Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 VIKUNNAR Kvöld- verður á veit- Hótel ingastað Bjór á bar Stór McDon- alds ham borgari Bensín- lítri 98 okt. Best að borða fp UfúJ Sniðugast að kaupa AMSTERDAM Holland Með lest frá Schiphol- flugvelli að miðbæjar- stöð 430 kr. 15.200 kr./nóttin 2.100 100 Grolsch 217 69,80 Indónesískt satay-grill Klossa BREMEN Þýskaland Með sporvagni frá flugvelii að miðbæjar- stöð 120 kr. 11.300 1.150 245 Beck's 206 56,90 Rote Griitze- búðingur Minjagripi um Brimaborgar- söngvarana BRIGHTON England Með lest frá London til Brighton1.120 kr. 10.800 2.100 187 Harvey's Best Bitter 198 60,50 Sykurflos Fornmuni og safngripi BUFFALO N.Y., Bandaríkin Með bílaleigubíl frá flugvelli 1.580-1.950 kr. 7.000 1.580 216 Queen City Lager 170 22,00 Buffalo-kjúkl- ingavængir Fisher Price- leikföng CAGLIARI Sardinía, Ítalía Með leigubíl frá flugvelli í miðbæ 680-900 kr. 9.200 2.300 158 Dreher ekki til 70,00 Pardulas- ostakaka Sardiníu- léttvín DALLAS TX, Bandaríkin Flugvallarskutla frá DFW-flugvelli í miðbæ 1.100 kr. 8.100 1.580 144 Lone Star 135 20,00 Rifjasteik á grillhúsi Sonny Bryans Minjagripi um John F. Kennedy MARSEILLES Frakkland Með lest frá Nice til Marseille 1.950 kr. 7.500 1.300 198 Kronenbourg 263 66,00 Pistou-súpa m. pasta, græn- meti og basiliku Sjöl með áprentuðum þjóðl. myndum úr héraðinu REYKJAVÍK ísland Með rútu frá flug- velli að hóteli í Reykjavik 500 kr. 12.600 2.500 500 Tuborg Grön ekki til 73,60 Pönnukökur m. þeyttum rjóma Hangikjöt SYDNEY Ástralía Með rútu frá flug- velli inn í borg 150 kr. 12.600 1.650 151 Toohey's Draught 127 37,20 Ostrur Cuggi- prjónavörur VÍN Austurríki Með rútu frá flug- velli í miðbæ 380 kr. 15.000 2.650 210 Fischer 210 55,70 Marillen- knödel (eftirréttur) Augarten- postulín WHITEHORSE Kanada Með leigubíl frá flugvelli í miðbæ 600 kr. 5.700 575 200 Molson Canadian 168 31,60 Arctic- silungur Loðskinns- úlpur WINDHOEK Namibía, Afríka Með flugvallarskutlu frá flugvelli að helstu hótelum 300 kr. 7.500 650 72 Windhoek Lager ekki til 29,40 Braaivleis- grillmatur Herera-þjóð- búningadúkkur Pönnukökur og hangikjöt best o g bjórinn langdýrastur ÞEIR sem staddir eru á bar í Namibíu í Afríku geta keypt sér 7 bjóra fyrir sama verð og einn á íslenskum bar. Það telst svosem ekki fréttnæmt að áfengi sé dýrara hér en víðast annars staðar, en að pönnukökur með þeyttum rjóma sé það besta sem hægt er að borða á Islandi kann að koma einhveijum spánskt fyrir sjónir. Grillað á góðum degi NÝLEGA kom út matreiðslubók eftir Kristínu Gestsdóttur sem ber heitið „Grillað á góðum degi“. Eins og bókartitill gefur til kynna eru grilluppskriftir áberandi í bókinni og fylgja litmyndir sumum réttanna. Á fyrstu blaðsíðum bókarinnar er farið nokkrum orðum um ýmsar grill- tegundir. Kristín segir til dæmis um opin kolagrill að þau séu fyrst og fremst fyrir mat sem ekki þarf lengri steikingartíma en 8-10 mínútur á hvorri hlið. Hún segir að auðveldara 'sé að stjóma hita á gasgrillum en kolagrillum auk þess sem hitinn sé jafnari á hinum fyrmefndu. í bókinni eru uppskriftir að grill- uðu kjöti, físki og smáréttum, auk þess sem gefnar eru uppskriftir að brauðum, kryddlögum, ábætisréttum og sumardrykkjum svo eitthvað sé nefnt. . ■ Myllan með hvítlauksbrauð MYLLAN Brauð hf. hefur hafið framleiðslu á tilbúnu hvítlauks- brauði sem þróað hefur verið í samvinnu við matvæladeild Iðn- tæknistofnunar. I fréttatilkynningu segir að áhersla hafi verið lögð á sem best bragðgæði og því hafi mest vinna farið í að þróa krydd- smjörið og not- að er notað ís- ienskt smjör, hvítlaukur og náttúrulegt krydd. Tvö brauð eru í hverri pakkningu og eru þau í tvö- földum umbúð- um. Ytri umbúðirnar eru fjarlægðar og brauðinu stungið inn í heitan ofn. Innri pakkningin ver brauðið og hindrar að kryddsmjörið leki niður í ofninn. ■ Bandaríska ferðatímaritið Travel holiday gerir reglulega samanburð á hinum ýmsu hliðum ferðaþjónustu í heiminum. Við birtum hér hluta upplýsinga sem fram komu í síð- ustu tveimur tölublöðum tímarits- ins. Verðathugun Travel holiday var gerð nokkru áður en íslenska geng- ið var fellt og var reiknað í banda- ríkjadölum. Þar sem staða annarra gjaldmiðla er ólík gagnvart banda- ríkjadal og verðið aftur umreiknað til birtingar hér, er uppgefið verð ekki nákvæmt. Upphæðir í íslensk- um krónum eru reiknaðar út frá gengi bandaríkjadals í þessari viku. Miðað er við eins manns herbergi á góðu hóteli, í sama gæðaflokki og Hótel Saga og Hótel Loftleiðir í Reykjavík. Hið sama gildir um kvöldverð, enda bæði hægt að fá nokkuð ódýrari og mun dýrari mál- tíðir í Reykjavík en hér er gefið upp. Um er að ræða þríréttaða máltíð á þokkalegum veitingastað. Auk þess að fjalla um mismun- á Islandi andi verðlag, gefur tímaritið lesend- um ábendingar bæði nytsamlegar og skemmtilegar. Hér eru til dæm- is birtar ábendingar blaðsins um hvað best sé að borða á hveijum stað og hvað sniðugast sé að kaupa. Hér er hvorki minnst á skyr, lamba- læri, lax eða lopapeysur, heldur vísa ábendingarnar til þess sem lengi hefur tíðkast á íslenskum heimilum; að borða hangiket og bjóða gestum nýbakaðar pönnukökur. ■ BT 120 króna jöfnunargjald á kiló af Mikill verðmunur á dönsku smjörlíki sem kostar 60 kr. komið til landsins í dag setur Jóhannes Jónsson í Bónus fram danskt smjörlíki í verslan- ir sínar. Smjörlíkið sem kostar 27 krónur á innkaupsverði verður selt á 119 krónur í Bónus, 28 krónum dýrara en Ljóma smjörlíkið kostar þjá honum þessa dagana. Ástæðan? Þegar fjármálaráðuneytið fékk vitneskju um að Jóhannes væri að fá til landsins smjörlíkissendingu var lagt jöfnunargjald á smjörlíki, 120 krónur á hvert kíló. Fyrir nokkrum mánuðum keypti Jóhannes um það bil 2 tonn af ódýru dönsku smjörlíki. Þegar smjörlíkið var komið til landsins strandaði á innflutningslögum þannig að eftir r.okkurt þref lenti það á haugunum. Nú er búið að breyta lögunum, innflutningur gefinn fijáls og Jó- hannes er búinn að fá nýja smjörlíkis- sendingu til landsins alls 3 tonn. Fjármálaráðuneytið brá skjótt við og setti jöfnunargjald á smjörlíki, 120 krónur á hvert kíló sem þýðir 60 krónur á hvert 500 gramma smjörlík- isstykki. Jóhannes segist selja stykkið af 500 gramma Ljóma smjörlíki á 91 krónu þessa dagana og því sé ódýra smjörlíkið hans nú orðið dýrara og kosti 119 krónur stykkið. Eins og sjá má á töflunni hér til hliðar hefði Jóhannes getað selfc hvert 500 gramma stykki á um 44 krónur með virðisaukaskatti hefði jöfnunargjald- ið ekki verið sett á það. Af þessum 119 krónum fær því ríkið í sinn kassa um 84 krónur í jöfnunargjald og virð- isaukaskatt. Jóhannes segir að í rauninni geti hann alveg eins hent þessum 3 tonn- um af smörlíki á haugana því auðvit- að kaupi fólk það smjörlíki sem sé Verðmyndun á Hverdag-smjörlíki Innkaupsverð 27,00 Flutningur 2,70 Jöfnunargjald 60,00 Álagning 5,00 Virðisaukaskattur 24,00 Útsöluverð 119,00 ódýrara. Það liggi í hlutarins eðli. Hinsvegar setur hann það fram í verslanir sínar með sundurliðuðum útskýringum á verðlagningu til að sýna viðskiptavinum sínum hvemig málum er háttað. ■ grg matvöru í könnun Neytendasamtakanna ÞAÐ er ekki sama hvort við kaupum Kornax hveiti á 65 krónur eða 120 krónur eða banana á 91 eða 198 krónur kílóið. Þennan verðmun er að finna í verðkönnun sem Neytendasamtökin gerðu í samvinnu við neytendafélög á Akureyri, Suðurnesjum og Suðurlandi og verkalýðsfé- lögin í Yestmannaeyjum í byrjun júlí. Verðkönnunin var gerð í 13 matvöruverslunum á þessum svæðum, auk fjögurra verslana á höfuð- borgarsvæðinu. Mestur munur á lægsta og hæsta verði reyndist vera á grænmeti og ávöxtum eða á bilinu 118-443%. Þannig kostaði kílóið af agúrkum frá 49 krónum kílóið og upp í 266 krón- ur kílóið. Við frekari úrvinnslu könnunar- innar var reiknað út meðalverð. Með- alverðið var notað sem stuðull til viðmiðunar sem ákveðinn var 100. Lægsta verðið var í Bónus Hafnar- fírði en hæsta í Kaupfélagi Ámes- inga í Vestmannaeyjum. Þessu þarf þó, að sögn forráðamanna hjá Neyt- endasamtökunum, að taka með var- úð þar sem verðmunur á dýrum og/eða mikið keyptum vörum skiptir meira máli fyrir neytandann en mik- ill verðmunur á vörum sem keyptar eru í litlum mæli. Þó nokkur munur var á vöruúr- vali í verslunum og reyndust Hag- kaup Kringlunni, á Ákureyri og Fjarðarkaup hafa mesta vöruúrvalið. í Bónus, þar sem vöruverð var lægst, vom fæstar vörutegundir til. Ekki var lagt mat á þjónustu versl- ana og neytendur minntir á mismun- andi opnunartíma og einnig að sum- ar verslanir veita staðgreiðsluafslátt og aðrar taka ekki greiðslukort.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.