Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993
9
r
I
Sumaráætlun Flugleiöa '93
i
mcxx lunior markaóur
Aðeins fjórir dagar eftir - fjögur verð:
Ungbarnabolir.........................kr. 150
Skyrtur og bómullarpeysur.......kr. 1.000
Buxurog prjónapeysur..................kr. 2.000
Spariklæðnaður og úlpur...............kr. 3.000
Ath.: Varan er allt að 50% undir heildsöluverði.
Laugavegi 95, annarri hæð (áður versiunin Sér).
...nú er rétti tfminn
til að undirbúa farsælt nám í vetur með því að skrá sig
á sumarnámskeið í hraðlestri sem hefst þriðjudaginn
27. júlí og námstækninámskeið hefst 23. ágúst.
Nú bjóðum við námsmönnum þessi vinsælu námskeið
í „pakka“ á sérlega hagstæðu verði.
Eftir að hafa sótt þessi tvö námskeið verður námið
leikur einn miðað við það sem áður var.
Skráning alla daga í síma 641091.
HRAÐLESTRARSKOLINN
...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
BH 1978- 1993 QE
ERUM FLUTT \
í BORGARKRINGEUNA
beCRA Llt
\ Borgarkringlan, "
\ KRINGLUNNI4 - sími 811380
Bílsskúrs-
eigendur
Lekur þakið ?
AQUAFIN-2K er sveigjanlegt 2ja þátta sementsefni,
með feiki góða viðloðun, sem tryggir að það flagnar
ekki af steyptum flötum. Efnið andar og hleypir þvf út
raka. Þolir allt að 7kg/cm2 vatnsþrýsting, og er því
öruggt efni til þéttingar gegn vatnsleka. Og - það sem
mikilvægt er í okkar vætusama landi:
Má bera beint á rakt yfirborð.
Einnig mjög gott á skyggni, svalir, útitröppur og sem
"hattur" á uppsteypta veggi. Ásetning, ef óskað er.
Ábyrgðarskýrteini beint frá framleiðanda efnis.
STpétursson he
^ Sími: 673730 - Rx: 673066
Beinum sjón-
um að bömun-
um
í grein Þorgríms Daní-
elssonar, „Um innri styrk
íslenzkrar menningar“,
segir meðal annars: „Nú
liggur beint við að spyija:
Hvernig geta Islendingar
eflt innri styrk eigin
menningar? Svarið er
langt frá þvi að vera ein-
falt og ómögulegt að
veita það til hlítar í svo
stuttri grein sem þessari.
Þó vil ég hér- benda á
fáein grundvallaratriði
sem á einn eða annan
hátt tengjast þessu við-
fangsefni.
1. Stór hluti þjóðarinn-
ar ber ekki i sér íslenzka
bókmenntaarfinn. Þessi
hópur hefur í raun ekki
lifandi áhuga á íslenzkum
bókmenntum, þekkir þær
illa, og er vart fær til að
miðla þeim. Hins vegar
tekur þetta fólk oft já-
kvæða afstöðu til íslenzks
menningararfs, gerir
góðan róm að hátíðar-
ræðum þar sem „menn-
ingunni" er hampað og
er (a.m.k. í orði) reiðubúið
til að leggja töluvert á sig
til að efla íslenzka tungu.
2. Frá þessu eru mikil-
vægar undantekmngar.
Töluverður hópur Islend-
inga bæði þekkir og met-
ur íslenzka bókmennta-
arfinn að verðleikum.
3. Við höfum ekki veru-
Ieg áhrif á mótað fólk.
4. Ef við því hyggjumst
vekja íslenzkar bók-
menntir til lífs með þjóð-
inni og þar með efla iimri
styrk íslenzkrar menn-
ingar, eru það börnin sem
við þurfum að beina sjón-
um okkar að. Þetta þarf
að gerast áður en böm
komast á skólaaldur.
5. Til bama á forskóla-
aldri náum við fyrst og
fremst í gegnum sjón-
varp, útvarp og þær upp-
íslenzk menning
á tímamótum
Meginefni nýjasta heftis Stefnis, tímarits
Sambands ungra sjálfstæðismanna, er
„íslenzk menning á mótum nýrra tíma“.
Ólafur G. Einarsson menntamálaráð-
herra og Þorgrímur Daníelsson guðfræð-
ingur eru meðal greinarhöfunda.
eldisstéttir sem sinna
þeim. Umdeilanlegt er
hversu mikil áhrif má
hafa á foreldra og mis-
jafnt hversu þeir em í
stakk búnir til að miðla
höfuðverkum íslenzkrar
tungu. Hið sama á að
nokkm leyti við um upp-
eldisstéttir. Það er því
sjónvarpið sem er sú leið
sem unnt er að nota með
skjótustum, ef ekki mest-
um, árangri.“
Njála í teikni-
mynd?
„G. Eins og áður segir
þá felst styrkur menning-
ar fremur í gæðum en
magni. Ef sú íslenzka
menning sem við þekkj-
um er meira heillandi en
hin erlenda, tökum við
hið íslenzka fram yfir.
Ef þessu er öfugt farið,
verður viðhald og vemd-
un íslenzkrar menningar
að leiðinlegri skyldu.
Þetta hefur meiri áhrif á
framtíð menningar okkar
en magn memiingarefnis.
(Gæði hafa áhrif á eftir-
spurn eftír menning-
arefni og þar með magn,
en það er annað mál.) Sá
sem einu sinni hefur kom-
izt í kynni við stórbrotna
snilld meistarans og notíð
hennar, er síður líklegur
en hinn til þess að ánetj-
ast ómerkilegri íjölda-
framleiðslu. Þess vegna
er mikilvægt að kynna
íslenzka menningu fyrir
yngstu „hlustendunum",
ekki sem annars flokks
eftirlíkingu af erlendu
efni eða óspennandi
fræðslu, heldur sem það
bezta sem völ er á. Frem-
ur skyldi gera fátt vel,
en m;u-gt illa,“ segir Þor-
grímur Danielsson. Til-
laga hans er að gerður
verði vandaður teikni-
myndafiokkur upp úr
einni af beztu íslendinga-
sögunum, t.d. Njálu, og
sýndur á bamatíma í
sjónvarpi.
Engan Kína-
múr
Olafur G. Einarsson
segir í niðurlagi greinar
sinnar: „Menningararfur
þjóðarinnar er það sem
skapar okkur sérstöðu og
þann menningararf verð-
um við að rækta. Það er
hins vegar ekki íslenzkri
menningu til framdráttar
að reisa um hana Kínam-
úr til vemdar fyrir er-
lendum áhrifum, þvi að
menning endumýjast
ekki eingöngu innan frá.
Veita þarf nýrri þekkingn
inn í landið og stuðla
þannig að þvi að þekking
og menntun dragist ekki
aftur úr því sem gerist
meðal vestrænna þjóða.
Nýir alþjóðlegir straumar
í bókmenntum og listum
hafa fijóvgandi áhrif á
þjóðmenningu og leiða til
nýsköpunar og endur-
mats á hinum ýmsu svið-
um menningar.
Það er sjálfsögð krafa
í samskiptum okkar við
aðrar þjóðir að þjóðarein-
kenni okkar fái að njóta
sín í alþjóðlegu samstarfi.
Þrátt fyrir að segi í yfir-
lýsingum Evrópubanda-
iagsins um hinn innri
markað að sameinuð Evr-
ópa eigi að endurspegla
hina fjölbreytilegu menn-
ingu hinna ýmsu svæða
Evrópu er ekkert sem
gerist af sjálfu sér.
Við verðum að sjá tíl
þess að okkar hlutur í
evrópskri menningu
verði ekki fyrir borð bor-
hm. Það gerir enginn
nema við sjálf.
Við getum heldur ekki
búizt við því að erlendar
þjóðir bíði eftir þvi að
kynnast íslenzku menn-
ingarlífí heldur verðum
við sjálf með virkum
hætti að koina okkar
lista- og fræðimönnum á
framfæri erlendis.
Alþjóðahyggja i sam-
skiptum þjóða er vafa-
laust til góðs að því leyti
að með henni ætti að
skapast aukin þekking og
betri skilningur milli
þjóða. Þessu megum við
ekki gleyma, því að við
eigum ávallt að vera í
stakk búin til þess að ve(ja
það bezta sem okkur
býðst, með fuliri reisn, og
án þess að gleyma því sem
ísland hefur að bjóða.“
✓
SUMIR HAFA EKKI HUGMYND UM ÞAÐ. EN ÞU?
Þeir seni opna hurðir bif-
reiða í veg fyrir aðvífandi um-
ferð og valda með því tjóni,
bera ábyrgð á því. Það þýðir
að þeir verða að bæta tjónið
á bifreiðinni sem ekið var
á hurðina en fá sjálfir ekki sitt
tjón bætt.
Samkvæmt 5. mgr. 27. gr.
umferðarlaga skal opna dyr
ökutækis þannig að ekki valdi
hættu eða óþarfa óþægindum.
Það sama á við þegar farið er
í og úr ökutæki, svo og við
fermingu og affermingu. •?
I
Tillitssemi í umferðinni |
er allra mál. §
SJOVAooALMENNAR