Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 Innilegar þakkir öllum þeim, sem sýndu mér vináttu í sambandi við áttrœÖisafmæli mitt 4. júlí rsl. Guð blessi ykkur öll. Friörik Vigfússon. HJÁ ANDRÉSI Nýjar vörur - gamalt verð Flauels- og gallabuxur verð f rá......kr. 1.790,- Herravesti nýjir litir verð frá.......kr. 1.800,- Stakirjakkar margargerðirverðfrá .....kr. 4.900,- Golfbuxurá............................kr. 2.900,- ANDRES SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22A - SÍM118250 TRJÁPIONTUR - RUNNAR Veröhrun! Bjóðum eftirtaldar tegundir á ótrúlega hagstæðu verði á meðan birgðir endast: 45% afsláttur af sígrænum plöntum og garöskála- plöntum, birkikvistur í pottum kr. 199, alparifs kr. 180, gljámi- spill kr. 140, lyngrós kr. 1900, kínaeinir kr. 980, runnamura kr. 290, sírenur kr. 290, gullregn kr. 300, ásamtfjölbreyttu úrvali sígrænna plantna og garðskálaplantna með 45% afslætti. Trjáplöntusalan Núpum, Ölfusi, beygt til hægri við Hveragerði. Símar 98-34388,985-20388. Opið 10-21 alladaga. I i J i i i i 4 4 i H Röng staðhæfing* Frá Hinrik Guðmundssyni: í Morgunblaðinu sl. fimmtudag er grein um íslenskan bruggmeistara, sem er nýlega kominn til starfa við Viking-Brugg ölgerðina á Akureyri, Baldur Kárason að nafni. í upphafi greinarinnar er staðhæft, að Baldur Kárason sé trúlega fyrsti íslending- urinn með háskólapróf í bruggunar- fræðum, en það er röng staðhæfing. Ég lauk slíku prófí við bruggunar- deild Tækniháskólans í Miinchen árið 1942, fyrstur íslendinga. Bruggun- ardeild TH Miinchen er starfrækt í Weihenstephan í Freising, skammt norðaustur af Munchen. Þar er einn- ig elsta ölgerð í heimi, sem hefír verið starfrækt óslitið frá árinu 1040 og ber nafnið Bayerische Staats- brauerei. Þar starfaði ég í skólafríi svo og í stærstu ölgerð á meginlandi Evrópu, Brauerei Schwechat í Vín- barborg. Á námsárum mínum heim- sótti ég og skoðaði helstu ölgerðimar í Miinchen eins og Löwenbráu, Spat- enbráu og Miichener Hofbráuhaus og fleiri ölgerðir þar um slóðir. Að öðru leyti vísa ég til meðfylgjandi ljósrits af kaflanum um mig í Verk- fræðingatali frá 1981. Að lokum býð ég svo Baldur Kára- son velkominn í bmggarastéttina og óska honum alls velfamaðar og langra lífdaga. HINRIK GUÐMUNDSSON, Heiðargerði 13, Reykjavík. Pennavinir Fjórtán ára japönsk stúlka sem kveðst hafa mikinn áhuga á íslandi: Mayuko Morishita, 1093-35 Man-cho, Izumi-shi Osaka-hu, 590-02 Japan. Þrettán ára norsk stúlka með áhuga á knattspyrnu, tónlist o.fl. Safnar póstkortum: Lene Hallen, Skogsveien 8, 9220 Moen, Norway. Tuttugu og fímm ára Ghana- stúlka, námsmaður með áhuga á ferðalögum og tónlist: Yaa Serwaa Manu, P.O. Box 802, Cape Coast, Ghana. Frá Bretlandi skrifar piltur um tvítugt sem getur ekki um áhuga- mál en vill eignast pennavini hér: Mikki Burson, 81 Bower Lane, Quarry Bank, Brierley Hill, West Midlands, DY5 ZAX, England. LEIÐRÉTTIN G AR Rangt starfsheiti I frétt Morgublaðsins af svif- nökkva hér á landi var Páll Hjartar- son ranglega sagður siglingamála- stjóri. Hið rétta er að hann er að- stoðarsiglingamálastjóri, en sigl- ingamálastjóri er Benedikt Guð- mundsson. Rangt farið með nöfn Rangt var farið með nöfn í brúð- kaupsmynd í blaðinu í gær. Hið rétta er að nafn brúðarinnar er Sig- rún Guðlaugsdóttir Henriksen og sonur hennar heitir Henrik, en ekki Hendrik eins og sagt var frá í myndatexta. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessu. VELVAKANDI ÞAKKLÆTI ÞAKKLÆTIÐ er til Gísla Sigur- björnssonar, forstjóra Grundar, og Mæðrastyrksnefndar, frá sex- menningunum sem dvöldu í boði þeirra í Frumskógum 2 dagana 10.-20. júní. í Frumskógum 2 var líf og fjör, leikfími, söngur og gleði í fallegri íbúð. Þökk sé þeim einnig, sem gáfu okkur góðan mat dag hvem. Ekki spillti veðrið gleðinni, sól og fegurð alla daga — sundlaugin var heimsótt nær daglega. Þetta viljum við þakka og biðj- um þeim blessunar sem veittu. Fyrir hönd sexmenninganna, Sigurrós Ólafsdóttir, Neshaga 7, Reykjavík. ÆTTINGJA LEITAÐ SIGURBJÖRN Magnússon er að leita að ættingjum konu sem hét Sólveig Engilráð og fæddjst 14. ágúst 1889. Hún fluttist ung suður og á þar afkomendur. Allar upplýsingar em vel þegnar í síma 95-37318. TAPAÐ/FUNDIÐ Týndur eyrnalokkur SILFURLITUR eyrnalokkur, sem er samansettur úr tveimur hringum þar sem annar hangir í hinum, týndist fyrir u.þ.b. mán- uði á leiðinni Seltjarnames- Alftamýri. Finnandi vinsamlega hringi í síma 511541 eða 688550. Ásdís. Týndur jakki LJÓSBLÁR Nordface-jakki tap- aðist í Kerlingarfjöllum aðfara- nótt sl. laugardags. Upplýsingar í síma 658121. GÆLUDÝR Hvolpar ÞRÍR sjö vikna Sankti Bem- hardshvolpar, gullfallegir og hraustir (undan Nóm og Daníel), óska eftir að komast á góð heim- ili. Upplýsingar í síma 666313. Kettlingar ÁTTA vikna gamlir kettingar, kassavanir og blíðir, óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 42384. Týndur köttur SVARTUR þriggja ára fresskött- ur hvarf frá Suðurgötu í Hafnar- fírði þar sem hann var í pössun. Hann á heima í Kambaseli í Reykjavík og gæti hafa reynt að komast þangað. Hann er eyrna- merktur, með hálsól úr flekkóttu loðskinni. Hafí einhver orðið hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 53153. Kettlingur gefins LÍTILL, sætur, svartur átta vikna fress óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 42690. Týndur köttur GULBRÖNDÓTTUR og hvítur fressköttur með ljósgræna ól með merkispjaldi og einnig eyrna- merktur, Oliver, tapaðist frá Furubyggð 13 í Mosfellsbæ, sl. þriðjudagskvöld. Fólk í Mos- fellsbæ er vinsamlega beðið að athuga í bílskúra og kjallara hjá sér til að athuga hvort hann gæti hafa lokast inni. Upplýs- ingar í síma 666191. @1 [W bGabrie M HÖGGDEYFAR 1 j STERKIR, ÖRUGGIR^^ .* ÓDÝRIR! Æm 1 IÁBER G ” SKEIFUNNI 5A. SIMI: 91 -8 47 88 11 Henta á svalir - verandir og til útstillinga. Breidd: 150 cm, 200 cm og 400 cm. Tcimis-grasteppi aóeins kr. 880,- pr. k Má nota úti sem inni allt árið. Við sníðum eftir þínu máli. jil Opið virka daga kl. 9-18. ■E2HI TEPPABÚÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.