Mótsgjaldkr. 1800,- Golfklúbbur Garðabœjar ______________________r Ólafur Þórðarson hefur styrkt gott lið mikið. HANDKNATTLEIKUR íslensk lið ekki í forkeppni Islensku liðin sem taka þátt í Evrópumótunum í handknattleik karla og kvenna leika ekki í forkeppninni — þau fara beint í 1. umferð- ina, eða úrslit 32 liða. Félögin hafa fengið þetta staðfest. ÚRSLIT Hjólreiðar Tour de Frakkl. 12. leggur: Fabio Roscioli (Ítalíu).........7:29.44 klst. MassimoGhirotto(ítalíu)..7.14 mín. á eftir Vladimir Poulnikov (Úkraínu).sami tími Valerio Tebaldi (ítalfu)...........7:17 D. Abdoujaparov (Uzbekistan).......7:34 LaurentJalabert(FrakkL)........,.sami tími Franco Ballerini (Italíu)..........7:36 Olaf Ludwig (Þýskalandi)...........8:25 Andrea Tafi (Ítalíu)..........sami tími Staðan samanlagt: Miguel Indurain (Spáni)..54:29.39 klst. Alvaro Mejia (Kólombíu)...3.23 mín. eftir Zenon Jaskula (Póllandi)...........4:31 Tony Rominger (Sviss)..............5:44 Bjame Riis (Danmörku).............10:26 Andy Hampsten (Bandar.)...........11:12 Claudio Chiappucci (Ítalíu).......14:09 Vladimir Poulnikov (Úkraínu)......14:21 Eric Breukink (Hollandi)..........14:54 Frjálsar Miðnæturhlaup á Jónsmessunni - 10 km: Efstu keppendur í hveijum flokki. Konurl8áraogyngri: mín. Eygerður Inga Hafþórsdóttir......41:20 Valgerður Dýrleif Heimisdóttir...45:47 Guðrún Helgadóttir...............48:33 Dagný Hulda Erlendsdóttir........48:45 Konur 19 til 39 ára AnnaCosser.......................38:04 Hulda Björk Pálsdóttir...........38:40 Fríða Rún Þórðardóttir...........39:23 Gerður Rún Guðlaugsdóttir........39:39 Konur 40 til 49 ár.< HelgaB. Bjömsdóttir..............44:55 Kristín Einarsdóttir.............49:01 Elfa Eyþórsdóttir................51:16 Hallgerður Amórsdóttir...........51:31 Konur 50 til 59 ára Jóna Þorvarðardóttir.............52:46 Edda Þorvarðardóttir.............55:01 Valdís Einarsdóttir..............55:29 Karlar 18 ára og yngri Gauti Jóhannesson................38:30 AmarÞór Jensson..................42:16 Konráð Davíð Þorvaldsson.........43:19 Ólafur Austmann Þorbjörnsson.....44:30 Karlar 19 til 39 ára Sigmar Gunnarsson................31:57 Jóhann Ingibergsson..............32:19 Daníel Smári Guðmundsson.........32:29 Sveinn Emstsson..................33:33 Karlar 40 til 49 ára Jóhannes Guðjónsson..............37:08 Sighvatur Dýri Guðmundsson.......37:43 Hannes Jóhannesson...............39:37 AlBaker..........................39:51 Karlar 50 til 59 ára Jörundur Guðmundsson.............39:06 HaraldMoi........................41:05 Gísli Samúel Gunnlaugsson........43:23 Magnús Bjamason..................44:51 Karlar 60 ára og eldri Eysteinn Þorvaldsson.............47:28 AgnarEgilsson....................51:17 IÞROTTAHATIÐ HSK Bjarki bætti met Vésteins Bjarki Viðarsson úr Fljótshlíðinni setti HSK met á íþróttahátíð HSK um síðustu helgi, þegar hann kastaði sleggju 51,32 m. Vésteinn Hafsteinsson átti fyrra metið, 50,78 m, frá 1987. Þetta var eina metið, sem féll á hátíðinni, sem samanstóð af átta héraðssmótum; þremur mót- um í fijálsíþróttum, knattspyrnu í 4. og 5. flokki, sundi, íþróttum fatl- aðra og starfsíþróttum. Um 900 manns vom með í keppn- inni á Hvolsvelli. Lið Selfyssinga sigraði með yfirburðum, fékk 128 stig. Hamar var í öðm sæti með 52 stig og Þór í þriðja með 47 stig. I fijálsíþróttum 14 ára og yngri vann Isleifur Pálsson, Heklu, besta afrekið með því að hlaupa 100 m á 12,1 sek. Róbert E. Jenssón, Bisk., hljóp 100 m á 11,4 og var það besta afrekið i flokki 15 til 18 ára. Helgi J. Arnarson, UBH, hljóp sömu vega- lengd á 11,3 og var bestur í karla- flokki, en Þórdís Gísladóttir, HSK, var best í kvennaflokki, fór 1,75 m í hástökki. B-lið Selfoss sigraði í 4. flokki í knattspyrnu, en a-lið félagsins í 5. Suðri sigraði með yfirburðum í íþróttum fatlaðra, en Gnýr á Sól- heirnum var í öðm sæti. í starfsíþróttum sigraði Vaka, Hekla var í öðru sæti og Laugdælir í því þriðja. Keppt var í stafsetningu í fyrsta sinn og þurfti bráðabana í báðum flokkum til að knýja fram úrslit, en 58 manns tóku þátt. Har- aldur G. Kristjánsson, Heklu, sigraði í eldri flokki, en Álfheiður Tryggva- dóttir, Vöku, í yngri flokki. Arnar Freyr Ólafsson, Þór, vann besta afrekið í sundi, fór 200 m bringusund á 2.39,4 mín., en hann var einnig stigahæstur karla ásamt Óskari Þórðarsyni, Þór. Sigurlín Garðarsdóttir, Selfossi, var stiga- hæst kvenna. BJarkl Vlöarsson setti met ! sleggjukasti. ÚTI ERÓBIKK með Bertu íæýíngastúdíóinu Laugard. kl. 14.00 og 16.00 Sunnud. kl. 14.00 og 16.00 BLÁA : LÓNID NÁTTÚRUPARADÍS í GRINDAVÍK sími 92-68526

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.