Morgunblaðið - 22.07.1993, Page 40

Morgunblaðið - 22.07.1993, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JULI 1993 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Frosti Stúlkurnar sem valdar voru í landslið og pressuliðið í 3. flokki. Landsliðið er í biáum búningum en pressuliðið í hvítum. Aftari röð frá vinstri: Linda Mjöll Andrésdóttir (UBK), Helga Gunnlaugsdóttir (UBK), Margrét Jónsdóttir (Val), Ágústa D. Sigmarsdóttir (Tý), Sigurbjörg Júlíusdóttir (UBK), Anna Brynja Baldursdóttir (Val), Rósa Sigbjörnsdóttir (KA), Hrefna Jóhannesdóttir (KR), Rannveig Jóhannsdóttir (KA) og Gréta Snorradóttir (UBK). Fremri röð frá vinstri: Sandra Karlsdóttir (UBK), María Benediktsdóttir (KA), Ragna Ragnarsdóttir (Tý), Guðrún L. Gísladóttir (ÍA), Sara Kristófersdóttir (ÍA), Lo- vísa Hilmarsdóttir (UMFG), Bára Karlsdóttir (UMFG), Edda Garðarsdóttir (KR), íris Andrésd. (Val) og Eva Halldórsd. (Val). ÚRSLIT Morgunblaðið/Frosti Sigurlið Gull & silfurmótsins voru úr Val, Breiðablik og Tý og hér eru liðin við mótsslit. Þrjú gull til Vals og Breiðabliks 't- 2. FLOKKUR: Leikið var í tveimur riðlum í öðrum flokki og hjá þriðja flokki A-liða. Tvö efstu riðlin í hvorum riðli léku um sæti 1. - 4. Tvö stig eru veitt fyrir sigur. RIÐILL 1: UBK 6 (15:2), UMFT 3 (4:6), KR 2 (2:4), UMFG 1 (0:9). RIÐILL2: Stjaman 4 (24:0), Ægir 2 (1:11), Fylkir 0 (0:14). Úrslit um sæti 1.-4. 1. UBK 6 (11:2), 2. Stjarnan 4 (17:1), 3. UMFT 2 (4:11), 4. Ægir 0 (1:19). Úrslit um sæti 5 -.7: 5. KR 3 (6:0), 6. UMFG 3 (2:1), 7. Fylkir 0 (1:8). 3. flokkur A-lið RIÐILL 1: Valur 6 (9:3), UMFG 6 (8:2), UBK 4 (11:5), ÍA 4 (5:3), Fylkir 0 (0:20). RIÐILL 2: KA 8 (17:4), KR 6 (9:5), Týr 4 (8:8), Þór 1 (2:9), Stjarnan 1 (2:12). Úrslit um 1. - 6. sæti 1. Valur 9 (7:2), 2. KA 7 (12:11), 3. UBK 6 (14:6), 4. KR 6 (7:8), 5. UMFG 3 (4:5), 6. Týr 3 (2:8). Úrslit um 7. - 10. sæti 7. ÍA 5 (9:1), 8. Stjarnan 4 (3:1), 9. Þór 3 (2:5), Fylkir 0 (0:7). 3. FLOKKUR B-LIÐ: Leikið var'í einum riðli þar sem allir léku við alla. Lokastaða: 1. UBK-2 12 (19:5), 2. UBK-1 10 (20:4), 3. ÍA 7 (10:6), 4. KR 7 (7:6), 5. KA 4 (6:15), 6. Valur 1 (3:10), 7. UMFG 1 (1:18). 4. FLOKKUR A-LIÐ: 1. Valur 12 (31:4), 2. Stjaman 9 (17:8), 3. KR 6 (20:8), 4. Týr 6 (13:15), 5. UBK 5 (9:10), 6. UMFG 5 (6:13), 7. Þór 0 (1:39). 4. FLOKKUR B-LIÐ: 1. Valur 10 (22:3), 2. Stjaman-1 8 (19:1), 3. UBK-1 8 (19:1), 4. Stjaman-2 3 (4:8), 5. UBK-2 2 (6:16), 6. UMFG 2 (2:22). 5. FLOKKUR A-LIÐ: 1. Týr 10 (14:0), 2. Þór 7 (9:4), 3. UBK 7 (5:1), 4. Valur 3 (4:11), 5. Stjaman 1 (1:4), 6. KR 1 (1:14). 5. FLOKKUR B-LIÐ: 1. UBK-1 9 (12:1), 2. Týr 7 (9:2), 3. Þór-1 6 (13:3), 4. Stjarnan 6 (4:5), 5. UBK-2 2 (4:10), 6. Þór-2 0 (0:21). UM 600 stúlkur voru á fleygiferð um síðustu helgi þegar hið ár- lega Gull & silfurmót var haldið í Kópavogi fyrir 2. - 5. aldurs- flokk kvenna í knattspyrnu. Að þessu sinni voru það Valur og gestgjafarnir Breiðablik sem voru sigursælustu félög móts- ins. Hvort þeirra átti þrjú lið sem hrepptu gullverðlaun en Vestman- neyjaliðið Týr sigraði í fimmta flokki hjá A-liðunum. Breiðablik sigraði í 2. fiokki kvenna fjórða árið í röð, eða allt frá því að fyrst var keppt í flokknum 1990. Þá varð Kópavogsfélagið sig- urvegari í 3. flokki A-liða og í fimmta flokki B-liða. Valsstúlkur unnu tvöfalt í fjórða flokki þar sem þær rauðklæddu sigr- uðu í öllum leikjum sínum. Bikarinn fyrir 3. flokk B-liða féll einnig í skaut Vals. Vestmanneyjafélögin Týr og Þór voru hins vegar með bestu liðin í fimmta flokki A. Týr sigraði en Þór varð í öðru sæti. Minni þátttaka í fyrra þegar Blikar gengust fyrir þessu móti mættu rúmlega 800 stúlkur til keppni og þátttakendum hefur því fækkað um rúmlega tvö hundruð á milli ára. Minni þátttaka má að einhveiju leyti skýra með tíð- um sumarleyfum en almennt aðhald virðist þó vera stærsti þátturinn. Aðeins er um mánuður síðan Pæju- mótið var haldið í Eyjum og mörg félög senda lið aðeins á annað mót- ið. Ekki er ólíklegt að Blikar flýti eða seinki mótinu á næsta ári. Fækkunin gerði það hins vegar að verkum að mótshaldarar höfðu góð tök á fjöldanum og tímaáætlan- ir stóðust mun betur. Þá lék veðrið við keppendur alla helgina. Barátta um boltann í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í fjórða flokki. Margrét Bjarnadóttir og Kolbrun Ingólfsdóttir. Ánægðar þrátt fyrir slakt gengi Það var skemmtilegt að spila á mótinu en okkur gekk þó ekki nógu vel. Við töpuðum öllum leikjunum og þurfum greinilega að æfa okkur betur,“ sögðu þær Margrét Bjamadóttir og Kol- brún Ingólfsdóttir sem leika með 4. flokki Þórs frá Vestmanneyjum. „Við töpuðum líka öllum leikjunum í Pæjumótinu fyrr í sumar en ekki svona stórt eins og á þessu móti. Við erum þó heppnar að því leyti að það er engin tapsár í liðinu,“ sögðu þær stöllur sem nýttu ferðina vel og skoðuðu sig um í Fjölskyldugarðinum og fóru í Kringl- una á meðan að dvöl þeirra stóð. Vardi sautján skot Vinkonurnar Heíða Rún Sveinsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir sem léku með Breiðablik í fimmta flokki A-liða voru ánægðar með árangurinn og eigin frammistöðu á mótinu. „Það er alltaf gaman að keppa og vera í góðum félagsskap.“ Heiða Rún var ánægð með markið sem hún skoraði á mótinu og Anna himinlifandi yfir mar- kvörslunni en hún varði sautján skot og fékk eitt mark á sig. Kvennaknattspyma á mikilli uppleið Stjarnan er með gott lið, en við vinnum þær samt allt- af,“ sagði Sunna Guð- mundsdóttir fyrirliði UBK í 2. flokki sem varð Gull & silfur- meistari eftir 1:0 sigur á helstu keppinautunum, Stjörnunni. „Kvennaknattspyrna er á mik- illi uppleið og liðin mikið jafnari núna en þegar ég lék á mínu fyrsta móti fyrir nokkrum árum. Það er þó langt í það að við séum jafn góð og strákarnir, við höfum verið að spila við þá á æfingum og það hefur gengið illa. Að mínu mati er ekki minni tækni í kvennaknattspyrnunni heldur eru strákarnir mun sneggri,“ sagði Sunna. Sunna Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.