Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 Nýsköpun atvinnulífs á íslandi Frá Jóni Hjaltalín Magnússyni: TILLAGA um eflingu nýsköpunar atvinnulífsins vegna úthlutunar rík- isstjórnar íslands á 1 milljarði króna á þessu ári til að skapa fleiri störf. Undirritaður sá í fjölmiðlum í dag, 14. júlí, að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta ákvörðun um út- hlutun á 1.000.000.000 króna til að skapa fleiri störf og minnka at- vinnuleysi og ætlar sér að ræða betur við fulltrúa hinna ýmsu at- vinnugreina um tillögur þeirra. Á undanförnum árum hefur mik- ið verið rætt um að efla nýsköpun atvinnulífsins til lengri tíma litið. Er þá einkum átt við þróun á nýjum framleiðsluvörum til útflutnings, betri nýtingu sjávarafla og aukna verðmætasköpun hans, sölu á ís- lenskri tækniþekkingu erlendis til að flytja inn gjaldeyrisskapandi verkefni, o.s.frv. Á íslandi eru starfandi um 2.000 verkfræðingar og tæknifræðingar. Því miður virðist sem almennt hafi dregið úr störfum hjá þeim undan- farið vegna hins almenna samdrátt- ar í þjóðfélaginu. í nýlegri hugmyndasamkeppni á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins, sem hét „Snjallræði", komu fram um 250 framleiðsluhug- myndir. Margar hverjar án efa áhugaverðar. I sambandi við nýlega úthlutun Rannsóknarráðs kom fram, að um 200 umsóknir hefðu borist og aðeins um 100 hefðu feng- ið styrk, hver að meðaltali aðeins um eina milljón króna. Vitað er til þess að nokkrar verkfræðistofur eru að vinna einar og sér eða í sam- vinnu við framleiðslufyrirtæki og uppfinningamenn að hönnun áhugaverðra framleiðsluvara og hugbúnaðar. Þá eru nokkur verk- fræðifyrirtæki ein og sér eða í sam- vinnu við aðra að vinna að útflutn- ingi á tækniþekkingu og þar með innflutningi á verkefnum og gjald- eyrissköpun. Því virðist ekki skorta „hugmyndir" að nýsköpun atvinnu- lífsins til lengri tíma litið bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Al- mennt vandamál flestra ofan- greindra aðila er skortur á „þolin- móðu“ áhættufjármagni til að hraða vöruþróun og alþjóðlegri markaðs- setningu. Ljóst er að tæknimenntaðir aðilar í félagi verkfræðinga ogtæknifræð- inga hafa bæði menntun og starfs- reynslu til að aðstoða uppfinninga- menn og frumkvöðla við að ljúka hönnun á markaðs- og framleiðslu- hugmyndum þeirra, fengju þeir greitt sanngjarnt verð fýrir störf sín og tækju um leið ákveðna „áhættu“ fólgna í viðbótargreiðsl- um síðar meir eftir söluárangri af hönnunarvinnu þeirra. Því er eindregið lagt til að stjórn- ir Verkfræðingafélags íslands og Tæknifræðingafélags íslands fari þess á leit við virðulega ríkisstjórn Islands að af ofangreindri upphæð til eflingar atvinnulífinu verði varið 10% eða 100 milljónum króna til að styrkja aukna nýsköpun íslensks atvinnulífs til lengri tíma litið með því að efla hönnunarvinnu hjá verk- fræðistofum og útflutning á tækni- þekkingu þeirra. Fjármagn þetta, gæti gert gæfumuninn á sköpun nýrra starfa til lengri tíma litið hjá fyrirtækjum í framleiðslu á áhuga- verðum gjaldeyrisskapandi útflutn- ingsvörum! JÓN HJALTALÍN MAGNÚSSON, verkfræðingur. Pennavinir Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á lestri, frímerkjum, sjón- varpi og bréfaskriftum: Ikuku Unno, 1-1-9 Komagata-dori, Shizuoka-shi, 420 Japan. Austurrísk kona sem getur ekki um aldur hefur mikinn áhuga á íslandi og vill skiptast á póstkort- um: Adelheid Pastler, Hackhafergasse 9a/4/14, A-1190 Wien, Austria. LEIÐRÉTTIN G AR Röng dagsetning í frétt á miðopnu 21. júlí um eflingu heimilis- og listiðnaðar var sagt að efling heimilisiðnaðar hefði verið til umræðu á Alþingi 29. maí. Rétt er að þetta mál var rætt á þingi 29. apríl. Orð féll niður í minningargrein sem birtist þriðjudaginn 20 júlí, um Rósu Stef- ánsdóttur hússtjórnarkennara, eftir Ingibjörgu Jóhannsdóttur frá Löngumýri, urðu þau leiðu mistök að hálft orð féll niður. Vitnað er í kvæði á undan og eftirfarandi setn- ing er rétt: “Þetta erindi er eftir Indriða á Fjalli, síðasta vers í kvæði er hann orti um fósturmóður Bólu- Hjálmars." Röng mynd Með greininni IByrgja skal brunninn áður en barnið...“ sem birtist í Morgunblaðinu 20. júlí var röng mynd. Höfundur greinarinnar er Ólafur Bjöm Lárusson, kennari og íbúi í Rimahverfi, en myndin var ekki af honum. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. VELVAKANDI ÓLIÐLEGHEITI TÍVOLÍINU VIÐ fórum tvö saman í Tívolíið á Miðbakkanum í Reykjavík og ætluðum í parísarhjólið, en í það kostar sex hundruð krónur fýrir tvo. Ég skrifaði þúsund króna ávísun því.ég vissi ekki hvort ég mundi kaupa mig inn í fleiri tæki, en afgreiðslumaðurinn neitaði að skipta henni. Þó bauðst ég til að framvísa persónuskil- ríkjum en allt kom fyrir ekki. Þetta var á sunnudegi þannig að ég hafði ekki tækifæri til að hlaupa út í banka og skipta ávís- uninni. Annað okkar talaði við Jörund sjálfan en hann sagði ein- ungis að þetta væri vandamál sem ekkert væri við að gera. Mér finnst að með þessari framkomu hafi verið komið fram við mig sem annars flokks mann- eskju og hef misst áhugann á því að eiga meiri viðskipti við þetta tívolí. Sigrún Kristjánsdóttir AÐSTOÐULEYSIA BÚÐUM MIG LANGAR að það komi fram hversu hreinlætisaðstöðu er ábótavant á Búðum á Snæfells- nesi. Sl. helgi tjaldaði ég á tjald- stæðinu þar og komst að því að þar er einungis eitt klósett fyrir karla og annað fyrir konur. Snemma um kvöldið stífluðust bæði klósettin og þar með var útilokað fyrir fólk að komast í neina snyrtiaðstöðu. Þarna var saman komin u.þ.b. þúsund manns og fólk getur rétt ímyndað sér hvernig aðstæðurnar verða í svoleiðis mannfjölda þegar engin hreinlætisaðstaða er fyrir hendi. Þetta er fyrir neðan allar hell- ur og þetta er því miður ekkert einsdæmi. Að vísu var hótelið opnað fyrir tjaldgesti til að kom- ast á snyrtingu eftir að klósettin stífluðust, en þar er lokað kl. 0.30. Þama virðist vera selt enda- laust í tjaldstæði, kr. 300 fyrir hvern, en það ætti að takmarka fjöldann við þá aðstöðu sem er fyrir hendi. Guðrún KVEÐJA A HEILSUHÆLIÐ, HVERAGERÐI KVEÐJA til allra á heilsuhælinu í Hveragerði sem voru þar í júní- mánuði sl. Kæra þökk fyrir hjálp- ina og allt það góða starfsfólk. Spes kveðjur til ungu stúlknanna sem voru að aðstoða okkur, s.s. Láru, Ástu, Helgu frá Vest- mannaeyjum o.fl. Þá má ekki gleyma skipstjóranum á Synd- inni, Jóni og Lilla sem skemmtu svo vel. Þið munið „leikskóla- bandið“. Sjö rauðar rósir GÆLUDÝR Týndur kettlingur FJÖGURRA mánaða kettlingur, grábröndótt læða með rauða end- urskinsól, er týnd. Hún á heima í Mjölnisholti (nálægt Hlemmi). Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 15364 (sím- svari). TAPAÐ/FUNDIÐ Týnt seðlaveski GRÁTT seðlaveski, merkt Lands- bankanum, með skilríkjum og bankakorti, tapaðist í miðbænum helgina 11. júní sl. Upplýsingar í síma 42632. Týnd myndavél MYNDAVÉL tapaðist sunnudag- inn 11. þ.m., sennilega við Kapla- skjólsveg við Hagamel eða við Þjóðminjasafnið, Suðurgötu. Finnandi vinsamlega hringi í síma 677536 eða 36057. FYmdar- laun. Úr fannst í Fossvogi ÚR með brúnni ól fannst í Foss- vogi sl. laugardag. Upplýsingar í síma 32001 á kvöldin. Móa Nóra-taska í STRÆTISVAGNI, leið 5, tap- aðist Móa Nóra-taska í brúnum litum sl. mánudag. Vagnstjórinn afhenti nokkrum stúlkum tösk- una sem töldu sig þekkja eigand- ann. Nú eru þessar stúlkur vin- samlega beðnar að hafa samband við Kristínu í síma 12252. 39. MGSAL Saltstautur Verð: 2.900,- 5101Undirdiskur S ' |V ' ^ 1 Verð: 2.600,- VARIST EFTIRLÍKINGAR VARIST EFTIRLÍKINGAR ALESSI ALESSI KRINGLUNNI S: 680633 KRINGLUNNI S: 680633 Lengi getur gott batnað gS Margir veiðimenn halda því fram að betri hjól en hin sígildu Ambassadeur hafi enn ekki verið framleidd. Þetta kemur okkur ekki á óvart, því Ambassadeur hefur verið í stöðugri þróun síðustu 40 ár og verður betra með hverju ári. Gerðu þér ferð og kynntu þér 93 módelin og þær nýjungar sem í þeim er að finna, það gæti skipt sköpum í næstu veiðiferð. Tegund drifhlutfall magn línu m/mm verð kr. *5500 C3 6,3:1/3,8:1 180/0,35 12.352,- *6500 C3 6,3:1/3,8:1 190/0,40 13.903,- 5500 C3 5,3:1 180/0,35 11.390,- 6500 C3 5,3:1 190/0,40 12.395,- 6000 C3 5,3:1 190/0,40 10.720,- 7000 *tveggja Irnða 4,1:1 250/0,45 15.913,- Umboðsmenn Abu Garcia eru utn land allt. mr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.