Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JULI 1993 Larosiere líklegur arf- taki Attali VESTRÆNIR stjórnarerindrek- ar sögðu í gær líklegast að Jacques de Larosiere, seðla- bankastjóri Frakklands, yrði valinn nýr bankastjóri Evrópu- bankans í stað Jacques Attali sem fór úr starfi með skömm. Henning Christophersen, full- trúi Dana í framkvæmdastjórn EB, og Leszek Balcerowicz, fyrrum fjármálaráðherra Pól- lands, höfðu einnig verið til- nefndir í gær. Ráðgjafi Clintons stytt- ir sér aldur VINCENT Foster yngri, aðstoð- ar lögfræðiráðgjafi Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta og náinn vinur forsetahjónanna um ára- tuga skeið, fannst látinn í garði skammt frá Fairfax í Virginíu- ríki í fyrrakvöld og var talið að hann hefði framið sjálfsmorð. Engin ástæða fyrir sjálfsvíginu hefur komið fram. Foster var 48 ára, fæddur og uppalinn í bænum Hope í Arkansas, fæð- ingarstað Clintons. Thatcher heiðruð í Moskvu MARGARET Thatcher fyrrum forsætisráðherra Bretlands verður sæmd heiðursdoktors- nafnbót við Mendelejev-háskól- ann í Moskvu í dag. Skólinn er kunnur fyrir rannsóknir á sviði efnafræði en Thatcher nam þau fræði á sínum tíma. Metverð fyrir bókarhandrit UNIVERSAL Pictures kvik- myndafyrirtækið hefur keypt útgáfurétt að næstu bók met- söluhöfundarins Johns Gris- hams fyrir 3,75 milljónir dollara (260 milljónir króna). Bókin, sem Grisham er ekki byijaður að skrifa, verður glæpasaga þar sem lögfræðingar koma við sögu. Hæsta handritsverð til þessa var 3,5 milljónir dollara sem Wamer Brothers-fyrirtæk- ið borgaði Michael Chricton, höfundi „Jurassic Park“, fyrir mánuði. Clinton hrífst af Eastwood BILL Clinton Bandaríkjaforseti hrósaði í gær nýjustu kvikmynd Clints Eastwoods. Hún fjallar um leyniþjónustumann sem elt- ist við mann er áformar að ráða forseta af dögum og fer Eastwo- od með hlutverk þess fyrr: nefnda. 550 manns deyja í flóðum GÍFURLEG flóð i norðaustur- héruðum Indlands höfðu kostað a.m.k. 550 manns lífið í gær og valdið miklu tjóni. Urhellisrign- ing hefur verið á þessum slóðum í tvær vikur. Flóðasvæðin stækka dag hvern., Mubarak áfram forseti EGYPSKA þingið tilnefndi í gær Hosni Mubarak til þess að gegna embætti forseta þriðja sex ára kjörtímabilið í röð. Studdu 97% þingmanna tilnefninguna og þykir Mubarak öruggur með sigur í forsetakjöri sem ráðgert er í október. Reuter Glæpum fjölgar í Rússlandi HERLÖGREGLUMENN í Moskvu kanna birgðir af skotvopnum og hnífum sem gerð voru upptæk í her- ferð gegn glæpum í neðanjarðarlestum borgarinnar í gær. Að sögn rússneska innanríkisráðuneytisins hefur tíðni morða hækkað um nær 50%, upp í 14.800, það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Viktor Jerín innanríkisráðherra sagði á þriðjudag að þrátt fyrir þetta væri liðsmönnum hans að takast að knésetja skipulagða glæpaflokka sem vaðið hafa uppi í landinu síðustu árin. Jerín hét því að efnt yrði til rannsóknar vegna beiðni nokkurra bankastjóra um lögregluvernd. Þeir segja að glæpasamtök beiti nú morðum og gíslatökum til að reyna að þvinga bankana til samstarfs um afbrot. Umdeild Kyrrahafseyja Rússar fjarlægja herþotur Tókýó. Reuter. RÚSSNESKA stjórnin hefur drepð á brott 40 MiG 23-orrustu- þotur sem höfðu bækistöðvar á lítilli eyju, Etorofu, sem er ein Suður-Kúríleyja norður af Japan. Sovétherinn tók eyjaklasann í lok síðari heimsstyrjaldar og krefjast Japanir að fá aftur yfirráð þar. Deilan um eyjamar hefur eitrað samskipti Japana og Rússa um langa hríð og komið í veg fyrir að ríkin tvö undirrituðu friðarsamninga. Einnig neita Japanar að veita Rúss- um fjárhagsastoð fyrr en lausn verði fundin á misklíðinni. Suður-kóresk farþegaþota var skotin niður á þessum slóðum yfir sovésku landi árið 1983 og taldi Sovétstjómin að þotan hefði verið notuð til njósna. Ákváðu þeir að efla varnirnar og sendu MiG-þoturnar til Etorofu 1984. Bandaríkjamenn, sem hafa herlið í Japan, treystu á móti viðbúnað sinn á herflugvellinum í Misawa. Kiichi Miyasawa hyggst láta af forystu í stjórnarflokki Japans Watanabe og Kaifu taldir beijast um leiðtogasætið Tókýó. Reuter, The New York Times. 0 FULLTRÚAR Fijálslynda lýðræðisflokksins, LDP, í Japan, skýrðu frá því í gær að Kiichi Miyasawa forsætisráðherra myndi segja af sér í dag, fimmtudag. Flokkurinn klofnaði fyrir skömmu og missti meirihluta í neðri deild þingsins í kosningunum sl. sunnu- dag en hafði verið einn um ríkisstjórnina undanfarin 38 ár. Flókið ferli Stjómarmyndun í Japan er nokk- uð flókið ferli. Framkvæmdavaldið er í höndum ríkisstjórnar er ber öll ábyrgð gagnvart sameinuðu þingi. Keisarinn hefur lítil raunveruleg völd lengur en skipar þó formlega forsætisráðherra og aðra ráðherra, einnig hæstaréttardómara auk þess sem hann undirritar lög og kallar saman þing. Deildir þingsins, efri og neðri, tilnefna mann til að gegna embætti forsætisráðherra en séu þær ósammála eða láti efri deildin hjá líða að tilnefna mann í tíu daga eftir að neðri deildin hefur tekið ákvörðun gildir niðurstaða hinnar síðarnefndu. Forsætisráðherra til- nefnir menn í ráðherraembætti en meirihluti þeirra verður að vera úr röðum þingmanna. Flokkamir hafa fjórar vikur til að ræðast við eftir kosningamar og verða á því tímabili að ákveða Miyasawa hefur reynt að sitja sem fastast og borið því við að ella væri hætta á upplausn. Baktjaldam- akk fer nú fram milli stjórnmála- flokkanna og LDP leggur sig fram um að vinna stuðning óháðra þing- manna og annarra flokka til að mynda samsteypustjórn. Samt hafa orðið mikil umskipti eftir þessar kosningar að því leyti að leiðtogar flokkanna koma nú fram í sjón- varpsþáttum þar sem þeir ræða að því er virðist opinskátt um hina ýmsu möguleika á stjórnarmyndun og hveiju sé fómandi fyrir stjómar- aðild. Þetta hefur ekki gerst áður í sögu landsins. Stjómmálaskýrendur töldu yfir- leitt útilokað að Miyasawa tækist að mynda samsteypustjórn, álit hans hefði beðið of mikinn hnekki vegna niðurlagsins og þar að auki væri hann allt of flæktur í ýmis spillingarmál sem hrjáð hafa LDP. Reuter Út í kuldann KIICHI Miyasawa, starfandi for- sætisráðherra Japans, tekur á móti gestum í embættisbústað sínum í gær. hver skuli bjóða sig fram til emb- ættis forsætisráðherra. Er talið að LDP muni komast að niðurstöðu. 12. ágúst. Flokkurinn er í reynd lausbeisluð fylking nokkurra minni flokka, hópa og einstaklinga sem mynda síðan bandalög þegar valda- stöðum er deilt út. Hóta nýjum klofningi Michio Watanabe, fyrrverandi utanríkisráðherra, skýrði frá því í gær að hann yrði í framboði til embættis forsætisráðherra. Talið er að helsti keppinautur hans verði Toshiki Kaifu, forsætisráðherra 1989-1991, ef hann býður sig þá fram. Watanabe er í forystu fyrir stærstu fylkingunni í LDP en hann er 69 ára og heilsuveill, auk þess er hann fulltrúi gömlu valdaklík- unnar sem kjósendur refsuðu og vilja að bæti ráð sitt. Kaifu fer fyrir fámennum hóp í flokknum en nýtur þess að hafa ekki orðið uppvís að Qármálaspill- ingu, gengur undir gælunafninu „Hr Hreinn". Stuðningsmenn um- bóta í flokknum segja að allt að 90 þingmenn muni yfirgefa LDP fái Kaifu ekki að spreyta sig á ný. Alvarlegt ástand á landamærum Tadzhíkístans og Afganistans Innrás skæruliða sögð í aðsigi Moskvu. Reuter. HÓPUR múslimaskæruliða frá Tadzhíkístan en með bækistöðvar í nágrannalandinu Afgan- istan gerði í gær áhlaup á landamærastöðvar sem mannaðar eru Rússum og særðust tveir hermenn, að sögn yfirmanns stöðvarinnar. Nýlega var sent nokkurt herlið frá bækistöð rússneska hersins í höfuðborg Tadzhíkistans, Dúsanbe, til styrktar landamæravörðunum en þá höfðu uppreisnarmenn fellt 25 Rússa. Rússneska fréttastofan Itar-TASS skýrði frá átökum víða á landamærunum í.gær og sagði ástandið „mjög alvarlegt". Vasílí Matjúk undirof- ursti, yfirmaður landamæravarðanna í Moskovskí- héraði, sunnarlega í Tadzhíkístan, sagði frétta- stofunni að flestar stöðvarnar hefðu aðeins til umráða tvo þriðju hluta þess mannafla sem þær þyrftu. Matjúk sagði uppreisnarliðið ráða yfir mörgum brynvörðum bílum og ýmsum nýtískuleg- um vopnum, ekki væri hægt að útiloka að liðið myndi gera umfangsmikla innrás á næstunni. Kabúl-stjórnin býður viðræður Ríkisstjórn Afgana í Kabúl hefur boðist til að hefja viðræður um málið við stjórnvöld Tadzhíka en segir jafnframt að landið verði varið ef þörf krefji. Yfirmenn rússnesku heijanna sögðu í gær að frá áramótum hefðu uppreisnarmenn gert um 100 áhlaup yfir landamærin. Landamæraverðirnir hefðu fellt 400 manns sem reynt hefðu að læðast inn í landið með ólöglegum hætti, 300 hefðu ver- ið handteknir. Þeir sögðu að alls hefði 31 landa- mæravörður týnt lífi í þessum skærum og tugir særst. Uppreisnarmennimir eru heittrúaðir múslimar og biðu ósigur í hörðum átökum við stjómina í Dúsanbe sl. vetur. Þeir flýðu þá yfir landamærin til Afganistan þar sem nokkrir flokkar heittrúar- múslima kljást nú um völdin eftir að veldi komm- únista hrundi. Háttsettur rússneskur embættismaður í varnar- málaráðuneytinu sagði í fyrradag að leyfa ætti rússnesku hermönnunum að gera áhlaup inn á afganskt landsvæði til að hafa hendur í hári upp- reisnarmanna. Stjórnvöld í Tadzhíkístan, þar sem fyrrverandi kommúnistar hafa nú yfirhöndina, báðu á sínum tima Rússa um aðstoð við landa- mæragæsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.