Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JULI 1993
15
Skortur á atvinnurekend-
um er stærsti vandi Svíþjóðar
Per Tistad framkvæmdastjóri
sænska fyrirtækjasambandsins För-
etagarforum ræddi um ástandið í
Svíþjóð. „í dag er stærsta vandamál-
ið í Svíþjóð ekki atvinnuleysið, heldur
skorturinn á atvinnurekendum. Við
vitum, að á næstu 10 árum þarf að
skapa atvinnutækifæri fyrir milljón
manns, ef takast á að ná atvinnuleys-
inu niður fyrir 3%. Það þýði eitt fyrir-
tæki með 280 starfsmönnum stofnað
á hveijum degi vikunnar, sunnudaga
sem aðra daga á næstu 10 árum.
Ef við gerum ráð fyrir að einn af
hveijum hundrað framtakssömum
einstaklingum nái að byggja upp
fyrirtæki af þessari stærð, þá er
nýsköpunarþörfin 365.000 fýrirtæki
í Svíþjóð næsta áratuginn. Þetta
þýðir, að við verðum að gera allt sem
í okkar valdi stendur, til að létta
undir með nýsköpuninni og einni að
þróa áfram rekstrarforsendur þeirra
fyrirtækja, sem þegar eru starfandi.
Við þurfum að skapa jákvæðari af-
stöðu til smáfyrirtækjarekstursins
og einfalda og bæta allar reglur um
rekstrarskilyrðin. Vandamál smáfyr-
irtækisins byijar með ráðningu
starfsmanna og skiptir þá engu,
hvort um 1 eða 100 er að ræða.
Allar lögboðnar skyldur atvinnurek-
anda samkvæmt vinnulöggjöfinni
gengu þá í gildi, þar sem atvinnurek-
andinn tekur m.a. að sér hlutverk
innheimtumannsins fyrir gjöldum
ríkisins þóknunarlaust. T.d. sýna
rannsóknir frá Hollandi að skrif-
stofukostnaður er allt að 20 sinnu
meiri á starfsmann hjá smáfyrirtæki
með 5 starfsmenn en hjá stórfyrir-
tæki með 500 starfsmenn. Þetta eru
náttúrulega ekki góð rekstrarskilyrði
hjá smáfyrirtækjunum.“
Hvert er mat þitt á, að þetta fak-
ist í Svíþjóð?
„Það eru ekki stjómmálaflokkam-
ir sem skilja þetta. T.d. trúa sósíal-
demókratamir því að ríkið og stjórn-
málamenn „útvegi" atvinnu með fjár-
magnsfærslum. Það er ekki hægt að
„útvega" atvinnu á þennan hátt,
heldur skapast atvinnutækifærin í
kjölfar eftirspumar á vömm og þjón-
ustu. Fyrirtækin svara eftirspuminni
með framleiðslu og þannig verða
störfín til. Þess vegna er svo miki-
vægt að efla fyrirtækjareksturinn og
endurbæta rekstrarskilyrðin. Vegna
stjórnmálaástandsins, sem ríkir hér
í Svíþjóð, er erfitt að meta, hvernig
hægt er að taka langtímaákvarðanir
sem leiða í rétta átt. Það krefst skoð-
anabreytingar hjá mörgum stjórn-
málamönnum. Fyrirtækasambandið
hefur gert sérstaka 19 punkta
stefnuskrá um þessi mál Mikilvægt
atriði þar fjallar um nauðsyn á rót-
tækri breytingu á vinnulöggjöfinni
þar sem réttur starfsfólks er í fyrir-
rúmi en vald verkalýðsfélaganna
minnkað. Málefni starfsfólks em
svæðisbundiN á sama hátt og við-
til smá- og meðalstórra fyrirtækja
og skilji sérstaka stöðu okkar. Að
þau taki ekki einungis tillit til hags-
muna stórfyrirtækjanna. Það er þýð-
ingarmikið, að þau leysi vandamálin
í beinni samvinnu við okkur, sem
rekum smá og meðalstór fyrirtæki.
Því miður höfum við smáfyrirtækja-
rekendur svo lítinn tíma, allur tími
okkar fer í sjálfan reksturinn og
þetta er veikleiki okkar.
Ég verð að segja, að ég er ánægð-
ur með það starf, sem EUROPMI
vinnur á þessum vettvangi í Evrópu.
Það þakka ég fyrst og fremst dugn-
aði Brians og allra annarra, sem
vinna að málefnum samtakanna.
Með tilkomu Efnahagsbandalagsins
vinnur EUPOPMI beint með Efna-
hagsbandalagsnefndinni um málefni
smá- og meðalfyrirtækja í Evrópu.
Við erum einnig meðlimir í heims-
samtökum smá- og meðalfyrirtækja,
WASME (World Assembly of Small
and Medium Enterprises), sem hefur
höfuðsetur sitt á Indlandi, í Nýju-
Delhí.
skiptin. Við viljum einnig afnema
atvinnurekendagjöldin, sem eru 30%
af laununum, og taka upp einkaelli-
lífeyri og einkasjúkratryggingu í
staðinn, þannig að einstaklingurinn
fái lausn á eigin málum í stað þess
að þurfa að fylgja heildinni. Við vilj-
Um að rétturinn til einkaeignar og
viðskiptafrelsis verði vemdaður í
sænsku stjórnarskránni eins og tíðk-
ast annars staðar á Vesturlöndum.
Við viljum að verktakar hafi forgang
að greiðslum úr gjaldþrotabúum í
stað ríkisins, sem hefur forgangsrétt
í dag. Ríkið hefur hvorki lagt til
mannafla eða vörar í framleiðsluna
en gerir samt sem áður kröfur til
árangursins. Verktakarnir hafa aftur
á móti afhent bæði vörur og þjón-
ustu. Við viljum einnig koma á nán-
ara samstarfí á milli smáfyrirtækj-
anna og háskólanna, þannig að fram-
leiðsluhugmyndir sem koma upp í
háskólanum geti hagnýst í viðskipt-
um smáfyrirtækjanna. Það þarf að
aðstoða og þróa áfram framleiðslu-
tækni háskólanna, sem smáfyrirtæk-
in geta nýtt sér. í dag miðast allt
við stórfyrirtækin og stórframleiðslu
en það þarf að vekja athygli á þýð-
ingu smáfyrirtækjanna og hlutverki
þeirra. Því miður hafa margar nýjar
sænskar upfínningar farið úr landi
til Japans og annarra landa, vegna
skorts á þessari aðstoð.“
Hvaða þýðingu hefur samstarf
ykkar við EUROPMI og hvað vilt
þú segja um ísland í þessu sambandi?
„í fyrsta lagi, þá fær sænska fyrir-
tækjasambandið aðgang að upplýs-
ingum um, hvað er að gerast í áætl-
unum Evrópubandalagsinsi sem
áhrif hefur á rekstur smá- og meðal-
fyrirtækja. Þessar upplýsingar not-
um við fyrir meðlimi sambandsins
og einnig gagnvart stjómvöldum í
Svíþjóð. I öðra lagi getum við með
þessu samstarfí okkar haft áhrif á
reglur um starfsskilyrði smá- og
meðalstórra fyrirtæka innan Evrópu-
bandalagsins. Þrátt fyrir að- Svíþjóð
„Þegar ég setti þingið, kom ég inn
á rannsóknarniðurstöður fyrstu
skýrslu um smá- og meðalfyrirtæki
í EB, sem unnin eru af leiðandi sér-
fræðingum í sérhveiju aðildarríkj-
anna. Þessi skýrsla ætti að liggja á
náttborði allra stjórnmálamanna í
Evrópu. Þetta er hugljúf kvöldsaga,
sem ég vonast til að áuki skilning
stjórnmálamanna á mikilvægi smá-
og meðalfyrirtækjanna í EB,“ sagði
Brian A Prime forseti EUROPMI.
Um hlutverk EUROPMI sagði
hann:
„EUROPMI gætir og eflir hags-
muni smá- og meðalfyrirtækja innan
Evrópubandalagsins. Ekki á eig-
ingjarnan hátt, heldur á grundvelli
sanngirni gagnvart smá- og meðal-
fyrirtækjunum í EB. Við erum sam-
eiginleg rödd smá- og meðalfyrir-
tækjanna á vettvangi Evrópubanda-
lagsins fyrir samtök aðildarríkjanna
og meðlimi þeirra. Við styðjum og
tökum frumkvæði að skynsamlegri
stefnumótun fyrir hagsmuni smá-
og meðalfyrirtækjanna í samvinnu
meðlimanna.
Við viljum á samræmdan hátt
vera virkir í löggjöf og reglugerð
Evrópubandalagsnefndarinnar. Við
viljum vekja meiri athygli og skilning
á þýðingarmiklu hlutverki smá- og
meðalfyrirtækjanna innan Evrópu-
bandalagsins. Ekki síst vegna þess,
hversu mikið gildi smá- og meðalfyr-
irtækin hafa með framlagi sínu til
Per Tistad
sé ekki enn orðinn meðlimur í EB,
þá eram við þegar með í þessu sama-
starfí og erum einu sænsku samtök-
in í EUROPMI. í þriðja lagi þá byggj-
um við upp samstarfsnet sem með-
limir okkar geta notfært sér fyrir
eigin viðskipti við meðlimi annarra
samtaka í EUROPMI.
Hvað ísland varðar, þá tel ég mik-
ilvægt, að Íslendingar verði með í
þessu samstarfi. Ég ber hlýjan hug
til íslands, meðal annars vegna for-
eldra minna, sem hafa eytt mörgum
ánægjustundum á íslandi. Þó að ís-
lendingar séu ekki íjölmenn þjóð, þá
er þýðingarmikið að þeir séu með í
þróuninni og hafi áhrif á hana. Ann-
ars er hættan sú, að íslendingar ein-
angrist, m.a. vegna landfræðilegrar
legu sinnar. Það er einungis með
eigin þátttöku, sem hægt er að hafa
áhrif. Jafnvel þótt aðrir séu hlynntir
málefnum íslendinga, þá geta engir
aðrir gætt hagsmuna landsins jafn
vel og íslendingar sjálfir."
atvinnusköpunar í heimalöndunum,
sem er miídu stærra framlag til at-
vinnumála en stórfyrirtækin leggja til.
Stórfyrirtækin eru í fyrirrúmi at-
hyglinnar þegar viðskiptalífið er
kynnt. Smá- og meðalfyrirtækin
eiga skilið langtum meiri eftirtekt,
ekki síst á sviði stjórnmálanna.
EUROPMI eru algjörlega óflokks-
bundin samtök á hagsmunagrund-
velli smá- og meðalfyrirtækja í Evr-
ópu.“
Hvað er framundan í starfi sam-
takanna?
„Að vinna á áhrifaríkan og árang-
ursríkan hátt með EB-nefndinni sem
fulltrúi smá- og meðalfyrirtækja
Evrópu og að tryggja að engar regl-
ur verði settar i framtíðinni sem
hamla rekstri smá- og meðalfyrir-
tækja eða að ónauðsynlegar álögur
verði lagðar á rekstur þeirra. Að
fara yfir gildandi reglur og einfalda
þær. Of mikil skriffinnska grefur
undan samkeppni Evrópubandalags-
ins á heimsmarkaðinum.“
Hvað vilt þú segja um ísland i
þessu sambandi?
„Þrátt fyrir að ísland sé ekki
meðlimur í EUROPMI, þá erum við
mjög jákvæðir fyrir aðild íslenskra
samtaka á sama grundvelli og önnur
fyrirtækjasamtök EFTA-rikjanna
starfa og eru meðlimir í EUROPMI.
Með það markmið að vinna saman
að framgangi einstakra meðlima og
smá- og meðalfyrirtækja yfírleitt.
Niðurstöður rannsókna
Hugljúf kvöldsaga, sem
ég ráðlegg öllum stjórn-
málamönnum að lesa
- segir Brian A Prime forseti EUROPMI
HJA ANDRESI
Nýjar vörur - gamalt verð
Flauels- og gallabuxur verð frá.......kr. 1.790,-
Herravesti nýjir litir verð frá........kr. 1.800,-
Stakirjakkarmargargerðirverðfrá........kr. 4.900,-
Golfbuxurá.............................kr. 2.900,-
ANDRES SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22A - SÍM118250
NYTT NYTT NYTT
Námsfoeið
. - :
Mótaðar neglur frá heildversluninni Rá.
Ekkert námsgjald
Lærid ad skapa náttúrulegar,
sterkar og fallegar neglur.
Gjörið svo vel að hringja og fá nánari upplýsingar.
Heildverslunin Ra
Síml 91-670999
Frábær uppskrift
ao frnnu i ar
Margs konar gistimöguleikar.
I nýja bæklingnum eru upplýsingar sem
hjálpa þér að finna það rétta fyrir þig!
BÆKLINGURINN OKKAR ER
ÓMISSANDI FÖRUNAUTUR Á FERÐALAGINU
GÆÐAÞJQNUSTA Á GÓÐU VERÐI
A Ferðaþjónusta bænda,
Bændahöllinni v/Hagatorg,
k símar 623640/42, fax 623644
i