Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 3 Skiptingin á milljarðinum til atvinnuskapandi verkefna ákveðin Áætlað að fj árveitingin muni skapa 3-400 störf DAVÍÐ Oddsson forsætísráð- herra og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kynntu í gærdag skiptinguna á þeim millj- arði króna sem fara á tíl atvinnu- skapandi verkefna. Sú stefna var mörkuð að skipta fjárveitingunni á mörg verkefni og hafa til hlið- sjónar að þau sköpuðu sem flest- um atvinnu. Davíð Oddsson segir áætlað að fjárveitíngin muni skapa 3-400 manns atvinnu. Að meðtöldum þeim 1.850 milljónum sem þegar hefur verið veitt I sérstök atvinnuskapandi verk- efni er áætlað að um 1200-1300 ný störf hafi skapast. Ráðherrarnir kynntu tillögurnar í framhaldi af fundi með aðilum vinnumarkaðarins um þær. Davíð Oddsson segir að atvinnuleysi á landinu hafi farið minnkandi að undanfömu eða úr 5,5% í vetur og niður í 3,7% nú og sé ljóst að þessi minnkun sé umfram árstíðabundna sveiflu. Einnig sé athyglisvert að ísland sé eina landið í norðanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi minnkar. „Eitt meginmarkmiðið með síðustu kjarasamningum var að sporna gegn atvinnuleysinu og nú sjáum við tölur sem sýna árang- ur á því sviði,“ segir Davíð. Ekki tjaldað til einnar nætur í máli forsætisráðherra kemur fram að með þessari milljarðs króna fjárveitingu sé ekki verið að kasta peningum út um gluggann heldur sé fénu varið í viðhald og endurbæt- ur sem óhjákvæmilegt var að fara í fyrr eða síðar. „Hér er því ekki verið að skapa atvinnu í skamman tíma heldur hugsað til framtíðar," segir Davíð. Inn í skiptingu á fjárveitingunni er sérstakur liður sem heitir at- vinnumál kvenna upp á 60 milljónir króna. Jóhanna Sigurðardóttir segir að samkvæmt atvinnuleysistölum séu karlar nú betur settir en konur og atvinnuleysi einkum mikið meðal ófaglærðra verkakvenna. Því hafi þessi sérstaka fjárveiting verið ákveðin og aðspurð um í hvaða verkefni henni verði veitt nefnir Jóhann til dæmis umönnun og að- hlynningu aldraðra og fatlaðra. Að mestu boðið út Hvað verkefnin sjálf varðar (sjá ramma) og fjármögnun þeirra kom fram hjá ráðherrunum að þau yrðu að mestu boðin út og myndi Inn- kaupastofnun ríkisins eða einstök ráðuneyti sjá um þau útboð. Hvað varðar skiptingu milli landshluta Morgunblaðið/Þorkell Blaðamannafundur Frá blaðamannafundi þar sem skipting milljarðsins var kynnt. Jóhanna Sigurðardóttír félagsmálaráð herra, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Olafur Davíðsson ráðuneytisstjóri. segir Davíð að ljóst sé að stærstur hluti þessarar fjárveitingar fari á SV-horn landsins en hann bendir á að þær 1.850 milljónir sem fyrr hafi verið ákveðið að veita í atvinnu- skapandi verkefni, þar á meðal 1.550 milljónir til vegagerðar, hafi að mestu skipst niður á aðra lands- hluta. Miðað er við að fjárveitingin til framangreindra verkefna komi á þessu ári en ef eitthvað af þeim flyst yfir á næsta ár hefur fjármála- ráðherra lýst því yfir við aðila vinnumarkaðarins að þau lendi ekki inn á fjárlögum næsta árs. Fjáraukalög í haust Með framangreindum milljarði verða heildarútgjöld ríkissjóðs vegna ljárfestinga og viðhalds á árinu 1993 um 17 milljarðar króna eða 3 milljörðum króna meiri en árið 1992. í frétt frá forsætisráðu- neytinu um málið segir m.a.: „Ríkis1 stjórnin hefur því ákveðið að afla heimilda í fjáraukalögum í haust, þegar þing kemur saman, í sam- ræmi við ofangreinda yfirlýsingu. Við val á nýjum verkefnum var einkum lögð áhersla á brýn við- haldsverkefni á húseignum ríkisins og að flýta framkvæmdum við verk sem þegar eru hafin og eru vinnu- aflsfrek. Þá hefur þess verið gætt eins og kostur er að framkvæmdir leiði ekki til aukins rekstrarkostn- aðar þegar til lengri tíma er litið.“ Þjóðarbókhlaðan fær mest HÉR er skiptingin á þeim rúma milljarði króna sem ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að veita til atvinnuskapandi verkefna. Eins og sést fer mest tíl viðhalds opinberra bygginga en stærsti einstaki liðurinn eru 140 milljónir til Þjóðarbókhlöðu. Verkefni samkvæmt væntanlegu fjáraukalagafrumvarpi, ákveðin í tengslum við kjarasamninga samtals............. 1.045,0 Viðhald húseigna ríkisins.................................. 184,0 Skólar og stofnanir menntamálaráðuneytis................... 150,0 Hæstaréttarhús......................................:.... 25,0 Viðhald og breytingar á húsnæði Stjórnarráðsins............. 35,0 Viðhald húseigna heilbrigðisráðuneytisins................... 25,0 Þjóðgarðar, viðhald....................................... 15,0 Vettvangur, HALIOS samstarfsverkefni ráðuneyta FÍI o.fl.. 5,0 Sjóvarnargarður, Höfn í Hornafirði.......................... 15,0 Flýting hafnarframkvæmda á Ólafsfirði....................... 30,0 Matvælaþróun í sjávarútvegi................................. 10,0 Atvinnumál kvenna, samkvæmt sérstöku samkomulagi............ 60,0 Til eflingar heimilis- og listiðnaði........................ 20,0 Bessastaðir, endurbætur..................................... 42,5 Ijóðgarður á Þingvöllum, viðhald............................. 5,0 Nýr framhaldsskóli í Grafarvogi............................. 42,5 Framhaldsskólinn íVestmannaeyjum............................. 8,0 Menntaskólinn á Laugarvatni................................. 10,0 Framhaldsskólar, aðrir...................................... 40,5 Þjóðarbókhlaða............................................. 140,0 Húsfriðunarsjóður, viðhaldsverkefni......................... 10,5 Húsnæði löggæslustofnana, viðhald............................ 4,0 Húsnæði sýslumanna.......................................... 12,0 Fangelsisbyggingar.......................................... 24,0 Framkvæmdasjóður fatlaðra................................... 32,0 Sjúkrahús í Reykjavík, endurbætur........................... 40,0 Sjúkrahús og læknisbústaðir................................. 10,0 Hafnarframkvæmdir........................................... 50,0 Vinnumarkaðurinii Eru ánægðir með stefnu- mörkunina BJÖRN Grétar Sveinsson for- maður Verkamannasambands- ins og Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastj óri VSI segjast vera ánægðir með þá stefnu, sem mörkuð var í skiptingu á milljarðinum, að vinnuaflsfrek verkefni séu í fyrirrúmi. Hannes segir að VSI sé sammála þeim áherslum sem fram koma og lýsir ánægju með að ríkisstjórnin standi þarna við það sem lofað hafi verið í síðustu kjarasamn- ingum. Björn Grétar segir að menn skuli átta sig á því að þrátt fyrir þessa fjárveitingu sé ástandið á vinnumarkaðin- um alvarlegt. „Þarna er fýrst og fremst um að ræða að ríkisstjórnin stendur við þau loforð sem gefin voru í síðustu kjarasamningum og hvað varðar skiptinguna á fjárveitingunni er hún á svipuðum línum og við lögðum til eða meira í viðhaldsverkefni en fjárfestingar," segir Hannes. „Hér er hins vegar um skammtímalausn að ræða, störf sem síðar detta út, og við ásamt talsmönnum verka- lýðsins leggjum áherslu á að við viljum vinna áfram að varanlegri lausnum á atvinnuleysinu í sam- vinnu við ríkisstjórnina.“ Ástandið alvarlegt Björn Grétar segir að þótt gert sé ráð fyrir að fjárveiting ríkisstjórn- arinnar skapi 3-400 störf verði menn að gæta að því að samkvæmt nýj- ustu tölum um atvinnuleysi séu 5.000 manns án vinnu. Ástandið á vinnumarkaðinum sé því alvarlegt. „Það er gott að ríkisstjórnin hefur lokið þessu verki eins og um var samið í síðustu kjarasamningum," segir Björn. „En það má gera þá athugasemd að í þessari skiptingu er ekki nægilegt tillit tekið til þess að atvinnuástand er mismunandi alvarlegt í einstökum landshlutum og einna verst á Norðurlandi eystra." -----♦ ♦ ♦---- Yfir 30 norsk skip á loðnu YFIR 30 norsk loðnuskip eru nú á miðunum norðaustur af Langa- nesi. Að sögn Landhelgisgæsl- unnar mun eitthvað af þessum skipum á siglingu norður til Jan Mayen en ekkert af þeim hefur tilkynnt um afla. Skipin halda sig rétt við 200 mílna landhelgismörkin og sigla inn og út úr lögsögunni. Eina erlenda skipið sem tilkynnt hefur afla á síð- asta sólarhring er grænlenskt með 1.600 tonn. Sophia fékk ekki að hitta dæturaar SOPHIA Hansen fékk ekki að hitta dætur sínar í gær og er þetta í þriðja sinn, sem Halim Al, fyrrum eiginmað- ur hennar, brýtur umgengnisrétt Sophiu á síðustu þremur vikum. Soph- ia fór í gær, ásamt lögreglumanni og embættismanni dómshússins, að heim- ili Halims AI og þar hitti hún föður hans. Hafði hann í hótunum við Soph- iu og sagðist hafa étið stúlkurnar. Guðmundur, bróðir Sophiu, sem var með henni í för var með upptökuvél og tók allt upp. Sophia hyggst nú kæra föðurinn. Sophia sagði í samtali við Morgunblað- ið að þegar enginn hafi komið til dyra á heimili Halims A1 hafi verið náð í húsvörð- inn og hann spurður hvort hann hefði orðið var við Halim A1 eða stúlkurnar og neitaði hann því. Þegar verið var að taka skýrslu af honum hafi faðir Halims birst. Honum hafi brugðið við að sjá þau, þar sem þau hafi verið búin að vera þar í nokkra stund og því í seinna lagi en venjulega. „Hann var mjög reiður og sagði mér að hann væri búinn að éta stelpurnar. Hann kallaði mig gleði- konu og hótaði mér hvað eftir annað lífláti og sagðist ætla að sjá um það sjálfur. Hann ætlaði í mig hvað eftir annað, en lögreglan stoppaði hann af,“ sagði Sophia. Yonast til að geta notað upptökuna Hún segist eiga von á því að upptakan af hótunum afa stúlkn- anna komi til með að hjálpa máli hennar í Tyrklandi, en á mánudag Morgunblaðið/Guðmundur H. Guðmundsson Við dyr Halim A1 MYNDIN er tekin fyrir viku og sýnir hvar full- trúi fógeta (á tröppunum), Sophia Hansen, Rósa Hansen og tyrkneskur lögregluþjónn koma að útidyrum heimilis Halims Al. verður mál Halims Al, vegna fyrri brota hans á umgengnisrétti Sophiu, tekið fyrir og vonast Sophia til að geta notað upptök- una þá. Þá ætla lögfræðingar hennar einn- ig að reyna að fá lögreglumanninn og embættismann dómshússins til að bera vitni gegn föður Halims Al, en að sögn Sophiu gæti það orðið erfitt þar sem mik- il hræðsla ríki við þá öfgahópa, sem Halim hafi á bak við sig. Ingva S. Ingvarssyni, sendiherra íslend- inga í Tyrklandi, með aðsetur í Kaup- mannahöfn, hafði á fimmtudag ekki borist svar við tilmælum sínum til tyrkneskra stjórnvalda vegna tyrkneska forræðis- málsins. Með tilmælunum er m.a. mælst til þess að reynt verði að greiða fyrir því að Sophia fái að vera með dætrum sínum eins og umgengnisréttur hennar kveður á um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.