Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
í hlekkjum hugarfarsins
eftir Kristin
Pétursson
Við færðum út í 50 mílur 1972,
og 200 mílur 1975. 1973 var veiði-
stofn þorsksins um 830 þúsund
tonn, eða um 200 þúsund tonnum
stærri en í dag. Ókynþroska hluti
þorskstofnsins var álíka stór og í
dag. Þetta ár (1973) veiddum við
383 þúsund tonn, eða 46% af stofn-
stærð sem er mesti „glannaskapur"
í þorskveiðum fyrr og síðar. Ár-
gangurinn sem klaktist út þetta ár
varð íslandsmet nr. 1 í nýliðun
þorsksins og gaf af sér mikla veiði
mörg ár á eftir og veidd voru sam-
tals um 900 þúsund tonn úr þessum
árgangi (1973).
I „svörtu skýrslunni" (15. okt.
1975) sagði þá:
„Til þess að ná fram þessu mark-
miði (uppbyggingu þorskstofnsins
innsk. höf) þarf að friða algjörlega
3ja ára þorsk og yngri og draga
verulega úr sókn í eldri hluta stofns-
ins á næstu árum, þannig að þorsk-
aflinn 1976 fari ekki yfir 230 þús-
und tonn. Ef þorskveiðum verður
framhaldið með núverandi sókn
mun aflinn næstu 2-3 árin haldast
í um 340-350 þúsund tonnum, en
fara síðan ört fallandi."
Þarna var hruni stofnsins hótað
(eins og í dag) nema Hafró fengi
að ráða. Rannsóknarráð ríkisins gaf
út skýrslu um svipað leyti (Þjóð-
hagsstofnun og co. nú) og þar var
sami boðskapur.
Línurit voru teiknuð „til helvítis"
nema farið væri eftir tillögum
Hafró.
Lítum svo á hvað gerðist. Árin
1975-1979 (bæði meðtalin) var
einmitt gert það sem Hafró ráð-
lagði að ekki yrði gert. Haldið var
áfram að veiða og meðalafli nefndra
fimm ára var 351 þúsund tonn á
ári, eða um hundraðogtuttuguþús-
und tonn umfram veiðiráðgjöf ár-
lega! Samt hafði þorskstofninn
stækkað í lok þessa „rányrkjutíma-
bils“ í um 1,6 milljónir tonna sem
var stækkun um 800 þúsund tonn
eftir „ofveiði“ um 600 þúsund tonn!
Þarna munar aðeins 1.400 þúsund
tonnum (1,4 millj. tonna) í reikni-
skekkju veiðiráðgjafa og raunveru-
leikanum, og er þá „hrun“ stofnsins
ekki reiknað með!
í útflutningsverðmætum, miðað
við fullunnar afurðir er reiknings-
skekkja Hafró um 182 milljarðar
króna sem í þjóðartekjum næmi
verðmætum upp á um 400 milljarða
(!) eða fjórföldum fjárlögum ís-
lenska ríkisins í dag. (Fimm ára
reikningsskekkja án ,,hruns“.)
1980 fer aflinn í 434 þúsund
tonn og 468 þúsund tonn 1981. Á
þessum árum fer meðalþyngd
þorsksins að falla (vantar fæðu?)
og árið 1982 ráðleggur Hafró 450
þúsund tonna veiði en ekki veiddust
nema 370 þúsund tonn. Árið eftir
1983 ráðlagði Hafró 350 þúsund
tonna veiði en ekki veiddust nema
300 þúsund tonn.
Nú voru reiknimódelin predikuð
miskunnarlaust, hruni stofnsins
hótað aftur og með aðstoð fjölmiðla
(misnotkun?) voru stjómmálamenn
og „hagsmunaaðilar" sannfærðir
um að nú yrði að „stjórna" og friða
og vemda, „byggja upp“ þorsk-
stofninn. Þetta tókst og í ársbyijun
1984 var hrollvekjunni startað -
kvótakerfinu.
Aftur hundsaði þorskurinn
reiknilíkanið og lítill þorskstofn
(sögulegt lágmark) gaf af sér /s-
landsmet nr. 2 (veiðistofn í lág-
marki og hrygningarstofn líka).
Reikniskekkja Hafró frá 1984-
1987 nam svo 830 þúsund tonnum
(370 þúsund tonna „ofveiði" og
stækkun stofnsins um 460 þúsund
tonn).
í dag þegar þetta er skrifað, 10.
júlí, er forsíðufrétt í Morgunblaðinu
um „svarta skýrslu" frá Kanada.
Ráðgjafar þar á bæ ráðlögðu alfrið-
un þorskstofnsins í fyrra og fengu
sínu framgengt með hótunum um
hrun og stuðningi alþjóðahafrann-
sóknaráðsins _ í kóngsins Kaup-
mannahöfn. í frétt Mbl. 10. júlí
segir að þorskstofninn við Ný-
fundnaland hafi minnkað frá því í
fyrra - alfriðaður? í niðurlagi frétt-
arinnar er gamalkunn tugga um
að „nú verði að draga úr sókn til
langframa" til að „byggja upp
stofninn".
Þá er bara eftir að reikna út
hvemig „draga á úr sókn“ í þorsk-
stofn sem var alfriðaður fyrir ári!
Á íslandi var í dag - einnig í
fréttum - nýjasta hugdettan í of-
stjórnunarmálum. Friða Halamiðin,
- fengsælustu fiskimið við ísland!
Hverskonar mgl er þetta? Fyrir
hvaða málstað er LÍÚ að berjast?
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori
KRISTINN SIGURJONSSON, HRL. loggilturfasteignasau
Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli.
Einbýlishús í Smáíbúðahverfi
Steinhús, tvær hæðir, með 5 herb. íb. 113 fm nettó. Mikið endur-
bætt. Svalir. Sólverönd. 40 ára húsnæðislán kr. 2,3 millj. Verð kr. 10,5
millj. Einkasala.
Vinsæll staður - gott verð
Rishæð við Nökkvavog 4ra herb. Samþykkt. Sólrfk. Vel með farin. Trjá-
garður. Verö aðeins kr. 5,8 millj.
Einbýli - gott verð - eignaskipti
Á vinsæium stað í Hafnarfirði, steinhús ein hæð, 130 fm. Ný endur-
byggt og stækkað með 5 herb. glæsil. íb. Góður bílsk. 36 fm. Ræktuð
lóð, 630 fm. Skipti mögul. á góðri eign í Kóp. eða borginni.
Sérhæð - Hvassaleiti - frábært útsýni
Efri hæð 6 herb. Sólsvalir. Mikið geymslurými í kj. Góður bílskúr.
Skipti möguleg á nýlegri 4ra herb. íb. Einkasala.
í lyftuhúsi við Þangbakka
á 7. hæð, 2ja herb. íb. 62 fm. Stórar svalir á suðurhlið. Húsið ný
sprunguþétt og málað. 40 ára húsnlán kr. 2,5 millj.
Vinsæll staður - gott lán - útsýni
Endaíb. við Súluhóla, 3ja herb. á 2. hæð. Sameign öll eins og ný. 40
ára húsnlán kr. 3,3 millj. Gott verð. Einkasala.
í Smáíbúðahverfi óskast
2ja herb. íb. á 1. hæð í skiptum fyrir raðh. skammt frá Réttarholts-
skóla. Einstakt tækifæri.
Daglega leita til okkar
fjársterkir kaupendur. Margskonar eignaskipti möguleg. Sérstaklega
óskast sérhæð eða einbýli í Vesturborginni eða Skerjafirði, 4ra-5 herb.
Rétt eign getur verið staðgreidd.
• • •
Opið í dag kl. 10-16.
í Hlíðum óskast 3ja herb. íb.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
ALMENNA
FASTEIGNASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Á að efna til borgarastyijaldar í
landinu um þessa dellu? Sannleikur-
inn er sá að það sem ræður mestu
um afrakstur hafsins er fæðufram-
boð og lífsskilyrði, en þetta tvennt
er hvergi með í reiknilíkani Hafró
sem breytileg stærð! Veiði mannsins
eykur fæðuframboð fyrir þá fiska
sem eftir eru og því getur fram-
leiðsla hafsins á fiski einungis vax-
ið - sé fiskurinn veiddur. (Sbr.
Nýfundnaland nú.) „Uppbygging"
fiskistofna með friðun er bara fal-
legt kjaftæði (tískuvísindi). Fiski-
fræðingar Hafró hafa að öllum lík-
indum - flestir hvetjir - verið
menntaðir í háskólum erlendis í
þekkingu sem er ekki til og hefur
aldrei verið sönnuð. Hafið er ekki
Kjörbók í Landsbankanum hjá
Sverri. Séu gögn Hafró skoðuð
vandlega kemur í ljós, að flestir
fiskistofnar gefa langtum betri af-
komu litlir en stórir. (1983-1985).
Núverandi fiskveiðistjórnun á þann-
ig hvorki faglegan, - eða sögulegan
- tilverugrundvöll.
Halamiðin hafa verið undir ein-
hveiju mesta veiðiálagi í Norður-
Atlantshafi í áratugi og gefið lang-
mesta aflann! Sem sagt: þar sem
veiðiálagið er mest, þar er mesti
aflinn! Væru kenningar Hafró rétt-
ar, þá væri fyrir löngu þorsklaust
á Halamiðum! Kenning Hafró um
„uppbyggingu" fiskistofna er þann-
, ig álíka skynsamleg (í ýktri mynd)
og ætla að safna grasi í túnið í
nokkur ár til þess að fá mikla upp-
skeru síðar. Eða safna kindum í
Kristinn Pétursson
„Fiskifræðingar Hafró
hafa að öllum líkindum -
flestir hverjir - verið
menntaðir í Háskólum
erlendis í þekkingu sem
er ekki til og hefur aldrei
verið sönnuð. “
fjárhúsið með því að hætta að leggja
lömbin inn í sláturhúsið og troða
öllu í fjárhúsið (byggja upp stofn-
inn), en huga hvorki að fóðri né
plássi. Svo þegar afraksturinn
minnkaði þá væri ráðið að draga
enn frekar úr innleggi í sláturhúsið!
í upphafi sagði ég að ókynþroska
hluti þorskstofnsins væri álíka stór
nú og 1973. Þetta er staðreynd.
Þá veiddum við nánast „stjórnlaust"
(með 67% smærri möskva í botn-
vörpu, engum svæðalokunum og
fijálsum veiðum) og afraksturinn
varð íslandsmet í nýliðun þorsksins
og mikil veiði í kjölfarið. Áhættan
nú er varla meiri en þá. Efnislegar
röksemdir - faglegar eða söguleg-
ar, - fyrir núverandi_ veiðistjórn
fiskveiða eru ekki til! Áhættan við
fiskveiðistjórnun í dag stafar ekki
af þorskinum eða afrakstursmögu-
leikum hans. Áhættan í dag stafar
frá rangri veiðiráðgjöf, kjarklitlum
stjórnmálamönnum og nánast
ábyrgðalausum fjölmiðlum sem
virðast - hugsunarlaust - dingla
með fullyrðingum Hafró án yfirveg-
aðar athugunar. Hótanir Hafró um
„hrun“ mikilvægasta fiskistofns
okkar eru nú teknar góðar og gild-
ar, þrátt fyrir þær staðreyndir sem
hér hafa verið raktar! í öllu þessu
stórfurðulega ofríki örfárra ráð-
gjafa í fiskveiðistjórnun er lögð
undir aleiga þúsunda fjölskyldna,
hundruða fyrirtækja og fjárhags-
legt sjálfstæði landsins! Það er kom-
inn tími til að fijáls fjölmiðlun nái
líka til umræðu og fijálsra skoðana-
skipta um þessi mikilvægu mál. I
kjölfar fijálsrar umræðu og nánari
skoðun þessara og fleiri staðreynda
getur ekkert annaðgerst en að fisk-
veiðistjórninni verði gjörbreytt.
Sjálfstæði þjóðarinnar þolir ekki
þessa heimskulegu tilraunastarf-
semi lengur. Slítum okkur úr
hlekkjum hugarfarsins!
Höfundur er fiskverkandi.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
701.þáttur
„Sex eru nauðsynlegir hlutir
heilagri kristninni: Siðsemi, og
allra helst á þessum dögum,
játning, skriftarganga með iðr-
un, vökur, föstur, bænir og ölm-
usugæði. Játning er gjörandi af
syndum, þær er fremjast í hug-
renningu eða í máli eða í verki.
Átta eru höfuðlestir, þeir er
eigi má auðveldlega alla forðast.
Fyrst er talin matvísi að fylli
kviðarins, annar löstur er hór-
dómur, þriðji torveldi hugar,
fjórði er ágirni, fimmti hégómleg
dýrð, sétti öfund, sjöundi reiði,
átti skeitun og dramblæti. Sú
er drottning allra illra hluta. Fyr
hennar sakar féll af himni dá-
samleg_skepna englanna.“
(íslensk hómilíubók,
12. aldar texti.
Skeitun = spott, blaður.)
Leika landmunir
lýða sonum,
hveim er fúss er fara;
römm er sú taug
er rekka dregur
fdðurtúna til.
(Publius Ovidius Naso,
43 f.Kr. - 17 e.Kr.
Sveinbjörn Egilsson þýddi.)
Ráðumk þér, Loddfáfnir,
en þú ráð nemir, -
njóta muntu, ef þú nemur,
þér munu góð, ef þú getur -:
orðum skipta
þú skalt aldregi
við ósvinna apa.
(Hávamál, 122.)
„Skalla-Grímr bjósk til ferðar
þeirar, er fyrr var frá sagt; hann
valði sér menn af heimampnnum
sínum ok nábúum, þá er váru
sterkastir at afli ok hraustastir,
þeira er til váru. Maðr hét Áni,
bóndi einn auðigr; annarr hét
Grani, þriði Grímólfr ok Grímr
bróðir hans, heimamenn Skalla-
Gríms, ok þeir bræðr, Þorbjprn
krumr ok Þórðr beigaldi; þeir
váru kallaðir Þórprnusynir; hon
bjó skammt frá Skalla-Grími ok
var fjolkunnig; Beigaldi var kol-
bítr. Einn hét Þórir þurs ok bróð-
ir hans, Þorgeirr jarðlangr. Oddr
hét maðr einbúi, Gríss lausingi.
Tólf váru þeir til fararinnar, ok
allir inir sterkustu menn ok
margir hamrammir. Þeir hpfðu
róðrarfeiju, er Skalla-Grímr átti,
fóru suðr með landi, lpgðu inn
í Ostrarfjprðu, fóru þá landveg
upp á Vors til vatns þess, er þar
verðr, en leið þeira bar svá til,
at þeir skyldu þar yfir fara.
Fengu þeir sér róðrarskip, þat
er við þeira hæfí var; reru síðan
yfír vatnit."
(Egils saga Skalla-Gríms-
sonar, upphaf 25. kafla.)
Ei með orðaflaumi
mun eyðast heimsins nauð.
Kyrrt og rótt í jörðu
vex kom í brauð.
(Jón úr Vör, f. 1917.)
Sannleikur skal vinna
sigur fyrr en lýkur.
Góðvild rýma hatri
og grimmdarhug.
Feprðin er guð minn.
Frelsið er hans boðorð.
Bræðralagsins fána
ég ber.
(Kristján frá Djúpalæk, f. 1916.)
Mattheus 7-14:
„Biðjið, og yður mun gefast;
leitið, og þér munuð fínna; kný-
ið á, og fyrir yður mun upp lok-
ið verða; því að sérhver sá er
biður, öðlast, og sá er leitar,
finnur, og fyrir þeim er á knýr,
mun upp lokið verða.
Eða hver er sá maður meðal
yðar, sem mundi gefa syni sínum
stein, er hann bæði um brauð?
Og hvort mundi hann gefa hon-
um höggorm, er hann bæði um
físk? Ef nú þér, sem vondir er-
uð, hafið vit á að gefa börnunum
yðar góðar gjafir, hversu miklu
fremur mun þá faðir yðar, sem
er á himnum, gefa þeim góðar
gjafír, sem biðja hann?
Alt, sem þér því viljið að
mennirnir gjöri yður, það skuluð
þér og þeim gjöra; því að þetta
er lögmálið og spámennirnir.
Gangið inn um þrönga hliðið;
því að vítt er hliðið og breiður
vegurinn, er liggur til glötunar-
innar, og margir eru þeir, sem
fara þar inn; því að þröngt er
hliðið og mjór vegurinn, er ligg-
ur til lífsins, og fáir eru þeir, sem
finna hann.“
(Biblía, Reykjavík 1908.)
„Hann er brjósklaus og bein-
laus, heilalaus og hjartalaus,
augnalaus og Iitarlaus, hann er
í sandi á sjávarbotni."
(Benedikt Gröndal (1826-
1907) um kvikindið
amphioxus í Dýrafræði.)
Óstyrkar, aumar hendur mínar
af óunnum verkum
gætnar, gjöfular hendur þínar
gerðu að sterkum.
Heitar, nærfæmar hendur þínar
svo hlýjuðu mínum
að nú eru heilar hendur mínar
og heitar af þínum.
(Marie Tokvam. Bragi Siguijónsson
þýddi úr norsku.)
Það er ferlegur kynæðisfaraldur
hjá flestum í dag, mælti Haraldur.
Fólk iðkar það gaman
að eðla sig saman
sem ekki er komið á paraldur.
(Jóhann S. Hannesson, 1919-1983.)
Nóttin svarta svefns í arma
seiðir mig.
Leiðir mig um ljúfra heima
leynistig.
Byrgi ég mig að barmi nætur,
blunda rótt.
Svefninn gefur sæla drauma
um svala nótt.
I nijúkum öldum myrkrið yfír
mannheim fer
með alla gleði og alla sorg
í örmum sér.
(Margrét Einarsdóttir, 1913-1987,
dverghenda.)