Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
15
AF INNLENDUM
VETTVANGI
ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR
Kaldhæðnislegt
sáttauppgjör
ÁKVÖRÐUN Rannveigar Guðmundsdóttur þingflokksformanns Al-
þýðuflokksins um að gefa kost á sér í embætti varaformanns mun
eflaust draga nokkurn dilk á eftir sér og ekki er útséð um að deilurn-
ar innan flokksins séu leystar. Til efs er að nokkrar deilur innan
stjórnmálaflokks á íslandi hafi einkennst af jafn miklu tilgangsieysi
og taugaveiklun. Liðnar eru þrjár vikur frá því Jóhanna Sigurðar-
dóttir sagði af sér varaformennskunni og hefur atburðarásin frá
þeim tíma sannarlega ekki verið henni hliðholl. Hún hefur endan-
lega sagt skilið við Jón Baldvin Hannibalsson, formann flokksins,
og svo virðist sem hennar helstu samstarfsfélagar fram til þessa séu
nú í nánara sambandi við formanninn en hana sjálfa. Konur hafa
ekki stutt við bakið á henni í þeim mæli sem búist var við en þess í
stað hafa nokkrar konur, undir forystu Margrétar Björnsdóttur for-
manns Fijálslyndra jafnaðarmanna, tekið völdin í sínar hendur og
gert allt til að fá Rannveigu, nánustu samstarfskonu Jóhönnu, til
að taka við varaformannsembættinu þvert á vilja Jóhönnu. Það er
hins vegar gert í nafni sátta og samlyndis. Hverjar afleiðingar þess-
ara deilna verða er óljóst en innan Alþýðuflokksins velta menn jafn-
vel vöngum yfir hvort Jóhanna fari ekki i enn harðari andstöðu við
Jón Baldvin og sjái þá lausn eina að bjóða sig gegn honum á næsta
flokksþingi. Einnig er talað um að hún hugsi sér jafnvel að spreyta
sig á öðrum pólitiskum vettvangi en innan Alþýðuflokksins en alþýðu-
flokksmenn sjálfir draga það í efa vegna þess .hve djúpt rætur henn-
ar liggja innan flokksins.
þreytt á því hvemig Jóhanna hafí
alltaf beitt Rannveigu fyrir sig og
verulega misboðið henni í gegnum
árin.
Af þessu fer þó tvennum sögum
og á móti er sagt að það að Össur
Skarphéðinsson hafí verið tekinn
fram yfír Rannveigu í umhverfis-
ráðuneytið hafí verið dropinn sem
fyllti mæli fyrir uppsögn Jóhönnu,
þ.e. Jóhanna sagði af sér vegna
þess að illa hafi verið farið með
Rannveigu. Þó má ekki gleyma því
að með því að Rannveig tók að sér
að vera þingflokksformaður fyrir-
gaf hún flokknum opinberlega fyr-
ir að taka Össur fram yfir hana í
leynilegu atkvæðagreiðslunni.
Það á hins vegar eftir að koma
í ljós hvernig Rannveig vinnur úr
því nú að kynna ákvörðun sína.
Þeir sem hafa trúað því að hún og
Jóhanna hafi verið bestu vinkonur
fram til þessa geta alltaf túlkað
hennar orð sem svo: Ég veit að ég
Morgunblaðið/Sverrir
Stefnubreyting-
FUNDURINN sem haldinn var af Sambandi Alþýðuflokkskvenna
síðastliðið mánudagskvöld markaði þáttaskil í þeirri deilu sem
staðið hefur innan flokksins. Fundurinn snerist gegn Jóhönnu og
í kjölfarið fór af stað sá hópur sem hvað mest hefur stutt Rann-
veigu í varaformannsembættið.
Ekki hefur farið fram hjá neinum
að lengi vel hefur mikil togstreita
verið á milli þeirra Jóns Baldvins
og Jóhönnu en afsögn hennar kom
þó á óvart innan flokksins. Alþýðu-
flokksfólk er margt á þeirri skoðun
að afsögn Jóhönnu hafi verið hin
einkennilegasta. Engin almennileg
rök væru fyrir henni og tímasetn-
ingin fráleit. Þá hafi deilan ein-
kennst af miklum mótsögnun Jó-
hönnu og stuðningskvenna hennar.
Allt til þessa hefur verið spurt;
hvert var eiginlega markmið Jó-
hönnu með afsögninni? Hvað vildi
hún fá út úr þessu pólitískt?
Jóhanna gaf þá skýringu að um
persónulegan ágreining væri að
ræða milli sín og Jóns Baldvins og
með afsögninni vildi hún lýsa van-
þóknun á vinnubrögðum og starfs-
háttum hans.
Jóhanna hefur verið ásökuð um
tvískinnung í afsögn sinni. Hún
hafi sagt af sér sem varaformaður
Alþýðuflokksins, en því embætti
hafí hún aldrei sinnt almennilega.
Mörgum hafí fundist nauðsynlegt
að varaformaður beitti sér fyrir
öflugra innanflokksstarfi en á því
hafi hún ekki sýnt áhuga. Hún
hafí hins vegar ekki sagt af sér sem
félagsmálaráðherra, starfí sem hún
hefur haft meiri áhuga á, en á
þeim vettvangi hefur samstarf
þeirra Jóns Baldvins að mestu leyti
farið fram. Menn spyija því hvern-
ig Jóhanna ætli að vinna áfram
með Jóni Baldvini í ríkisstjórn ef
hún getur það ekki í flokksforyst-
unni.
Tafir á
flokksstj órnarf undinum
Eftir afsögnina stóð til að halda
flokksstjórnarfund strax til að
ganga frá kjöri varaformanns líkt
og Jón Baldvin hefur greint frá.
Vegna sumarleyfa var hins vegar
tekin sú ákvörðun að fresta fund-
inum fram á haustið. Það hlýtur
jafnframt að hafa verið skynsam-
legt fyrir Jón Baldvin að reyna að
fresta fundinum, annars vegar til
að draga úr samúðinni með Jó-
hönnu og hins vegar til að sýna
fram á að það hafi ekki skipt flokk-
inn neinu máli þótt Jóhanna hafí
sagt af sér og þar með gera lítið
úr starfi hennar á þessum vett-
vangi.
Eftir kröfur bæði ungra jafnað-
armanna og kvenna í flokknum,
sem sögðust vilja gefa Jóhönnu
tækifæri til að tjá sig um afsögn-
ina, var frá þessu horfið og ákveð-
ið að fundurinn yrði haldinn á
tnorgun,' sunnudag.
Titringnr meðal kvenna
Til að undirbúa sig fyrir flokks-
stjórnarfund funduðu um 30 konur
í Sambandi Alþýðuflokkskvenna sl.
mánudag. Fundurinn varð eitt alls-
heijarklúður fyrir stuðningskonur
Jóhönnu, sem greinilega höfðu ekki
stjórn á atburðarásinni og höfðu
fyrirfram alls ekki haft nægilegt
samráð við aðrar konur innan
flokksins. Stefnt var að samstöðu
um að lýsa vanþóknun á forystu
flokksins og að fá konur til að sitja
hjá í kjöri um varaformann, þannig
vildi Jóhanna fá konur til að standa
með sér í andstöðunni gegn Jóni
Baldvini.
í upphafi fundar var búist við
að sú tillaga næði fram að ganga
möglunarlaust en upp kom hörð
andstaða við tillöguna. Meðal
þeirra sem lýstu yfir andstöðu sinni
voru Margrét Björnsdóttir, formað-
ur Fijálslyndra jafnaðarmanna,
sem Jón Baldvin er sagður hafa
miklar mætur á og Bryndís
Schram, sem mun hafa sagt að ef
tillagan yrði samþykkt færi hún
heim með þau skilaboð til Jóns
Baldvins að eðlilegast væri að hann
segði af sér formennskunni. Vera
Bryndísar á fundinum féll ekki vel
í kramið hjá þeim sem vildu fá að
gagnrýna forystuna mótmæla-
laust. í kjöifarið fluttu Ragnheið-
ur Björk Guðmundsdóttif og Mar-
grét Björnsdóttir tillögu um að
hvetja ætti Rannveigu i varaform-
anninn og var tillagan kynnt með
þeim formerkjum að best væri fyr-
ir flokkinn að Rannveig tæki við
embættinu, ekki síst í ljósi þess hve
mikinn stuðning hún fékk meðal
Alþýðuflokksmanna í síðustu Gall-
up-könnun. Með Rannveigu sem
varaformann yrði auðveldara að
ná sáttum í flokknum. Góð mótrök
eru vandfundin 'og talið er að á
þessum tímapunkti hafi margir
fundargesta ákveðið að styðja
Rannveigu.
Rannveig í klemmu
Aðrar skýringar hafa þó einnig
verið gefnar á tillögunni um stuðn-
ing við Rannveigu, ekki síst þegar
athugað var hvaða konur mæltu
með henni. Til að koma í veg fyrir
enn alvarlegri deilur innan flokks-
ins og jafnvel klofning hafí þótt
nauðsynlegt að fá varaformann,
sem væri úr vinstri armi flokksins.
Best væri ef það yrði Rannveig.
Því þar með yrði klúður Jóhönnu
fullkomnað og jafnvel hægt að ýta
Jóhönnu út úr flokknum án þess
að stórskaði hlytist af. Ekki væri
nóg með að hún hefði glatað vara-
formannsembættinu heldur hefði
nánasta samstarfskona hennar,
Rannveig, sest í stólinn áður en
hann náði að kólna.
Einnig var Valgerður Guð-
mundsdóttir, formaður Sambands
Alþýðuflokkskvenna, nefnd sem
hugsanlegt varaformannsefni ef
Rannveig tæki ekki áskorun. Hún
hefði fylgi kvenna og traust þeirra
sem væru til vinstri í flokknum.
Með tillögunni var Rannveigu
stillt upp við vegg, en hún hafði
fyrir fundinn sagt við Jóhönnu og
fleiri, að hún
hygðist ekki
gefa kost á sér
í varaformanns-
embættið við
þessar aðstæð-
ur.
Rannveig
þreytt á
Jóhönnu?
Það er hins
vegar vitað mál
að Rannveigu
hefur langað í
varaformanns-
stóiinn og ýmsir
þeirra sem hafa
viljað hana þar
hafa reynt að
sannfæra hana
um að Jóhanna
hafi alls ekki
borið hag henn-
ar fyrir bijósti
að undanförnu
og m.a. sagt að
Jóhanna hafi
klúðrað ráðher-
rastóinum fyrir
Rannveigu með
því að leggja
ekki nægilega
áherslu á að
Rannveig fengi
stólinn. Einnig
fara sögur af því
að Rannveig hafi
verið orðin lang-
er að svíkja Jóhönnu, sem sem sagði
upp varaformannsembættinu mín
vegna. Mig iangar hins vegar svo
rosalega að verða varaformaður
sjálf og tryggja stöðu mína innan
flokksins, að ég ákvað samt að slá
tii. Verulega erfítt hefur verið
fyrir Rannveigu að meta stöðuna
en hún hefur rætt bæði vel og lengi
við Jón Baldvin og Jóhönnu og
margir telja að allan tímann hafi
hún verið að bíða eftir því að Jó-
hanna segði henni að slá til og taka
embættinu. Hún hafi í raun löngu
verið búin að gera upp hug sinn
um að taka við embættinu en lang-
ur aðdragandi hefði verið nauðsyn-
legur til að virka meira sannfær-
andi gagnvart Jóhönnu. Þar hafí
undirskriftasöfnunin hjálpað tii en
eftir hana hafi engin önnur leið
verið fær en að taka árskoruninni.
Hætta á klofningi?
Ýmsum fínnst sem þau átök sem
átt hafa sér stað innan Aiþýðu-
flokksins minni á deilurnar sem upp
komu innan fiokksins þegar Vil-
mundur Gylfason ákvað að draga
sig út úr flokknum og stofna
Bandalag jafnaðarmanna, en hann
hafði þá m.a. tapað varaformanns-
siag gegm Magnúsi Magnússyni á
flokksþingi Alþýðuflokksins árið
1982.
Aðrir segja að þótt svo ólíklega
verði að Jóhanna yfírgefi flokkinn
verði aldrei hægt að líta á það sem
klofning, vegna þess hve einangruð
hún sé orðin. Þó að Lára V. Júlíus-
dóttir og Ólína Þorvarðardóttir sigli
með henni þá geti það ekki skaðað
flokkinn verulega. Aðrir helstu
baráttumenn vinstri aflanna í
flokknum séu orðnir handgengnir
Jóni Baldvin og búnir að koma ár
sinni vel fyrir borð. Uppreisnarseg-
girnir, þeir Guðmundur Árni Stef-
ánsson og Össur Skarphéðinsson,
séu orðnir virðulegir ráðherrar og
helsta samstarfskona Jóhönnu sé
tilvonandi varaformaður. Þau hafi
því ekki hug á að fylgja Jóhönnu
í hennar heilaga stríði.
Útspil Jóhönnu
Jóhanna hefur aldrei gefist upp
án þess að því fylgi nokkur storm-
sveipur og ekki er búist við að hún
ljúki þessu máli þegjandi og hljóða-
laust. Verulega hefur dregið úr
fylgi flokksins frá kosningum og
hefur mörgun þótt flokkurinn í rík-
isstjórnarsamstarfínu of langt til
hægri. í þeirri stöðu sem komin
er núna þykir ekki órökrétt að
álykta að Jóhanna reyni að not-
færa sér þetta, umbreyti persónu-
legum ágreiningi við Jón Baldvin
í hugmyndafræðilegan ágreining á
milli hægri afla og félagslegra afla
innan flokksins.
Fyrstu skref hennar gætu verið
hörð mótmæli við þann mikla niður-
skurð sem fyrirhugaður er innan
ríkisstjórnarinnar og fullyrðingar
um að slíkur niðurskurður gæti
aldrei samrýmst þeim gildum sem
Alþýðuflokkurinn hafi staðið fyrir.
Á þeim forsendum gæti uppgjörið
hafíst. Uppgjör sem hugsanlega
kemur til með að eiga sér stað í
formannsslag þeirra tveggja á
næsta flokksþingi, en allir eru á
einu máli um að Jóhanna sé ekki
á leið úr pólitík. En hver sem niður-
staðan verður þarf Alþýðuflokkur-
inn að gæta vel að framhaldinu og
alls ekki vanmeta þann stuðning
sem Jóhanna hefur hjá almennum
flokksmönnum.
Búist er við að á flokksstjórnar-
fundinn mæti á annað hundrað
manns. Bíða flokksmenn spenntir
eftir því að Jóhanna kveði sér hljóðs
og fylgjast með hvemig forystu-
fólkið skipast í flokka.
Ekki má gleyma því að Ránn-
veig hefur verið ritari flokksins og
sú staða losnar væntanlega á
flokksstjómarfundinum. Nokkur
nöfn hafa verið nefnd í því sam-
bandi og þ.á.m. nafn Ragnheiðar
Bjarkar Guðmundsdóttur, sem af-
henti Rannveigu undirskriftalist-
ann í gær, og Kristjáns Möllers,
en talið er að þau ættu að geta
höfðað til landsbyggðarfólks í
flokknum. Einnig hefur nafn Mar-
grétar Bjömsdóttur verið ofarlega.
Bandalög rofin
Aðrir forystumenn flokksins
hafa ekki verið jafn áberandi í þess-
um deilum og Jóhanna og Rann-
veig, en niðurstaðan er án efa Jóni
Baldvini í hag. Vinstri armur
flokksins hefur klofnað og þau
bandalög sem talað hefur verið um
fram að þessu eru rofin. Stirt er á
milli Rannveigar og Jóhönnu á
sama tíma og samskipti Rannveig-
ar og Jóns Baldvins færast í vöxt.
Erfiðara er að kortleggja Guðmund
Árna og Össur eftir ráðherraskip-
anina og þær deilur sen nú hafa
staðið yfir. Fróðlegt g^tur því orðið
að sjá hvernig bandalög myndast
á næstunni.
Þegar á allt og allt er litið er
niðurstaðan þessi; eftir þá slæmu
stöðu sem upp var kominn er sú
sáttalausn, sem nú blasir við,
eflaust sú farsælasta fyrir Alþýðu-
flokkinn í heild sinni. Með Jón
Baldvin sem formann og Rann-
veigu sem varaformann geta flestir
- en alls ekki allir - verið sæmilega
sáttir.