Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 41
IÞROTTIR UNGLINGA MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 41 Morgunblaðið/Ftxisti Þau léku til úrslita í tvíliðaleik í drengja- og telpnaflokki á íslandsmótinu í tennis. 1 aftari röð frá vinstri eru Teitur Marshall, Hrafnhiidur Hannesdóttir Fjölni og Stefanía Stefánsdóttir, öll úr Fjölni og Sigurður Andrésson TFK. í fremri röð eru þau sem þurftu að játa sig sigraða í úrslitaleikjunum. Frá vinstri: Hjalti Kristjánsson og Guðjón Gústafsson TFK og þær Katrín Atladóttir og Iris Staub úr Þrótti. TENNIS íslandsmótið í fullum gangi ISLANDSMÓTIÐ í tennis hófst á Víkíngsvelli sl. mánudag með keppni í drengja og telpna- flokki. Keppni í barnaflokkum stendur nú yfir á tennisvöllum Þróttar og flestir úrslitaleikirnir eru á dagskrá á morgun. Hrafnhildur - Hannesdóttir úr Fjölni hefur þegar unnið til tveggja íslandsmeistaratitla. Hrafnhildur sem er núverandi ís- landsmeistari í kvennaflokki er enn gjaldgeng í telpnaflokki og í þeim flokki hefur hún sigrað í tveimur greinum. Hrafnhildur sigraði Stef- aníu Stefánsdóttir úr Fjölni 6:1 og 6:2 í úrslitum einliðaleiksins. Hrafn- hildur og Stefanía sigruðu þær írisi Staub og Katrínu Atladóttir Þrótti í úrslitum tvfliðaleiksins 6:2 og 6:3. I einliðaleik í drengjaflokki mætt- ust þeir Gunnar Ragnar Einarsson og Teitur Marshall Fjölni. Gunnar sem æft hefur og keppt í Bandaríkj- unum í vetur hafði betur í leiknum, 6:4 og 6:3. Teitur varð ásamt Sig- urði Kristjánssyni TFK íslands- meistari í tvfliðaleik með sigri á Guðjóni Gústafssyni og Hjalta Kristjánssyni TFK 6:4 og 6:0. Keppni í bamaflokkum stendur nú yfir en þeim lýkur á morgun. Þegar er ljóst að Ólafur Páll Einars- son og Jón Axel Jónsson UMFB mætast í úrslitum yngsta aldurs- flokksins, snáðaflokki en það eru drengir fæddir 1983 og fyrr. Úr- slitaleikirnir fara allir fram á tenni- svöllum Þróttar og standa frá kl. 13 til klukkan 18 á morgun. Pollamótið um POLLAMÓT KSÍ og Eimskips í sjötta flokki drengja í knatt- spyrnu verður haldið um helg- ina á Laugarvatni. Átta lið munu þar keppa um íslands- meistaratitilinn íþessum ald- ursflokki og keppt verður í bæði A- og B-liðum. Þá gengst KSÍ í fyrsta sinn fyrir Hnátu- móti í fjórða flokki kvenna og fer það fram að Hlíðarenda á laugardag. Ljóst er að nýir Pollameistarar ! verða krýndir hjá bæði A- og B-liðum þar sem hvorki A-lið Fram né B-lið Fylkis tryggði sér rétt til að leika í úrslitakeppninni. Tvö fé- lög eiga bæði fulltrúa í keppni A- og B-liða en það eru ÍBK og Þór Akureyri. Leikið var í riðlakeppni fyrir skömmu og þá tryggðu lið Gróttu, Fylkis, Þróttar Reykjavík, Fjölnis, ÍBK, IR, Þórs Akureyrar og Austra rétt til að leika í úrslitakeppninni A-liðanna með sigri í riðlum sínum. helgina Hjá B-liðum eru það Breiðablik, Grindavík, Týr, Leiknir Reykjavík, ÍBK, ÍA, Þór Akureyri og Höttur sem verða í eldlínunni. Setning Pollamótsins hefst kl. 13 á laugar- dag en áætlað er að úrslitaleikir hefjist kl. 16 daginn eftir. Hnátumót KSÍ verður haldið á Valsvellinum á laugardag og stend- ur keppni frá kl. 11 til 16. ÍA, Haukar, Valur og Þór Akureyri keppa hjá A-liðum en Fjölnir, Hauk- ar, Valur og Þór Ak. í flokki B-liða. GARÐAPANILL Ný falleg viðhaldsfrí húsldæðmng! Héðinn Garðastál hefur hafíð framleiðslu á nýrri viðhaidsfrírri panilklæðningu úr stáli með PVC-húð, klæðningin nefnist GARÐAPANELL. Garðapanillinn er auðveldur í uppsetningu, samsetningar eru þéttar og festingar faldar. Hann er framleiddur í þrem stöðluðum breiddum en lengdir eru eftir óskum kaupenda, allir fylgihlutir fást í söludeild. Hvort sem þú ert með íbúðar- eða iðnaðarhúsnæði, nýtt eða gamalt þá er GARÐAPANILL ódýr og hagkvæm lausn á klæðningu bæði úti og inni. Kynntuþérþessa ístensku hönnun og JJJJJU Ll É JP%| Bkl |k| JJJJJJJ framleiöslu á sýningarstandi í .■■ C mJ I IH 111 ........ verksmiöju okkar. GARÐASTAL STÓRÁSI 6, GARÐABÆ, SÍMI 652000 5 < < Tjaldadagar í Skátabúðinni Alla fimmtudaga í sumar sýnum við þær 49 tegundir af tjöldum sem fást í Skátabúðinni. Þá færðu tjaldið sem þig vantar með allt að 10% staðgreiðsluafslætti. -SWRAK fKAMÚR Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.