Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 38 „ þezsi LesiampL. hefar etícL sa,g t eitt einaí-Lco oré sióan 'eg kcypti kánr\,!' ®ÍH Jp------- BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Bygging- viðhaldsstöðvar skilaði 350 millj. króna inn í atvinnulifíð Frá Einari Sigurðssyni: Vegna byggingar viðhaldsstöðvar Flugleiða á Keflavíkurflugvelli hefur kanadíski verktakinn, sem hefið yfir- umsjón með verkinu, greitt innlend- um iðnaðarmönnum, verktökum og byggingarvöruframleiðendum um 350 milljónir króna. Þá eru ótaldar greiðslur vegna verkþátta sem Flug- leiðr höfðu með höndum vegna fram- kvæmdanna á flugvellinum. Bygg- ing stöðvarinnar skilaði því inní at- vinnulífið hér meira en þriðjungi þeirrar upphæðar sem ríkisstjórnin ætlar að ieggja til baráttu gegn at- vinnuleysi í tengslum við heildarkja- rasamningana í vor. Það er rétt að þetta komi fram vegna greinar Sig- urðar Grétars Guðmundssonar, pípu- lagningameistara, í Morgunblaðinu 8. júlí. I greininni gerir Sigurður athuga- semdir við nokkra þætti byggingar viðhaldsstöðvarinnar. Vegna mis- skilnings sem þar kemur fram er sjálfsagt að leiða í ljós hvernig stað- ið var að málum af hálfu Flugleiða. Að undangenginni forkönnun á byggingarkostnaði sérhæfðra mann- virkja á borð við flugskýli fengu Flugleiðir tilboð frá kandíska verk- takanum Mathews contracting um byggingu viðhaldsstöðvarinnar. Hér var um svokailað alverktökutilboð að ræða. Kanadamennirnir tóku að sér að stýra byggingu stöðvarinnar og skila henni fullfrágenginni fyrir fastákveðið verð. Verðið var mjög hagstætt og því til viðbótar fylgdi hagstætt lán frá kanadískum út- flutningssjóði. Hér var því í raun tilboð sem erfitt eða ómögulegt var að hafna. Alverktakan felur í sér að aðal- verktakinn stýrir byggingunni og kaupir það efni sem hann kýs innan þess ramma sem staðlar samnings- ins setja. Kaupandinn skiptir sér ekki af einstökum þáttum verksins. Hvorki efnis- né vinnukaupum. Hag- stætt tilboð aðalverktakans byggist á því að hann stýri innkaupum. Flug- leiðir lögðu þó að kanadíska fyrir- tækinu að beina viðskiptum sínum sem mest til innlendra fyrirtækja. Tölurnar sem nefndar voru hér að framan tala sínu máli um það. Því miður er framleiðsla á byggingarefni hér heima lítii. Byggingin er stál- grindahús eins og venja er með flug- skýli. Því varð ekki hjá því komist að flytja mestallt byggingarefni inn. Meðal þess sem keypt var af íslensk- um framleiðendum var steypa, stein- ullareinangrun og Ioftræsikerfi. Hafi verktakinn í einhveijum tilvikum kosið erlenda vöru þegar íslensk var á boðstólum má telja víst að hann hafi talið sig komast að betri kjörum eða erlenda varan hentað á einhvern hátt betur. Meira en 90% þeirra iðnaðar- manna sem komu að byggingu skýl- isins hér heima voru Islendingar. Kandamenn sem hingað komu vegna byggingarinnar, komu vegna sér- stakra sérhæfðra verka og þeir voru mjög lítið brot þeirra sem unnu við bygginguna. Sigurður talar um að hér hafi fjölmargir útlendignar verið fluttir til starfa vegna byggingarinn- ar. Það er rangt. Þeir voru flestir 7 talsins og voru hér ekki samfleytt nema í nokkrar vikur í senn. Flug- leiðir kusu að láta byggja viðhalds- stöðina þegar illa áraði. hér heima. Tölurnar tala sínu máli um hver búbót hún var fyrir íslenska iðnaðar- menn. Tilgangur með byggingu við- haldsstöðvarinnar var að efla tækni- svið Flugleiða, sem veitir um 160 manns vinnu og veltir um 1,4 millj- örðum króna á ári. Með byggingu stöðvarinnar gefst færi á að efla þessa starfsemi og skapa fleirum Frá Unni Guðjónsdóttur: INGÓLFUR Guðbrandsson hefur að undanförnu auglýst ferð til Kína í haust og farið þar með gróf ósann- indi í þeim tilgangi að frægja þessa ferð og rægja mína ferð, sem ég ætla í 1. október. Ingólfur fer með hóp til Kína í september og slær því föstu að í október sé ferðamannatímabilinu lokið þar í landi. Samkvæmt Ingólfi lýkur ferðamannatímabilinu hjá margmennustu þjóð heimsins og þriðja stærsta landi í heimi, að flat- armáli, í sömu andrá og hann yfir- gefur landið. Sannleikurinn er sá, að október er vinsælasti ferðamán- uðurinn. í auglýsingu sinni lýsir Ingólfur sjálfum sér í þriðju persónu og hæl- ir sér á hvert reipi að vanda. Hann lýsir meðal annars sinni traustu og löngu reynslu. Þessi langa reynsla á í það minnsta ekki við í sambandi við Kínaferð hans, því þangað er hann að fara í fyrsta sinn (og reynd- ar í það síðasta líka, því í auglýsingu vinnu með öflun erlendra viðahalds- verkefna. Markmið með byggingu stöðvar- innar var fyrst og síðast efling ís- lensks atvinnulífs. Það var því mik- ilvægt að fá góða byggingu á hag- stæðustu kjörum sem völ var á. Það tókst. Flugleiðir eru mjög ánægðar með bygginguna og skil kandíska fyrirtækisins á verkinu. Hluti af hagstæðu tilboði aðalverktakans var 10 ára ábyrgð. Þegar í ljós kom galli í þakhönnun, sem skrifa mátti á reikning þess undirverktaka sem sá um hönnun og framleiðslu stál- hluta skýlisins, tók Matthews þegar í stað á sig alla ábyrgð gagnvart Flugleiðum. Fyrirtækið lét endur- hanna þakið og er nú að ljúka fram- kvæmdum með þeim hætti að það verður mun efnismeira og traustara en um er getið í upphaflegum tilboð- um. Sigurður Guðmundsson veit væntanlega af reynslu inni í bygg- ingarbransanum hve erfitt getur verið að ákvarða hver ber ábyrgð þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hér var engu slíku fyrir að fara. Aðdróttanir hans um verklag aðalverktakans eiga því ekki við nein rök að styðjást. EINAR SIGURÐSSON, upplýsingafulltrúi Flugleiða. hans stendur: „Svona tækifæri kem- ur aðeins einu sinni!“). Ingólfur Guðbrandsson hræðist, og það ekki að ástæðulausu, að fólk muni frekar kjósa að fara með mér til Kína en honum, því ég er reynd- ur Kínafararstjóri. A tímabilinu maí 1992 til janúar 1993 fór ég þrisvar til Kína með ferðalanga héðan frá íslandi. Ég þekki Kína af eigin reynslu, það veit Ingólfur Guðbrandsson, enda sat hann meðal annarra gesta á Kína-ferðakynningu sem ég stóð fyrir á Holiday Inn fyrir skömmu, þar sem hann kynnti sér hvernig ferð um Kína væri háttað. Gott hjá honum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, enda ekki nema rúmur mánuð- ur þar til hann leggur af stað. Hins vegar óttast ég að hugarfar Ingólfs, eins og það er nú, muni ekki gagnast farþegum hans í við- skiptum hans við Kínveija. UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Kínaklúbbbur Unnar, Reykjahlíð 12, Reykjavík Ekki er allt sem sýnist Víkverji skrifar Stór hluti þjóðarinnar er á faralds- fæti þessa dagana. Þeir sem eru að hlusta á útvarp og eru að fara norður/vestur-leiðina missa út margar útvarpsstöðvanna strax og komið er upp úr Tíðaskarði. Vík- veiji, sem er mikill tónlistarunnandi, fór að skarka í bíltækinu sáróánægð- ur og viti menn. Gamla Kanastöðin kom inn með glimrandi tónlist eða glamrandi eftir því hvernig á það er litið. XXX Reykjanesbrautinni var lokað nokkrar nætur í síðustu viku vegna malbikunarframkvæmda. Víkverji átti leið suður með sjó að kveldi fimmtudags og lenti í slíkum hremmingum að með ólíkindum var. Vegurinn var lokaður og fara þurfti Ströndina. Þetta sama kvöld var leikur milli Keflvíkinga og Akurnes- inga í fyrstu deildinni og miðað við þann fjölda bíla sem Víkveiji mætti á þröngum veginum mætti halda að helmingur íbúa Akraness hefði verið á knattspyrnuvellinum. Ætli það séu sömu mennirnir sem ákveða þykkt malbiksins og taka ákvörðun um lokun vegarins? xxx Fyrst minst er á Reykjanesbraut- ina er rétt að spyija um hvað líði tvöföldun vegarins. Einu fréttirn- ar sem heyrast um stórframkvæmd- ir í vegamálum eru að bora í gegnum fjöll á Vestur- og Austurlandi, undir- göng undir Hvalfjörð og brú yfir Gilsfjörð. Nefnd á Austurlandi skil- aði nýlega af sér tillögum um að bora út Austurland þannig að það líti út á eftir eins og 45% mjólkurost- ur frá MS. Víkveiji leggur til að Reyknesingar setji nefnd á laggirnar strax í dag og dagskipun hennar verði útfærsla á jarðgöngum til Keflavíkur. Þetta hlýtur að vera það nýstárleg tillaga að þingmennirnir falli fyrir henni. X X X Og úr því Víkverji er kominn í þennan ham veltir hann því fyrir sér fyrst útséð virðist um jarð- göngin á Vestfjörðum vegna vatns- elgs, hvort ekki megi nýta mannvirk- in á annan hátt til að fjárfestingin nýtist. Til að mynda til að draga ferðamenn til Vestfjarða. Og hvað segja menn þá um vatnsrennibraut!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.