Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
11
Meðferðarheim-
ili á Norðurlandi
eftirMagnús
Aðalbjörnsson og
Krislján M.
Magnússon
í allmörg ár hefur það verið
áhyggjuefni skólamanna á
Norðurlandi hve mjög hefur færst
í vöxt vansæld nemenda og þá
sérstaklega unglinga. Vansældin
kemur fram á ýmsan hátt, til
dæmis þannig að nemendur missa
áhuga á námi, eiga í útistöðum
við skólafélaga, foreldra og kenn-
ara, fara að neyta vímuefna o.m.fl.
A síðustu árum hefur myndast
sívaxandi þörf fyrir einhver úrræði
fyrir þessa nemendur, jafnt innan
skólans sem utan.
Innan skólans er reynt að leysa
málin með því að umsjónarkennari
eða skólastjóri leiti lausna, ef á
einhvem hátt má létta af álagi eða
skerpa áherslur í sjálfu skólastarf-
inu. Haft er samband við foreldra
og reynt að vinna að málinu í sam-
vinnu við heimilin. Sálfræðingur
skólans er e.t.v. beðinn um að
leggja málinu lið, með leyfi for-
eldra. Sem betur fer duga aðferð-
ir skólans oft til að bæta ástandið,
nemandanum fer að líða betur,
skólinn finnur nýjar leiðir til að
koma til móts við hann og foreldr-
arnir styrkjast í sínu foreldrahlut-
verki. En því miður hefur á síð-
ustu árum borið æ oftar á að skól-
inn stendur ráðþrota og aðferðir
hans gagna ekki. Þá á vanlíðan
nemandans sér dýpri rætur en
svo, að þær tiltölulega takmörkuðu
aðgerðir sem skólinn og sálfræði-
þjónustan hafa yfir að ráða nægi
til að breyta ástandinu.
Nýliðið skólaár fóru tólf ung-
menni úr 8. til 10. bekk grunn-
skóla á Norðurlandi eystra og þijú
af Norðurlandi vestra til greining-
ar og/eða meðferðar á meðferðar-
stofnunum á Suðurlandi. Um
helmingur þessara nemenda fór
einungis í eins mánaðar greining-
arvistun án þess að nokkurt úr-
ræði tæki við þeim á eftir — jafn-
vel þótt rækilega hafí verið sýnt
fram á brýna meðferðarþörf. Fleiri
hefðu þurft á meðferð að halda,
en foreldrar ekki treyst sér til að
senda börn sín í fjarlægan lands-
hluta. í 6. til 7. bekk grunnskól-
anna á Norðurlandi eystra er vitað
um fímmtán nemendur sem að
öllu óbreyttu þurfa meðferð á
næstunni.
Að mati sálfræðiþjónustunnar á
Norðurlandi vestra hefði gott með-
ferðarúrræði þurft fyrir a.m.k.
fjóra unglinga og góða unglingar-
áðgjöf á svæðinu með virkri sam-
vinnu við foreldra og skóla hefði
þurft fyrir tíu til fímmtán nemend-
ur. Einnig á Norðurlandi vestra
hefur verið erfítt að útvega ungl-
ingunum framhaldsmeðferð eða
nægilega góða eftirfylgd að lok-
inni greiningu.
Meðferðarúrræði
fyrir unglinga
Hvaða meðferðarúrræði eru nú
fyrir hendi?
„í bréfi stjórnar FSNE
til félagsmálaráðherra
var vakin athygli á því
að miðsvæðis á Norður-
landi, nánar tiltekið á
Laugalandi í Eyjafirði,
er ónotað skólahúsnæði
í góðu lagi. Þar er kjör-
inn staður.“
Unglingaheimili ríkisins (UHR)
ber hitann og þungann af meðferð
unglinga í tilfinningalegum vanda.
Stofnunin er deildaskipt í fimm til
sex deildir:
1. Unglingaráðgjöf, sem er nokk-
urskonargöngudeild fyrir Stór-
Reykjavíkursvæðið.
2. Móttökudeild, með þijú pláss í
skammtímavistun og ijögur
pláss í rannsóknar- og meðferð-
arvistun.
3. Meðferðardeild, með sjö pláss-
um.
4. Sambýli með fimm plássum.
5. Vímuefnadeild með tólf til
fimmtán plássum.
6. Vísir að unglingaráðgjöf á
Norðurlandi eystra, með 20%
stöðu sálfræðings.
Verið er að stofna nýja deild
UHR í Skagafírði til að einangra
síbrotaunglinga úr Reykjavík eða
aðra unglinga þaðan sem ekki
hefur nýst önnur meðferðarúr-
ræði. Til að byija með verður sú
deild einungis fyrir þijá unglinga.
Meðferðarheimilið á Torfastöð-
um í Biskupstungum er sjálfseign-
arstofnun sem tekur sex unglinga
í langtímavistun og þar eru yfír-
leitt ekki nema tvö laus pláss á ári.
Barna- og unglingageðdeildin á
Dalbraut getur tekið sex unglinga
í greiningu og/eða skammtíma-
meðferð.
Vistheimilið Árbót í Aðaldal var
stofnað til að búa tveimur ungling-
um varanlega vistun fram til 16
ára aldurs.
Samtals eru þannig á landinu
13 skammtímavistunarpláss og
37-40 langtímavistunar- eða með-
ferðarpláss fyrir unglinga. Ef tek-
ið er tillit til að sum þessara plássa
eru „bundin" ákveðnum einstakl-
ingum og gert ráð fyrir að meðal
vistunarlengd sé tvö ár þýðir það
að ekki losna nema 16 til 17 lang-
tímapláss á ári hveiju á öllu land-
inu.
Þörfín er ótvírætt miklu meiri.
Hingað til hefur afleiðingin verið
sú að fjöldi unglinga hefur fengið
ónóga úrvinnslu sinna mála. Slíkt
er engan veginn forsvaranlegt,
hvorki þegar litið er á málið sem
spurningu um krónur og aura né
þegar hugsað er um mannlega
þáttinn.
Meðferðarheimili
á Norðurlandi?
í nóvember 1990 skipaði þáver-
andi menntamálaráðherra nefnd
til að gera tillögu um stofnun
meðferðarheimilis fyrir unglinga á
Grasaferð NLFÍ
Náttúrulækningafélag íslands
ásamt Heilsuhringnum, félagi
Svæðameðferðar, Félagi ís-
lenskra nuddara og Garðyrkjufé-
laginu gengst fyrir grasaferð í
Þorskafjörð dagana 23.-25 júlí.
Hafst verður við í Bjarkarlundi
þar sem kostur er á góðum tjald-
stæðum. Leiðsögumaður í ferðinni
Norðurlandi. Nefndin skilaði áliti
strax í mars 1991. Þar kemur fram
að þörf fyrir meðferðarheimili á
Norðurlandi er ótvíræð. Nefndin
var á þeirri skoðun, og hafði raun-
ar fyrir sér álit sérfræðinga, að
vegna fjarlægðar og kostnaðar
nýttust meðferðarúrræði UHR á
höfuðborgarsvæðinu ekki sem
skyldi fyrir unglinga á Norður-
landi. Lokaniðurstaða nefndarinn-
ar var sú að leggja til að stofnað
verði hið fyrsta meðferðarheimili
fyrir unglinga á Norðurlandi á
vegum UHR. Lagt er til að þar
verði pláss fyrir sjö unglinga.
Um áramót 1991-92 færðust
málefni UHR frá menntamála-
ráðuneytinu yfir til félagsmála-
ráðuneytis. í október 1992 kom
út „Skýrsla um málefni barna og
ungmenna“ frá félagsmálaráðu-
neytinu. Þar er skrifað: „Meðferð-
arúrræði fyrir börn og ungmenni
hafa verið ófullkomin til þessa.“ í
upptalningu á úrræðum sem
nefndin telur að þörf sé á fyrir
unglinga stendur orðrétt: „Með-
ferðarheimili á Norðurlandi. Lagt
er til að komið verði á fót á Norð-
urlandi meðferðarheimili með svip-
uðu sniði og meðferðarheimilið í
Sólheimum 7 og meðferðarheimil-
ið að Torfastöðum. Ljóst er að
veruleg þörf er fyrir slíkt heimili
og nálægðin við heimabyggð skjól-
stæðinganna mun auðvelda eftir-
fylgd heima í héraði að meðferð
lokinni.“
Nú er komið árið 1993 og ekki
Laugaland í Öngulsstaðahreppi
bólar á meðferðarheimili. Þörfin
hefur aukist gífurlega, hafí verið
þörf 1991 er nauðsyn nú að koma
upp slíku heimili.
Stjón FSNE, Félags skólastjóra
á Norðurlandi eystra, hefur látið
málið til sín taka og hefur hún
reynt að vekja athygli ráðamanna
á þeirri brýnu þörf sem er fyrir
slíkt heimili. M.a. hefur stjómin
sent félagsmálaráðherra bréf um
málið. Einnig sendi stjórnin bréf
til allra þingmanna kjördæmisins.
Einungis Sigbjöm Gunnarsson sá
ástæðu til að svara bréfaskrifun-
um og sýndi hann málinu skilning,
Það vekur vonir um að hann geti
leitt þingmenn okkar í máli þessu
og það fái farsælan endi.
Tillaga um staðsetningu
í bréfi stjórnar FSNE til félags-
málaráðherra var vakin athygli á
því að miðsvæðis á Norðurlandi,
nánar tiltekið á Laugalandi í Eyja-
firði, er ónotað skólahúsnæði í
góðu lagi. Þar er kjörinn staður.
Húsnæði í eigu ríkisins og Eyja-
fjarðarsveitar stendur þar ónotað.
Nálægðin við Akureyri er hæfíleg.
Staðurinn getur notið góðs af þétt-
býlinu, en samt verið sinn eigin
heimur. Sundlaug er á staðnum
og Hrafnagilsskóli með öllum sín-
um gæðum í göngufæri. Meðferð-
arstofnun á Laugalandi myndi
þjóna 35-40 þúsund manna byggð
og foreldrar hefðu möguleika á
að taka virkan þátt í að leysa
vanda barna sinna því að staðurinn
er miðsvæðis og ekki nema 60 til
90 mínútna akstur frá Húsavík
og Sauðárkróki.
í efnahagskreppu og atvinnu-
leysi er meiri hætta á að lífíð fari
aflaga fyrir böm og unglinga.
Þess vegna verðum við að halda
vöku okkar. Þjóð sem leikur sér
að því að grafa göng undir fírði
og borar sig í gegnum fjallgarða
hlýtur að hafa efni á að gera ann-
að eins fyrir unglinga á óheilla-
braut.
Magnús Aðalbjömsson er
aðstoðarskólastjóri Gagn-
fræðaskóla Akureyrar og Kristj&n
M. Magnússon er sálfræðingur hjá
sálfræðiþjónustu Fræðsluskrif-
stofu Norðurlands eystra.
1.500 KR.
MANUÐI OG ÞIÐ FAIÐ
STIGAHÚSIÐ TEPRUAGT
Já, það er ódýrara en margir halda að teppaleggja stigana.
Hér eru dæmi um verð á viðurkenndum teppum sem þola mikið álag.
Dæmi 1:6 íbúða stigahús i Flúðaseli. Dæmi 2: 8 íbúða stigahús í Stóragerði.
Staðgreiðsluv. Kr. 26.147,- pr. ibúð. M/afborgunum. Kr. 27.200,- pr. íbúð. 8 mánaðargr. Kr. 3.400,- pr. íbúð. 12 mánaðargr. Kr. 2.300,- pr. íbúð. 18 mánaðargr. Kr. 1.500,- pr. íbúð. Staðgreiðsluv. Kr. 22.000,- pr. íbúð. M/afborgunum. Kr. 23.200,- pr. íbúð. 8 mánaðargr. Kr. 2.900,- pr. íbúð. I2mánaðargr. Kr. 1.900,-pr. íbúð. 18 mánaðargr. Kr. 1.300,- pr. íbúð.
Algengt er að útborgun nemi 1/3 af kaupverði og eftirstöðvar greiðist á 6 mánuðum. Sumir
kjósa að greiða með greiðslukorti og dreifa afborgúnum á 11 til 18 mánaða greiðslutímabil.
Með þeim hætti getur mánaðárgreiðsla farið niður í kr. 1.500,- pr. íbúð.
5 ARA BLETTA- OG SLITÞOLSABYRGÐ
bjóðunm ávallt sérstakt tilboðsverð á teppum fyrir stigahús.
Við fjarlægjum gömul teppi, mælum upp, sníðum og leggjum fljótt og vel.
• er.
verður Hafsteinn Hafliðason garð-
yrkjumaður og náttúruunnandi frá
Vigur og er markmiðið að skoða
fjölbreytilega flóru á þessum slóð-
um og leita uppi lækningagrös og
drykkjaijurtir fyrir þá sem vilja
kynnast þessum jurtum sér til
gagns og gamans.
Upplýsingar og skráning eru á
skrifstofu NLFÍ.
UMBOÐSMENN
UM LAND ALLT
NVjar GERÐIRTEPPA ÍTUGUM LITA
TEPPABÚÐIN
ÖLL GÓLFEFNi
Á EINUM STAÐ
TEPPI • FLÍSAR • PARKET ♦ DÚKAR » MOTTUR - GRASTEPPI • VEGGDÚKAR • TEPPAFLÍSAR • GÚMMÍMOTTUR • ÖLL HIÁLPAREFNI
C=l GÓLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSÖRAUT 26 • SÍMI 91-681950