Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 29 Ölöf Dagmar Ama- dóttír — Minning hafði skilist að oft færu þær sam- an, ellin og þessar tvær vonsviknu „systur“. Hefur það meðal annars í fari hennar mömmu haft veruleg áhrif á afstöðu mína til þess ævi- skeiðs, sem ef til vill bíður mín jafnt sem annarra. Hún einkennist nú af meiri bjartsýni og æðruleysi en fyrr. Elsku mamma, það er svo margt, svo margt, sem ég á þér að þakka, en ein er sú gjöf öðrum fremur og það er líf mitt og sú frelsisþrá sem þú og pabbi heitinn hafið alið í brjósti mér, og sem fyrr eða síðar mun leiða okkur aftur saman. Blessuð sért þú og minning þín. Að lokum þakka ég öllum sam- farþegum móður minnar á Beni- dorm og fararstjórum, Páli Eyjólfs- syni og Signýju Kjartansdóttur, fyrir félagsskapinn og ykkar þátt í gleði og vellíðan móður minnar þessa síðustu viku hennar, einnig aðstoð ykkar og velvild í minn garð og systra minna eftir að hún var farin. Öllum samfarþegum hennar á lífsleiðinni þakka ég allt sem þeir gáfu henni, því það hefur hún gefið mér. Eitíar Már Guðvarðarson. Ólöf Dagmar Árnadóttir fæddist á Skútustöðum í Mývatnssveit 14. október 1909. Foreldrar hennar voru Árni Jónsson, prófastur, Mývetning- ur að ætt og uppruna, og kona hans Auður Gísladóttir frá Þverá í Dals- mynni. Ólöf var yngst sjö alsystk- ina, sem upp komust, en auk hennar voru það Dýrleif, Þorbjörg, Gísli, Þóra, Gunnar og Inga. Hálfsystkini þeirra, af fyrra hjónabandi Árna, voru Þuríður og Jón. Af þessum systkinahópi er Inga nú ein á lífi. Ólöf var á fjórða ári þegar fjöl- skyldan fluttist frá Skútustöðum að Hólmum í Reyðarfirði, þar sem faðir hennar var prestur þau þrjú ár sem hann átti ólifuð. Eftir lát hans 1916 fluttist Auður með börn sín til Reykjavíkur, og þar ólst Ólöf síðan upp. Haun lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1928, ein þriggja stúlkna það vor. Síðan lagði hún um skeið stund á íþrótta- nám í Danmörku og Þýskalandi. Árið 1933 giftist hún Hákoni Guð- mundssyni, lögfræðingi frá Stóra- Hofi á Rangárvöllum, sem lengi var hæstaréttarritari og síðar yfirborg- ardómari í Reykjavík. Það mun hafa verið í kringum 1940 að Ólöf og Hákon færðu heim- ili sitt inn undir Bústaði, sem þá og miklu lengur voru bújörð langt innan aðalbyggðar í Reykjavík. Þar kölluðu þau Bjarkahlíð sem varð fljótlega réttnefni. Þau voru bæði miklir áhugamenn um tijárækt og hvers konar gróðrarstörf. Og nú stendur þéttur skógarlundurinn steinsnar austan við Bústaðakirkju sem órækt vitni um þriggja áratuga ræktunar- starf þeirra í Bjarkahlíð. Þar uxu einnig úr grasi dætur þeirra þijár: Inga Huld, rithöfundur; Auður Hild- ur, veflistarmaður; og Hjördís Björk, borgardómari. Nokkru áður en Hákon lét af embættisstörfum fyrir aldurs sakir, færðu þau Ólöf sig aftur um set og reistu sér hús austur í Ölfusi, á vest- urbakka Ölfusár. Þar heitir á Straumum. Þar bjuggu þau þangað til Hákon lést, en þá fluttist Olöf yfir ána, keypti sér lítið hús á Sel- fossi og átti þar heimili síðan. Á heimili foreldra minna norður í Langadal, endur fyrir löngu, var til ljósmynd af Ólöfu föðursystur minni sem mér er minnisstæð. Myndin var frá námsdvöl hennar erlendis og sýndi hana í einhvers konar fimleikum eða íþróttadansi. Með einhveijum hætti tengist þessi mynd fyrir hugskotssjónum mínum annarri mynd úr bemsku minni; það var ljósmynd af málverki eftir Jón Stefánsson af svanahópi í flugtaki. Þannig mótaðist mynd Öiafar frænku minnar í huga mér áður en á sá hana sjálfa og tók engum telj- andi breytingum síðan. Hún var óvenju falleg kona og bar alla tíð með sér einhvern svifléttan blæ sem gæddi hana sérstökum yndisþokka. Ólöf og Hákon eru óijúfanlega tengd í minningum okkar frænd- fólksins. Þau gátu á fljótu bragði virst harla ólík, og voru það sjálf- sagt að ýmsu leyti. Ólöf kvik í hreyf- ingum og máli, Hákon írpynd still- ingar og öryggis. En þau áttu margt sameiginlegt, ekki aðeins yndi af ræktun og gróðri, heldur einnig áhuga á margs konar öðrum efnum sem skipta máli fyrir mannlega til- veru. Ólöfu var margt til lista lagt og þess fengu margir að njóta. Hún var vel ritfær og gaf út ævintýrabók handa börnum og samdi útvarps- efni. Umfram allt var hún þó gædd ríkri tónlistargáfu, lék á píanó og hafði fallega söngrödd. Hún hafði mikið yndi af söng og safnaði fólki saman til söngiðkunar þegar færi gafst. Minningarnar um þær stundir verða áreiðanlega mörgum okkar hugstæðar lengi. Olöf Árnadóttir var á áttugasta og fjórða aldursári þegar hún and- aðist. Samt finnst mér öðrum þræði, þegar ég set þessi orð á blað, að ég sé að mæla eftir unga konu. Ég hef engan þekkt sem svo vel tókst að varðveita þokka æskunnar svo langa ævi. Allra síst man ég önnur dæmi þess, að meira en áttræð kona reynd- ist syngja með rödd ungrar stúlku um leið og hún sveiflaði fingrum yfir hljómborðið. Minning Ólafar frænku okkar mun búa lengi í hug okkar systkin- anna og verða okkur gleðigjafi. Það er sem betur fer svo um falleg lög, að þau halda áfram að ómá og ylja sálinni þótt söngurinn sé hljóður og horfinn. Árni Gunnarsson. ATVINNUAUGí YSINGAR Fiskiðnaðarmaður vanur verkstjórn, vinnslu og viðhaldi véla og tækja óskareftirvinnu. Allt kemurtil greina. Áhugasamir vinsamlegast sendi inn tilboð til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „F-10931 Trésmiðir Viljum ráða nú þegar smiði til starfa við mótauppslátt og innivinnu. Upplýsingar veitir Jónas Brjánsson í síma 53999. „Au pair“ - París Stúlka óskast til að gæta 1 árs barns í París frá september til júlí. Á sama stað er til leigu íbúð. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „París - 3902“, fyrir 30. júlí. HAGVIRKI KLETTUR Yfirvélstjóri óskast á línuveiðarann Jónínu Jónsdóttur SF 12. Aðalvél 800 hestöfk Upplýsingar í síma 91-51378. Flateyri Leikskólastjóri Flateyrarhreppur óskar eftir að ráða leik- skólastjóra frá og með 1. ágúst nk. við leik- skólann Brynjubæ. Skilyrði fyrir ráðningu er að umsækjandi hafi lokið fóstrunámi. Upplýsingar um menntun og fyrri störf ósk- ast sendar skrifstofu Flateyrarhrepps, Hafn- arstræti 11, 425 Flateyri, fyrir 30. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í símum 94-7665 eða 94-7765. Sveitarstjóri Flateyrarhrepps. RADA UGL YSINGAR Lögfræðingar - endurskoðendur - verkf ræðingar Hentugt húsnæði í hjarta borgarinnar leigist út í heilu lagi eða í einingum, 28-220 fm. Upplýsingar í síma 622880. Almennur sendibifreiðaakstur Innkaupastofnun ríkisins, fyrir hönd tækni- deildar ríkisspítala, óskar eftir tilboðum í al- mennan sendibifreiðaakstur. Reikna má með því að skiptingin sé ca 60% greiðabílar, 15% meðalstórir sendibílar, 5% stórir sendibílar og 20% litlir sendibílar. Sendibílakostnaður ársins 1992 var ca 3 milljónir króna. Útboðsgögn verða seld hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, á kr. 1.000 m/vsk. Tilboð verða opnuð 6. ágúst 1993 kl. 11:00 á sama stað í viðurvist viðstaddra bjóðenda. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS Rekstur mötuneytis í Kennaraháskóla íslands Innkaupastofnun ríkisins, fyrir hönd Kennara- háskóla íslands, óskar eftir aðila til að reka mötuneyti. Fyrirspurnagögn verða seld hjá Innkaupa- stofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, á kr. 1.000 m/vsk. Tilboð skulu berast á sama stað í síðasta lagi 10. ágúst nk. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS ________BORGARTUNI 7. 105 REVKJAVIK Kvótl Eftirfarandi árskvóti 1992-1993 er til leigu: Þorskur 120 tonn, ýsa 95 tonn, ufsi 20 tonn, karfi 160 tonn og koli 30 tonn. Vinsamlega sendið staðfest tilboð í myndsendi 95-22882. Fríkirkjan í Reykjavfk Safnaðarferð Safnaðarferðin verður um Kaldadal í Borgar- fjörð. Farið verður frá kirkjunni kl. 9.00 nk. sunnudag 25. júlí. Nánari upplýsingar og skráning hjá safnaðar- presti í síma 27270. Lausafjáruppboð Eftir beiðni skiptastjóra þrotabús Miklagarðs hf. fer fram uppboð á ýmsum lausafjármun- um laugardaginn 24. júlí nk. og hefst það kl. 13.30. Gengið inn að norðvestanverðu í Holtagörðum. Selt verður mikið magn af alls konar lausafé svo sem: Dömu-, herra- og barnafatnaður, s.s. úlpur, buxur, kjólar, gallar, nærfatnaður, blússur, handklæði, bindi, skyrtur, gallabuxur, sport- skór, strigaskór, leikföng, geisladiskar, seg- ulbandsspólur, myndbandsspólur, peysur, barnahúfur, stígvél, veiðivesti, plastblóma- pottar, allskonar vörur úr plasti, allskonar búsáhöld, sleðar, grillvörur, hnífar, inniskór, garðverkfæri, þrekbekkur, rotþrær, alls kon- ar verkfæri, hitamottur, skóflur, staurabank- ari, mikið magn af leðri ýmsir litir, herðatré, Ijósaperur margar gerðir, keðjur og standar. Plastpokar, arkir, hryggpokar, límmiðar, pappír og margt fleira. Það sem selt verður er einungis selt á brett- um. Skrá yfir lausaféð liggur frammi við aðaldyr Miklagarðsfimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. júlí nk. Ávísarnir ekki teknar gildar nema með sam- þykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðist við hamarshögg. Sýsiumaðurinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.